Nýtt Ísland jibbíjei

Á haustmánuðum hrundi stórveldið Ísland. Til að því sé nú haldið til haga þá er Íslenska þjóðin sögð með hamingjusömustu þjóðum í heimi, þjóð með stórmerkilegri sögu, reyndar í styttri kantinum, bestu sjávarútvegsstefnu sem fyrirfannst á byggðu bóli og fleira og fleira sem ekki er ástæða til að tíunda svo vel þekkt sem það er. Ekki lækkaði flugið þegar tekið var til alheimsfjármálin. Snillingar skutust út úr hverjum hól og nú skyldi skjóta Íslandi til æðstu metorða á stjörnum skrýddum frjálshyggjuhimni Hannesar og Friedmans. London, Kaupmannahöfn, Luxemborg, Jómrúareyjar, Tortola. Öllum þúfum smáum sem stórum velt við í leit að klinki, allt keypt sem á vegi varð og svo alltíeinu BÚMM - veislan á enda og skútan komin með slagsíðu. Þegar ljóst var að hverju stefndi spýtti almenningur í lófa og skundaði í mótmæli með búsáhöld sem barin voru í hinum margutalaða rímnafúnktakti og galopinn kjaftinn að vopni. Krafan var; ríkisstjórn Íslands í burt, Davíð úr Seðlabankanum, fjármálaeftirlitið í ný föt keisarans og kosningar í grænum hvelli. Hæ hó jibbíjei og jibbíjei, bráðum komin 25 apríl. Nýtt lýðveldi, nýtt Ísland nýtt þetta nýtt hitt. Jísús kræst, alltíeinu var eitthvað svo nýtt að vera til. Þá fyrst skildi ég svipinn á kínversku ungmennunum, bjartan, opinn svip hins kúgaða kínverska verkalýðs sem fann lausnina í búlduleitum ofreikingamanni og laumuperra. Þá skildi ég myndirnar af öllum ljóshærðu Gertrtrútunum og bláeigðu Aríastrákunum sem mændu opnum aðdáunaraugum á lausnarann- eineistinginn, laumugyðinginn, grænmetis- og amfetamínætuna Adolf Hitler. Nú er kreppa á Íslandi eins og var í Kína og Þýskalandi og fleiri stöðum og í beinu framhaldi verður allt svo nýtt. Jafnvel gamlir símastaurar verð sem nýir og syngja ættjararlög. Ég hef persónulega ákveðið að vera alveg nýr héðan í frá. Það þýðir í raun að ég mun lúsahreinsa af mér gamla lífið og stökkva um víðan völl endurreistur með bjartan svip eins og Kinversku ungmenninn á byltigarmyndunum. Ég ætla að byrja á því að fara í bankann minn á morgun og fá skuldabréfin sem tilheyra gamla mér og eru á mínu gamla nafni og láta setja þau í tætarann fyrir mig. Síðan renni ég við hjá þeim í Credidifo og læt eyða persónuupplýsingum um heldur fátæklegan feril minn á fjármálasviðinu. Jafnvel fara fram á að sjoppunni verði lokað í eitt skipti fyrir öll. Aldrei var ég beðinn um afnot af persónuupplýsingum um mig og því síður að þær gætu gengið kaupum og sölum. Það er spurnig hvort það ætti ekki að senda þeim reikning fyrir afnotunum. Hann þarna frá Írak hefur trúlega ekki verið á vanskilaskrá þegar hann fékk hundrað milljarða yfirdráttinn hjá Kaupþing á dögunum. Eða Jón þungarokkari þegar hann fékk lánið fyrir íbúðinni á Manhattan og Stöð 2.

En hvað er ég að væla, allar vorar búksorgir eru fyrir bí -  nýtt Ísland, nýir símastaurar, nýr ég, nýr þú. 

Ekkert er ómögulegt; allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýr Pálmi - arfavitlaus hugmynd, ég kann miklu betur við þann sem er nú við lýði.  Það er nefninlega ekki víst að það góða úr því gamla fylgi með í það nýja.  Mér finnst eins og við förum heldur hratt við myndun á nýju lýðveldi og svo framvegis.  Hins vegar var alveg ljóst að gamla ríkisstjórnin þurfti að fara frá og Davíð og félagar þurfa að fara úr Seðlabankanum þannig að við getum byrjað endurbygginguna. 

Vona að þú haldir áfram að vera þú.

Hörður J. Oddfríðarson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

ok kannske ég fái mér bara nýjan jakka -

Pálmi Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sammála Herði, og til hvers að fá sér nýjan jakka? er sá gamli orðinn of lítill? Ertu með góðærisvömb? Til hvers að fá sér nýjan jakka ef sá gamli gerir sama gagn? Ertu kannski að bíða eftir að það komi nýr Jóakim von Nýja-Íslandus?

Mæli frekar að þú skreppir á Herinn og finnir þér annan jakka (ekki nýjan)

Ég ætla að halda áfram að vera ég (kann vel við mig eins og ég er) en veit ekkert hvort ég kynni við nýjan mig (kominn á þennan aldur).

En ég vil frá nýtt Lýðveldi og nýjan hugsunarhátt hjá öllum.

Sverrir Einarsson, 20.2.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: TARA

Áttu þetta ekki að vera NÝársheit ??

TARA, 21.2.2009 kl. 21:03

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2009 kl. 21:41

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sammála, sammála, sammála...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.2.2009 kl. 00:11

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er enn bara eldgamli ég en með glænýja hugsun. Og kominn í ríkiseign skv. bankanum mínum.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.2.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband