Þetta hlýtur að vera djókur

„Ég held að það gæti ákveðins misskilnings hjá þeim sem agnúast út í flutningabílana sem þeir mæta á þjóðvegunum. Við vitum öll að varan sem við kaupum í verslunum um land allt verður ekki til þar. Við vitum líka að fiskurinn sem fluttur er með flugi og seldur háu verði á markaði erlendis flytur sig ekki sjálfur frá framleiðanda á flugvöll. Flutningabílarnir sem við mætum eru einfaldlega nauðsynlegur hluti í gangverki samfélagsins“ segir Signý Sigurðardóttir sviðsstjóri hjá SVÞ.

Þú hlýtur að vera að djóka Signý!


mbl.is Flutningafyrirtæki minna á sig á þjóðvegum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

I wish...

Skipaflutninga í gang aftur, takk!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.6.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær eru komnar reyndar í gagnið aftur http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=101774

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg til í að borga tíkallinum meira fyrir Cheerios pakkann í Bónus & fá aðra til að gera það hið sama til að losna við eitthvað af þessum tugtonna þjóðvegakerfis dauðagildrum af vegunum.

Þungaflutningar eiga heima á sjó & eru um leið atvinnuskapandi fyrir hinar dreifðari byggðir landsins, auk þess að vera umhverfisvænni en flutníngabílalestirnar.

S.

Steingrímur Helgason, 12.6.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Sammála síðasta ræðumanni !!

Hommalega Kvennagullið, 12.6.2007 kl. 04:46

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ha? Nú er ég lost. Erum við á móti vöruflutningum á þjóðvegunum?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Auðvitað eru margir flutningabílar á vegunum. Ég reyndar fer ekki víða en á veginum yfir Hellisheiði er krökkt af þeim. Versta við þá hvað þeir keyra ofboðslega hratt miða við stærð og þyngd  og oft losaralegur farmurinn hjá þeim sem skapar slysahættu. Best af öllu yrði ef búin væri sér akgrein fyrir þessa stóru bíla. Annars svosem pirra þeir mig ekki að öðru leiti.

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.6.2007 kl. 08:51

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hvað varð um allar pælingarnar sem voru á dagskrá fyrir einhverjum árum um að endurvekja fraktsiglingar og byggja upp fraktbryggjurnar kringum Ísland? Mér fannst það alltaf góð hugmynd. Alveg eins og hugmyndin að gera Perluna að tékk-inn aðstöðu fyrir innanlandsflug og flytja svo farþegana með lest á 20 mín. beint útí vélina í Keflavík þegar flugið/veðrið leyfði. Af hverju hverfa allar svona framsæknar hugmyndir.

 Eru þetta bara draumórar?

Hvað veit ég ? - Minna en ekki neitt!

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.6.2007 kl. 20:21

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gleymdi að þakka Ásthildi fyrir upplýsingarnar um þetta fóstur að strandsiglingum sem er að þróast. Meira af slíku!

Held ég?

Einhver mótök?

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.6.2007 kl. 20:26

9 Smámynd: Kristján Pétursson

Undirlag veganna þolir ekki þessa þungaflutninga,auk þess er breydd veganna ekki nægjanleg eins og allir vita.Þungaflutningar verða að fara sjóleiðina.Ef það er ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir sjóflutningum verður ríkissjóður að leggja fram fjármuni.Ekki frekari eyðileggingu á hringveginum.

Kristján Pétursson, 13.6.2007 kl. 21:35

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég var að koma úr hringferð um landið og ég verð eiginlega að segja að það væri á mörgum stöðum betra að hafa gömlu malarvegina. Þá væru kallarnir í það minnsta að moka í holurnar og trúlega væri heflað með  reglulegu millibili. Á löngum köflum eru vegirnir hreinlega stórhættulegir, að hluta til vegna þess hve undirbygging þeirra er léleg. Vöruflutningarbílar, ógnarþungir með afanívagna í tugatali sem keyra þessa vegi dag og nótt ganga nokkuð hratt frá þessum vegum og einungis spurning hvenær stórslys ber að höndum. Vegirnir voru aldrei byggðir fyrir þessa vitleysu og það er stórfurðulegt að þeir sem beindu vöruflutningum í upphafi frá hafi á þjóðvegina skuli hafa komist upp með það og yfirhöfuðu fengið leyfi fyrir þessum flutningum. Ég hef ekkert á móti því að vöru sé komið hratt og örugglega til neytenda en það má ekki gerast þannig að öryggi fólks sé stöðugt stofnað í hættu. Ef menn sjá strandflutninga ekki sem leið þá er hin leiðin sú að ríkið og þá líklegast flutningsfyrirtækin taki sig saman og byggi sérstaka vegi fyrir þessa flutninga.

Pálmi Gunnarsson, 13.6.2007 kl. 22:50

11 Smámynd: Brattur

Hvað matvæli snertir, sem eru flutt út á landi með flutningabílum, þá verður ekki aftur snúið og farið að flytja þau sjóleiðina. Nú eru matvörubúðir þannig, að engir eða litlir lagerar eru í búðunum,(það er dýrt að liggja með miklar birgðir) lagerinn er nánast það sem er frammi í versluninni og vörur berast nær daglega til þeirra, mest frá Reykjavík. En ég er sammála því að mikil umferð flutningabíla á þjóðvegum er vandamál og skapar hættur í umferðinni.

Brattur, 13.6.2007 kl. 23:38

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sæll Brattur - þegar talað er um að breyta þessum flutningum þá efast ég um að fólk sé að ræða um takmarkaða flutninga með vöruflutningabílum t.d. á grænmeti eins og þú réttlega nefnir. Oft hef ég líka hugsað til flugsins ... ég veit ekki betur en að fragtflugvélar séu að bera okkur varning til landsins á hverjum degi. Nú veit ég ekki um kostnað og slæ þessu fram án þess að hafa nokkuð slíkt til að bakka það upp, en gæti verið að einhverskonar fragtflugrúta gæti tekið eitthvað af þessum flutningum án þess að allt færi úr böndunum kostnaðarlega.

Pálmi Gunnarsson, 14.6.2007 kl. 02:17

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínar ábendingar og umræðu Pálmi. Ég held að því miður sé Signý ekki að djóka enda hefur hún og félagar atvinnu af því að flytja sem mest um vegina. Sem betur fer eru sjóflutningar að komast á aftur og Norðurflug er farið að flytja fisk beint frá Akureyri til Evrópu í stað þess að keyra allt suður fyrst. En ég skil ekki hvaða kynningarátak flutningabílafyrirtækja fær Kristján Möller, sem var talsmaður strandsiglinga fyrir nokkrum vikum, til að mæta og setja þetta í gang. Hann ætti að vera maðurinn sem gagnrýnir þessa þungaflutninga á vegunum. En hann hefur ef til vill bara skipt um skoðun við það að verða ráðherra. Eða var hann beittur þrýstingi? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.6.2007 kl. 13:03

14 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Brattur!

Að sjálfsögðu er ekki verið að tala um að flytja ALLT sjóleiðina. En ég er illa svikinn ef það er ekki hægt að flytja þvottaefni, klósettpappír, morgunkorn, ruslapoka o.s.f..... með skipum og koma upp lagerskemmum á hentugum stöðum þangað sem smákaupmenn geta sótt þessa vöru:

Vinnur þú í Bónus Brattur

Baugur, Hringadróttins skattur.

NÚ MÁ BRATTUR BOTNA?

Ásgeir Rúnar Helgason, 14.6.2007 kl. 19:26

15 Smámynd: Brattur

Ásgeir, ekki vinn ég í Bónus og myndi aldrei ekki gera þótt  mér yrðu boðnar 10 milljónir á dag í laun... en það er nú önnur saga... og ekki ætlar Brattur að fara í yrkingar á þessum vetfangi... en ég held að við snúum bara ekki við í þessari þróun með landflutningana.. þetta er bara eins og hver önnur þróun; þú gerir öll þín viðskipti í heimabanka í tölvunni þinni, þú hringir úr gemsanum þínum á klósettinu eða upp á Esjunni, þú hættir að kaupa Moggann og lest bara fréttir á netinu, þú eldar 1944 á korteri o.s.frv. o.frv. við verðum bara að finna lausn á því að flutningabílar og fólksbílar séu ekki að þvælast hvor fyrir örðum... en sjóflutningar... gleymum þeim...

Brattur, 15.6.2007 kl. 22:52

16 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Vinnur þú í Bónus Brattur?

 

Bjálfalega spurði gaurinn.

 

Þó bjóðist honum Bónus skattur

 Brattur gefur skít í aurinn.

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.6.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband