Færsluflokkur: Íþróttir

VÁÁÁÁÁÁ

Ég las í blaði allra landsmanna að Bubbi Mort stórveiðimaður og kollegi minn hafi veitt "30" punda lax í fyrstu veiðferðinni sinni í Laxá í Aðaldal.  Æðislegt - svoleiðis fiskar hafa ekki veiðst í tugi ára í Laxá og varla nema svona rétt sést,  þannig að VÁÁÁ. Ég hinsvegar er ennþá klórandi mér í hausnum yfir háttalagi stórlaxins sem samkvæmt talsmanni Bubba hafði farið niður fossinn á Núpafossbreiðu, fengið heimþrá og klöngrast aftur upp fossinn, dröslandi slýdræsu með sér. Hinsvegar eiga þeir það til að haga sér einkennilega stórlaxarnir sem við veiðimenn setjum í og missum, það þekki ég vel.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband