Að höggva mann og annan

Strákurinn minn vann í Sádí Arabíu um skeið. Ég pumpaði hann að sjálfsögðu um land og þjóð eins og það kom honum fyrir sjónir. Fátt hafði hann gott um Sáda að segja. Einn vina hans fór á torgið á föstudegi eftir bænir og fylgdist með aftöku sem aulýst hafði verið eins og um rokktónleika væri að ræða. Trúlega hefur forvitnin dregið hann áfram á asnaeyrunum. Hann þurfti áfallahjálp eftir sýninguna. Í viðtali við aðalböðul Sáda segist hann hreykinn af vinnunni sinni og að hann gangi glaður til verka, fyrir Guð. Sádar deyfa þá sem eiga að hálshöggvast fyrir aftöku. Þeir hálshöggva fyrir morð,framhjáhald, eitulyfjasmygl, samkynhneigð svo eitthvað sé nefnt. Fyrir minni glæpi höggva þeir hendur og fætur af fólki, eða húðstrýkja. Sádar höggva mest af Nigeríumönnum ef mið er tekið af lista Amnesty Int. Strákurinn minn sagði mér að meðan hann hefði dvalið í SA hefðu útlendingar verið í meirihluta þeirra sem höggnir voru. En hvað er ég að viðra þetta. Jú ég er á móti dauðarefsingum, hvort sem þær eru framkvæmdar með sverði eða eitri og ég er andsnúinn löndum sem fara illa með fólk. Þegar við friðelskandi Íslendingar lögðumst svo lágt að senda forseta Alþingis í opinbera heimsókn í karlkjólaveldið leið mér ekki vel. Sádí Arabía er eitt allra ógeðslegasta einræðisríki í heimi og mannréttindabrot eitt af aðalsmerkjum þess. Við slík ríki eigum við ekki að eiga tengsl með nokkrum hætti.  

 


mbl.is Fjórar aftökur í Sádí Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dauðarefsingar eru barbarismi og ekkert annað. Þennan barbarisma eiga vinaríkin BNA og Sádí-Arabía sameiginlegan. En ég hef trú á að dropinn holi steininn og með því að halda áfram að berjast gegn dauðarefsingum og sýna fram á tilgangsleysið og grimmdina sem í þeim felast takist á endanum að hafa sigur.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Velkominn á bloggið, Pálmi. Þetta er vissulega óhugnanleg lýsing. Ég er sammála þér um dauðarefsingar; en hinar refsingarnar sem þú minnist á finnst mér ekkert síður hryllilegar. Ég hef stoppað afar stutt á flugvelli í Saudí-Arabíu, kíkti inn í vídeóverslun þar og var hissa þegar ég sá aðeins eina tegund kvikmynda: stríðsmyndir með einni aðalhetju. Sjálfsagt segir kvikmyndalistin eitthvað til um hugarástand viðkomandi þjóðar, í stað þess að hafa áhrif á það. Verst að mér datt ekki í hug að kaupa mér spólu. 

Hrannar Baldursson, 23.4.2007 kl. 20:07

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Dauðarefsingar í bandaríkjunum eru umdeildar vægast sagt. Þegar vega þarf og meta hvort viðkomandi eigi að deyja eða ekki fyrir brotinn sem oftast eru morð, þarf fyrst að sanna að viðkomandi sé sekur en það er oft þrautinn þyngri. Síðan þarf að finna út hvort hinn "seki" hafi verið sjálfráður gerða sinna. Á dauðadeildinni fer sumum "þroskaheftum" svo fram í vitsmunaþroska að þeir verða "hæfir" til að deyja. Það er alveg sama hvernig ég velti málinu fram og til baka, ég hlýt að vera sammála Pálma.

Benedikt Halldórsson, 23.4.2007 kl. 20:28

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kína er ekki til fyrirmyndar í þessum málum.  Það er pottur brotinn víða um heim.

Ólafur Þórðarson, 23.4.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

En er ekki merkilegt að það ríki sem fer um heiminn sem kyndliberi mannréttinda og lýðræðis skuli vilja skipa sér á bekk hugmyndafræðilega með ríkjum sem ástunda aftökur. Að það sé eitt ríkja sem kenna sig við vestræna menningu sem ekki hefur treyst sér að undirrita barnasáttmála SÞ.

Kristín Dýrfjörð, 23.4.2007 kl. 22:47

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er alfarið á móti dauðarefsingum, þó svo einhver fremji alvarlega glæpi erum við ekki dómarar til að dæma aðra til lífláts.  Fangelsi eiga að vera til betrunar og byggja þá upp sem í þau koma og undirbúa þá til þess að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.  

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.4.2007 kl. 23:29

7 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég sá athygliverða umfjöllun á 60 mínútum um menntun fanga í hámarksgæslufangelsi í New York fylki. Rætt var við fanga sem voru að klára menntaskóla með toppeinkunnir, sumir að læra fyrir meistara, aðrir að undirbúa doktorsnám. Þessir einstaklingar áttu eftir að afplána frá 10 árum uppí 30 - 40 ár en höfðu fundið tilgang í lífinu í gegnum nám við Bard skólann. Skólinn er einkarekinn en námið er kostað af einkaaðilum og fyrirtækjum. Rætt var við kennara og skólastjóra skólans sem lýsti nemendum sem afburðanemendum. Ég er sammála þér Kristín. En því miður er það nú svo að fangelsi almennt, gera slæmt ástand ennú verra. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá sorgleg dæmi um slíkt. 

Pálmi Gunnarsson, 23.4.2007 kl. 23:58

8 identicon

Heill og sæll, Pálmi og aðrir skrifarar !

Þakka þér, fyrir góða grein. Það er ótrúlegt; Pálmi en..... þetta angistarríki, sem og trúarbrögðin, sem þar eru iðkuð, eiga sér; því miður allt of marga málsvara, hér á Vesturlöndum, já og meira að segja hér; heima á Íslandi.

Vonum, að heimsbyggðin opni augu sín fyrir, hversu ómanneskjuleg þessi þjóðfélög eru, hver heyra undir Múhameð; frá Mekka og nærsveitum.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 00:02

9 Smámynd: Orri Harðarson

Velkominn til bloggheima, kæri vinur. Leitt að ég skuli vera búinn að fá nóg af því að blogga sjálfur, eftir að hafa staðið í því síðastliðin 6 ár. En ég mun lesa þig sem önnur eðalmenni, það er klárt. :) Bestu kveðjur...

Orri Harðarson, 24.4.2007 kl. 01:06

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sæll Orri minn og takk fyrir innlitið...

Pálmi Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 01:07

11 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Við á ástkæra vorum að frelsisvifta einn í dag fyrir þjófnað á vöru að andvirði 5039 kr.  ef ég man rétt, og sviftingin er í 3 mánuði óskilorðsbundið. Hygg að mörgum Sádanum fyndist þetta barbarismi af verstu gerð. Reyndar finnst það einhverjum Íslendingum líka. Ekki það að ég kysi ekki frekar 3 mán. á Kvíabryggju  en aðra höndina af... en hver erum við að dæma um það hvað er "réttlátt og hvað ranglátt" Þær skoðanir okkar eru fengnar með innrætingu rétt eiins og Sádanna eða þessara kalla sem hafa aðra sýn á dótið en við. En þessar þjóðir eru þó yfirleitt sjálfum sér samkvæmar í dómum. Eitthvað sem við mættum gjarna apa upp eftir þeim.

Nú er ég ekki að mæla þessu Sádí  Arabíuliði bót, en lenti á röskstólum við einn brottflúinn þaðan fyrir nokkrum árum og hann fékk mann í það minnsta til að velta fyrir sér öðrum fleti á þeirra málum. Kv.Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 01:09

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég hef séð og heyrt viðtöl við ráherra í stjórnum landa þar sem menn eru hengdir fyrir smygl á hassi, hýddir opinberlega fyrir að kasta rusli á almannafæri osfv. Þeir blása á okkur þegar við ræðum mannréttindamál.  Manngildi eru vissulega vegin með misjöfnum hætti, allt eftir aðstæðum, trúarbrögðum og fleiru sem mótar hvert samfélag. En ég trúi að við getum verið sammála um að kjólakarlarnir í SA séu nú dálítið klikkaðir og réttlæti þeirra vart til eftirbreytni.

Pálmi Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 01:28

13 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já víst er það sorglegt!

En það er ekki svo langt síðan við hér á vesturlöndum drápum fólk opinberlega.  Á Íslandi fór síðasta aftakan fram 12. janúar 1830 og þá hjuggum við hausinn af Agnesi og Friðrik með öxi í augsýn þeirra sem nenntu að koma. Lang-langafi minn var fæddur 1806 og var því 24 ára þegar þetta fór fram. Sem sagt ótrúlega stutt síðan. Kínverjar slá fólk af opinberlega í hópum á íþróttaleikvöngum enn þann dag í dag. Einhver fróður getur kannski upplýst okkur um hvenær síðast opinbera hengingin í USA fór fram? Þetta se sem sagt nær okkur í tíma og rúmi en þægilegt er að muna.

Kveðja frá Stokkhólmi: arh

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.4.2007 kl. 06:32

14 Smámynd: Jens Guð

  Góð og þörf hugleiðing.  Fox sjónvarpsstöðin hefur þrýst fast á að fá að sýna frá aftökum í Bandaríkjunum.  Því hefur verið spáð að stutt sé í að beinar útsendingar á aftökumn hefjist.  Og sannið til;  áhorf mun rjúka upp úr öllu. 

  Ef að vesturlönd vilja breiða út til annnarra heimsálfa viðhorf sem snúa að lýðræði,  frelsi og mannréttindum ætti sérstaklega að beina spjótum gegn dauðarefsingum.

Jens Guð, 24.4.2007 kl. 09:57

15 identicon

Já, þetta er barbarískar refsingar þarna hjá Sádum.  Því miður þurfum við á Sádum að halda því þeir hafa nóg olíu og Vestræn hagkerfi verða að ganga fyrir olíu, því ekki má virkja fallvötn eða nota kjarnorku fyrir umhverfisfasistum.  Umhverfisfasistar vilja heldur að Vesturlönd séu háð þessum múslímaparadísum um olíu og eru þar með að stuðla að því að halda lífi í þessum paradísum.

Það er með ólíkindum þegar þessar múslímaparadísar ber á góma og eru gagngríndar, að þá fer einhver strax að tala um Bandaríkin eins og Benedikt Halldórsson gerir hér að ofan.  Því miður er það svo að þessar múslímaparadísir eiga sér málsvara hér á landi og víðar á Vesturlöndum en um er að ræða fólk á vinstri-væng stjórnmálanna sem er í afneitun gagnvart þessum paradísum.   Þessi hugsunarháttur byggist á því að "óvinur óvinar míns, er minn vinur".  

Örninn (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 10:08

16 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sael börnin god!

Er i fyrirlestraferd og hef ekki adgang ad islenskum bokstofum i thessari tolvo. Gat bara ekki orda bundist. Einhver sem kallar sig "Orninn" kemur med athugasemdir ur launsatri thar sem hann/hun ¨(?) sakar folk um ad vera malsvara vodaverka i nafni "muslimaparadisar" eins og hann/hun (?) ordar thad. OK, thad er ut af fyrir sig sjonarmid ad fordaema heil truarbrogd og menningarsamfelag med rasistiskum slagordum, EN tha hljotum vid ad KREFJAST thess ad folk hafi manndom i ser ad koma fram undir nafni. Nafnleynd er adeins rettlaetanleg ef ordraedan er rokraen. Sjalfur er eg EKKI muslimi og ad sjalfsogdu fordaemi eg oll vodaverk i nafni truarbragda sem og daudarefsingu og kugun kvenna og karla i ollum myndum. SKORA A ORNINN AD KOMA UTUR SKAPNUM OG VERJA SIG EINS OG MADUR/KONA (?)! Ernir eru ekki huglausir! Annars er eg sammala erninum um thad ad vesturlond eru alltof slopp gagnvart vissum londum (ekki bara muslimum) vegna vidskiptahagsmuna.

- EN: Vitid thid af hverju alla kvenkyns mys flykjast til Mekka a hverju ari --- JU : thar eru allir muslimir.

arh (a faraldsfaeti)

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.4.2007 kl. 21:19

17 Smámynd: Róbert Björnsson

Góður pistill og þörf umræða.  Af gefnu tilefni langar mig til að minna á aftökur sem fóru fram í Íran, þann 19. júní 2005 og lesa má um hér í máli og myndum  http://www.dailykos.com/story/2005/7/22/102249/246

Frá árinu 1979 hafa 4000 einstaklingar verið hengdir í Íran fyrir sama "glæp" og þessir drengir.

Róbert Björnsson, 25.4.2007 kl. 07:14

18 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Þar sem komið hefur verið inná trúarbrögð í tengslum við hugleiðingu mína um aftökur á sakamönnum er rétt að geta þess að það er nokkurnveginn sama hvar er borið niður í heimssögunni, trúarbrögð eru samtvinnuð aftökum á sakamönnum og það hefur lítið breyst.

Pálmi Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 10:45

19 identicon

Ég verð að segja að þetta finnst mér vera undarleg umræða og stundum virðist hún vera eingöngu sprottin af fáfræði. Múslimar (ekki múhameðs trúarmenn) eru ekki samnefni fyrir hryðjuverkamenn eða aftökumenn. Aftökur fara einnig fram í hinum kristna heimi og til dæmis hjá 'vinum' okkar í USA. Fólk ætti að vara sig á því að kalla önnur trúarbrögð angistartrúarbrögð (sérstaklega ef viðkomandi er ekki með staðreyndir á hreinu) sem og að kalla heilu þjóðfélögin ómanneskjuleg. Þetta er fólk eins og við... við megum ekki gleyma því! Ekki dæma alla eftir hegðun minnihluta. Okkur þætti nú verra ef að við kristnir værum dregnir í sama dilk... með Hitler, Bush og fleirum?!

Þóra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:36

20 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sæl Þóra ..  ekki skrifaði ég pistilinn til að draga einn eða neinn í dilka og þykir mér verra ef þú hefur lesið það út úr orðum mínum. Ég er á móti dauðarefsingum og mannréttindabrotum, púnktur. Ég trúi að flestir sem hafa kommentað á greinina mína séu sama sinnis.

Pálmi Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 13:49

21 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur í Bandaríkjunum árið 1976 hafa rúmlega þúsund manns verið teknir af lífi þar í landi. Framan af voru fáar aftökur, en árið 1999 var slegið met þegar 98 einstaklingar voru teknir af lífi í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa aftökur "bara" verið 50-70 á ári.

Af þessum 1070 sem hafa verið drepnir voru 22 teknir af lífi fyrir glæpi sem þeir frömdu sem ungmenni. Það hlýtur að standa okkur Íslendingum næst að berjast fyrir því að þessar villimannslegu refsingar verði afnumdar hjá vinaþjóð okkar, þjóð sem í orði kveðnu segist vera boðberi frelsis og lýðræðis.

Svala Jónsdóttir, 25.4.2007 kl. 15:46

22 identicon

Sæll Pálmi...
Ég er sammála þér með dauðarefsinguna og ekki las ég úr orðunum annað en þú meintir. Ég vildi bara benda á að við þurfum ekki að leita til annara landa til að finna misrétti og mannréttindabrot...
Annars sló mig bara þetta komment á grein þína:

þetta angistarríki, sem og trúarbrögðin, sem þar eru iðkuð, eiga sér; því miður allt of marga málsvara, hér á Vesturlöndum, já og meira að segja hér; heima á Íslandi.

og það var þetta komment sem ég var í rauninni að svara. Svona hugsunarháttur býður hættunni heim.

 Kveðja Þóra

Þóra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 15:50

23 identicon

Heill og sæll, Pálmi og aðrir skrifarar !

Þóra Jónasdóttir ! Vildi alls ekki valda neinum misskilningi; meinti hvert orð, hér að ofan, og........................... er ekki einn þeirra allt of mörgu, sem tala um hlutina, undir rós, eða þá; að fara eins og köttur, í kring um heitan graut. Hin ágætu samfélög, á Arabíu skaga, og nágrenni hafa líkast til haft það mun betra, þá skurðgoð og stokkar og steinar voru tignaðir, á sinni tíð. Má spyrja sem svo; Þóra ? Eru ekki trúarbrögð, hver hafa að geyma ósýnilegan Guð, mannkyni einna hættulegust ? Bara spurning.  

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 23:15

24 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Pálmi.Ég hef í gegn um tíðina siglt nokkuð mikið til"Arabalandanna"og get sagt svona yfirhöfuð ,líkað það nokkuð vel.En Saudi Arabía er alveg sérstakt fyrirbrigði.Þegar maður kom þangað varð allt sem minnti á kristindóm að fara undir innsigli.Krossar,Biblían og yfirhöfuð all svoleiðis.Ég hef að vísu hvorki komið  til Íran eða Íraks þetta er kannske svona þar líka.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 30.4.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband