17.4.2007 | 14:01
Landsfundur hér og landsfundur þar
Landsfundur hér og landsfundur þar þau taka drjúgt þessa dagana hin löngu drykkjarhorn. Auðvitað eigum við að skemmta okkur þegar líður að kosningum. Ég minnist þess þegar ég og vinur minn sem ég drakk með á bóhemtímabilinu, biðum í óþreyju eftir kosningunum svona rétt eins verið væri að bíða eftir fæðingu barnsins síns. Reyndar byrjuðum við að bíða nokkrum mánuðum fyrir kosningar og ákváðum í leiðinni að biðin ætti að vera skemmtileg, sambland af alvöru og gamni, meira þó af gamni. Þegar nálgaðist stóra daginn vorum við oftast orðnir dálítið lúnir með þeim afleiðingum að við misstum í það minnsta tvisvar úr kjördag. Ég bætti hinsvegar um betur eftir að vinur minn var allur og fór að kjósa. Í fyrstu fannst mér eins og ég ætti að kjósa þá sem vildu að einstaklingurinn blómstraði, aðhylltist frjálshyggjuna a la Hannes Hólmsteinn um stund. Svo áttaði ég mig á að ég hafði misskilið hvað átt var við með frelsi einstaklingsins. Jú, vissulega blómstruðu einstaklingar eins og túlípanar á sterum en BARA FÁIR einstaklingar. Friedmann hefur líklegast ekki átt við marga blómstrandi einstaklinga þegar hann boðaði frelsið. Til dæmis hefur hann líklega ekki átt við að alla eldri borgara, alla öryrkja, allar fjölskyldur, eða alla þá sem þjást af einhverjum orsökum. Frjálshyggjustefnan eins og hún hefur verið praktiseruð getur varla verið eftirsóknarverð ef hún hyglir nokkrum útvöldum en skilur meginþorrann eftir, ekki heldur ef hún er knúin áfram af stjórnlausri græðgi, vill alltaf meira, getur ekki hætt.
Þannig er staðan á Íslandi svona rétt fyrir kosningar árið 2007.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 109584
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Komdu sæll frændi Flottur pistill hjá þér og sammála þér.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.4.2007 kl. 14:19
Ég þakka þennan pistil.Ég kannaðist við kosningasprúttið t.a.m.Ég ólst upp í litlu þorpi á landsbyggðinni og það voru oftast 3 kosningaskrifstofur.Við vorum 3 félagarnir svo að út úr þessu komu 3.bokkur.Það ver eins með mig í pólitíkinni eftir að ég varð "fullorðinn"sem ég tel að hafi ekki verið fyrr en ég sagði upp vistinni hjá Bakkusi,en ég var dyggur fylgisveinn hans til margra ára.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 14:51
Sæl Magga frænka og takk fyrir innlitið - bið að heilsa liðinu
Pálmi Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 16:07
Áhugavert og skemmtilegt blogg hjá þér.Auðhyggjan og græðgin eyrir engu.
Kristján Pétursson, 17.4.2007 kl. 16:58
Mikið rétt hjá þér Pálmi. Mikill vill meira, það sannast jú alltaf.
Það er sorglegt að sjá hvenig búið hefur verið að eldra fólki þessa lands, í öllu góðærinu sem að ráðamenn þjóðarinnar státa sig af.
Öryrkjar hafa líka setið eftir.
Hvað hefur stjórnin verið að gera í 16 ár, hækka sín laun vernda sitt fólk.Selja eigur ríkisins til síns fólks. Gefið bankanna til sinna manna. Þeir hafa ekki gleymt því að þeir verða líka gamlir, því þeir hafa séð til þess að þeir eigi nóg þá. Ég trúi ekki að það sé til sú manneskja sem að sér ekki að þetta egerir maður ekki.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.4.2007 kl. 18:25
Takk fyrir afar athyglisvert og skemmtilegt blogg Pálmi. Ég vil deila með þér athyglisverðum bloggara, sem hefur bakland á fjármála og efnahagsmálum. Hér er það sem máli skiptir. Hvernig er genginu og vöxtunum haldið svona í ískrandi hámarki og hvað bíður þegar það brestur. Bankarnir hafa algerlega hreðjartak á tilvist okkar.
Þetta er mál sem ætti að vera efst á baugi í stað þúfnabarða og vegaspotta, vændis eða isma. Góðærið er fallinn víxill, sem aldrei var innistæða fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 21:12
Látið ekki svona strákar... það er engin fátækt á Íslandi. Og ef svo ólíklega vill til að þið finnið e-n sem telur sig fátækan þá er hann ábyggilega óreglumaður/kona og getur sjálfum sér um kennt... eða svo segir íhaldið og ekki lýgur það
Heiða B. Heiðars, 17.4.2007 kl. 21:18
Pálmi! Þú hefur réttar tilfinningar, en átt líka að hlusta á rök okkar. Þau eru, að frelsið gagnist öllum. Það hefur sýnt sig á Íslandi. Hér er einhver jafnasta tekjuskipting og minnsta fátækt í heimi. Kjarabætur hinna fátækustu hafa verið 50% örari en að meðaltali í löndum OECD. Frjálshyggjan er hin eina sanna jafnaðarstefna, því að í henni felst að fjölga tækifærum, ekki að jafna niðurstöður. Ég fer betur yfir þetta á bloggsíðu minni, hannesgi.blog.is, en bestu kveðjur, HHG
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 22.4.2007 kl. 23:39
Sæll Hannes og takk fyrir innlitið. Ég er opinn eins og blómakróna á heitum sumardegi. Ég hlusta, meðtek, pæli, kemst að niðurstöðu en umframallt þá er ég sveigjanlegur og tel það með meiri mannkostum að geta skipt um skoðun ef eitthvað það poppar upp sem gefur tilefni til þess. Ég mun að sjálfsögðu heimsækja síðuna þína. Hafðu það alltaf sem best.
Pálmi Gunnarsson, 23.4.2007 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.