Jóakim Swami Shri Ravi Andawishu ávarpar þjóð sína

Labrang klaustri Tibet

Hari Khrisna hari hari ... hér sit ég einn á svörtum kletti með fætur í kross og íhuga liðin ár eða það sem ég man af þeim. Ótæpileg öldrykkja býr til þykka þoku eins og þið vitið, en nú er því lokið og himininn heiður og tær. Þið megið vita kæru landar að þar sem ég sit er útsýnið bæði fallegt og friðsælt og einfalt fæðið fer vel í mig, önd mín er frjáls. Frændi heldur að ég sé farinn útí geim og ég leyfi honum að lifa í trúnni. Milli þess sem hann þvælist um á þotunni og dreifir krónum og aurum af einkareikningum mínum til þeirra sem þurfa, sönglum við saman hari hari og förum í langar gönguferðir. Þar sem hann heldur að ég sé grænmeti, lýgur hann mig fullan af sögum um æsku mína og uppvöxt, skírlífi, gjafmildi, alveg grunlaus um að ég er sko með báðar fætur á jörðinni, man allt, harður eins og krúppstál. Hann hefur ekki hugmynd um fartölvuna sem ég hef inná kontór hjá yfir Yfir Dali Lamanum sem ég man aldrei hvað heitir en sá er orðinn sérlegur aðstoðarmaður minn og sér um fjárfestingar í Kína.  Ég hef fylgst vel og vandlega með framvindu mála á Jöklabréfalandi enda málið mér skylt. Aðgerðin „Minkur í hænsnahúsi„ sem ég setti í gang fyrir nokkrum vikum virðist mér virka fullkomlega og ef þið hafið ekki áttað ykkur á því hvað sú aðgerð gengur útá þá er hún sáraeinföld. Dabbi ruglar þingheim og þjóðina einu sinni enn með því að loka Glitnissjoppunni. Að því loknu fer hann í túberingu og Kastljósviðtal og þá er eftirleikurinn er eins auðveldur og hugsast getur. Nú jarmar allur ráðherra og þingmannalýðurinn „Ísland er land þitt, bjargið þeim“  kórinn, meðan ég kaupi hratið á krónu og fimmtíu. Einn Dabba, einn unglingabólu Bjarna, einn Björgólf og einn Baugara þurfti í liðið og sláin inn. Svona taka snillingar málin í sínar hendur og nú sný ég fljótlega heim, uphafinn og endurnærður eftir Himalajagras og innhverfar íhuganir og kem skikk á málin. Ef þið munið ekki gömul loforð sem ég gaf ykkur fyrr á árinu þá verður byrjað á að loka sjoppunni við Austurvöll og öllu sem henni fylgir. Svo verður byrjað á að ræsta út. Ég hef nú þegar ákveðið hver stjórni með mér. Fyrstan og einan mun ég ráða Halldór framsóknarbollu sem ég læt í olíu og virkjanir en þar er hann á heimavelli eins og allir vita. Dóri bolla fær að ráða einn með sér sem ég hef ákveðið að verði Guðni Ágústsson. Hann verður blaðafulltrúi og ríkisskemmtikraftur. Hitt sé ég sjálfur um. Reyndar hef ég uppi hugmyndir um stöðu fyrir frænda þegar og ef hann fæst til að fyrirgefa mér plottið. Menningarmál og fátækraaðstoð mun falla hjá honum. Þar er hann á heimavelli og sá skal nú fá að vinna fyrir kaupinu sínu. Ég mun ekki láta hann hafa of mikið því þá gæti hann misst sig í gjafmildina. Kæru landar ... nú fer ég að pakka og mæta heim í heiðardalinn. Fram með dregilinn því ykkar heittelskaði Jóakim Shri Ravi Andawishu von Islandi, upphafinn og upplýstur er á leið heim að leiða afvegaleidda þjóð inní ljósið.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Flott færsla hjá þér.

Meira af þessu .

Níels A. Ársælsson., 12.10.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Rannveig H

Þín hefur verið saknað,því þú ert næstum vegurinn, sannleikurinn og lífið á Íslandi í dag. Velkomin í bloggheima  Von Jóakim.

Rannveig H, 12.10.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bra bra hvað ?

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Von Jóakim! Endalaust glöð að sjá þig aftur :)

Heiða B. Heiðars, 12.10.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það var og.

Víðir Benediktsson, 12.10.2008 kl. 19:13

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kimmi, "I like yer clear simpel mind of view".

Pazzaðu þig samt á frændanum, mér er sagt að hann sé 'gripfaztur'.

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldarfærsla hjá þér!

Og góðar fréttir að að loksins sé maður á leiðinni, með báða fætur á jörðinni, getur hugsað rökrétt og samt í nirvanaástandi!

Það er ekki öllum gefið að geta þetta alltsaman samtímis.

Ég er erlendis núna og verð þangað til þú ert búin að taka yfir, því þú átt ekki að ráða neinn í neitt embætti fyrr enn þú hefur talað við mig fyrst..

Óskar Arnórsson, 13.10.2008 kl. 07:19

8 Smámynd: Landi

Já vér segjum sko Bra bra.

Góður að vanda og vér flöggum er þú kemur heim....

Landi, 16.10.2008 kl. 14:43

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Líst vel á það! Det er bra!..

Óskar Arnórsson, 17.10.2008 kl. 00:44

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir mig kærlega

Heiða Þórðar, 22.10.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband