17.4.2007 | 01:18
Það kvað vera fallegt í Kína
Ástandið í stórum hluta fljótsins Yangtze er afar alvarlegt segir í MBL. Jæja já er það slæmt? 14 milljarðar tonna af úrgangi er dálítið mikið en Kína er jú stórt land og þar búa margir. Kínverjar eru nýbúnir að fatta bílinn, ískápa og verðbréf og ráða nú um stundir ekki alveg við sig í gengdarlausu velmegunarruglinu. Víst eru 14 milljarðar tonna mikill skítur og slæmt hvað kínverski fiskurinn á erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. En þarf ég nokkuð að vera að tala um Kínverjana og þeirra flór. Á ég ekki bara að líta mér nær því nægur er vor íslenski úrgangur.
Þegar ég var á leið í veiði um daginn og keyrði út með Eyjafirði áttaði ég mig á því hversu mikið augnayndi baggaplast á girðingum er. Það var sunnanþeyr og báðum megin vegar á margra kílómetra svæði voru girðingar þaktar þessu náttúruvæna efni, sem er orðið grænt á litinn að auki. Þegar ég svo kastaði á uppáhaldsstaðinn í ánni var botninn þakinn baggaplasti. Baggaplast er létt og fýkur auðveldlega yfir hæðir, frá bændum en AÐEINS ef því er sleppt lausu eftir notkun. Kannski gleyma bændur hvað plastið er létt. Eða halda að það sjái um sig sjálft eftir notkun. Eða kannski er þeim andskotans sama um eitthvað baggaplast. Hafa líka í nógu að snúast við að selja jarðir.
Mér sýndist það eftir partíið hjá framhaldsskólanemum í Höllinni á Akureyri, þar sem ungarnir okkar brugðu á leik, að hugsanlega séu þarna limirnir að dansa eftir höfðinu. Varla lófastór blettur frá höll niður í miðbæ sem ekki hafði fengið andlitslyftingu af brotnum bjórflöskum og öðru smálegu sem leiðinlegt er að burðast með þegar farið er á djammið.
En þetta er ungt og leikur sér, benti vinur minn mér á þegar ég ræddi losun rusls í miðbæ Akureyrar. Má vera, má vera - en fjandakornið ekki bændur!
Mengun Yangtze-fljótsins óafturkallanleg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Mælltu manna heilastur.Ég hef að vísu ekki ferðast mikið un landvegi Íslands.En ég þekki dálítið af því sem að hafinu snýr.Þar held ég að við íslendingar standi okkur sæmilega.Ég veit ekki betur en að það séu komnir ruslagámar á allar bryggur hér á landi.Og að bátar/skip geti sér að kosnaðarlausu sett allt rusl sem tilfellur hjá þeim í.Það leiðréttir mig þá kannske einhver ef ég er að vaða reyk hvað þetta varðar.En sem úthafssjómaður til margra ára hefur maður séð hvernig þetta óuppleysanlega plast flýtur um allt á úthöfunum.Og það einkennilegasta er að það virðist vera mest af svona drasli út frá þeim löndum sem eru með stífustu reglurnar hvað sorp varðar.Í sumum löndum kostar það kanske upp í 1000.US.$ að koma sorpinu(sérstaklega plasti og þvílíku) sem safnast saman á hinum löngu ferðum.Menn safna þessu saman meðan þeir eru í höfnum og landhelgi þessara landa en kasta þessu svo í sjóinn þegar út fyrir er komið.Þótt að IMO séu búnir að prenta plaggöt sem hanga uppi í hverju skipi.Hræðilegasta mengun sem ég hef augum barið var á fljótinu sem maður siglir upp til Saigon í Víetnam.Þarna við fljótið búa bláfátækir fiskimenn sem búa í fleytum sínum og sem fiska á fljótinu.Selja svo aflan úr kjænunum í Sagon.Innan um allsslags sorp flutu einstaka sinnum barnslík.Eftir því sem ég komst næst eru fleiri en ein stúlka óvelkomin í hverja fölskyldu og þeir fleygja þeim bara í fljótið ef þær fæðast fleiri.Maður verður margs vísari á langri veru í "World Wide"siglingum.T.d.dettur mér í hug að á þessum tíma sigldi ég í áætlunarferðum milli Saigon-Hong Kong-Kao-hsiung,á Taiwan.Aðalfluttningurinn frá Saigon til hinna landana var allskonar fatnaður sem saumaðir var í Víetnam fyrir lúsalaun en flutt til hinna landana(sem hafa líka lúsalaun á okkar mælikvarða en þó hærri en í Vietnam)og svo þaðan merkt sem "Made in Hong Kong"eða Made in Taiwan.Það fara stundum í mínar fínustu taugar þegar sumir sitjandi hér heima og hafa kannske aldrei hreift sig spönn frá rassi en eru að úttalandi sig um hluti úti í hinum stóra heimi sem þeir hafa ekki hundsvit á.Góðar stundir og kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 13:31
Sæll Pálmi!
Þakka þér fyrir góða áminningu um baggaplastið. Það er einhver versti óhroði sem breiðst hefur um landið á seinni tímum. Og ég kannast líka við þennan óþverra í fallegum hyljum. Sjálfur hef ég skrifað um sóðaskap sumra félaga okkar á vatns- og árbökkum. Ekkert leiðist mér eins og tómar bjórdósir, sælgætisbréf og sígarettustubbar. Að ekki sé nú minnst á girnisflækjur, sem þar að auki eru hættulegar fuglunum. En svo að öðru. Þótt stöku flugur séu klassískar þá hefur maður tekið eftir að það eru í þessu ótrúlegar sveiflur. Bleikjan er dyntótt kvikyndi og það er engu líkara stundum en hún hafi farið á vorsýninguna í París. Eitt árið vill hún ekkert nema héraeyra. Næsta ár er hún gefin fyrir páfuglsfjaðrir en lítur ekki á hérann. Stundum vill hún hafa svolítið rautt með svörtu en stundum einlitt svart. Auðvitað fer þetta alltaf eftir því hvað hún er að éta þá stundina. En af hverju breytist þetta milli ára? Urriðinn vinur okkar er ekki eins sveiflugjarn, þótt ekki skorti hann áhuga á glysi. En Pálmi, hvað er tískuliturinn í ár? Kk, SGT
Sigurður G. Tómasson, 17.4.2007 kl. 16:02
Sæll Sigurður þú ættir að koma með mér einhverntímann í Lónsá á Langanesi þegar Ljósnálin er í stuði. Ég hef staði yfir henni og kasta fyrir hana listilega hnýttum og nákvæmum marflóareftirlíkingum. Ég hef beinlínis horft í augun á henni þegar hún í ósvífninni tekur flóna sem er rétt til hliðar við mína. En í veiði er það oft þrjóskan sem vinnur með manni. Eftir allt bogrið þá komst ég að því að flóin mín fór ekki rétt í vatninu og þegar búið var að kippa því í liðinn var eftirleikurinn auðveldur. Ég er orðinn svo púritanískur í fluguvali í seinni tíð, að ég set helst ekkert annað undir en nákvæmar eftirlikingar af því sem silungurinn er að éta. Skrautið er skemmtilegt en þetta er skemmtilegra og einhvernveginn nær manni í pælingunni. Þannig að tískulitirnir í ár eru jarðarlitir. Þegar kemur fram á sumar má svo bæta við rauðu í skegg svona til að gefa eftirlíkingum af hornsílahængum viðeigand klæði.
Pálmi Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 17:38
Það er víst aldrei gert nógu mikið í að fá fólk til að hirða upp rusl eftir sig. Fyrir fáum árum var ég í nefnd á vegum Landbúaðaráðaneytisins, sem hét Fegurri sveitir. Þá var verið að reyna að aðstoða fólk við að halda landinu hreinu. Baggaplastið sem þú talar um er vandamál. Það er erfitt að koma því í einhverja vinnslu og mikið er jú heyjað og þar af leiðandi kemur mikið plast. Það er því miður ennþá mikið af gömlum tækjum og tólum bak við hæð eða hól í sveitunum. Það kostar heilmikið að farga og dýrt er að flytja tæki eins og til dæmis bíla, til að farga þeim. Oft skilur maður þetta en auðvitað er þetta bæði ljótt og mengandi.
Sjálf hef ég gegnið töluvert úti á landi, og stundum með þjóðveginum. Þar sér maður því miður oft tómar flöskur og fernur sem að fólk hefur hent út um rúðuna þegar það er á ferð.
Bandaríkjamenn sekta háar upphæðir, væri það ekki lausnin? Þegar fólk þarf að borga, hugsar fólk oftar aðeins meira áður en það hendir.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.4.2007 kl. 18:03
Það er reyndar ekki slæm hugmynd, að hækka sektir. Í teoríunni. Buddunnar lífæð í brjóstinu slær osfrv.. En þá þurfa líka að vera löggur á ferð. Og það eru þær sjaldnast. Það er svo langt síðan, að það liggur við að ég skammist mín fyrir að rifja það upp. En eitt sinn ók ég á eftir svörtumaríu suður í Hafnarfjörð. (Þið sjáið á litnum hvað er langt síðan. Ég átti mér einskis ills von, þegar hálfétin pylsa kom í stórum boga út um bílstjóragluggann á maríunni og lenti á framrúðunni hjá mér. Ég fór nú beint á stöðina og sagði frá þessari sendingu. Ég fylgdist ekki frekar með málinu. En nú er lögreglan orðin græn í sér eins og annað. Meira að segja sjálfstæðisfálkinn utan á mogganum. En nú er komið skilagjald á bíla. Og einhver var að fást við að steypa girðingarstaura úr baggaplasti. Og svona að endingu: Það neyðist enginn bóndi til þess að vera sóði.
Sigurður G. Tómasson, 17.4.2007 kl. 20:13
Það er kannske spurning um að greiða sérstaklega fyrir að sleppa baggaplastinu ekki lausu, það gæti virkað. Hugsið ykkur verðskrá frá umhverfisráðuneytinu. 1. tóm mjólkurferna - 250 kr. 1. tómur pakki utan af Marlboro - 150 kr osfv. Dætur mínar sem láta sér nú yfirleitt frekar annt um mig blessaðar, sögðu mér tímabundið upp eftir uppákomu eina í miðbæ Akureyrar fyrir nokkrum árum. Miður Júlí, 25° á torginu, stuttbuxur og ís. Á undan okkur gekk hópur unglinga í fíling. Skömmu síðar fljúga tveir stórir kók baukar (norðlenska yfir kókdósir) í loft upp og skella á göngugötunni þannig að eftirstöðvar frussast í allar áttir. Ég missi mig fullkomlega á nanóhraða. Hleyp á eftir liðinu, þríf kók baukana upp og spyr hvort einhver úr hópnum hafi misst baukana. Í fyrstu er tekið hressilega á móti með léttum lýsingarorðum sem aðallega tengdust aldri mínum en ég gaf mig ekki hænufet og fór nú uppá háa céið eins og Dali forðum í miðborg Parísar, þegar hann vildi ná athygli. Látunum linnti ekki fyrr en sóðarnir höfðu tekið við kók baukunum og komið þeim í rusladalla. Dætur þóttust ekki þekkja mig eftir uppákomuna og töluðu ekki við mig að neinu ráði í marga daga á eftir. En ég kýs að trúa því að krakkarnir sem ég dansaði uppeldisdansinn fyrir í göngugötunni á Akureyri búi ennþá að uppákomunni, í það minnsta gera dætur mínar það, því fyrr dyttu þær dauðar en að henda rusli á víðavangi.
Pálmi Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.