9.5.2007 | 01:27
Ísland er - efnahagsundur
Íslenska efnahagsundrið - útsala á flestöllum mjólkurbeljum þjóðarinnar á liðnum árum. Fyrst kom þjóðarauðlindin, fiskurinn, svo bankarnir, síðan síminn og þannig mætti áfram telja. Það nýjasta úr frægðarhöll efnahagsundra, sala á landinu. Nýríku strákarnir, skilgetin afkvæmi íslenska efnhagsundursins fela nú ofsagróða með uppkaupum á jörðum vítt og breytt um landið, bændur brosa í gegnum tárin þegar þeir selja undan sér og Guðni brosir með þeim.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Ég vildi að ég gæti skammað þig fyrir að vera bitur gamall kall fyrir þessa nöturlegu framsetníngu.
En,
Ég hreinlega er bara of sammála þér til þess að ná að gera það svo sannfærandi að einhver sem þekkir mig tryði því.
Okkar fyrsti dúett, greinilega.
S.
Steingrímur Helgason, 9.5.2007 kl. 01:36
Algjörlega sammála þér og þú setur þetta virkilega vel fram.
Tómas Þóroddsson, 9.5.2007 kl. 01:38
Það skyldi þó ekki vera að uppkaup á jörðum hafi eitthvað með það að gera sem Ögmundur vekur athygli á í Fréttablaðinu í dag : "Kannski muna færri eftir frumvarpinu um auðlindir í jörðu þar sem einkaeignarrétturinn var færður langt niður í jarðskorpuna."
Pétur Þorleifsson , 9.5.2007 kl. 01:46
Já rétt athugað, símagróðinn góði er notaður í plástra hér og þar. Auðmenn monta sig af því að borga skatta. Auðvitað er eitthvað mikið að, nú verður næst klippt á aðhald fréttamanna og þá...
Ólafur Þórðarson, 9.5.2007 kl. 04:30
Eru menn ekki hér að blanda saman eplum og appelsínum?
Ef við skoðum sölu á bújörðum. Undanfarna áratugi hefur staða mála verið þannig, bændur sem hætt hafa búskap sökum aldurs eða veikinda hafa átt einn kost, selja ríkinu jörðina eða sveitarfélagi hafi verið um vænlega bújörð að ræða. Kaupverðið hefur verið afar lágt, oftast ekki dugað fyrir lítilli blokkaríbúð hvað þá þjónustuíbúð á dvalarlheimili. Þegar liðkað var til um sölu jarða vegna mikils samdráttar í landbúnaði þá fóru loks að berast raunveruleg tilboð. Bændur geta margir hverjir selt jarðir sínar í dag og keypt sér eignir við hæfi. Er þetta ósanngjarnt? Landbúnaðarráðuneytið með Ríkiskaup sem millilið hafa svo selt að jafnaði 10-15 ríkisjarðir á ári. Magninu hefur verið haldið í jafnvægi til að koma markaðnum ekki í uppnám. Ekki eru allar jarðir seldar frá ríkinu, skilgreindar hafa verið fjölmargar jarðir sem teljast einstakar út frá sögu eða öðrum kostum. Þessar jarðir eru þjóðarjarðir. Þjóðkirkjan fékk einnig úthlutað fjölda gamalla jarða sem nú eru í eigu prestsetrasjóðs. Sá gjörningur orkar hins vegar tvímælis.
Auðlindir í og á jörðum. Þarna er um tvö mál að ræða.
Saman eru eignir í eigu ríkisins, og þjóðlendur. Sjálfsagt og nauðsynlegt er að auðlindir á þessum eignum verði skilgreindar sem þjóðareign. Aðilar sem eiga og reka virkjanir (sama hvort um er að ræða ríkið, sveitarfélög, einstaklinga eða stórfyrirtæki á borð við Alcoa) eiga að geta haft tímabundinn afnotarétt af þessum auðlindum, afnotarétt sem ekki má framsselja eða veðsetja.
Hins vegar eru auðlindir á eignarjörðum einstaklinga og sveitarfélaga. Þar er eignarrétturinn skýr og kemur þjóðareign ekkert við nema þá að menn vilji hverfa til gamla sovét kerfisins. Ef menn eiga jörð þá fylgja henni kostir sem og gallar. Ruglið í Ögmundi hvað þetta varðar er bara aumkunarvert.
Staðan er í raun þessi, 80-90% af nýtanlegum orkuauðlindum í landinu eru nú þegar í eigu ríkisins. Þessar auðlindir á að tryggja sem þjóðareign! Afgangngurinn sem er í eigu einstaklinga og sveitarfélaga er utan lögsögu ríkisins nema hvað varðar almennar leikreglur, náttúruvernd, osfr.
Það að blanda þessu öllu saman þvælir bara málið og tefur fyrir þeirri nauðsynlegu aðgerð að tryggja þjóðareign á auðlindum í eigu okkar allra.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:59
Hvað ef bændurnir verða þá hinir nýju nýríku? Er það ekki gott mál? Eitthvað gera þau við peningana. Bændurnir gefa sannarlega ekki landið, þar sem þeir héldu áfram óhagkvæmum rekstri í hokri í árhundruð. Landbúnaðurinn verður þá kannski skilvirkur, þegar einhver landafrímerki safnast saman í stærri jarðir á einni hendi. Rómantíkin um sjálfsþurftarbúskapinn er bara til í kaffihúsum Reykjavíkur. Þetta er eðlileg þróun, þar sem bændur hafa sömu þarfir og við, en hafa ekki haft tækifæri til þess að losna undan ánauðinni fyrr en núna í vaxtabrjálæði bankakrakkanna.
Bónda á Suðurlandi voru boðnar 500 milljónir fyrir hlunnindajörð um daginn. Hann neitaði, en bjóðandinn fór út í bíl, kom aftur og bauð 1000 milljónir. Blessaður bóndinn bað hann að fara! Við munum þá halda áfram að niðurgreiða óhagkvæmu framleiðsluna, peningarnir fara eflaust í að kaupa eyju á Jamaíku og allir tapa.
Ívar Pálsson, 9.5.2007 kl. 09:01
Mikið er þetta rétt Pálmi. Það er allt falt á þessu landi fyrir skyndigróða. Landsvirkjun er örugglega næst. Einkavæðingin er ekki alltaf til góða. Elsti sonur minn bjó í Bergen í 4 ár. Miklir kuldar voru á þessum tíma. Einkavæðing raforkufyrirtækja ollu því að raforka snarhækkaði. Gamalt fólk var að deyja úr kulda. Sonur minn ásamt samleigjendum greiddu kr. 60.000,- ísl. krónur fyrir tveggja mánaða rafmagnsnotkun. Þrátt fyrir það voru þeir bara með 1 olíuofn í allri íbúðinni sem var 4 herbergja. Skiptust á að nota ofninn. Við foreldrarnir vorum að senda hlý föt að heiman, flísfatnað og dúnskó til að sofa í. Ekki var mikið eldað á bænum, né þvottavél til staðar til að keyra upp rafmagnsnotkunina. Er þetta það sem við viljum? Ég er þegar að greiða tvo reikninga núna til orkufyrirtækja, annað fyrir rafmagnið og hitt fyrir flutninginn hjá Orkusölunni. Raforkuverðið hefur hækkað. Hvað næst? Það er tvennt sem má aldrei selja það eru orkufyrirtækin og heilbrigðiskerfið. Ef við gerum það erum við komin í sama ruglið og Bandaríkjamenn sem nú eru að reyna að breyta þessu hjá sér.
Sigurlaug B. Gröndal, 9.5.2007 kl. 09:07
Pálmi geturðu sagt mér hvernig Íslenska þjóðinn græddi á ríkisbönkunum hér áður fyrr, voru það ekki bara laxveiði salar sem græddu þar. Þegar ´rikisfyrirtæki eru seld er fyrst farið að reka þau eins og á að reka fyrirtæki, ef þau eru innan ríkisgeirans eru þetta stöð ógeðfelld og óþjónustulunduð skrímsli. En alltaf þarf að reikna verð ríkisfyrirtækja út frá þeim gróða sem nbýjir eignedur hafa fengið, en munið ,estur gróðinn fer í uppbyggingu og skapar fleiri störf.
Bændur eru loksins með eitthvað í höndunum sem tryggir þeirra afkomu eða geturðu ekku lynt þeim það að fá vel borgað fyrir oft á tíðum ónýtar jarðir.
Þetta er eins og fyrir mig stangveiðimanninn, ég á ekki mikið af peningum og get þarafleiðandi ekki farið að veiða í bestu ánum það er of ´dýrt fyrir mig vegna þess að gróða pungar hafa keypt og leigt allar ánar og okra svo á almúganum sem verður að fara ´Elliðarvatn,,,,,,,,,
hvað segir þú um það
ehud (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:33
sælt veri bloggaralið ... Jóhann F - ekki dettur það í mig að bændur eigi ekki rétt á að lifa mannsæmandi lífi eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Við vitum að svo er ekki um stóran hluta landsmanna, ekki síst þeirra sem búa útá landi og hafa orðið viðskila við marglofað góðærið. Ef allt væri eins og það ætti að vera ættu bændur að eiga rétt á mannsæmandi lífi án þess að bankað væri uppá hjá þeim og það fyrsta sem þeir sjá er þykkt seðlabúnt og kannske það eina sem þeir sjá, því veit dæmi þess frá minni heimasveit að jarðir hafa verið keypta án þess að kaupandi liti nokkurn tímann á eignina. Þú ættir áður en þú ferð lengra í þessu máli að kíkja á uppkaup á jörðum, fjölda þeirra, skoða t.d. félögin eða blokkirnar sem eru að kaupa og segja mér svo hvort þér finnst allt eins og það eigi að vera. Þú segir liðkað til fyrir sölu jarða - útskýrðu það. Finnst þér eðlilegt að sumstaðar sé stór hluti jarða komnar í eigu kalla sem vita ekki aura sinna tal og eru fyrst og síðast á höttunum eftir veiðiám.
Pálmi Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 09:52
Nú er líka í burðarliðnum að ráðstafa vatninu í hendur fárra! Rökrétt framhald af því verður að koma andrúmsloftinu til einkaaðila - hugsið ykkur, kannski þurfum við bráðum að kaupa súrefnið á kútum frá Ísaga .
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:55
Biddu ... hefur eitthvað annað komið frá Birni Bjarnasyni?
Það er kannski það merkilegasta við hann Björn að hann virðist ekki geta farið eftir þeim lögum og reglum sem hann á jú að tryggja að farið sé eftir ...
... alveg ótrúlegur valdhroki sem maðurinn sýnir í starfi sínu!
Gísli Hjálmar , 9.5.2007 kl. 10:41
Sammála því sem hér kemur fram. Það er hingað og ekki lengra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 11:04
Þakkir Pálmi fyrir góð blogg og frábærar ábendingar um margt málefnið.
Ég skil alveg hvað þú er að fara með þessari umræðu, allir þeir sem láta sig þessi mál einhverju skipta hafa áhyggjur af uppkaupum á jörðum um land allt samber umræður sem urðu á búnaðarþingi. Auðvitað er það blóðugt ef svo má segja að stórar og jafnvel blómlegar jarðir séu keyptar og gerðar að eyðibýlum. En hvernig á að gera þetta öðruvísi? Þeir sem eiga jörð, stundum ættaróðal til margra alda verða að geta selt með sóma, rétt eins og ég vil geta selt mitt hús í Reykjavík án þess að eini mögulegi kaupandinn sé ríkið. Átthagafjötrar eru sem betur fer að mestu úr sögunni. Bændur eru nánast ekkert að kaupa jarðir hver af öðrum eins og áður var, þeir hafa lítið sem ekkert með þær að gera því tæknin hefur breytt öllum forsendum.
Það sem landeigendur hafa núna mestar áhyggjur af eru ekki peningamenn, heldur ásælni ríkisins í jarðir án greiðslu í anda þjóðlenduþjófnaðar, eignarnám á landi undir virkjanir, eyðilegging náttúru með dyggri aðstoð stjórnvalda og vanvirðing almennt við réttindi og eigur fólks.
Sömu áhyggjur ættu landsmenn allir að hafa.
Fagurgali um að ríkið og rammaáætlanir muni verja einhver landsvæði í framtíðinni eða réttindi til almannaumferðar eða veiða er tálsýn. Enginn flokkur hvorki til hægri né vinstri hefur lift litla fingri til að tryggja slík réttindi að neinu marki. Þvert á móti hafa ríkisafskipti lokað á flest, bannað að veiða, bannað að keyra, bannað að ganga, osfr osfr. Síðasta dæmið um áralanga baráttu sveitarfélaga og einstaklinga vegna vegar vestanvert við Jökulsá á Fjöllum er lýsandi fyrir þessi átök.
Með kveðju,
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:49
Hehe, Íslenskt andrúmsloft ohf.
Guðmundur G. Hreiðarsson. (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:15
Já mér finnst það athyglivert að ekki skuli komið uppá yfirborðið, meira en þetta um uppkaupin á jörðunum, að ég tali ekki um plottið sem meira en greinilega er í gangi í sambandi við Landsvirkjun. Hvernig stendurá því að fjölmiðlar skoða það ekki ofan í kjölinn?
Annars, bestu þakkir fyrir skemmtilegt blogg.
kv
Bára
Báran, 9.5.2007 kl. 14:57
Spakmæli dagsins:
Auðnum má líkja við saltvatn; - því meira, sem drukkið er af því, því þyrstari verða menn.
Þorkell Sigurjónsson, 9.5.2007 kl. 17:16
Stjórnmálamenn brosa á réttum tímum á réttum augnablikum, allt til þess að missa ekki góðu sætin sem þeir hafa náð. Hugsjónir eru fyrir bý um leið og sest er í ríkisstjórn. Skildi verða hreinsað til með nýrri stjórn? Er ekki freistandi að sigla með og skara eld að eigin köku?? Guðni var einu sinni hugsjónamaður, alveg satt
Rúna Guðfinnsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:35
Þetta er einfaldlega málið Pálmi. Ég er ekki að skilja það að nokkur maður með viti vilji selja undan sér og hvað þá selja vinnuna í leiðinni. Það er ekki vakin næg athygli á þessu. Þetta endar eins og með fiskikvótann, sem landsfrægt er. Engin stjórnmálamaður/kona hefur þorað að ræða um þetta opinskátt. Ég bíð eftir því að einhver taki af skarið. Hvað með allt þetta unda fólk sem að er að útskrifast úr Landbúnaðarháskólunum, hvað bíður þeirra annað en vinna hjá þeim ríku og fá þá lúsa laun. Eða þeirra bíður önnur atvinna.
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 9.5.2007 kl. 17:58
að öllu leyti sammála þér Pálmi, held að þú sért bara efni í góðan þingmann, ég myndi örugglega styðja þig, eftir að hafa lesið skrif þín síðustu vikur.
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 9.5.2007 kl. 20:24
Ég trúi því ekki Pálmi að þú kallir gömlu ríkisbankana mjólkurbeljur!! Nytin í þeim kúm var nú of léleg til að þær fengju svo virðulegan titil. En eftir að þær voru seldar og nýr og duglegri bóndi tók við þeim, þá voru þær fljótar að beiða og nú flóir úr þeim rjómi öllum til hagsbóta, líka ómögunum
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 21:33
Auðhyggjan og græðgin eru búin að merkja sér öll helstu verðmæti þjóðarinnar til lands og sjávar.Við verðum að koma sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar undir Stjórnarskrána.Það ver'ður ekki gert í með Framsókn og Sjálfstæðisfl.innan næstu ríkisstjórnar.
Kristján Pétursson, 9.5.2007 kl. 22:18
mér finnst alltaf hálf fyndið þegar komment eru lengri en færslan sem þau eru ætluð. Þú ert kjarnyrtur maður Pálmi ;)
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:56
Sæll Gunnar - gömlu ríkisbankarnir voru mjólkurbeljur sem illu heilli var ekki almennilega hirt um. Það er í mínum huga mikil einföldun að einkavæðing þýði gróða og hagnað og ríkisrekstur fyrirtækja gefi illa og lítið. Þar veldur sá sem heldur og ef gömlu bankarnir gáfu ekki þá var það einfaldlega vegna slæmrar stjórnunar. Að selja bankana með þeim hætti sem var gert var í mínum huga afar slæmur bisness fyrir þjóðina og framkvæmdin afar vafasöm. Og hvað hefur það fært okkur annað en forríka unglingsstráka sem halda veislur í hvert sinn sem unglingabóla springur á andliti þeirra, menn sem manga í dag með fyrirtæki sem gætu með réttri stjórnun verið að gefa þjóðinni svipaðan hagnað og þeir sýna á hverju ári + skattatekjur. Hafa þessi kaup fært okkur almúganum betri kjör en áður. Ekki aldeilis - það er sama rassgatið undir öllum þessum fjármálastofnunum og það heimtar meiri pening. Ef þú hnerrar vitlaust innan veggja þessara stofnana þá kostar það. Það eru þessar stofnanir sem nú halda úti uppkaupum á öllu verðmæti sem fyrirfinnst í landinu, þeir eiga að stærstum hluta fasteignirnar sem fólk er að bisa við að kaupa á ofurverðum sem eru orðin til fyrir tilstilli þessara sömu stofnana. Þeir eiga að stærstum hluta auðlindina, þ.e. kvótann sem menn hafa þurft að kaupa fyrir ofurverð og fá að mestu lánað fyrir, þeir eru á rennireið um allar jarðir að kaupa upp bújarðir og svo mætti lengi telja. Það getur vel verið að þú sjáir þér og þínum afkomendum best borgið í þessu fjósi en þar greinir okkur fullkomlega á.
Pálmi Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 23:16
Fyrst er þjarmað og þrengt að og svo er boðist til að kaupa. Fer það fram hjá einhverjum??? Og hvað gera menn í þannig aðstöðu? Einfalt. Þeir selja.
Við erum að verða ofurseld þessum leik og erum að tapa öllu sem skiptir máli. Verðum eignalaus og allslaus þjóð áður en við vitum af og borgum aleiguna fyrir að hafa aðgang að okkar eigin auðlindum og lífsviðurværi. Svo aumt er það nú.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 00:07
Gunnar Th, finnst þér öllum vera til hagsbóta útsprautun einkareknu bankanna á fokdýrum krónum. Þó svo að bankarnir skili milljörðum í skatta á hverju ári, þá verða þær tekjur til með m.a útlánastarfsemi. Mér finnst frekar langsótt að telja einkareknu bankanna vera öllum til hagsbóta. Annara en eigenda sinna. Aukþess sem einkavæðingarferillinn allur minnti frekar á afmælisveislu heldur en viðskipti. Bankarnir voru seldir á svo hlægilegu verði að nýir eigendur hefðu getað tekið lán hjá sjálfum sér fyrir kostnaðinum.
Loftur (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.