Eigum við - eigum við ekki

Bloggvinur minn veffari skrifar afar áhugaverða hugleiðingu í tengslum við skoðanakönnun um Evrópusambandsumsókn.

http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/513192/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég farinn þangað...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Las þetta með ákveðnu hugarfari. Bara skil ekki af hverju þessi umræða þarf að vera svona svarthvít. Það hljóta vera bæði kostir og gallar við EB Það hlýtur að vera hægt að ræða þetta fordómalaust.

Víðir Benediktsson, 20.4.2008 kl. 20:47

3 identicon

Er þjóðverjum að takast það núna,sem þeim tókst ekki í seinni heimstyrjöld:Semsagt að sameina Evrópu undir þeirra hæl.?

jensen (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Víðir - ég held að kynning á málinu sé í ólestri og þessvegna skapist hin svart/hvíta mynd. Meðan fjölmiðlar matreiða þetta algerlega hrátt oní mannskapinn og stjórnmálamenn mehea eins og heilalausar rollur í hvert sinn er spurningin kemur upp þá er ekki von á góðu. Þetta er alltof mikilvægt mál til að kastað sé til þess höndum.  Það að einni skoðanakönnuninni enn sé einhent framan í þjóðina og síðan tekin upp af stjórmálamönnum, segir alla söguna. Tímabundin vandræði eiga ekki að vera aflið sem segir okkur að sækja um aðild að sambandinu. Slík ákvörðun á að vera ígrunduð og yfirveguð. 

Pálmi Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fullkomlega sammála þessu kommenti þínu, Pálmi minn.

Þorsteinn Briem, 21.4.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir með Steina Briem, umræðan og ákvörðunin verður að vera vel ígrunduð og yfirveguð og umræðan málefnaleg - alls ekki á flokkspólitískum nótum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:39

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Við finnum aldrei út vigtina á þessu máli ef við leggjum það ekki á vogarskálarnar. Hvort að hið jákvæða eða neikvæða vegur þyngra fyrir okkur sem þjóð er það sem við þurfum að finna út.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.4.2008 kl. 13:57

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þar er rétt, það er mörgum spurningum ósvarað. T.d. Gamla reddingarleiðin með gengisfellingu þegar þrengir að mörkuðum okkar. Sú leið er ekki lengur fær þegar við erum komin með evru. Hvað verður gert þegar svoleiðis staða kemur upp, verða laun lækkuð með lögum eða verða fyrirtæki látin fara á hausinn með tilheyrandi afleiðingum, atvinnuleysi o.fl? Þannig er það í Evrópu og þykir eðlilegt að 10-20% gangi um atvinnulausir. Þessu verður Samfylkingin að svara, hef ekki séð stafkrók frá þeim um þetta mál sem er þó bara eitt af mörgu sem þarf að svara.

Víðir Benediktsson, 21.4.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband