Annað kvöld verður talið í AIM festival 2007

Það er skemmtileg helgi framundan hjá mér. Alþjóðlega tónlistarhátiðin á Akureyri, AIM festival 2007 www.aimfestival.is  hefst annað kvöld. Það verður blúsað og rokkað á þremur stöðum í bænum og það er við hæfi að mörlandinn hefji leikinn. Ég fæ að vera með annað kvöld því Blús Kompaníið ásamt Hrund Ósk Árnadóttur kemur fram á 1929 ásamt Mó sem er Akureyrískt band sem leikur íslensk þjóðlög í rokkaðri útfærslu.  Á föstudagskvöld verður annarsvegar mikil jazzveisla, kúbuskotin og aðalnúmerið er kúbanski píanóleikarinn Hilario Duran ásamt hljómsveit og  Tómas R ásamt stórbandi hitar upp fyrir kappann. Á öðrum staði í bænum verður þýska útgáfan Morr music með sérstakt kvöld með innlendum og erlendum böndum, þar á meðal Benna Hemm Hemm sem nýlega gerði samning við útgáfuna. Laugardagskvöldið verður svo tileinkað Fernandez Fierro 12 manna stórkostlegu tangóbandi frá Argengtínu. Ég hef fylgst með þeim um nokkra ára skeið og þvílik hljómsveit. Svo lokum við hátíðinni á sunnudag með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en einleikari með henni verður harmonikkusnillingurinn Tatu Kantoma. Það spáir bongóblíðu um helgina á Norðurlandi þannig að það er upplagt að heimsækja okkur norður, hlusta á tónlist frá öllum heimshornum, grilla, fara í sund og fá sér Brynjuís.

síjú

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gangi þér vel og góða skemmtun. Ég bara verð að viðurkenna að ég öfunda þig. Kemst ekki norður (né niður) þessa helgi. Þetta er glæsileg upptalning og væri  þess virði að vera viðstödd.

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Haukur Viðar

Það er óskandi að þessi hátíð nái að festa sig í sessi.

Sjálfur verð ég ásamt Morðingjunum í Deiglunni annað kvöld. Vonandi verður bara fullt á báðum stöðum.

Haukur Viðar, 31.5.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mig rennir grun í að ég renni norður heim til mín á föstudaginn atil að renna örlítið suður til þín & kíkja á það hvort að þú sért ennþá þokkalegur á bandalausann 7ender Jazz Bazz.

S.

Steingrímur Helgason, 31.5.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Góða skemmtun og gangi þér vel í öllu stuðinu vild að ég gæti komið og hlusta á þig syngja.

Ester Sveinbjarnardóttir, 31.5.2007 kl. 01:52

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Svei mér þá  eftir þessa upptalningu blundar í manni að henda öllu í gólfið og bruna norður. Held að kringlan haldi éfram að snúast þó að allt sem ég lofaði á mánudag verði ekki klárt fyrr en á þriðjudag......  það reddast.

Akureyri here I come

Magnús Jónsson, 31.5.2007 kl. 10:56

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Því miður næ ég ekki að renna norður þessa helgi. Þessi hátíð er góð blanda af tónlistarstefnum og greinilegt að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi

En ég verð á akureyri helgina á eftir þar sem fundur í rokkklúbbi, sem ég er stoltur meðlimur í, verður haldinn Akureyri er æðislegur bær og alltaf janf gaman að koma þangað

Kristján Kristjánsson, 31.5.2007 kl. 13:34

7 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já það veru gaman

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 31.5.2007 kl. 14:58

8 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

takk fyrir kveðjur -  komdu fagnandi norður Magnús og Kristján minn, hefði nú ekki verið fínt að halda fundinn í rokkklúbbnum núna um helgina, það er ekki of seint, ræddu við rokkhunda og drífðu mannskapinn norður - tekur ekki nema 4,5 að keyra í blíðuna og blúsinn. 

Pálmi Gunnarsson, 31.5.2007 kl. 15:07

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

I only wish....

Jóna Á. Gísladóttir, 31.5.2007 kl. 18:23

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun, ég fer norður í næstu viku, kemst ekki fyrr en ég ætla örugglega að fá mér Brynju ís

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband