Ég og alþjóðlegi kvenréttindabaráttudagurinn -

Ég ólst upp með einstæðri móður. Trúlega hefur það umhverfi mótað mig nokkuð. Ég komst yfirleitt ekki upp með neitt múður þegar kom að jafnrétti á heimilinu, þurfti að taka til hendinni til jafns við múttu og ef ég var með kjaft þá hafði það afleiðingar. Vissulega iðaði ég eins og ormur á öngli í örvæntingafullri tilraun minni til að leika hið vafasama hlutverk dóminantsins, karlsins, aðalapans en hafði lítið uppúr krafsinu annað en leiðindi. Svo slapp ég úr prísundinni og fór að skoða heiminn, laus við stutt innihaldsrík jafnréttisræðuhöld múttu. Varð „frægur“ og naut þess að dreifa fermónum í allar áttir, ábyrgalaus eins og aðalapa er siður.  Þegar af mér bráði og ég náði að hugsa mig frá egósentrískum barnaskap aðalapans kom uppeldið til góða. Að þvo þvott og  taka til á heimilinu urðu að nokkru leyti hlutskipti mitt, búandi með þremur súperbeibum á leið upp metorðastigann.  Þegar ég hugsa útí það -  ekki slæmt hlutskipti. En hvað hefur þetta með alþjóðlegan kvenréttindabaráttudag að gera. Jú - ég trúi því að ein aðal ástæðan fyrir misrétti kynjanna andlegu, líkamlegu og félagslegu sem t.d. birtist í viðurstyggilegu ofbeldi gegn konum vítt og breytt um heiminn sé að hluta til af uppeldislegum toga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Pálmi! Stórskemmtilegur pistill þar sem þú hittir svo sannarlega naglann á höfuðið!

Kveðja,

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það hljómar skynsamlega að það sé uppeldið. En ég er alið upp af mikilli kvenréttindakonu sem studdi jafnrétti í hvívetna í uppeldinu en ég get ekki séð að það hafi haft nein áhrif á bræður mína.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.3.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

..með konu og 6 dætur líður mér stundum eins ég sé í minnihluta..elska þau öll samt..

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur pistill.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gaman að lesa eins og alltaf. Gat ekki varist brosi yfir lýsingunum hjá þér. Það er einfaldlega svo, að stundum verður maður að láta sér líka ýmislegt sem manni líkar ekki inn við beinið Þú ert örugglega góður á þínu heimili eftir að hafa alist upp bara hjá mömmu

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.3.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2008 kl. 19:27

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Love LetterMamma þín var einstök kona með stórt hjarta og fallegt bros hún tók mér vel og var mér góð og stundirnar sem við áttum með henni þegar við mamma komum austur til Vopnafjarðar,voru ljúfar og góðar og gleymast seint.Bestu kveðjur.Linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2008 kl. 20:37

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill. 

Marta B Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 23:00

9 identicon

Ég ólst líka upp með einstæðri móður.. ekki nein súperbeib samt.
Við skulum ekki heldur gleyma því félagi Pálmi að fyrir utan að uppeldi skipti máli þá þarf einnig að skoða trúarbrögðin sem einkennast af feðraveldi, oftar en ekki var leitað ráða hjá prestlingum bla..
Stærsti einstaki þátturinn í hlutskipti kvenna í gengum tíðina eru trúarbrögð; ekki hægt að hafna því, enda hef ég oft sagt að ég skilji ekki trúaðar konur.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:06

10 identicon

Marta mín, ég er víst ein sem þú skilur ekki! Ég er trúuð, en ég trúi líka því að mér hafi verið gefinn frjáls vilji og fullfær um að dæma sjálf. Auðvitað er það blátt áfram hlægilegt að sjá karla í síðkjólum með kraga (kvenklæðnaður?) og meina konum ýmis þægindi og frelsi.

Og já, við dýrkum ofbeldið, börnin fá barnamyndir fullar af ofbeldi, en ef eitthvað sést meira af mannslíkama eða snerting tveggja fullorðinna, þá ætlar allt um koll að keyra! (Peace = friður)

Með bestu kveðjum

Hildur

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:25

11 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Takk fyrir innlitið gott fólk ..  Salvör: kannske naut mútta þess að þurfa aðeins að eiga við einn aðalapa.   Il Doctore ég er innilega sammála þér að trúabrögð eiga risaþátt í hvernig farið er með konur. Ég ætla að koma inná þá hlið mála seinna. Þarf að draga djúpt andann áður en ég fer í þá flugferð. Annars er ég ennþá í kasti yfir nýjum dauðasyndlista frá dragdrottningunum í Róm.

Pálmi Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 10:34

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður pistill og ég er 100% sammála.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.3.2008 kl. 22:13

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Dásamlegur pistill! Takk, Pálmi.

Ég var eins og mamma þín - einstæð með einn aðalapa. Þegar hann var tveggja eða þriggja ára sagði hann með þjósti að konur ættu ekki að vera strætóbílstjórar og löggur. Ég rauk í fóstrurnar á dagheimilinu og krafði þær svara - ekki lærði hann þetta heima hjá sér! Þær kváðust alsaklausar og aldrei upplýstist hvaðan barnið fékk þessar hugmyndir.

Í uppeldinu fannst mér ég alltaf vera að tala við vegginn. Þangað til ég varð vitni að því þegar hann var um 15 eða 16 ára. Ég hafði verið að lesa yfir honum um eitthvað og hann hlustaði ekki frekar en venjulega. Svo keyrði ég hann á keiluæfingu (hann var í unglingalandsliðinu) og beið eins og venjulega því það tók því ekki að fara heim á meðan. Heyrði hann tala við krakkana og viti menn! Hann hefur næstum orðrétt eftir mömmu sinni einhverja spekina sem ég hélt að hann hefði ekki heyrt.

Þetta gaf mér alveg nýja sýn og endurnýjaði uppeldisorkuna verulega. Uppeldið hefur sitt að segja og maður skal ALDREI gefast upp þótt talað sé að því er virðist fyrir daufum eyrum. Þetta síast inn og skilar sér seinna á ævinni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:38

14 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góður pistill.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 08:30

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband