Vinir Guðs eða...

Í gærkvöldi horfði ég á heimildamynd frá HBO . Myndin Friends of God: A Road Trip With Alexandra Pelosi    fjallar um risasveiflu trúaðra í USA og hvernig þessi sívaxandi hópur fólks hefur það að markmiði að troða kristnum gildum uppá samfélagið og koma sínu fólki til æðstu metorða.  Það er þessi hópur sem kennir sköpunarsöguna og afneitar þróunarkenningunni.  Vitleysingurinn Jerry Falwell sem er reyndar hættur að boða vegna anna á hinum staðnum og séra Ted Haggard sem hrökklaðist úr embætti forseta National Association of Evangelicals fyrir perragang leika stórt hlutverk í myndinni sem allir ættu að sjá. Það voru mörg stórkostlega atriði í myndinni þar sem hver trúðurinn toppaði þann næsta, svo sem atriðið í Drive inn bænasjoppulúgunni.  En undirtónninn var hryllilegur og það versta var líklegast að sjá heilaþvottinn sem óþroskuð börn og unglingar urðu að þola af hendi uppalenda og trúboða. 

þetta vísukorn Jóns Helgasonar prófessors á ágætlega við

Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist

sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist

Því hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst

þótt maður að endingu lendi í annarri vist.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta hlýtur að vera svipuð mynd og var sýnd á ruv í síðasta mánuði og snerist um heilaþvott á börnum, og að koma fólki á þing í Ameríku.  Þessum rétt þenkjandi ofur kristnu heilaþvegnu, á móti fóstureyðingum og allskonar öfga skoðunum.  Og þetta ljóð er svo frábært eitt af mínum uppáhalds ljóðum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það versta er þegar verið er að ala börnin upp í þessu. Þau halda þá að þetta sé eðlilegt og fá ekki að kynnast öðrum viðhorfum. Heilaþvottur.

Skoðaðu þetta http://www.westborobaptistchurch.com/

Ólafur Þórðarson, 13.11.2007 kl. 01:35

3 identicon

Finnst ykkur ekki að öfgar og ofstrú sé að verða meira áberandi hér? Það er svo margt ógeðfellt í gangi. Þjóðkirkjan er ekki barnanna best, þar ganga menn eins langt og þeir þora. Ég vil banna kristinfræðikennslu í grunnskólum,kenna heldur siðfræði og trúarbragðafræði. Nú eru orðnir svo margir innflytjendur að það hljóta að vera einhverjir í flestum bekkjum sem tilheyra ekki þjóðkirkjunni.

Hólmís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 01:52

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tel Jón Helgason vera einn af andans jöfrum þessa lands og mikið eru þessi orð hans viðeigandi nú.  Umburðarlyndi mitt gagnvart þessu liði hér er gersamlega á þrotum enda er umburðarlyndi ekki skilyrðislaust.  Jafnvel ekki í Biblíunni. Eiginlega þvert á móti.

Oh...dont get me started...

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 07:30

5 Smámynd: Mofi

Finnst engum hérna skrítið að sjá enn aðra áróðurs mynd sem virðist rakka niður kristna?  Það er svo sem engin spurning að það er skrítið fólk þarna úti, fólk sem kemur manni furðulega fyrir sjónir en hve margir útlendingar líta á okkur íslendinga sem stórfurðulega?  Er það síðan öfgafullt að vera á móti fóstureyðingum? Að finnast eitthvað að því að taka börn og rífa af þeim hausinn og útlima að það fari fyrir brjóstið á sumu fólki, er það eitthvað sem gerir viðkomandi heilaþveginn og öfgafullann? 

Síðan að kenna þróunarþvæluna í skólum, allt í lagi að fræða um að sumt fólk trúir þessu en að kenna hana sem sannleika er glæpsamlega slæmt; gætir alveg eins kennt að froskar geta orðið að prinsum, ef þú bara kyssir þá nógu oft. Sammála með að skólar eiga að snúast um fræðslu en ekki heilaþvott en versta er að lang flestir telja að ef sínar skoðanir eru ekki kenndar sem heilagur sannleikur sem ekki má efast um þá er ekki um fræðslu að ræða heldur heilaþvott. Fólk sem er heilaþvegið myndi svo sem auðvitað aldrei þekkja munin á fræðslu og heilaþvotti...

Mofi, 13.11.2007 kl. 08:39

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þá er líka allt í lagi að fræða börnin bara um, að sumt fólk trúir á Jesú er það ekki ? En ekki að rakka neitt niður, hvort sem það er þróunarkenningin eða eitthvað annað.

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 09:36

7 Smámynd: Mofi

Sammála síðasta ræðumanni

Mofi, 13.11.2007 kl. 09:40

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.11.2007 kl. 09:54

9 identicon

Án vafa þá er sú öfgatrúarbylgja sem er í gangi í USA í dag mesta hætta sem mannkynið stendur frammi fyrir, gleymið global warming og öðru því það eru trúarbrögð sem munu koma okkur öllum á kaldan klaka.
Mofi getur afneitað þróunarkenningu og trúað á ósýnilegan súperkarl sem smellir saman fingrum í skýjunum, það er bara fyndið að heyra hann koma með svona barnalega sýn á alheiminn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:54

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þessi vísa er algjör snilld. Ég er enginn sérfræðingur en mér finnst að hægt væri að nota dæmisögurnar úr Biblíunni og ævi Jesú og sögur úr fleiri trúarbrögðum sem umræðuefni. Þar er margt gott og felst mikil speki EF það er skoðað og rætt, leitað eftir dýpri meiningu sögunnar. Ekki sem hinn eini sannleikur sem ekki má rökræða. 

Það gerir okkur bara gott að hafa trú en börn þurfa líka að vita að það er speki í flestum ef ekki öllum trúarbrögðum og gott að gera sér grein fyrir því sem fyrst á lífsleiðinni.

Sköpunarsagan er mjög fallegt ljóð og skemmtileg og örugglega mikið sönn. En þá er ég að tala um að "einn dagur geti verið þúsund ár" og alveg eins milljón ár. En ef maður skoðar röðina á sköpuninni þá held ég að hún gangi algerlega upp með þróunarsögunni. En vá, ætli sé ekki hættulegt að segja svona...?

Takk Pálmi, það er alltaf gaman að lesa pistlana þína. Miklar pælingar sem felast í orðunum þínum, hvort sem þau eru borin fram í gríni eða alvörutón

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 10:07

11 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Moffi ...  ekki get ég nú séð að þessi mynd geri neitt annað en að teikna upp afar skýra mynd af hópsveiflunni í USA og afleiðingum hennar. Varðandi sköpunarsöguna og andúð mína á henni sem uppfræðsluefni fyrir börn. Hún er einfaldlega skáldskapur og þannig hef ég ekkert á móti henni, þó mér finnist heldur ódýrt skáldað. Ég á ekki von á að það myndi leyfast að kenna Star Wars guðfræði í grunnskólum bara af því að einhverjum dytti í hug að þar færi hinn eini sanni sannleikur. Varðandi fóstureyðingar þá er fullt af fólki sem nuggar sér ekki utan í Krist, sem kærir sig ekki um fóstureyðingar. 

Jónína - ég hef ekkert á móti því að trúarbragðasaga sé kennd í skólum, hún er hluti af mannkynssögunni en ég er alfarið á móti því að trúboð sé stundað innan veggja skólakerfisins. 

Pálmi Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 10:16

12 Smámynd: Mofi

Ragnhildur: Sköpunarsagan er mjög fallegt ljóð og skemmtileg og örugglega mikið sönn. En þá er ég að tala um að "einn dagur geti verið þúsund ár" og alveg eins milljón ár. En ef maður skoðar röðina á sköpuninni þá held ég að hún gangi algerlega upp með þróunarsögunni. En vá, ætli sé ekki hættulegt að segja svona...?

Afhverju? Ef Guð er til hefði Hann þá þurft miklu lengri tíma af því að? Ef maður skoðar röðina á sköpuninni þá er hún hreinlega öfug við darwinísku skáldsöguna, því hún er auðvitað skáldsaga. Hún getur verið byggð á einhverju en enginn getur neitað því að hún er ágískun manna um fjarlægja fortíð sem þeir voru ekki vitni að.

Pálmi: Moffi ...  ekki get ég nú séð að þessi mynd geri neitt annað en að teikna upp afar skýra mynd af hópsveiflunni í USA og afleiðingum hennar

Þannig virka áróðurs myndir. Sé alveg fyrir mér almenning í Þýskalandi talandi um sannleikann um gyðingana þegar þeir hlustuðu á áróðurinn frá nasistum.

Pálmi: Varðandi sköpunarsöguna og andúð mína á henni sem uppfræðsluefni fyrir börn. Hún er einfaldlega skáldskapur og þannig hef ég ekkert á móti henni, þó mér finnist heldur ódýrt skáldað.

Allt sem viðkemur fortíðinni er eitthvað sem við getum ekki vitað fyrir víst. Sköpunarsagan er sett fram sem sannleikur sem síðan allir höfundar ýmsra rita í Biblíunni trúðu líka sem sannleik og hið sama gilti um þá sem lögðu grunninn að nútíma vísindum eins og Isaak Newton, Gregor Mendel, Louis Pastaur, Michael Faraday og listinn er allt of langur til að telja upp hér en getur kíkt hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/307294/

Heldurðu virkilega að það sem menn skálduðu upp fyrir 150 árum sé sannleikurinn en ekki aðeins þeirra skáldsaga?

Pálmi: Ég á ekki von á að það myndi leyfast að kenna Star Wars guðfræði í grunnskólum bara af því að einhverjum dytti í hug að þar færi hinn eini sanni sannleikur.

Vægast sagt ekki samanburðar hæft þar sem enginn hluti mannkyns trúir að Star Wars sé sönn saga. Þegar aftur á móti kemur að hvort að alheimurinn og lífið hafi verið hannað eða það bara varð til af sjálfu sér þá má segja að fólk skiptir sér í tvær fylkingar. Ein segir að það þurfi hönnuð og önnur segir að það þurfi engann hönnuð og sú sem segir að það þurfi hönnuð er margfallt fjölmennari. Það hlýtur að segja okkur að skólar ættu aðeins að fræða nemendur um þau ólíku viðhorf sem eru í heiminum og leyfa þeim að ákveða þetta sjálfir en ekki troða einum heilögum sannleik á þá.

Pálmi: Varðandi fóstureyðingar þá er fullt af fólki sem nuggar sér ekki utan í Krist, sem kærir sig ekki um fóstureyðingar. 

Mjög sammála.

Mofi, 13.11.2007 kl. 10:53

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vinir Guðs? Þvílík vinátta, ekkert nema öfgar og ofsi. Slíkt hugnast ekki mínum Guði og ekki vildi ég deila Himnaríki með svona fólki. Grunar að það verði sett í sóttkví og meðferð í efra þegar þangað kemur!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.11.2007 kl. 11:45

14 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Moffi dúd... þú ert nú alveg frábær verð ég að segja. Hvernig getur þú ákveðið það að það sé ekki einhver eða einhverjir sem aðhyllist Star Wars trúarbrögð sem hin einu og sönnu trúarbrög og trúi því að Georg Lúkas sé spámaður. Þú hefur bar ekki grænan grun um það. Tíminn er afstæður og það er í raun svo fáránlega stutt síðan eyðimerkurráfararnir skálduðu fyrsta draft af því sem seinna varð, eftir nokkra alda ritskoðanir, hin heilaga bók. Sá ráfari sem skrifaði sköpunarsöguna hlýtur að hafa farið vitlaust frammúr morguninn sem hann skrifaði þann kafla, eftilvill rykaður eftir rauðvínsþamb og brauðát. Að hann hafi verið innblásinn af heilögum anda við þær skriftir segir mun meira um andann en ráfarann.  Þróunarkenningin er lögð fram af vitsmunaverum meðan sköpunarsögunni er haldið fram af fólki sem ekki fyrir svo margt löngu brenndi mann og annan á báli fyrir það eitt að halda því fram að jörðin væri hnöttótt.

Pálmi Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 12:03

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvora sköpuna er Mofi að vitna í, þær eru tvær í bókinni.  Það eru líka tvö sett af boðorðum.  Maður verður svoldið tvístígandi.  Hverjum juku börn Evu og Adams kyn sitt með, eins og sagt er í bókinni?  Voru þá fleiri til staðar eftir allt og mamma og pabbi ekki hin fyrstu?  Eða sváfu þau hjá systkynum sínum, sem er víst dauðasök. Mofi minn, þessi bók er svo rakalaus steypa að á það verður engum reiðum á hent. 

Beinum Dynosára var komið fyrir á jörðu til að reyna trú ykkar væntanlega?  Þið reynið allavega verulega á trú mína á mannkyn, svo ekki sé talað um umburðarlyndi mitt og bullshitlevel.

Farðu nú inn í herbergið þitt og eigðu þitt samband við Guð þinn í einrúmi eins og Kristur leggur á um og láttu skynsemi okkar og friðhelgi í friði.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 12:17

16 identicon

Mofi, Star Wars er trúverðugri en bókin sem þú lest, það er algerlega ljóst og mjög margir taka Star Wars nákvæmlega eins og þú tekur söguna um ósýnilega súperkarlinn.
það er ekki nokkur munur á þér og þeim, nákvæmlega sami barnaskapurinn

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 12:28

17 Smámynd: Mofi

Pálmi: Moffi dúd... þú ert nú alveg frábær verð ég að segja. Hvernig getur þú ákveðið það að það sé ekki einhver eða einhverjir sem aðhyllist Star Wars trúarbrögð sem hin einu og sönnu trúarbrög og trúi því að Georg Lúkas sé spámaður

Ég var kannski of fullyrðinga glaður akkurat þarna en... veit ekki um neina, veist þú um eitthvað fólk sem trúir þessu?

Pálmi: Tíminn er afstæður og það er í raun svo fáránlega stutt síðan eyðimerkurráfararnir skálduðu fyrsta draft af því sem seinna varð, eftir nokkra alda ritskoðanir, hin heilaga bók.

Ættir að kynna þér sögu gyðinga og handrita Biblíunnar, ansi merkileg saga. Hérna er ein skemmtileg tilvitnun sem varpar ljósi á þetta atriði. Sá sem sagði þetta var gyðingur en flutti til rómar og vann þar sem sagnfræðingur.

Josephus: We have given practicle proof of our reverence for our own Scriptures. For, although such long ages have now passed, no one has ventured either to add, or to remove, or to alter a syllable; and it is an instinct with every Jew, from the day of his birth, to regard them as the decrees of God, to abide by them, and if need be, cheerfully die for them. Time and again ere now the sight has been witnessed of prisoners enduring tortures and death in every form in the theaters, rather than utter a single word against the laws and the allied documents.
...
What Greek would endure as much for the same cause? Even to save the entire collection of his nation's writings from destruction he would not face the smallest personal injury. For the Greeks they are mere stories improvised according to the fancyof their authors; and in this estimate even of the older historians and they are quite justified, when they see some of their own contemporaries venturing to describe events in which they bore no part, without taking the trouble to see information from those who know the facts.

Pálmi: Þróunarkenningin er lögð fram af vitsmunaverum meðan sköpunarsögunni er haldið fram af fólki sem ekki fyrir svo margt löngu brenndi mann og annan á báli fyrir það eitt að halda því fram að jörðin væri hnöttótt.

Eins manns tónlist er annars manns hávaði, grunar að slíkt eigi við það sem sumir vilja kalla vit og aðrir vitleysu. Ekki að þín tónlist er hávaði, algjör snilld og vonandi fyrirgefur þú sleikjuháttinn. Kaþólska kirkjan hefur í gegnum tíðina átt voðalega lítið skylt við kristni og lítið skylt við Biblíuna. Jafnvel í dag eru þeirra hugmyndir alveg á skjön við Biblíuna. Svo Kaþólska kirkjan er ekki góður mælikvarði á hvað kristni er.  Mér finnst miklu skemmtilegri fulltrúi kristninnar vera Michael Faraday, einn af áhrifamestu vísindamönnum sögunnar sem sagði meðal annars þetta:

Michael Faraday
Speculations? I have none. I am resting on certainties. 'I know whom I have believed and am persuaded that He is able to keep that which I have committed unto Him against that day.'"
"A Christian finds his guide in the Word of God, and commits the keeping of his soul into the hands of God. He looks for no assurance beyond what the Word can give him, and if his mind is troubled by the cares and fears which assail him, he can go nowhere but in prayer to the throne of grace and to Scripture

Er það virkilega svona fráleit að trúa því að lífið þurfi hönnuð, sjá t.d.  Hvað ef við fengjum SOS skilaboð frá fjarlægu sólkerfi?

Mofi, 13.11.2007 kl. 12:30

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi...hverjir brenndu mann og annan fyrir að halda því fram að jörðin væri hnöttótt? Ryfjaðu það upp fyrir okkur. Galíleó var neyddur líka til að éta ofan í sig  kenninguna um að jörðin væri ekki miðja alheimsins.  Það eru svo ekki nema einhverjir tveir eða þrír áratugir síðan Kaþólska kirkjan skipti um skoðun og viðurkenndi kenningu hans.  Það var um svipað leyti að þeir leystu óskýrð börn úr prísundinni Limbó, sem var staður á milli himins og helvítins, sem börn voru sett ef þau dú óskýrð.

Margoft hefur verið sannað að skrif Josephusar eru seinni tíma falsanir að stórum hluta, svo þú áttir því á því líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 13:08

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars skil ég ekki hvað ég er að eyða orðum á þig yfirleitt, svo fostokkaður sem þú ert með fullri virðingu annars. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 13:09

20 Smámynd: Mofi

Jón Steinar: Mofi...hverjir brenndu mann og annan fyrir að halda því fram að jörðin væri hnöttótt?

Ég hélt að fræðimenn væru komnir á þá skoðun að fólk á miðöldum hélt ekkert að jörðin væri flöt, sjá:  http://www.uncommondescent.com/darwinism/the-flat-earth-myth/

Jón Steinar: Galíleó var neyddur líka til að éta ofan í sig  kenninguna um að jörðin væri ekki miðja alheimsins.

Galileó var sannkristinn einstaklingur en lenti upp á kant við kirkjuna. Aðeins önnur sýn á Galileó dæmið: http://www.answersingenesis.org/tj/v14/i1/galileo.asp

Jón Steinar: Það var um svipað leyti að þeir leystu óskýrð börn úr prísundinni Limbó, sem var staður á milli himins og helvítins, sem börn voru sett ef þau dú óskýrð.

Eins og ég sagði þá er Kaþólska kirkjan ekki mikið kristin að mínu mati. Er t.d. mjög ósammála henni varðandi hennar kenningar um helvíti eins og ég hef verið að rökræða við kaþólikkann nafna þinn Val undanfarið á blogginu mínum.

Mofi, 13.11.2007 kl. 13:28

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman hvað þið eruð sectarian þið "kristnir" og kennið hver öðrum um og ásakið hver annan og kallið hver annan villutrúarmenn.  Það hefur jú aldrei ríkt friður og sátt ykkar á meðal. Pældu í því.

Merkilegar greinar, sem þú bendir á og hef ég lesið skyldar rökleiðslur, sem fría sig af ákvörðunum, ofstæki og vanþekkingu hinna ríkjandi afla kristindómsins á hverjum tíma. Vitnað er í rök andstæðinga trúarbragða á selectivan hátt og svo byrjar ykkar argumennt nánast alltaf: This is of course false...

Málið er að þið eruð enn að verja nákvæmlega sömu bábyljuna, enn þann dag í dag og segið svo við okkur að þessi eða hinn sé ekki sannkristinn og sverjið hver aðra af ykkur.  Ég þekki líka marga sem sverja trú þína á sköpunarsöguna af sér og minnir mig að meira að segja biskup íslands sé svo heiðarlegur þó.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 13:55

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú svaraðir svo ekki spurningum mínum um hjásv´æfur barna Adams og Evu og sköpunarsögurnar tvær auk boðorðanna 20.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 13:57

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars vil ég ekki vera að svína bloggið hans Pálma mín út með þessu þrasi en bendi þeim, sem vilja kynna sér slíkann díalóg á síðu stórgreinds og ungs mann, sem heitir HJALTI RÚNAR og berst hetjulegri baráttu við þessa spekinga.  Látum þá sjá um að hæða sig sjálfa þar.  Það er fróðleg lesning og gaman að grauta í því sem þar er á seyði.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 14:07

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 14:21

25 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þessi mynd er nú sett saman í því samhengi að gera lítið úr kristinni trú. Menn gera ýmislegt í nafni trúarinnar sem trúin segir þeim ekki að gera. Og þú nefnir perrar eins og Ted Haggard oflr. Enginn maður er fullkominn, afhverju skrifarðu þá ekki nöfnin á þessum 5 þúsund kaþólsku prestum sem hafa verið kærðir fyrir kynferðislega misnotkun á börnum síðustu 30 ár. Kaþólikkar rangtúlka Biblíuna og eru komnir langt út fyrir það sem trúin segir þeim að gera, sama má nefna með Lúthersku kirkjuna hún er orðin full af hefðum og dauða og ekkert mikið líf þar. En Bandaríkjamenn eru samt svoldið spes því að þeir vilja alltaf vera bestir og mestir. Margt sem gerist oft í öllum trúarbrögðum að til eru menn sem fara út í öfgar og boða villukennningar og því miður bitnar það alltaf á trúnni sjálfri. Sumar kirkjur eru svo kallaðar cult kirkjur eins og Byrgið var en það eru líka margar heilbrigðar kirkjur sem eru að gera góða hluti. Þetta fer alltaf eftir því í hvaða samhengi þú skoðar hlutina. Og svo þurfum við líka að gera okkur grein fyrir því að menn verða alldrei fullkomnir. En þróunarkenninginn er getgáta sem var dregin til baka og er alltaf að breytast af breyskum mönnum sem leggja sig alla fram við að reyna afsanna tilvist Guðs og mér finnst það mjög jákvætt að taka þróunarkenninguna úr skólunum og leyfa fólki sjálfu að velja og hafna því sem það vill læra.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.11.2007 kl. 14:22

26 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Eitt en Pálmi til þín, þú rakkar niður trúnna en samt samdurðu mjög fallegt jólalag þar sem þú vitnar í frelsarann og heldur upp á jólinn eins og aðrir menn. Jólin eru náttla til að minnast fæðingu frelsarans. Síðan segurðu að Biblían sé búin að eyðimerkur ráfurum sem er allmesta fáfræði sem ég veit um;)  Biblían er rituð á 1795-6 árum að 44 mönnum. Hún er safn 66 bóka sem skiptast svo í 39 bækur sem flokkast undir Gamla sáttmálann og svo 27 bækur undir þann nýja. Biblían er innblásið orð Guðs. Guð notaði menn við ritun Biblíunar en er sjálfur höfundur hennar. Biblían hefur staðið af sér allar árásir í gegnum tíðina og gerir það enþá daginn í dag. Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.11.2007 kl. 14:28

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Biblían hefur staðið af sér árásir með ofbeldi og bælingum. Púnktur.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 14:44

28 identicon

hahahah ég segi það Jón, af hverju skrifaðir þú ekki nöfnin á þessum 5þús prestum :)
Biblían er skrifuð af ótal óþekktum mönnum, þýðingar mistök á mistök ofan og originalin er eiginlega ekki til, aðeins nokkur pappísursnifsi
Það er einfaldlega ekki hægt að rökræða við trúaða því þeir lifa í fantasíuheimi

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:45

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við getum þó verið sammála um þetta Pálmi! Þ.e. efni pistilsins, hef nú ekki lesið öll kommentin. En ég er samt ekkert viss um að þessir trúarhópar séu "sívaxandi hópur fólks". Það er ákveðið hlutfall mannfólksins sem aðhyllist svona trúaröfgar

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 14:53

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér að lokum fyrir þig Mofi, sem sverð af þér illgjörðir trúarstofnanna og beint úr munni Krists:

29Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér hlaðið upp grafir spámannanna og skreytið leiði réttlátra og segið: Ef vér hefðum lifað á dögum feðra vorra hefðum vér ekki átt hlut með þeim í lífláti spámannanna. 31Þannig vitnið þér það sjálfir að þér eruð afkomendur þeirra sem myrtu spámennina. 32Nú skuluð þér fylla mæli feðra yðar. 33Höggormar og nöðrukyn, hvernig fáið þér umflúið helvítisdóm?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 15:29

31 Smámynd: Mofi

DoctorE: Biblían er skrifuð af ótal óþekktum mönnum, þýðingar mistök á mistök ofan og originalin er eiginlega ekki til, aðeins nokkur pappísursnifsi

Af fornum handritum þá hefur ekkert verið varðveitt eins og handrit Biblíunnar. Eins og tilvitnunin í Josephus sýndi að þá litu gyðingar á þessi handrit sem ómetanleg og beint frá Guði og varðveittu þau með öllum tiltækum ráðum. Hérna er síða sem tekur þetta mjög stutlega saman: Is Our Copy of the Bible a Reliable Copy of the Original?

Jón Steinar, flott tilvitnun hjá þér.

Mofi, 13.11.2007 kl. 15:59

32 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sigvarði, lagið Gleði og friðarjól er eftir Magnús Eiríksson lag og texti. Það söng ég af ánægju enda textinn fínn og fjallaði aðallega um það sem við gleymum oftast, að það er fólk sem hefur það skítt út um allan heim, hungrað, stríðshrjáð, misnotað. Það eru margir aðrir textar sem ég hef sungið og tengjast efninu þar á meðal Guðsblús sem fjallar um trú ekki trúarbrögð og Jesús Kristur og ég, sem er söngur efasemdamannsins.  Að ég rakki niður trú er vitleysa og bull. En ég efast um trúarbrögð. Það hvernig þau hafa verið notuð í gegnum aldirnar sem stjórnsýslutæki til margskonar óhæfuverka hefur ekkert með trú að gera. Mig langar svo að benda þér á þau gömlu sannindi það hefur aldrei bætt böl að benda á einhvern annan þannig að 5000 barnaníðingar kaþólsku kirkjunnar laga allra síst álit mitt á  "Vinum Guðs"  hreyfingunni bandarísku. Hvað varðar rithöfunda bókarinnar þá hef ég enga trú á að þeir hafi verið innblásnir af guði, það getur bara ekki verið. Í mínum huga stendur eitt uppúr í þeirri skruddu og það eru hin einföldu tillögur JK um hvernig best sé að koma fram við annað fólk. Flestar meintar tillögur JK um betri framkomu við menn og dýr er hinsvegar að finna í miklu eldri siðaritum, ættuðum frá Indlandi.

Pálmi Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 16:35

33 Smámynd: Mofi

Pálmi, það væri gaman að sjá þig taka saman hvaða önnur fornrit hafa góðann siðaboðskap og bera saman við kenningar Krists. Held að öllum hér þætti það fræðandi og þú þar á meðal.

Hefurðu síðan rannsakað eitthvað Biblíuna og sögu hennar? Borið saman hennar hugmyndir við hugmyndir annara trúarbragða? Kristur varaði aftur og aftur við fölskum kristnum, af ávöxtunum eigum við að þekkja þá. Ef einhver vill þekkja góða kristna menn frá vondum þá á hann að geta gert það ef vilji er fyrir hendi.

Mofi, 13.11.2007 kl. 17:23

34 identicon

Mofi .. ef ég nenni þá skal ég finna fyrir þig þátt um þetta efni, biblían er langt frá því að vera í original state og mýmargir menn hafa sett sínar hugsanir inn á hinum ýmsu stigum.
Hún er einnig komin beint frá mönnum og ætlað sem stjórntæki yfir mönnum, engir guðir komu nálægt þessum skrifum því guðir eru ekki til nema í ævintýrum.
Biblían er stjórntæki og öll trúarrit eru það einnig og þú gleyptir dæmið með sökku og alles og því miður munt þú ekki getað sagt: FUCK I HAVE BEEN FOOLED þegar þú drepst.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:29

35 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Mofi minn; það sem ég er kannske að reyna að segja en kemur svona óskýrt frá mér er að kverið er fullt af lánsfrösum. Kristur varaði  fyrst og síðast við falsspámönnum og gróðapúngum. Þeir leika aðalhlutverk í Vinum Guðs.

Pálmi Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 17:30

36 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er fjöldinn allur af fólki um allan heim sem trúa á fílósófíuna í Star Wars. Þetta nálgast það að vera viðurkennd trúarbrögð hreinlega. Þar er baráttan milli góðs og ills í fyrirrúmi. Ekki flóknara en það.

Þróunarkenning Darwins er stutt með sennilegum, vísindalegum rökum. Það er sköpunarsagan ekki. Að koma fram árið 2007 og slengja því fram að Þróunarkenningin  sé skáldsaga og lygasaga er í hrópandi mótsögn við að sköpunarsagan sé sannleikurinn. Hvernig er hægt að fá út að sennileg kenning sé lygi, en þessi raklausa þvæla í Ritningunni sé sannleikur? Haka mín lekur niður á miðja bringu í forundran!!!

Sigvarður: Hvað er "rangtúlkun" og hvað er "rétttúlkun"? Hver hefur rétt til að dæma eina túlkun réttari en aðra?

Páll Geir Bjarnason, 13.11.2007 kl. 18:39

37 Smámynd: Mofi

DoctorE, mikið um fullyrðingar en lítið um eitthvað sem styður það sem þú segir.

Pálmi, þú fullyrðir þetta með lánsfrasana en hvernig væri að taka þetta efni fyrir og færa sannanir fyrir þessu?  Hver sagði hvað og hvenær og hver er að stela frá hverjum og svo framvegis.

Páll, það væri gaman ef þú myndir taka saman það sem styður þróun í góða blogg færslu og leyfa mér að...well, útskýra afhverju ekkert af því stenst.

Mofi, 13.11.2007 kl. 18:51

38 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er ekki spurning hvort "það stenst" heldur hvort sköpunarsagan "standist" eitthvað frekar???

Páll Geir Bjarnason, 13.11.2007 kl. 19:29

39 identicon

Það eru óteljandi hávísindalegar rannsóknir sem styðja við þróun EN það er ekki til eitt atriði sem styður tilvist neinna guða og þar af leiðandi er sköpun einnig ekkert nema púra þvaður og ævintýr.
Nefnið 1 atriði sem segir BANG: Já þetta sýnir að guðir eru til... þetta atriði er ekki hægt að sýna fram á, veit ég vel að Mofi segir lifið hér vera þetta atriði bara vegna þess að hann skilur ekki upphaf þess, sem er svona eins og maður sem getur ekki lagt saman 2 + 2 og ákveður því að guð hafi búið dæmið til
Sigh

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:50

40 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Verður léttvín og bjór til sölu í Himnaríkinu?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.11.2007 kl. 21:02

41 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

DoctorE vissir þú ekki að 2+2 eru simmsalabimm?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 21:46

42 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er það góða við bloggið:  Þegar skrifuð er fín færsla sem kemur af stað fjörlegri og fróðlegri umræðu.  Sjálfur er ég í Ásatrúarfélaginu af því að mér þykir heldur farið langt yfir skammt að sækja guði og spámenn til Mið-Austurlanda. 

Jens Guð, 13.11.2007 kl. 22:49

43 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...langt yfir skammt. Hahaha. Góður punktur.

Páll Geir Bjarnason, 14.11.2007 kl. 05:11

44 identicon

Mofi og hvað svo eftir að Páll kemur með sitt blogg um þróunarsöguna? Kemur þú þá með blogg um sköpunarsöguna sem 10 ára frændi minn gæti hrakið í svefni. Kannski ég ætti að hafa hann tilbúinn... Það er að segja ef hann er ekki upptekinn við lesa eitthvað sem er byggt á rökum.

Eru ekki flestir af þessum lærðu mönnum sem skrifuðu þetta rusl í fangelsi fyrir skattsvik og hommavændi... Eða eru það bara boðberarnir og prestarnir sem öfgakristnir horfa á eins og þeir séu í raun guðinir...

Fæ alltaf myndina af Jesús að velta borðum í musterinu... Sérstaklega úr Jesus Christ Superstar... Flott atriði sem lýsti tilfinninguni vel

Gissur Örn (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 08:37

45 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gott hjá þér frændi að vekja máls á þessu. Þvi meiri umræður því betra. 

Viljum við nokkuð að þetta ofstæki fái að grassera hérna? Nei, það held ég ekki. Svo um að gera að berjast gegn því. 

Kveðjur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.11.2007 kl. 14:08

46 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Dettur ekki í hug að fara að eyða tíma mínum í að fræða Mofa um þróunarkenninguna. Hann getur bara flett henni upp hérna á Netinu. Hins vegar má hann svara mér því hvernig í ósköpunum hægt sé að  segja að sköpunarsagan standist eitthvað frekar og sé minni skáldskapur. Er ekki alveg örugglega árið 2007 ennþá?

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 04:18

47 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það eru bara til svo margar sannarnir fyrir sannleiksgildi BIblíunar og fyrir þá sem hafa áhuga á því að opna augun fyrir því sjá það glögglega. Bæði rit utan Biblíunar staðfesta um verk Jesú og annað. Jósefus að mig minnir var sagnaritari Gyðinga segir frá honum og staðfestir Bíblíuna. Síðan eru til margar minjar frá þessum tímum og annað sem staðfesta þetta líka. Hellirinn er enþá til sem Jesús var grafin í oflr..

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.11.2007 kl. 11:07

48 identicon

Sigvarður, það er ekki til nein sönnun fyrir neinum guðum, zero, nada, null; bókin getur aldrei verið sönnun, því miður fyrir þig.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:09

49 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Spurningin er; Hvað gerir sköpunarsöguna sannari en þróunarkenninguna?

Ég efast ekki að til hafi verið merkilegur maður að nafni Jesú Jósepsson. Hins vegar treysti ég ekki frásögnum manna af lífshlaupi hans. Fólk á það nefninlega til að ýkja.

Að sama skapi trúi ég að til hafi verið merkur maður að nafni Gunnar á Hlíðarenda. En að hann hafi hoppað þrefalda hæð sína í fullum herklæðum og klofið menn í tvennt með bitlitlu priki í einu höggi trúi ég ekki. Þarna eiga sér stað þessar mannlegu ýkjur. 

Á þeim 2-300  árum sem liðu frá atbuðum Njálssögu til ritunar hennar urðu sögurnar af honum ofurmannlegar. Ég sé ekki ástæði til þess að ætla annað en að eins geti verið farið með vin okkar Jesú Jósepsson.

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 18:43

50 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Rónar koma alltaf óorði á blessað brennivínið!

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.11.2007 kl. 21:25

51 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Helstu guðspjöllin , Markús, Lúkas osf.  voru rituð 40-60 árum eftir að smiðurinn Jesús frá Nasaret var krossfestur. Margt hefur getað skolast til á þeim tíma líkt og í íslendingasögum.  Hin sameinaða kirkja valdi ákveðin guðspjóll ( á fjórðu öld ) í hið helga rit og hefur það ekki breyst í gegnum aldirnar.  Ótal mörg guðspjöll voru rituð og guð einn veit hvað er geymt í bókasafni páfagarðs sem þolir e.t.v ekki dagsins ljós.  í framhaldi af þessu þá held ég að það sé ekkert talað um jólahald í hinni helgu bók !! En kirkjan sem "stofnun" hefur látið það ótalið að vefengja jólin enda hentar það kirkjunni. Minni á að "Vottar Jehóva" trúa ekki á jólin, enda hafa þeir að því mér er sagt stúderað biblíuna.

Birgir Guðjónsson, 15.11.2007 kl. 23:41

52 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðja búin að lesa og kvitta hér með fyrir mig

Góða helgi Pálmi minn og fjölskyldakv.linda og fjölskylda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.11.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband