Han frelser

Fyndið hvað við maurarnir sem byggjum þetta aggapínuponsulitla sandkorn sem þeytist um alheiminn á alltof miklum hraða fyrir okkar eigið ágæti, erum bilaðir. Hvert sem litið er, hvar sem borið er niður, erum við litlu krílin að undirbúa eitthvað sem  felur í sér óhamingju fyrir næsta maur. Nýjustu fréttir af broskallinum sem stjórnar málum í USA er að undirbúningur fyrir næsta byssubardaga sé í fullum gangi. Hvað gerði guð vitlaust þegar hann hrærði steypuna í kallinn og gengið hans, spyr ég bara. Reyndar segist Búss vera í beinu sambandi við almættið ásamt flestum þeim sem honum fylgja að málum. Það má ekki gleyma því að það var nú einu sinni eitt af frummarkmiðum hugsuðanna hans Búss að gera Íslamista í Írak að Jésusbörnum þegar búið væri að sópa göturnar í Bagdad. Eftir mikið stríð í áraraðir eru Bússarar sannfærðir um að allt blóðbaðið hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir lýðræðið í hinu nýja Írak. Þeir trúa því statt og stöðugt að ástandið sé betra en það var fyrir nokkrum árum. Til að fá úr því endanlega skorið þá ætti að bjóða liðinu í huggulegt tveggja vikna lýðræðisfrí til Írak og fáum þau svo í viðtal hjá þeim á 60 min þegar heim væri komið. Þau gætu skoðað sig um í miðbæ Bagdad, skroppið í búðir,fengið sér Big Mac eða KC og sleikt sólina. Hitt fólk á förnum vegi, spjallað um Jesús og dreift bæklingum um hina nýju trú.

Það hlýtur að vera skýlaus krafa alþjóðasamfélagsins héðan í frá að allir sem vilji stjórna þjóðlandi, fari í stíft gáfnapróf og séu síðan ef þeir nái yfir meðallag, sálgreindir af færustu sérfræðingum og alls ekki settir í embætti ef þeir haldi því fram að guð hafi skapað heiminn á sléttri viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gæti ekki verið meira sammála þér... flottur pistill.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður ! 

Marta B Helgadóttir, 29.8.2007 kl. 11:14

3 identicon

Ég dett við og við inn á síðuna hjá þér Pálmi en nú ætla ég að ,,lesa" þig daglega. Ég er bara búin að hlæja á mig gat af síðustu færslum. Frábær þessi bréf frá Kimma frænda. Gott að geta hlegið að allri hryggðinni í heiminum.  

Langar til að tjá mig aðeins um síðustu orðin þín í þessari færslu. Það að vonnabí stjórnendur þjóðlanda fari í alls konar svona prófanir til að dæma um hæfi þeirra til að sitja í hásætinu.  Mjög góður punktur og alveg rétt að það skyldi vera krafa alþjóðasamfélagsins að þetta væri allt kannað.  Verst er þó að allir fræðingarnir sem sæju um prófanirnar eru jafn rotnir ef ekki rotnari en sá sem prófaður er!
Það finnst mér skelfileg tilhugsun.

Laulau (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 11:19

4 identicon

Fyrir mér mega ráðamenn heimsins trúa því að jörðin hafi orðið til úr rúsínum og rófum eða hverju sem er, svo lengi sem þeir hafa þennan grundvallar punkt að leiðarljósi: Þegar allt kemur til alls, miðar okkur aðeins áfram hafi fleiri jarðarbúar brosað í dag en í gær, fleiri farið saddir í háttinn og fleirum fundist þeir og þeirra fjölskylda vera örugg. Sérhver aðgerð ráðamanna heimsins er einskis virði vinni hún ekki að þessu markmiði.

En því miður láta stjórnvöld hins ráðandi stórveldis jarðarinnar, BNA, sem og þeirra fylgismenn í öðrum löndum, einhvern allt annan tilgang ráða ferðinni þegar þau taka ákvarðanir sem snerta jarðarbúa alla. Þannig er það.

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:53

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Rúsínur og rófur, já og svo var hún einu sinni flöt og dauðasök að halda öðru fram. Því miður gerist það æ sjaldgæfara að samúð - og umhyggja ráði ferð þeirra sem kosnir eru til valda nema í orði. Ég held að innst inni vilja allri frið en hann er hreinlega ekki falur vegna þess að hann gefur ekki nógu mikið í aðra hönd.

Pálmi Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 14:35

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Pálmi það er heila málið. Vopnaframleiðendur fá ekkert í baukinn og þá ekki frambjóðendur heldur, ef enginn þarf vopn. En var ekki kenningin um sköpun heimsins þannig að eftir 6 daga var þreytan framkvæmdaseminni yfirsterkari. Hvernig helduru að umhverfið væri ef almættið hefði haft 7 daga vinnuviku?

Þórbergur Torfason, 29.8.2007 kl. 15:22

7 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Amen á eftir efninu. En segðu mér Pálmi, hverjum þarf að múta til að ná þér í spjall á RVKFM 101,5?? Við erum með íslenskan dag fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og það yrði sannur heiður að fá þig í spjall einhverntímann á milli 13:00-17:00 á fimmtudaginn kemur þ.e ef þú ert í höfuðstaðnum....Endilega sendu mér línu á omar@rvkfm.is

Ómar Eyþórsson, 29.8.2007 kl. 17:51

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Pálmi, góð grein til umhugsunar. Er það ekki svo að hver þjóð kýs yfir sig þann einstakiling sem endurspeglar þjóðarsálina og þann veruleika sem er þar á hverjum tíma? Þótt margir Ameríkanar séu ekkert að deyja úr hrifningu (en deyja úr flestu öðru núna) yfir Runna, þá er hann samt enn vinsælastur og fær sérstaklega djúpa suðrið til þess að segja halelúja yfir vopnaskakinu í þágu olíuhagsmuna. Þannig er þetta, ótrúlegt en satt. Þótt menntaelítur heimsins haldi alltaf að þær ráði, þá ræður auglýsingin í gegn um massann og kassann. Runni eða frú Hrísgrjón, allt sami pakkinn. 

Ívar Pálsson, 29.8.2007 kl. 21:17

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Pálmi, ekki dæma alla Kristna menn út frá Bush júníor. Það er álíka fordómafullt og að dæma alla tónlistarmenn út frá Charles Manson.

Ingvar Valgeirsson, 29.8.2007 kl. 21:52

10 Smámynd: Jón Kjartan Ingólfsson

Sammála þér Pálmi.

Jón Kjartan Ingólfsson, 29.8.2007 kl. 22:04

11 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

hæ gott fólk og takk fyrir innlitið. Félagi Ingvar - þú misskilur mig algerlega ef þú heldur að ég sé að dæma kristna.  Hinsvegar lít ég þannig á málið að það sé birtingarmynd hins fullkomna hugleysis að skýla sér á bak við trúarbrögð, hver sem þau annars eru, til að verja dráp á saklausu fólki. 

Ómar á rvkfm.. mér þætti gaman að líta við í rapp - næsti fimmtudagur er erfiður þar sem ég verð staddur í Nuuk á Grænlandi. 

Pálmi Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 22:38

12 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þetta er frábær pistill hjá þér og ég er þér innilega sammála

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.8.2007 kl. 23:42

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

þú klikkar ekki frekar en venjulega. Takk fyrir mig

Heiða B. Heiðars, 30.8.2007 kl. 10:53

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ps. skilaðu kveðju til Kimma frænda.. hann er náttúrulega alveg milljón :)

Heiða B. Heiðars, 30.8.2007 kl. 10:55

15 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Þetta er flottur pistill hjá þér. Hann segist vera í beinu sambandi við almættið. Það er því miður auðvelt að halda að röddin sem maður heyrir sé frá almættinu. Það getur hver heilvita maður séð að hann er þarna í eigin mætti blessaður. Boðorðin segja allt sem segja þarf.

Það eru til trúboðar sem eyða tíma í að "frelsa" heiminn en eru ekki í lagi sjálfir. Ef við ætlum að vera trúboðar, bjarga heiminum verðum við fyrst og fremst að vera í lagi sjálf. Leyfum verkunum að tala, ljósinu að skýna og hættum áróðri. 

Ofbeldi er hið gagnstæða við kærleikann. 

Kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 31.8.2007 kl. 11:52

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég bugta í respekt...

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2007 kl. 00:10

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góður

Einar Bragi Bragason., 1.9.2007 kl. 01:33

18 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sammála síðasta ræðumanni. Flott skrif !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.9.2007 kl. 03:31

19 identicon

Mér finnst að fólk ætti að fara í slík próf bara til að fá að kjósa! En það er nú annað mál.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 10:59

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var einmitt að fabúlera um níu ellefu í morgun.  http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/301706/

Góð grein hjá þér Pálmi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 11:28

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Pálmi ég hef oft hugsað um hvernig í ósköpunum standi á því að mestu fávitarnir sem ana um í eigin heimsku geti sannfært nokkuð skynsamt fólk um að veita sér brautargengi til slíkra ábyrgðarstarfa...en svo vitum við líka að þeir eru flestir fremur valdalausir og oftast strengjabrúður ósýnilegra afla..markaðsafla sem stjórna og toga í strengi bak við tjöldin.

Alltaf gaman að lesa hér.... en voðalegt flakk er á þér?

Hvað ertu að bedúa svona um aðrar jarðir???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 20:25

22 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ætti ekki bara að setja alla stjórmálamenn í gáfnapróf........margir af okkar eru ansi tæpir

Einar Bragi Bragason., 3.9.2007 kl. 23:43

23 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Eða senda þá í keppni þar sem keppt er í skammtímaminnisleysi. einu sinni fóru tveir popparar í svoleiðis keppni. Eftir nákvæmlega 10 sekúntur voru þeir búnir að gleyma því.

Kristín Snæhólm ... ég er um þessar mundir að skoða kúluna gaumgæfilega. Ég er nefnilega ekki ennþá búinn að fatta það af hverju ég dett ekki niður þegar ég stend á haus á henni. Nei grín ... ég var að þramma um eitt af allra mögnuðustu löndum í heimi Grænland og sjúga í mig allt sem fyrir augu bar og svo auðvitað að grýta flugu í allar áttir þess á milli.

Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 00:12

24 Smámynd: Jens Guð

  Frábær færsla enn og aftur.  Brúskur forseti myndi að sjálfsögðu falla strax á fyrstu spurningum í greindarvísitöluprófi.  En góðu fréttirnar eru þær að olíulindir Íraka eru undir góðu eftirliti og vel varðar.  Fornminjar Íraka og listaverkasöfn eru ekki í jafn góðum höndum.  Fremur en líf og limir þeirra tugþúsunda,  jafnvel rétt yfir milljón Íraka sem týnt hefur lífi í leitinni að gereyðingavopnum í þessu olíuauðuga landi.  Sennilega um 2 milljónir örkumla (góður bisness fyrir Össur hjálpartækjabanka),  vel á þriðju milljón landflótta.  Þar af hálf milljón í neyð.  Um og yfir 100 Írakar drepnir daglega í borgarastyrjöldinni. 

  Góðu fréttirnar eru þær að Saddam Hussein hefur verið drepinn.  Vondu fréttirnar eru að gereyðingavopnin,  sem innrásin í Írak snérist um,  hafa ekki fundist.  Þau eru týnd.  Og sennilega jafn hættuleg heimsbyggðinni og fyrir innrásina.       

Jens Guð, 5.9.2007 kl. 01:42

25 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er með ólíkindum að Búss skuli sgeta skýlt sér á bak við frelsarann. Eitt er víst, ég trúi ekki á sama guð og hann. Minn Guð sendi Krist til okkar en ég held að hans guð sé ekki með sama lit og Kristur!  Pálmi, ég vissi alltaf að þú værir með munninn fyrir neðan nefið en það er einnig gott að vita að þú sért með lyklaborðið í vambarhæð! Í Guðs friði.

Guðni Már Henningsson, 8.9.2007 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband