Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Jísús Kræst

Þessi úrslit eru eiginlega bara fyndin ...  nei eiginlega grátleg.  Vitavonlaus góðravinapólitíkus í fyrsta sæti, maðurinn með hattinn í öðru sæti, stekkur alskapaður út úr sjónvarpsstöð, góður drengur held ég en, boy ó boy,  3 sætið er fyrsta merkið um að eihver glóra sé í listanum og svo versnar það ískyggilega með arkitektinum. Ég gæti reynar unnt honum að skríða til metorða í Samfylkingunni ef hann lofaði að hanna aldrei framar eina einustu byggingu og hætta að skipta sér af skipulagsmálum, en þar sem slíkt er vonlaust þá segi ég lengi getur vont versnað. Hver andskotinn er eiginlega að okkur Íslendingum. Þurfum við eina kreppu í viðbót til að ná áttum.
mbl.is Kristján Möller efstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORINGJADÝRKUN

Ummæli Harðar Torfassonar sem féllu þegar forsætisráðherra Geir H Haarde tilkynnti um alvarleg veikindi sín ollu eðlilega fjaðrafoki . Umræðurnar vöktu mig til umhugsunar þá áráttu mannsins að finna sér foringja til að dýrka og fylgja í blindni. Þessi árátta hefur verið landlægur fjandi frá stofnun íslenska lýðveldisins. Hún er af hinu illa, frjór jarðvegur fyrir gjörspillta stjórnarhætti og mismunun. Mín skoðun er þessi. Á mestu umrótartímum sem íslenska lýðveldið hefur farið í gegnum höfum við sem þjóð ekkert að gera við foringjadýrkun af neinu tagi. Nóg er komið af slíku. Hörður á allar þakkir skyldar fyrir sitt framlag en mótmæli fólksins í landinu snúast ekki um persónu Harðar, eiga ekki að gera það og mega ekki gera það. Foringjadýrkun hefur haldið þessari þjóð í helgreipum um áratuga skeið og rústað því sem við höfum á tyllidögum montað okkur mest af, þingbundnu lýðræði. Nú sitja forystumenn sitjandi stjórnar í feni sem er skilgetið afkvæmi þeirrar áráttu þjóðarinnar að fylgja foringjum í blindni, meðan forystumenn gjörónýtrar stjórnarandstöðu bíða í barnslegri tilhlökkun eftir að komast til valda. Í mínum huga á íslenska þjóðin að gefa öllu þessu liði frí, langt frí - og taka svo til við endurritun nýrrar þjóðarsögu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband