Upp upp mín sál

Ég átti orðið erfitt með að sitja kyrr undir lok tónleikanna í kvöld, sem voru eins og dóttir mín myndi segja „geðveikir, eða gett góðir“  Til að byrja með Tommi R með frábært stórband skipað toppmönnum ... æðileg grúppa og flottar tónsmíðar. Allt ætlaði af göflunum að ganga eftir hvert lag. Mér varð á að hugsa að trúlega væri ekki neitt auðhlaupaverk að taka við af þessu súperbandi en áhyggjur mínar hurfu við fyrsta tón hjá tríói Hilario Duran. Æ ég held ég láti bara vera að segja meira, það yrði of langt  ... en mikið vildi ég að þið hefðuð verið með mér í kvöld og upplifað galdurinn. En bara næsta ár. Ég lofa ennþá meiri veisluhöldum, slæ ekki af, gef ekkert eftir og hætti ekki fyrr en þið leggið á hestana og ríðið norður. Þið getið sungið á leiðinni „aldrei ætlaði ég norður “ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki oft sem ég sakna Íslands en í kvöld fékk ég heimþrá. Takk fyrir skrifin.

Blekpenni (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 03:18

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Tómas R er  stórkostlegur tónlistarmaður og ég efa ekki að hann hafi verið góður eins og hans er von og vísa. Enn öfunda ég þig. Kannski bara næst..eins og þú segir. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.6.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég skal trúa því að þetta haf verið magnað. Þetta eru snillingar.

Jens Sigurjónsson, 2.6.2007 kl. 15:45

4 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Pálmi minn.

Ég veit að þetta tengist ekkert þessari fínu bloggfærslu þinni en endilega gerðu mér þann greiða að kíkja á síðuna mína og leggja orð í belg um smá getraun sem ég er með á henni.

Ég er að lenda í bullandi vandræðum vegna getraunarinnar.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Kvosinni kyrrlátu.

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 16:46

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég hef ekki hugmynd um hvað það er sem þú ert að lýsa. Hvaða band er Tómas nú með, er það þetta Hilaro Duran?

Sorrý, einn voða utangátta:

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.6.2007 kl. 16:54

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ásgeir minn utangáttar ... kíktu á  www.aimfestival.is   og þú verður innangátta.

Pálmi Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 16:58

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK,

tack så mycket:

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.6.2007 kl. 20:43

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Alltaf fjör í messum

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 01:34

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er á því sem foreldri að maður eigi að setja ofan í við börnin sín þegar þau nota íslenskuna í það að segja að eitthvað sé 'geðveikt' eitthvað, eða 'gekt fatlað'  Í því felst nefnilega vanvirðíng við veikt fólk, & ekki viljum við nú innræta úngunum okkar svoleiðis ?

S.

Steingrímur Helgason, 4.6.2007 kl. 01:16

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Steingrímur minn - ég hef reynt það veit guð en það er sko puð að breyta tískuorðum ... annars fær þessi elska svo hátt í íslensku og talar svo fallegt mál allajafna, að ég á erfitt um vik ...

Pálmi Gunnarsson, 4.6.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband