10.5.2007 | 23:25
Eiki flottur
Eiki var kúl á stóra sviðinu í kvöld. Toppsöngvari að gera það sem hann hefur mest gaman af að gera, skemmta fólki. Ég var hinsvega alveg með það á hreinu að aðeins kraftaverk kæmi okkur áfram keppninni. Þegar Idolisminn hóf innreið sína í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva á sínum tíma var málið að mestu dautt fyrir fámennari þjóðir. Hinsvegar má breyta þessu fyrirkomulagi áður en það verður vandræðalegra en það nú þegar er orðið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Sæll Pálmi og þakka þér fyrir síðast, þegar þið Eiríkur tróðuð upp ásamt Helgu á frábærri árshátíð! :) Mæli með að þú kíkir á kortið sem ég snaraði upp... skemmtilegt sjónarhorn á forkeppnina í kvöld.
kv,
Erling
Erling Ormar Vignisson, 11.5.2007 kl. 00:08
Eiki var flottur og stóð sig með sóma eins og við mátti búast En það er rétt sem hann sagði í 10 fréttum og kórrétt hjá þér. Þetta er orðið vandræðalegt fyrir keppnina þessi "Baltic" vision stimpill sem er kominn á hana.
Kristján Kristjánsson, 11.5.2007 kl. 00:15
Sæll Erling og sömuleiðis og velkomin á svæðið. Kortið er athyglivert í alla staði og sýnir afar skýrt landfræðilegt skrið keppninnar út af kortinu. Auðvitað er þetta stórt partí eins og við vorum svo vel minnt á af þulunum í Helsinki sem er fínt, en í leiðinn má alveg skoða fyrir hvað Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva stóð á sínum tíma.
Pálmi Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 01:01
Af hverju er keppninni ekki bara skift í tvennt.A og V Evrópa.
Ólafur Ragnarsson, 11.5.2007 kl. 01:04
Ég las fína og þjóðernislega hugleiðingu á blogginu hans Jakobs Smára bassaleikara um hvernig við getum snúið okkur útúr Evróviíon tremmanum - hvet alla til að skoða þá skemmilegu sýn á málið.
Pálmi Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 01:19
Eiki er frábær söngvari og góður gæi. En performansinn í kvöld var fráleitt flúent; í fyrsta versi var maðurinn ekki einu sinni í "tæmi". En það skiptir engu; lagið er svo arfavont að það hefði verið fáránlegt að sjá það sigla alla leið. Þetta fór því vel, þannig séð.
Orri Harðarson, 11.5.2007 kl. 02:44
Já Jakob Smári stingur uppá að við höldum okkar eigin Euriovison og heimsmeistarakeppni þar sem við einir tökum þátt. Það minnir á "World Series" þeirra í USA. Það má hlæja að þessu.
Hins vegar er ljóst að Vestur-Evrópu þjóðirnar eiga ekkert erindi í þetta lengur. Samtrygging hinna fjölmörgu Austur-Evrópu þjóða er ljós og smekkurinn allt annar. Lag Búlgaríu er það versta lag og sá versti flutningur sem ég hef séð þau 30 ár sem ég hef fylgst með Eurovison, en samt komst það og önnur næstum því eins slæm áfram.
Ég legg til að við hættum að senda lið í þessa "keppni" því þetta er fyrir löngu orðinn skrípaleikur.
Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2007 kl. 03:02
Eurovision er gott framtak, en það væri sársaukalaust að breyta fyrirkomulagi á kosningu besta lagsins.
Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 03:45
Þetta með samtrygginguna gengur ekki upp. Af hverju unnu finnar síðast?
Það er ekki nógu gott að eiga gott lag í keppnina. Það þarf að vera frábært!
Lagið var bara ekki frábært, en það er bara þokkalegt, en kallaði ekki fram neina gæsahúð. Gæsahúðin er mælikvarðinn.
Við tapsárir íslendingar eigum bara að taka þessu rólega og jafna okkur.
Haukur Nikulásson, 11.5.2007 kl. 08:27
Liðin vestan járntjaldsins sem taka þátt nú í ár: Írland, Finnland, Grikkland og Svíþjóð. Og síðan Hin Fjögur Fræknu sem geta ekki tapað þrátt fyrir að senda ömurlegustu lög álfunnar í keppnina ár eftir ár: Frakkland, Þýskaland, Bretland og Spánn.
V-evrópskir sigurvegarar keppninnar síðan 1994 eftir að stærstu lönd A-Evrópu komu inn í keppnina: Noregur, Írland, Bretland, Svíþjóð, Danmörk, Grikkland og Finnland. Uþb 60% vinningshlutfall.
Miðað við að keppnin er mjög vinsæl í A-Evrópu en enginn horfir á þetta lengur í V-Evrópu þá er þetta nú bara nokkuð góður árangur ekki satt?
Hættum nú þessu a-evrópska mafíutali endalaust, verum ekki svona rosalega tapsár.
Minni svo á ótrúlegar aðferðir Íslendinga við að koma þessum Magna character í úrslitaþátt "raunveruleika"þáttar í Bandaríkjunum. Lítum okkur aðeins nær þegar við tölum um svindl hjá öðrum þjóðum.
Svo er árið 2007 núna, ekki 1957. Evrópa er sameinuð, ekki sundruð.
Bestu kveðjur,
Karl F. Thorarensen.
Karl F. Thorarensen, 11.5.2007 kl. 10:21
Hahaha já!
"Stilla á Hawaii-tíma allir saman......KOMA SVO!"
Haukur Viðar, 11.5.2007 kl. 10:33
Verð að segja að ég hef ekki haft löngun til að staldra við og horfa á Evróvision í nokkur ár. Er það nú bara vegna þess að ég verð svo pirruð yfir þessum símakosningum. En auðvitað heyri ég óminn af tónlistinni, þegar aðrir fjölskyldu meðlimir horfa á þetta. Það er smuga að ég geti sest og horft á þetta ef að það verða ráðnir dómarar til að dæma keppnina. Fólk með þekkingu á tónlist yfir rhöfuð. Fyrr horfi ég ekki á hana!
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 11.5.2007 kl. 10:45
Það segja mér fróðar konur að þegar rýnt er í það hvernig fólk kýs er það landfræðileg og menningarleg nálægð sem ræður mestu óháð gæðum lagana og hæfni höfunda (það er þegar tekið hefur verið tillit til gæða). Annað sem fræðimenn á þessu sviði hafa séð (og engum kemur á óvart) er að fólk sem flutt hefur að heimar og býr erlendis kýs sína þjóð. Þess vegna ætti ekki að koma á óvart að austantjaldsþjóðir og Tyrkir fái "óeðlilega mörg" atkvæði í ljósi þess að það er fólk fá þessum þjóðum sem hefur flutt búferlum í stórum stíl innan Evrópu undanfarin ár. Hér í Svíþjóð nenntu engir innfæddir Svíar t.d. að horfa á keppnina af því að Svíar voru ekki með. Þeir sem horfðu voru innflytjendur frá Tyrklandi og austur Evrópu. Atkvæði héðan fóru því öll þangað, NEMA atkvæði þessara fáu Íslendinga sem halda hér uppi merkjum Ynglinga:
Ásgeir Rúnar Helgason, 11.5.2007 kl. 11:56
"Peninga sóun" er það fyrsta sem kemur í huga mér hvert ár sem þessi keppni fer í gang.
Þetta er vettvangur fyrir steingeld, eurotrash lög sem ekki nokkur maður með viti ætti að hlusta á.
Eyðum þessum peningum í unga upprennandi listamenn.
ÍSLAND ÚR EVRÓVISION!!
Svanhvít Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 15:20
Hmm Svanhvít .. það er greinilegt að þú fylgist vel með júrótrashinu -
Pálmi Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 16:25
já eigi var flottu
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 11.5.2007 kl. 23:09
Eiríkur Haukson stóð sig svo sem ágætlega.....en við hefðum átt að hætta á toppnum árið 1986.
Og jú jú ég þekki júrótrash þegar ég heyri það ; )
Svanhvít Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 02:28
Og talandi um júrótrash þá gleymi ég aldrei óborganlegum þáttum sem sýndir voru fyrir mörgum árum með sama nafni - í einum var t.d. farið í heimsókn til jóðlara frá Týról. Sá reyndist vera Japanskur. Í öðrum var fylgst með brúðhjónum sem ákváðu að eyða brúðkaupsnóttinni á grein uppí uppáhaldstrénu sínu. Sem var svo sem ekki í frásögu færandi nema að greinin brast og bæði hlutu beinbrot. Brosandi í gegnum tárin í gifsi uppað öxlum sögðust þau ekki hafa viljað sjá þetta með neinum öðrum hætti.
Pálmi Gunnarsson, 12.5.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.