Why we fight - Eugene Jarecki

Ég var að horfa á afar merkilega heimildamynd eftir Eugene Jarecki. Myndin Why we fight er ekki eina mjög vel gerð og heldur manni við efnið allan tímann, heldur reifar hún grafalvarlegt  mál sem varðar framtíð okkar allra. Það er býsna forvitnilegt að hlusta í byrjun myndarinnar á lokaræðu Dwight D. Eisenhower forseta þar sem hann varar bandaríska þjóð við áhrifum hergagnaframleiðenda á framtíðarskipan mála. Í dag ráða þessi öfl bandarísku þjóðélagi. Þau ráða þinginu sem er eins og bent er réttilega á í myndinn samansafn auðmanna sem ganga  erinda hergagnaframleiðenda og stórfyrirtækja og eiga mikið undir að vélin gangi vel smurð. Þessi ógnaröfl ráða því hvernig mál eru matreidd oní pöpulinn heimafyrir og að heiman. Þau hika ekki við að leggja í stríð til að halda völdum í heiminum og beita til þess þeim ráðum sem þörf er á. Myndin sýnir í hnotskurn afvegaleidda þjóð í klóm kolklikkaðra heimsvaldasinna, hún er í senn sorgleg og hrollvekjandi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þessir öðlingar ekki einmitt að funda í Reykjavík akkúrat núna?

Jóhann (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 18:05

2 identicon

Ég velti því fyrir mér eins og Jóhann , þegar ég las blöðin í dag, hvort þetta séu ekki sömu menn og eru að skemmta sér á Hotel Hilton . 

(Ó)Skemmtilegt er að skoða hugsanagang þessara manna á hótelinu:

John Suttle frá BAE segist ekki eiga von á mótmælum við dvöl sinna manna hér á landi. „Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því að við erum aðallega í því að framleiða búnað sem ver hermenn gegn árásum. Slagorð okkar er: Við verjum þá sem verja okkur," segir Suttle.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 19:15

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið væri ég til í að sjá þessa mynd... hvar er hægt að nálgast hana Pálmi?

og mikið rétt þessir örlingar eru á skyrhótelinu Hodel Nordica. Spurning hvort að maður ætti að hræra skyr með rauðum matarlit:) og skreppa í heimsókn... til þeirra

Birgitta Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 19:40

4 identicon

Er nýbúin að lesa bók sem gefin var út 1979.Það mun vera bókin FALIÐ VALD sem var gefin út af Erni og Örlygi,og er eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson.Ég ætla að gerast svo djarfur að vitna hér í formála bókarinnar,hér skal byrjað::::

Þær upplýsingar sem koma hér fram í þessari bók eiga vafalaust eftir að vekja óhug hjá sumum lesendum og valda fjaðrafoki hjá öðrum.Hér er leitast við að draga fram í dagsljósið þau öfl sem hafa sviðsett flestar styrjaldir síðustu 160,árin,styrjaldir sem hafa kostað meir en tvöhundruð milljónir manns.hér er lögð fram gögn sem sýna hvernig þessu sömu öfl hafa mergsogið efnahagslíf flestra þjóða,og hvernig þau eru á ´´góðri,, leið með að kollvarpa efnahag og sjálfstæði margra skuldunauta sínna.Einnig er fjallað um skipulagðar kreppur og byltingar. Þá er vikið að leynimakki staðbundinna og alþjóðlegra leynifélaga og furðulega starfsemi bandarískra auðhringa í Rússlandi,arðvænlegt starf sömu auðhringa í Þýskalandi Hitlers,einnig er mikil umfjöllun um ríkustu menn jarðarinnar(þá),hvernig bankakerfið skapar sér auð úr engu,og fleira í þeim dúr.(formáli nokkuð styttur.)          Öflugasta ættin á þessum tíma var Rockefeller ættin,heimsvaldasinnarnir bandaríkin virðast alsstaðar vera .

Jensen (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Jóhann og Þorsteinn;  jú mikil ósköp það er verið að hrista hópinn saman á Hilton og örugglega smíða ný slagorð fyrir næstu vertíð. Það er eftirminnilegur kafli í myndinni þar sem verið er að sýna hergögn, svona fjölskyldustemming í útihátíðarstíl, napalm og fl. skemmtilegt.

Ég myndi nú frekar bjóða þeim í skyr og kaffi Birgitta og bjóða þeim síðan á hestbak á eftir svona til að kynna fyrir þeim ekta íslenskan striðsrekstur; annars eru fínar upplýsingar um myndina á þessari síðu http://www.sonyclassics.com/whywefight/

Takk fyrir ábendinguna Jensen ég ætla að ná mér í bókina Falið Vald. 

Pálmi Gunnarsson, 31.10.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er ekki spurning.. ég ætla að sjá þessa mynd.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 09:12

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir þetta - það verður æ skýrara, hver stefna BNA og taglhnýtinga þeirra er; heimsyfirráð OG dauði...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.11.2007 kl. 11:41

8 identicon

Ég vil líka benda fólki á heimildaþætti sem heita The power of nightmares og eru í þremur köflum. Þar er farið yfir 60 ára sögu neo-conservative hópsins sem er nú við völd í BNA samhliða sögu öfga íslamista sem eru víst að gera allt brjálað. Þetta eru verðlaunaþættir og ættu að vera skylduáhorf fyrir alla sem láta sér annt um hvað er að gerast í heiminum í dag.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:47

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Einhverntímann var það sagt að valdafíkn ætti uppruna sinn í óöryggi. Gæti verið eitthvað til í því, þeir úreldast á endanum þessir kallar sem eru að leika sér með líf og limi fólks þ.e.  og yfirgefa bygginuna eins og  þeir komu í hana, allsnaktir. Það afsakar reyndar ekki framferði þessara glæpamanna, því glæpamenn eru hermangarar svo mikið er víst.  Sem betur fer er fullt af fólki sem tekur þessu ekki með þegjandi þörfinni í USA. Bill Maher er einn af þeim en hann stjórnar alveg mögnuðum þætti  Real Time with Bill Maher http://www.hbo.com/billmaher/ . 

Takk fyrir ábendinguna Gissur ég ætla að skoða þessa þætti.

Pálmi Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 17:21

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er linkur á myndina á youtube.  hún er í 4 hlutum þar. Must see.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2007 kl. 18:40

11 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Gaman að heyra frá ykkur og takk fyrir Jón Steinar og Dagný Haugnesingur. Olíutankarnir eru að tæmast,,, það þarf 6 tunnur fyrir hverja eina sem menn pumpa upp og fyrir svartagullið eru meðal annars búin til stríð.

Pálmi Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 09:57

12 identicon

Já,ég væri til í að sjá þessa mynd.Það eru þessi GRÆÐGISÖFL á það sem kallað er peningar,sem eira engu.Manslífi,dýra eða jurta.Bara ef að þeir fá nóg fyrir sig.Verðugt rannsóknarefni er heilinn á þeim.Ríku köllunum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 07:59

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég var ungur og vitlaus vinstrisinni, þá las ég Falið vald og kokgleypti hvert orð í henni. Í dag lít ég bókina öðrum augum, enda er hún fyrst og fremst áróðursrit gegn kapitalisma, eina hagkerfinu sem virkar í þessari veröld. En vissulega eru margir ágætir punktar í bókinni, enda er kapitalismi ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 09:40

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ps. Núna er ég bara vitlaus (en ekki vinstrisinni) sem er auðvitað ákveðið batamerki

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 09:42

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aftur smá viðbót.

Þegar skrifaðar eru bækur eða gerðar heimildamyndir um óréttlæti heimsins, þá megið þið ekki gleyma því að slík verk eru oftar en ekki áróðursverk og draga gjarnan upp einhliða mynd af ástandi mála. Bækur og  önnur hugverk um óréttlæti heimsins seljast ekki eins vel ef fleiri hliðum er velt upp á málunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 09:49

16 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Gunni kapítalisti og bloggvinur; ég sé að þér er ekki alls varnað, einu sinni vinstri sinnaður.  Ég er algerlega sammála því að bækur, rit og heimildamyndir um óréttlæti heimsins fara stundum lengra í málflutningi en góðu hófi gegnir en það gerir nú Hannes Hólmsteinn aðalgúrú líka, alltaf. 

Pálmi Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 11:10

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ekki verið að gagnrýna kapítalisma heldur stríðsrekstur og þann vítahring, sem hann hefur sett okkur í.  Hermaskínan er skrímsli, sem lifir sjáþalfstæðu lífi og heimtar meira blóð og meiri aura með hverjum degi.  Afar finnst mér heimsmynd Gunnars einföld eða þá afneitunin algert svartnætti.  Falið vald hefur margt umhugsunarvert fram að færa og kapítalisminn liggur ansi vel við höggi hvað gagnrýni varðar.  Hann er að sama skapi, snjóbolti, sem þenst stjórnlaust á eigin forsendum.  Hann gefur um stund en síðan mun hann taka allt og blaðran springa, því það er ófrávíkjanlegt lögmál að ekkert slíkt fyrirbrigði getur þanist að eilífu.  Jörðin okkar setur því hreinlega takmörk.

Auður heimsins færist sífellt á færri hendur og ég get sýnt þér og sannað að þeir sem mest eiga undir sér þar, ætla sér af einskærri hugsjón að leggja undir sig heiminn og stjórna öllu helvítins batteríinu eftir eigin höfði.  Ég get vísað í tölur David Rockefeller ofl. um þá ætlan og ekki síst í hina frægur ræðu um one world goverment, sem Bush senior hélt þann 11. sept 1991.  En fyrir algera tilviljun urðu aðrir voðaatburðir nákvæmlega 10 árum seinna. 

Hvort mun hafa dýpri áhrif til langframa, ræðan eða árásin á turnana, er ekki álitamál í mínum huga.  Ræða Bush í senatinu með merki fasistanna Facie (knyppið með exinni)á báðar hendur, hefur vinninginn þar.

Annars mega þeir, sem vilja dorma á þessari siglingu niður í ósinn, velkomið að gera það.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband