17.5.2007 | 16:01
Skrýtinn fugl álftin - flýgur afturábak og veifar halanum
Þessi frasi ættaður frá Pétri Hofmann kemur oft uppí huga minn þessa dagana. Satt best að segja þá eru tilfinningar mínar á svipuðu flugi og álftin hans Péturs. Eftilvill eru þetta einhversskonar kosningatimburmenn í bland við þá óljósu stöðu sem nú ríkir sem veldur þessu. Þar til fyrir nokkrum árum hélt ég því fram við hvern sem vildi vita, að engu máli skipti hvaða rassar vermdu stólanan í steinhúsinu við Austurvöll. Það eina sem skildi þá að væru kyn rassanna, mismunandi stærðir og ásigkomulag.
Innst inni held ég að ég hafi vitað betur og í seinni tíð fer ég í feita fýlu útí sjálfan mig þegar ég hendi þessari ábyrgarlausu hugsun hins pólitíska viðrinis á loft. Um margra ára skeið lét ég mér útkomu kosninga litlu varða og tengdi þær gjarnan við gott partí með nokkurra daga aðdraganda og nokkurra daga grande finale. Þetta partístand hafði það í för með sér ég varð oft að spyrja til vegar í hinu pólitíska landslagi þegar veislunni lauk. En nú eru áherslurnar skýrar og þær hafa fyrst og fremst með manngildi og virðingu fyrir náttúrunni að gera. Þjóðfélag sem sinnir af alúð þeim sem minna mega sín og fer vel með landið sem það hefur fengið að láni frá afkomendum sínum stendur traustum fótum. Þjóðfélag sem einkennist af græðgi og spillingu leiðir á endanum til glötunar. Og nú sýnist mér að álftin sé farin að fljúga um það bil eins og hún á að fljúga. Þ.e. afturábak og veifa halanum.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 109584
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Ég hef fylgst með álftinni niður á túni, en ekki séð þetta undarlega háttarlag hennar ennþá. Hlakka til að sjá hana fljúga afturábak og veifa halanum. Heldur þú að hún sé með horn líka
En burt séð frá álftinni, þá er þessi pólitík alltaf að koma manni á óvart. Þetta er eitthvað sem að maður var nú ekki mikið að hugsa um hérna á árum áður. En maður þroskast og vill ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að velja hverjir maður vill fá til þess að stjórna landinu.
Þetta verður að koma í ljós hver fer með hverjum í þessum kosningum.
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 17.5.2007 kl. 19:54
Sæll félagi í andanum!
Mér líður oft eins og þjóðskáldið Æri tobbi lýsti og verður ekki jafnað: "Vesenis tesenis tera, viðrini veit ég mig vera" . Og þrátt fyrir pólitík og norðan hraglanda lét ég mig hafa það að sveifla Sage í Þingvallasveit. Þrjár lágu, spikfeitar og upp í 2 og hálft pund. Tóku allar það sem kallað er Þingvallapúpan en er "Watson´s fancy" púpuafbrigði. Það var yndisleg tilfinning að finna tökuna.
Ríkisstjórn skiptir minna máli!
Sigurður G. Tómasson, 17.5.2007 kl. 20:26
Ég held að það fari alveg eftir hugarástandi eða frekar ímyndunarafli þess sem horfir hvernig hann upplifir flug álftaruglunnar. Svo voðalega hefur þessi fugl truflað skynvit landans að í kvæði um álftina kemur fyrir „svanasöng á heiði“
Sigurður félagi, takk fyrir að deila upplifun við Þingvallavatn með mér - vatnið eina á sér sérstakan stað í sálu minni. Eftilvill fæ ég að fljóta með þér þegar við finnum tíma. Þá get ég sagt þér veiðisögu sem einungis er sögð við vatnið.
Pálmi Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 00:02
Afi minn drap einu sinni álft með því að keyra á hana, lét síðan stoppa hana upp og lét svo systir mína færa sýslumanni hana að gjöf, þá var álftin friðuð. Sýslumanni leið ekki vel þann dag en afi hló.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 01:04
Til viðbótar þá vil ég segja að þjóðfélagið mitt sinnir mér vel, öryrkjanum, og ég elska og fer vel með landið mitt, var alin upp við það. Fegin að vera ekki gráðug.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 01:06
Það gleður mig satt að segja, að sjá vitnað í þann mikla garp Pétur Hoffmann Salómonsson. Það eru trúlega margir sem ekki vita, eða eru búnir að gleyma, að fyrir 44 árum kom út ævisaga Péturs, Þér að segja, sem er að mínu mati einhver skemmtilegasta ævisaga sem út hefur verið gefin á Íslandi. Ég var svo ljónheppinn að lesa þessa bók stuttu eftir að hún kom út, þá tíu ára gamall, og æ síðan hefur hún skipað veglegan sess í mínum huga.
Jóhannes Ragnarsson, 18.5.2007 kl. 08:31
Ég er nok viss um að þessi bók er til á heimili mínu. Þarf að finna hana og lesa.
Rúna Guðfinnsdóttir, 18.5.2007 kl. 08:57
Fyrst er nú farið að ræða merka menn og bókmenntir þá er ástæða að minnast á bókina Fjallakúnstner segir frá sem Pjetur Hafsteinn Lárrusson skráði en þar stiklar Stefán frá Möðrudal á stóru í merkilegu lífshlaupi sínu. Sú lesning hreyfir framliðna ef lesið er fyrir þá. Hann og Pétur Hoffman bjuggu ef ég man rétt í sama húsi um tíma og minnist ég hroðalega skemmtilegs útvarpsþáttar sem Árni Johnsen gerði þar sem þeir félagar voru þungamiðja. Því miður er hún farn að týna fjöðrunum þessi sérstaka þjóðarálft sem flýgur afturábak og veifar halanum.
Pálmi Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 09:37
BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:
Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:32
Takk fyrir söguna Ásgeir,, hlakka til að lesa hana ...
Pálmi Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 23:48
Púff! þekki nánast ekki mun á álft og frosinni kjúklingabringu. Skömm frá þvi að segja, en satt samt. Kveðja í bæinn
Heiða Þórðar, 20.5.2007 kl. 00:00
Það er svo skrítið að við lestur þessa pistils þíns þá fæ ég kökk í háls og þokukennda sýn. Bless jú!
Vilborg Valgarðsdóttir, 20.5.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.