22.4.2007 | 12:51
Ölæði, brjálæði
Mér er sagt að molikúl alkóhóls sé furðulegt útlits, á eftir að skoða mynd af því en kemur mér satt best að segja ekkert á óvart. Allavega verður einstaklingur sem hefur innbyrt vel af vímugjöfum furðulegur bæði í hegðun og hugsun. Ég hef þó nokkra reynslu af inntöku gleðigjafa af ýmsum sortum. Hló og skemmti mér í fyrstu en svo kárnaði gamanið, stjórnleysi drykkjusýkinnar tók yfir og ég var hættur að ráða ferðinni, sem ég trúlega réð aldrei. Áhrif alkóhóls og annarra vímugjafa á hausinn eru þessi: Eftir inntöku í miklu magni, geðfatlast einstaklingurinn um stund. Kemur það fram með ýmsum hætti sem ekki er ástæða til að tíunda. Ef einstaklingurinn er ofnæmur endar gamanið gjarnan með varanlegri geðfötlun eða dauða. Neysluhóparnir eru þeir ofnæmu og svo hófneytendur. Benda má á að áhrif áfengis og dóps á taugakerfið eru eins hjá báðum neysluhópunum.
Læt fylgja með kvæði eftir vin minn og samstarfsfélaga Magnús Eiríksson. Braginn er að finna á samnefndum diski sem við hljóðrituðum fyrir nokkrum áratugum.
Í ljúfum leik
Liggur einn og yfirgefinn
einhvers staðar útí horni
orðinn mjög af elli blakkur
áfengi og reyk
Var hann þó á lífsins morgni
oft í fylgd með góðum drengjum
glumdi rokk í silfurstrengjum
allt í ljúfum leik
Magnaður með rafmagnskrafti
menn gat látið halda kjafti
yfirgnæfði allt og alla
allt í ljúfum leik
Sé ég ennþá káta karla
koma heim og standa varla
en það er bara í minningunni
allt í ljúfum leik
Tóku tvísöng vældu hlógu
teygðu langt á typpi mjóu
drukku reyktu duttu dóu
allt í ljúfum leik
Ölæði þolanda og geranda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 109584
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Vel samið og mikill sannleikur. Ljúk leik líkur oft illa ef Bakkus er með í för.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 13:08
Drukkinn hló og drukkinn gó, drukkinn olli þykkju. Drukkinn vó og drukkinn spjó; Drukkinn dó úr drykkju.
Góður kveðlingur og af þekkingu gerður hjá Magga.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 13:36
Áfengi er böl, það vitum við öll. Þess vegna skil ég ekki þessa miklu áherslu sem lögð er á að fá fólk til að hætta að reykja og hvað óbeinar reykingar eru hættulegar. Afhverju er ekki lögð sama áhersla á að leiða fólki fyrir sjónir hversu hættuleg og mannskemmandi ofdrykkja og ''óbein drykkja'', þ.e. meðvirkni fjölskyldu alkahólistans, er. Ætli það verði einhvern tíma til áfengislausir skemmtistaðir? I dont think so. Bla bla. sorry. missti mig núna.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 14:00
Ég minnist fyrir nokkrum árum, þáttar í sjónvarpi þar sem hópi bandarískra Cannabis neytenda var fylgt eftir til Hollands í nokkurskonar pílagrímaferð. Það var dásamlega súr samkoma og viðtölin við forsprakka hópsins einföld og beint í mark „ the promised land dud, the promised land“ En um leið og ég hugsa um þetta skýtur uppí hugann annari sena í hverri sældarlegir sérfræðingar í vínum leika aðalhlutverk. Sami svipur, aðeins flóknari útlistanir , sama útkoma. Það verða alltaf vín, það verða alltaf vímuefnaneytendur, hófsamir og óhófsamir. Heimsbyggðin mun um alla ókomna framtíð þurfa að díla við afleiðingar vímunnar. Enginn neyðir efnin oní mann og því er mikilvægt að draga úr ástæðum þess að fólk byrji að neyta áfengis og annarra vímuefna, þar á meðal tóbaks. Sama hvernig litið er á það; það er ekki og verður aldrei hip og kúl að dóba eða drekka.
Ég veit um vinslælan Tangóstað í Katalóníu sem selur ekki vín .. það er víst illmögulegt að dansa Tangó af viti ef radarinn er ekki rétt stilltur.
Pálmi Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 15:30
Það væri öllum sennilega hollt að sjá viðtal við sig á fylleríi. Þá sést hversu hipp og kúl maður er í raun og veru. Í vímunni er maður samt alltaf langflottastur þótt maður sé hlandblautur og út ældur.
Og fyrst þú nefnir dans, þá er ekki úr vegi að mynda það. Þú hefur vafalaust séð glæsimenni mikil á dansgólfinu ofan af sviði. Í raun er ekkert gert með viti undir áhrifum. Þetta er svon instant Dow syndrome fyrir fólk.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 16:30
Já, get ímyndað mér það að Tangó sé ekki rétti dansinn til að reyna við undir áhrifum. Sé fyrir mér sauðdrukkna tangó-dansara að berjast við að halda stílnum. kannski er það ástæðan fyrir því að dansinn þróaðist út í það sem við þekkjum í dag. Allir dansa sóló (ekki tangó) því það er betra að missa fótanna einn heldur en tveir.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 16:33
Ég hef engu við þetta að mæta, en þegar ég sé mynd af Marelyn Monroe hér að ofan, dettir mér afmælissöngur hennar til John F. Kennedy sem er kannski flottasti fylleríssöngur allra tíma.
Benedikt Halldórsson, 22.4.2007 kl. 23:05
Ég hef orðið vitni að því , þegar kona skyndilega, eftir einhverja inntöku af áfengum drykk tekur að breitast að litarhætti. yfirbragðið, allt í einu verður í fjólubláum tónum, eins og make-up á mínútu broti og um leið fer málfarið mjög hrakandi, og konan verður þvoglumælt á einu andartaki. og ég spir mig : stökk einhver vera þarna inn í konuna. því annar character, var nú allt í einu andspænis mér. Ég hef líka velt vöngum yfir því sem nefnt er Black-out . Er þá einhver þarna fyrir innan að stýra ferðinni á meðan. svo verða aftur kafla skipti, og eigandinn, (það er ekki vínandinn) tekur til starfa að nýju, og þá frekar vankaður, eftir ferðina með hinum, sem er óþekktur. kanski vínandi sem heitir Blackur. Fyrirbæri eins og Black-out . hvað í raun er að gerast, yfir þann tíma, sem líklega einhver er að stýra, en hver er það . Hver stýrir
Högni Hilmisson, 23.4.2007 kl. 00:57
Æ Æ og afsakið. ekki er ég svona herfilega ofvirkur. gleymdi aðeins að aftengjast, en var svo að commintera á öðrum síðum , og þetta eru afleiðingarnar. Eilítil ofvirkni . það má henda svona sífeldu repet dæmi út.
Högni Hilmisson, 23.4.2007 kl. 02:51
Satt er það, margt er mannsins bölið.
Ester Sveinbjarnardóttir, 23.4.2007 kl. 04:01
Jamm, Pálmi, fara í stjórnborð, klikka á"Blogg" og síðan á "athuasemdir" á tenglalínunni á síðuhausnum. Þá koma öll komment upp og þá klikkir þú á "fela"
Gott þetta með stýrimanninn. Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Maður komst oft til skila án þess að vita nokkuð í sinn haus. Einherskonar Autopilot. Einnig kom jú fyrir að maður vissi ekkert hvar maður var eða hvernig maður komst þangað. Það er skelfileg tilfinning. Það var eins og að losna úr vistaböndum geðveiks harðstjóra að losna frá þessu böli. Eitt er líka merkilegt að tíminn stöðvast í drykkjunni og allir dagar verða sem einn og sami dagur. 'Eg var vanur að kalla það "Grandrokk day" í hausinn á kvikmyndinni "Groundhog day", sem ég er viss um að er byggð á slíkri upplifun.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.4.2007 kl. 04:08
Sem óvirkur alki, hneygi ég mig og þakka góðan pistil. Alltof lítið um sjúkdóminn alkahólisma á blogginu, öðrum til fræðslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 11:13
Black out er í mínum huga tímabundin heilabilun sem verður þegar of mikils er neytt af alkohóli. Black out er óhuggulegt ástand. Oft lenti ég í því að missa úr langan tíma, muna ekkert, vita ekkert. Versta martröðin var einmitt sú að muna ekkert, tilhugsunin um að eitthvað voðalegt hefði gerst.
Pálmi Gunnarsson, 23.4.2007 kl. 12:22
Takk fyrir gott blogg.
Þorsteinn Gunnarsson, 23.4.2007 kl. 13:21
Löglega dóbið þ.e. áfengi í fyrsta lagi, síðan hin hefðbundun læknaefni, svefnlyf, verkjalyf og taugaslakandi lyf fara helvíti illa með marga. Á sölu þessara gæðaefna græðir ríkið heil lifandis ósköp. Mönnum er svo í mun að dóba liðið upp að lög sem varða auglýsingar á áfengi eru þverbrotin án þess að múkki í löggjafanum. Þegar ég heyri stjórmálamenn tala fjálglega um fíkniefnadrauginn og sölumenn dauðans (sem selja líka áfengi) í hátíðarræðum, finnst mér ég vera staddur í vitlausum brandara. Jú ríkið græðir á óhamingju þeirra sem ánetjast, því þeir sem ánetjast alkohóli fara með allt sem hann eða hún hefur á milli handanna í kaup á vímuefninu.
Pálmi Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.