Slakamynduníhagkerfihjöðnunfasteignaverðshækkana - pepp

Á lítilli eyju við nyrsta haf býr þjóð, hamingjusöm þjóð. Ef eitthvað bjátar á, fá eyjarskeggjar pepplesningu sem er til þess gerð að láta fólki líða betur næstu árin.

Í þeirri lesningu er talað um slakamyndun í hagkerfi, vaxtarspretti, bylgju fjárfestinga íslenskra fyrirtækja erlendis, mikla uppbyggingu í efnahagslífinu, samdrátt í útflutningi, aukningu og samdrátt á innflutningi,viðskiptahalla, landsframleiðslu,vöxt þjóðarútgjalda, neyslu og fjárfestingar, hagvöxt, Þjóðarútgjöld, neyslu og fjárfestingar, samdrátt í fjáfestingum, stóriðjuframkvæmdir,smávægilegan samdrátt í einkaneyslu,bata í utanríkisviðskiptum,framleiðsluspenna í hagkerfinu,lækkun á gengi krónunnar, hækkun launa,hjöðnun fasteignaverðshækkana (ha) mótverkandi áhrif,gengis - og launabreytingar, verðbólgu, verðbólgumarkmið,hækkun tekna, lækkun skatta, aukin kaupmátt ráðstöfunartekna, öra eignamyndun, hækkun eignaverðs, hagkerfi í jafvægi, meðaltal hagvaxtar, helstu óvissuþætti, frekari stóriðjuframkvæmdir,ástand á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, gengi krónunnar og endurnýjun kjarasamninga. 

Það sem brennur á mér prívat og persónulega eftir pepplesninguna er þetta. Því í ósköpunum er þörf á að nota svona mörg leiðinleg orð til að lýsa því hvernig hamingjulandið muni líta út næstu árin. ha  

 

 

 


mbl.is Meira jafnvægi að komast á í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Pálmi, góð spurning.

Er ekki nærtækast að nefna svona orðskrúð sínu rétta nafni, froðusnakk. Líkt og með annað snakk þá fitna menn og tútna út ef nógu mikið magn er etið. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Rannveig H

Það er kanski mun skárra að kjósa upp á þessi leiðinlegu orð heldur en.

Steingrímur er með skalla og tala of mikið og Lilja brosir of mikið.

Geir er leiðinlegri en Davið og Þorgerður er ljóska.

Jón Sig kemur illa fyrir og Valgerður er pein.

Ingibjörg S er að skemma allan flokkinn og Björgvin í ljótum jakkafötum.

Addi Kitta Gau er of feitur og Magnús Þór skósveinn Jóns

Margret og 'Omar of fræg en allir aðrið óþekktir.

þetta er ég að lesa á blogginu og spyr mig hvort fólk kjósi eftir þessu.

Rannveig H, 24.4.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi þakka þér fyrir Pálmi. Það er svo gott að vita að fleirum líður eins og mér. Þegar svona greinar birtast í blöðunum verð ég lesblind, stundum alveg ólæs og kemur fyrir að ég stend mig allt í einu af því að skilja ekki orð í íslensku.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.4.2007 kl. 13:34

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hæ Rannveig - þetta er þó skiljanlegt mál þó ég myndi nú seint kjósa út á lýsingar bloggheims á útliti og karakter okkar dásamlegu frambjóðenda.

Ég hef hinsvegar alvarlegt óþol fyrir framtíðarspám eins og þær birtast mér í þruglinu frá þjóðhagsstofnun og kalla eftir auðskiljanlegri útgáfu. Eru þeir ekki að vippa bíblíunni yfir á mannamál, ætti að vera auðvelt að snara þessu með sama hætti.

Pálmi Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skil þetta þó orðið betur á dönsku en íslensku, en það er mögulega önnur ástæða fyrir því

ljós frá mér til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 14:11

6 Smámynd: Rannveig H

Pálmi ég er nú sama sinnis þetta er bara fyrir hagfræðinga að lesa og skilja.

Svo ég kalla með þér

Rannveig H, 24.4.2007 kl. 14:12

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sammála Jónu...nema með þetta að það séum við sem kunnum ekki móðurmálið. Svona nútíma vitleysingur eins missi fljótt athyglina við að torfast í gegnum allt orðskrúðið þegar verið er að lýsa, oft á tíðum, einföldustu hlutum og geispa og fletti. 

Svo stendur til að skikka útlendingana til að læra íslenskuna á meðan stór hluti ráðamanna virðist ekki mellufær á sitt eigið móðurmál. Nema það séum bara við Jóna sem erum svona skilningsvana.

Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 14:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að það er allof mikið talað og allof lítið framkvæmt.  Skoðaðu það sem gert er en ekki það sem sagt er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 18:59

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Rannveig, Jón Sig kemur bráðhuggulega fyrir og Samfylkingar-Björgvin er æði oft ákaflega smekklega klæddur. Mér sýnist það bara vera Steingrímur Joð sem lítur út eins og róni á nýrri auglýsingu VG - og jú Kolbún Halldórs lítur út eins og Jókerinn úr Batman-blöðunum.

Varðandi orðskrúðið þá finnst mér það oft skemmtilegt - lítt varið í stjórnmálamenn með takmarkaðan orðaforða. Ekki myndi ég treysta manni sem segði einfaldlega að ástandið væri bara "obbosslega fínt, sko". 

Ingvar Valgeirsson, 24.4.2007 kl. 21:02

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

haha. ''Obboslegur'' munur væri það nú samt. Þá gætum við lækkað kosninga aldurinn niður í 6 ár.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.4.2007 kl. 23:25

11 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

"orð eru til alls fyrst"

og síðast!

Kveðja Kjartan

Kjartan Valdemarsson, 24.4.2007 kl. 23:52

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég játa glæpinn um það að skilja flest þessara nýyrða dona þannig séð.  Í einhverjum tilfellum á ég líka til að skilja þau í merkíngarlegu samhengi í setningu, sérstaklega ef að skrifað er hægt.  Ég sakna þess dáldið að hafa nú aldrei lært varalestur, því að það væri örugglega líka upplifun að lækka í sjónvarpinu á dona kosníngafundi, bara til þess að finnast þessi málnotkun vera snilld.

Þegar ég heyri þetta í sjónvarpinu á minnir þetta mig á það hvað kvakið í Himbrimanum er nú alltaf fallegt uppi á fjalli að morgni við gott veiðivatn á ströndum.

S.

Steingrímur Helgason, 25.4.2007 kl. 01:41

13 identicon

Sæll Pálmi

Það sem vert er að skoða í þessari frétt er að þetta kemur frá íhaldinu í fjármálaráðuneytinu og virðist sett fram sem kosningaáróður. Ef grannt er skoðað þá eru þetta allt atriði sem gagnrýnd hafa verið sem óstjórn í ráðuneytinu og fréttinni ætlað vera svar við þessari gagnrýni. Of mikið af framkvæmdum, of mikið af skuldum, of mikið af neyslu og of mikið af ríkisútgjöldum. Þarna eru þeir að segja að þetta muni allt lagast á næsta ári og allir verða í góðum fíling.

Ástæðan fyrir orskrúð er auðvitað að þetta er allt saman bull.

Eins og einhver sagði: "ekki er allt gruggugt vatn djúpt".

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:19

14 Smámynd: Högni Hilmisson

Ég man eftir gamalli bankaauglýsingu, þar sem fram kom hugtakið : Vaxstabóta,verðjöfnunar,vísitölu,millifærsla. getur þetta verið einfaldara ? gæti til dæmis gatnakerfi verið ofsalega einfalt í hinni fögru Reykjavík. Eða er eitthvað hægat að stokka svona upp. til dæmis eins og Íslenskuna. já . hena út föllum, stigbeygingum, fleirtöluorðum, o.s.f. mætti reyna . En hafa ber í huga. Í upphafi var orðið , og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð. ( Jóh.1:1 )

Högni Hilmisson, 4.5.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband