Lygn streymir Don

Ég hef veriđ ađ rađa hafurtaski mínu oní tösku. Ekki auđhlaupaverk fyrir mann sem er allsendis óvanur ţví ađ rađa mikiđ ţegar sett er í töskur. Ađ ţessu sinni er ekki bođiđ uppá annađ en reglu á hlutunum, ţvi 20 kíló er ţađ sem ég má hafa međ mér annars ţarf ég ađ fara ađ borga og lendi trúlega í allskonar me -he- i, sem er ekki gaman ţegar fara ţarf um nokkrar flugstöđvar. Ţiđ verđiđ sem sagt án röflsins í mér í nokkurn tíma ţar sem ég er ađ fara ađ hitta Jóakim frćnda og nokkra Kósakka norđur viđ ballarhaf. Nánar tiltekiđ kem ég til međ ađ búa í veiđihúsi viđ ána Ryndu á Kólaskaga nćstu viku. Ferđin leggst vel í mig enda ekki á hverjum degi sem fátćkur námsmađur fer ađ veiđa í Rússlandi en ţađ skal tekiđ fram ađ Jóakim frćndi blćđir og ćtlar ađ hitta mig í Murmansk, ţađan sem viđ fljúgum í ţyrlum inná skagann. Hann segist koma međ einkaţotu en ég er ekki alveg viss. Kallinn er á grenjandi túr og ţá fer hann ekkert nema rétt undan sólhlífinni til ađ pissa og ná sér í áfyllingu. Ég hlakka mikiđ til ađ veiđa árnar ţrjár, Kharlovku, Litzu og Ryndu og ekki síđur ađ hitta Peter Power, skotann sem hefur haldiđ utan um árnar eins og sjáaldur augna sinna. Ég kem aftur heim 5 ágúst ef ég slepp frá Bangsímon sem sagt er ađ andi af og til oní hálsmál veiđimanna og láti glitta í tennur og klćr. Hafiđ ţađ gott og hugsiđ međ hlýhug til fólksins sem berst viđ ofurefli á Ţjórsárbökkum. Ég hugsa hlýlega til ykkar allra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Góđa ferđ Pálmi. Hljómar sem eđalferđ

Kristján Kristjánsson, 25.7.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góđa ferđ Pálmi og ţiđ hinir: Smelliđ á Jóakim og skrifiđ athugasemdir! Gaman ađ fylgjast međ umrćđunum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.7.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Smelliđ hér í stađinn  (Ţetta er smá skammarlegt)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.7.2007 kl. 21:58

4 Smámynd: Georg Eiđur Arnarson

Góđa veiđi.

Georg Eiđur Arnarson, 25.7.2007 kl. 22:43

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Biđ ađ heilsa á Sjómannaheimiliđ í Múrmansk.Forstöđukonan ţar fór eitt sinn međ mig til ađ skođa bjórverksmiđju.Fjandinn hafi ţađ,ţeir komu međ bjórinn í fötum.En ţá var ég hćttur ađ drekka

Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 23:10

6 identicon

Passađu ţig nú á medvedi í skóginum, Pálmi minn! Do svidanja! Masha i medvedi (María og skógarbirnirnir) gerđu lagiđ "Reykjavík" vinsćlt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Fínt lag og texti.

Frosti Logason (IP-tala skráđ) 26.7.2007 kl. 00:56

7 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Takk fyrir kveđjurnar, fötur af bjór, hefđi passađ fyrir 15 árum  - Frosti hvar get ég heyrt lagiđ međ Masha i medvedi  

Pálmi Gunnarsson, 26.7.2007 kl. 11:28

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hljómar ótrúlega spennandi ţessi ferđ Pálmi. hafđu ţađ virkilega gott og njóttu vel. Ţiđ hjónin allt ađ ţví mćtist í dyrunum

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 18:55

9 Smámynd: Halla Rut

Góđa ferđ og passađur ţig á bangsa.

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 22:29

10 Smámynd: Hugarfluga

Hlýjar hugsanir á móti. Njóttu vel og komdu heill heim!

Hugarfluga, 27.7.2007 kl. 23:20

11 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég biđ ađ helsa Jóakim frćnda hehehehehe

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 6.8.2007 kl. 22:25

12 identicon

Takk fyrir addiđ...Ég rakst á síđuna hjá ţér og gamlar minningar rifjuđust upp..hehehe...Ég kom einu sinni í gamla daga ađ taka viđtal viđ ţig í stúdioinu í haf, fyrir tónmentar tima ásamt vinkonu minni...Vođa gaman og bara svona svo ađ ţú fáir ađ vita ađ ég fékk góđa einkun fyrir viđtaliđ...

Takk kjćrlega

Kveđja Ţórunn Maggy ( barnabarn Magga Guđjónssonar prentara...)

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 8.8.2007 kl. 12:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband