Djöfullinn hirði þig andskotinn þinn!!! ...

... var orðatiltæki okkar strákanna á Vopnafirði ef við urðum undir í slagsmálum eða þurftum að koma einhverju almennilega til skila í blússandi reiði.

Þessi uppskrúfaði strákafrasi kom upp í kollinn á mér á örskotsstund þegar ég heyrði um kæru Héraðsbúans á hendur Ómari Ragnarssyni, þar sem kært var fyrir náttúruspjöll. Reyndar trúi ég að kærandanum sé ekki sjálfrátt og að málið eigi eftir að fara þangað sem það á heima - á haugana. 

Ómar er talsmaður náttúrunnar og stendur fyrir heilbrigðan málstað með heiðarlegum hætti. Jafnvel hans hörðustu pólitísku andstæðingum dettur ekki í hug að efast um það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Er kæran ekki sokkin í Hálslóninu?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.5.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er náttl. bara fáránleg kæra, eitthvað staðið illa í bólið hjá honum. En mikið andskoti er þetta gott blót hjá þér, minnir mig a mína Húsvísku.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já, þetta er bara fíflalegt.

Í sambandi við blótið þá sagði pabbi mér stundum sögu af því þegar bónda einum blöskraði yfirgangur nágrannans og sagði þá við hann:"Helvítis andskotans ára djöfulinn þinn" 

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Pálmi...svona eru til miklir fávitar..menn sem vita fátt og fara fátt nema í ergelsi. Sjá ekki hvað er hvað og fá svo allt í hausinn sjálfir..eins og þessi krumpaði kærandi fær núna. Ég elska Ómar af því að ég dái fólk sem þorir og stendur með hugsjón sinni alla leið. Ómar hefur líka alltaf verið skemmtilegur hluti af lífinu mínu síðan ég hlustaði á fyrstu vínilplötuna mína fjögurra ára..Ég bara stend með honum og fyrir hvað hann stendur. Andskotans asni sá sem kærði...það er nú hressandi að blóta þegar manni misbýður..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: HP Foss

Voðalega er þetta eitthvað mikill munnsöfnuður hjá ykkur. Afi minn var vanur að segja við fólk sem talaði svona: Það er ekki fallegt að tala svona um fólk. Hann var maður sem sagði fátt en það sem hann sagði reyndist rétt.

Takið ykkur taki, maður skrifar ekki svona um aðra.

Kv
Helgi Páls.

HP Foss, 10.5.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta hefur áhrif á fólk þegar komið er í kjörklefann, eða hvað?

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.5.2007 kl. 21:21

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það góða við þetta er að allir kjósendur sem eru ekki gersamlega skini skroppnir sjá í gegnum þetta örvæntingaróp Framsóknar og gott ef hann fær ekki meiri stuðning fyrir vikið.

Ætla að stelast til að setja kommentið mitt um þetta hér: 

Landsvirkjun eyðir sönnunargögnum! 

Í kjölfar kæru á hendur Ómari Ragnarssyni fyrir að hafa smíðað sér flugvöll við Kárahnjúka gleymist að við rannsókn þessa máls sem gæti tekið töluverðan tíma er stór hætta á því að Landsvirkjun verði sek um að spilla eða eyða sönnunargögnum sem gætu stuðlað að því að fá Ómar Ragnarsson dæmdan sem umhverfishryðjuverkamann.

Því er það mín krafa sem unnanda réttlætis og réttarkerfisins íslenska að tappinn verði tekinn úr Kárahnjúkavirkjun þannig að umræddur flugvöllur fari ekki undir vatn og spilli þannig rannsókn málsins.

Réttast væri að farið yrði fram á lögbann á þessum gerðum meðan rannsókn stendur yfir!

Það hlýtur að vera skýlaus krafa að Landsvirkjun stöðvi strax frekari rennsli í Hálslón meðan þetta mál velkist í réttarkerfinu. Að öðrum kosti er ljóst að Landsvirkjun verður sek um að spilla sönnunargögnum og hafa áhrif á störf íslenska dómskerfisins.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 21:25

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég mun ekki greiða framboði Ómars mitt atkvæði en það er önnur saga. En ég tek undir ágæta tillögu Ævars Rafns. Og að síðustu: Svona bara gerir maður ekki þegar maður eins og Ómar á í hlut. Hann er nefnilega einn af landvættum þessarar þjóðar og mikilvægastur þeirra allra. 

Árni Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 22:21

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Helgi Skaftfellingur - ég var alinn upp af móður sem þuldi nokkrar maríur þegar mér varð á að missa mig í djöfulskap. Ekki batnaði það ef vinkona hennar úr hvítasunnusöfnuðinu var nálægt. Þá fékk ég yfirhalningu sem gerði það að verkum að ég opnaði ekki á mér kjaftinn lengi á eftir. Stóru stákarnir sem níddust á okkur smápeðunum settu hinsvegar sjálfvirkan sleppiútbúnað á hel. dj. ands. af stað og engar maríur eða vítisvarnir hefðu stöðvað blótsyrðin sem stundum voru það eina sem við áttu þegar við ofurefli var að etja. En vita máttu að ég hef löngu fyrirgefið héraðsbúanum sem gæti allt eins verið náfrændi minn. Svo í lokin læt ég fylgja nokkuð algengan frasa frá Akureyri sem notaður er ef vinur er ekki alveg að meika sens eða hefur sagt eitthvað skemmtilegt. „Djöfulsins, bölvaður, hálviti getur þú verið vinur“

Pálmi Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 22:45

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Maður fer bara hjá sér vegna talsmáta virtra og óvirtra manna.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 23:23

11 Smámynd: Kristján Pétursson

Tek undir með þér,að þessi kæra á hendur Ómari Ragnarssyni,er ein sú heimskulegasta,sem ég hef heyrt árum saman.Litlar vélar þ.m.sjúkravélar og rannsóknaraðilar hafa í gegnum árin lent á ýsmum stöðum á hálendinu.

Kristján Pétursson, 10.5.2007 kl. 23:29

12 Smámynd: Geir Harðarson

Mér þykir það úti í hött að men geti búið sér til flugvöl eða vegslóða hvort  það sé á hálendinu eða annar staðar nema að men hafi öll tilskilin leifi.

Í Ómar tilfeli vildi ég gjarnan horfa framhjá því en er hræddur um það fordæmi sem kann að hljótast að því!

Geir Harðarson, 11.5.2007 kl. 15:12

13 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Geir, endilega leitaðu þér hjálpar, elsku kallinn, það er til við þessu....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.5.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband