Ravel og salernisóperan

Í gær góndi ég á Kastljós. Í lok þáttarins var boðið uppá tónlist að venju.  Í þetta sinn fengum við að hlusta á franskan píanóleikara sem flutti verk eftir Ravel. Magnað verk í frábærum flutningi eins fremsta Ravelssérfræðings í heimi. Áður en verkið var á enda runnið byrjuðu djöfls. titlarnir að rúlla yfir skjáinn og ekki nóg með það, sérfræðingurinn sem var að leika Ravel með þessum líka snilldarbrag fékk ekki að klára verkið.  Það var skorið af tónverkinu til að troða inn klósettlyktarauglýsingu. Trúlega er þetta einn agalegasti stemmingskiller sem ég hef upplifað fyrr eða síðar. Hafi ég nokkurntíma verið nær því að henda sjónvarpinu mínu útum gluggann, já eða drífa mig suður til að hitta einhverja í Efstaleitinu,  þá var það í gær. Kastjós er fínn þáttur og virðingavert að bjóða uppá lifandi tónlistarflutning í lok þáttarins, en það er algerlega óásættanlegt og í raun fullkomið virðingaleysi við þá listamenn sem koma fram í þættinum og þá ekki síður þá sem horfa og hlusta, að eyðileggja stemminguna með þessum hætti. Í guðanna bænum Rúvarar, takið á þessu og látið af þessum ósið.

Hvað klósetthreinsilyktarauglýsingarnar snertir þá eru þær eiginlega kapítuli útaf fyrir sig. Uppá síðkastið hefur þeim verið troðið fyrir fram og aftan og inní fréttatíma, fyrir framan Kastljós, inní Kastljós og eftir Kastljós, trúlega til að auka matarlyst landans.  Ekki er nóg að það sé verið að augýsa skítalyktareyði frá einu fyrirtæki heldur eru þau tvö sem berjast um auglýsingaplássið. Ég hvet fólk til að kaupa alls ekki þessar vörur. Þannig mætti hugsanlega koma í veg fyrir að þessum andskotans ófögnuði sé hent framan í okkur í tíma og ótíma. En hvað er ég að röfla...  það er takki á fjarstýringunni sem stendur á off,  asninn ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Mannakorn verða þess heiðurs aðnjótandi að koma fram á hátíðardagskrá hjá SÁÁ í Háskólabíói næstkomandi 3. október. Svo er meiningin að mæta í Salinn í Kópavogi seinna í haust eins og við höfum gert nokkuð reglubundið.

Pálmi Gunnarsson, 21.9.2007 kl. 16:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver segir að við getum ekki verið sammála Pálmi 

Ég var einmitt að dást að flutningnum hjá manninum, spilandi verkið nótnalaust. Þetta virðist vera fastur liður hjá Ruv, hreint óþolandi

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.9.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Auglýsingabraskið er komið alveg innst inn á heilabú. Orðið samdauna öllum gjörðum. Smekkur og lífsgæði rýrast og þetta mun versna frekar en hitt.

Gangi mannakornum vel, fínt að taka þátt í góðum málstað.

Ólafur Þórðarson, 21.9.2007 kl. 18:03

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er svo hjartanlega sammála þér Pálmi.
Það er sama "ruglið" hér í Svíþjóð og það fer afskaplega í pirrurnar á mér.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 18:34

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Alveg sammála þetta er mikil óvirðing........en ertu eitthvað fyrir austan nú í haust......væri hægt að gera Jazzgigg

Einar Bragi Bragason., 21.9.2007 kl. 19:44

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

 takk fyrir innlitið ... annars er ég vissum að maður færi yfir á taugum ef dagskráin væri auglýsingalaus, lenti í fráhvarfi og æddi í blaðagrindina til að ná sér í "Bónus býður betur"  fix. 

Einar Bragi - ég er alltaf eitthvað að þvælast, er ekki hægt að setja upp einhverja míni blús og jasshátíð niðri á fjörðum ... til er ég.

Pálmi Gunnarsson, 21.9.2007 kl. 20:32

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir matreiða í okkur efninu í sama hugsanalesinu og við gúffum því í okkur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2007 kl. 21:01

8 Smámynd: Emelia Einarsson

Getur það verið að þeir séu að auglýsa sjálfa sig? Kanski "Randver" komplex?

Emelia Einarsson, 21.9.2007 kl. 21:42

9 identicon

Hvað er nú einn Ravel fyrir svona sérstakan skítalykandaeyðir,skyldi maður halda að þessir blessaðir aurasafnarar Ruv hugsi og telja sig hafa alltaf vitið fyrir okkur sem heima sitjum.Lifi Ravel

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 23:58

10 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

En hvinar kemur MANNAKORN til Akureyra vinur minn Pálmi  KV: Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.9.2007 kl. 21:10

11 identicon

Pálmi ! Ef þú veist það ekki nú þegar þá greiða auglýsingar fyrir dagskrána ásamt og með afnotagjöldunum. Þetta heimóttarlega væl um truflanir vegna auglýsingabirtinga segir miklu meira um þig sjálfan en fyrirbærið "auglýsingar". Ekki borgar þú dagskrá RÚV. Þú borgar ekki einu sinni það sem þú ert dæmdur til að borga hvað þá meira. Vilt'ekki gera upp þínar eigin skuldir áður en þú hellir þér yfir annarra manna fjármál !!!

audur (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 01:52

12 identicon

Sæll Pálmi minn 

Ravel átti góða spretti, fyrir það verður ekki þrasað hér.

Og vel spilað hjá þeim franska.

Maður var bara kominn á æðra plan, skýjum ofar 

í impres-jónískri nirvönu...

Svo er öllu sturtað niður í miðju lagi. 

Ekki var það þægilegt.

Allir þurfa pening, satt er það

en það má nú aðeins gefa fólki séns á að vera til.

Verð að taka undir með þér í þessu.

Bestu kveðjur-

T. H.  

Tryggvi Hübner (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 05:55

13 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Eins og ég tek fram í þessu ofursaklausa grumpi mínu þá finnst mér Kastljós fínn þáttur og allra góðra gjalda verður - en ég myndi vilja fá að njóta þess sem þeir bjóða uppá laus við kynningartexta eða að skorið sé af þættinum með auglýsingum. Ég hef ekkert á móti auglýsingum sem slíkum, þær eru hluti af daglegu lífi okkar, sumar snilldarlega útfærðar, aðrar minna spennandi og ef ég þoli þær ekki þá slekk ég bara á þeim eða sleppi því að lesa þær.

Pálmi Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 13:34

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei sko við erum alveg meðvituð um að auglýsingar eru og verða á meðan Rúv verður ekki bannað það, það breytir ekki því að mér finnst eins og þér alveg í lagi að leyfa tónlitasrfólkinu sem kemur þarna að klára, það les þennann texta enginn það er ekki hægt hann fer svo hratt yfir skjáinn, mér finnst bera á þessu í kastljósinu sjálfu líka því að stundum fær fólk sem er í viðtölum ekki að svara því sem það er spurt um þar er eina ráðið að annaðhvort að tala hratt eða umla sem mest.

Jú jú svo er það þessi on/off sem maður ætlar seint að læra á og það er nú ekki eins og einhver annar á heimilinu haldi á fjarstýringunni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.9.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband