15.7.2007 | 13:51
Hvað er að !!!
Hver gefur skipanir um aðgerðir gegn aðgerðasamtökunum Saving Iceland ?? Eru mótmæli bönnuð á Íslandi ??? Ég spyr vegna þess að ég hef haldið hingað til og mun trúa því þar til annað kemur fram að öllum sé frjálst að mótmæla svo fremi þeir ógni ekki öryggi borgara. Vonandi verður þetta mál skoðað oní kjölinn því ef svo er komið að fólk sé svift með lögregluvaldi rétti sínum til að mótmæla, þá tel ég að komið sé að kaflaskiftum í sögu friðelskandi þjóðar.
Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
"Þá stoppuðu nokkrir tugir mótmælenda við Snorrabraut og sungu og dönsuðu uppi á bílum, áður en þeir héldu áfram þar sem leið lá niður á Hlemm þar sem fólkið hélt áfram mótmælum fyrir utan lögreglustöðina".
Mér sýnist nú á þessu að margir þessara mótmælenda hafi boðið upp á svona aðgerðir lögreglu. Mótmæli geta vel verið af því góða en það er líka mjög auðvelt að láta þau fara úr böndunum eins og þessum atvinnuiðjuleysingjum hefur stundum tekist á Kárahnjúkum með aðgerðum sem hafa kostað vinnustöðvun og fleira.
Mér fannst nú ekki mikið spunnið t.a.m. í bandaríska predikarann sem kom í sjónvarpinu (þegar þeir mótmæltu fyrir utan Kringluna), sýndist hann frekar vera nær því að vera tæpur á geði.
Mér fyndist nær að þetta fólk myndi reyna að finna sér vinnu hér á Íslandi (það vantar ennþá nokkra starfsmenn í álverið á Reyðarfirði) því ég hef þá trú að margir þessara mótmælenda hafi sjaldan eða aldrei stungið hendinni í kalt vatn. Vinnan göfgar manninn (o.s.frv.)
Það mætti svosem athuga með að senda þá til mín, ég gæti kennt þeim beita bala á innan við klukkutíma eða kennt þeim handflatningu. Það eru nú reyndar að verða úrelt handtök en mætti athuga það.
En þegar öllu er á botninn hvolft er kannski ágætt að hafa svona fólk svo að aðrir geti ýmist hlegið eða hneykslast á þeim. Ég geri sitt lítið af hvoru.
Ólafur Björnsson, 15.7.2007 kl. 14:11
Auðvitað ætlar maður að grundvöllur lýðræðisins sé virtur, en það ku vera tjáningarfrelsi. Það er hinsvegar staðreynd að svartir sauðir eru innanum og mæta í svona mótmæli til að fá útrás fyrir einhverja persónulega gremju, sem á ekkert skylt við málefnið. Það ætti að vera á ábyrgð þeirra, sem skipuleggja mótmælin að halda slíku í skefjum, svo aðgerðin sem slík snúist ekki í andhverfu sína og spilli fyrir málefnabaráttunni.
Reiði, vandalismi og ofbeldi eiga ekki heima í tjáskiptum alþýðu og yfirvalda. Það vill þó oftast myndast slík stemmning og ögrunin virðist vera á báða bóga. Mótmælendur ögra eðlilegri löggæslu og löggæslan ögrar mótmælendum vísvitandi til að fá tilefni til að leysa samkomurnar upp.
Margir gera semsagt út á illindin og eru fótboltabullur eitt gott dæmi um slíka vitleysinga, sem eiga ekkert skylt við hvatningu eða íþróttaáhuga. Þetta snýst aðeins um frumstæðan tribalisma. Að vera með eða á móti í stað þess að benda á lausn til málamiðlunnar og sáttar um málefnin.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.7.2007 kl. 14:24
Merkilegt þetta að halda alltaf að þeir sem leggja það á sig að mótmæla séu fólk sem stundi ekki vinnu. Er þetta eitthvað margur heldur mig sig. Eða er það almennt álit manna að ef maður hefur ekki sömu skoðanir og þeir og kjósi að eyða frítíma sínum í að sinna málefnum sem brenna á manni að það hljóti að vera eitthvað að manni. Allir þessir mótmælendur sem ég hef fyrirhitt vinna mikið en í törnum, eyða litlum peningum og nota sparnað sinn til að gera eitthvað mannbætandi við líf sitt. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim og í huga mínum eru þetta algerar hetjur, þau fara víða um heim og vinna sjálfboðavinnu en það er eitthvað sem við Íslendingar getum ekki skilið... ekkert gert nema fyrir peninga... eða hvað? Bendi á yfirlýsingu frá einum sem löggan lamdi á í gær á blogginu mínu eða á eggin.is
Held reyndar að lögregluofbeldið verði seint stoppað nema skipuð verði sérstök nefnd ... sem inniheldur ekki vini, vandamenn eða samstarfsmenn... löggunar..
Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 14:28
Mótmælendur dönsuðu upp á sínum eigin bíl...
það var enginn vandalismi í gangi þarna ... fréttafluttningur að vanda til skammar... og varla stafkrókur réttur... mjög bagalegt að eiga við þetta ... staðreyndin er einföld ... lögreglan bara missti sig eftir að hafa fengið skipun í gegnum síma að beita hörku...
Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 14:31
Mér fannst ég kannast við einn göngumanna í myndum af þessum „atburði“ í gær.
Tveir smástrákar og hundur sátu á veggnum fyrir framan Stjórnarráðið og voru með skilti með áletrun sem ekki féll öðrum mótmælendum í geð.
Strákarnir voru barðir í spað og hundinum sparkað fram af veggnum.
Grímur Kjartansson, 15.7.2007 kl. 14:52
Ég sagði nú reyndar bara að ég héldi að margir þessara mótmælenda hefðu aldrei stungið hendinni í kalt vatn. Ég er ekkert að alhæfa. Þekki meira að segja mjög marga harðduglega mótmælendur.
En það er nú varla hægt að neita því að þeir líta nú ekki út fyrir að vera einhverjir vinnuþjarkar þessir mótmælendur sem koma að utan enda segjast þeir sjálfir vera atvinnumótmælendur. Það lítur eflaust margur á það sem göfuga vinnu en ég er því miður ekki einn af þeim.
Auk þess er ég enginn sérstakur áhugamaður um álver og virkjanir. Mér finnst bara frábært að menn hafi nóg að gera t.a.m. hér á austurlandi. En ég gerði mér nú reyndar ferð til að skoða bæði stöðvarhúsið í Fljótsdal og sjálfa Kárahnjúkavirkjun og ég held að menn ættu frekar að dást að því hvurslags verkfræðiundur þessi fyrirbæri eru, sérstaklega stöðvarhúsið í Fljótsdal.
Ég er alinn upp á Borgarfirði eystra í mikilli náttúrufegurð og ber mikla virðingu fyrir náttúru Íslands. En hana má líka nota til að þess að skapa atvinnu eins og gert var í tilfelli Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði enda er nóg til að skoða á Íslandi þó að virkjunarlónið á Káranhjúkum sé búið að hylja part af náttúrunni. En ég bendi mönnum á að vegna virkjunarinnar á Kárahnjúkum var vegurinn yfir Þórdalsheiði (sem tengir Skriðdal og Reyðarfjörð) bættur stórkostlega og hann er svo sannarlega þess virði að keyra því náttúrufegurðin þar mögnuð.
Ólafur Björnsson, 15.7.2007 kl. 14:53
Mér líður eins og Hillary Clinton þegar hún hitti Paul MacCartney í fyrsta skiptið. Fyrirgefðu öskrið en Pálmi að skrifa blogg… YES!
Ég lofa því að koma hingað aftur og aftur sem brúður og stilltur maður.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.7.2007 kl. 17:24
Gaman að heyra frá ykkur ... mótmælandi Íslands er minn uppáhaldsmaður eins og ég hef nefnt í fyrra bloggi ... alltaf þegar ég þarf að stilla kompásinn þá nægir mér að aka að gatnamótunum þar sem hann stendur vaktina og fylgjast með honum um stund. Trúlega skilgreina einstaka menn Helgi H sem hálvita, atvinnu - og auðnuleysingja, ætli svo hafi ekki líka verið með hrísgrjónapúnginn hann Ghandi. Ég trúi að breskar yfirstífvarir hefðu án þess að hika sent honum kúlu í skallann, ef ekki hefði verið fyrir helvítis ruglið í manninum að fara ávallt fram með friðsamlegum hætti. Núna bjóða erlend stórfyrirtæki með vafasamar afreksskrár okkur Íslendingum að kjötkötlunum, sumir þiggja boðið, aðrir mótmæla.
Pálmi Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 20:09
Mótmælendurnir voru á stofnbraut neyðarbíla. Það er hægt að halda mótmælagöngu á slíkri götu en þá verður að tilkynna um það með fyrirvara og fá leyfi. Mótmælendunum var boðið að fara aðra leið en neituðu. Þá var gangan leyst upp.
Ég var ekki á staðnum en af fréttaflutningi og frásögn eins mótmælanda (Birgittu Jónsdóttur) að dæma sýnist mér flest benda til þess að framganga lögreglu hafi verið fullkomlega eðlileg.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 20:15
.....fréttaflutningi og frásögn eins mótmælenda að dæma var framganga...
Vanhugsuð setning í athugasemdinni hér fyrir ofan (nei, ég vinn ekki hjá Mogganum).
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 20:18
Það er vissulega kominn tími á að taka út lögregluna og starfshætti hennar. Eitthvað held ég að harðjaxlar víkingasveitarinnar kætist þegar þeir fá svona verkefni samanber Falun Gong. Er ekki líka stutt í að þeir fái raflostbyssur til að leika sér með? Það er þá tilvalið að æfa sig á svona umhverfisverndarhryðjuverkamönnum. Þeir fá svo væntanlega meira að gera þegar Rio Tinto tekur völdin í landinu.
Ævar Rafn Kjartansson, 15.7.2007 kl. 21:11
Það var G8 fundur í Gautaborg fyrir nokkrum árum síðan.
Ég horfði á sjónvarpsviðtal við mótmælendur og lögregluna í Gautaborg rétt fyrir fundinn. "Mótmælendurnir" og lögreglan komust að samkomulagi um að gera þetta að friðsamlegum mótmælum (Göteborgs motellen). Mótmælendur vildu koma sínu á framfæri á friðanalegan hátt og lögreglan vildi gera sitt starf þ.e.a.s. vernda fólk og bæ.
Hvað skeði síðan?
Jú, Við vitum það öll, því það er það eina sem við heyrum um þessi G8 fundi var... óeirðir. Óeirðir um hvað??? Sjálfsvígssprengdari um hvað??? Við hjónin eigum son sem er með einhverfu og með því fylgir fullt af skilningslausu fólki. Það sem við höfum lært eftir 13 ár er að ef við myndum tala við þetta "skilningslausa" fólk með öskrum og látum, þá fengum við enga hjálp. (þá meina ég það fólk sem ekki skilur hvað það er að eiga fatlað barn)
Það eina sem hjálpar er að halda ró sinni og að halda sig við efnið.
Það sem ég er að meina er:Ég efast um að lögreglan ráðist á fólk út af engu... ég vona allavega að svo sé ekki.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.7.2007 kl. 23:16
Ég held að villandi fréttafluningur frá Saving Iceland sé að gera menn sjóndapra.
Já það á mótmæla og segja sína skoðun en ekki á þann hátt sem Saving Iceland hefur verið að gera.
Ég hef sjálfur verið áhorfandi að gerðum þeirra hér fyrir Austan og það er ekki þeim til framdráttar, ég lít á sjálfan mig sem Íslending sem þykir vænt um landið mitt og mér er alls ekkert sama um hvað er gert við það en því miður hefur Saving Iceland skemmt meira fyrir heldur en hjálpað.
Einar Bragi Bragason., 16.7.2007 kl. 02:56
sóttu ekki um leyfi, las ekki allar 17 athugarsemdirnar og veit ekki hverju var verið að mótmæla, en menn verða að halda sig við settar reglur, svo já mótmæli er bönnum einsog böll, þangað til það er búið að fá leyfi
Johnny Bravo, 16.7.2007 kl. 08:16
Palli Pé ertu kannske dr. í fíflagreiningu. Ég skal fúslega taka undir það að fólkið sem stóð að mómælagöngunni margumtöluðu, hefði betur haft sitt á hreinu. Það gerir mótmælendur hinsvegar ekki að fíflum, auðnuleysingjum, atvinnuleysingjum eða pakki sem ætti að hýða opinberlega, eins og Hrafnasparkarinn vildi láta gera við Kárahnjúkamótmælendur. Hinsvegar held ég að ef þú Palli Pé hefðir fyrir því að skoða mótmælasögu heimsins þá kæmist þú að því að fæst mótmæli sem eitthvað hefur kveðið að, hafa verið "lögleg". Reglubundin mótmæli hóps Bandaríkjamanna gegn stríðsbrölti eigin þjóðar hefur fengið á sig fíflastimpil og þar hefur örugglega ekki alltaf verið farið eftir "lögum". Þar á bæ hefur hefur fólk verið fangelsað, pyntað og jafnvel drepið fyrir þær einar sakir að mótmæla yfirgangi, óréttlæti og lögleysu. Og ef við færum okkur nú aftur heim, var það ekki lögleysa eða í það minnsta fullkomlega siðlaust, þegar tveir stjórnmálamenn íslenskir ákváðu uppá eigin spýtur að taglhnýta þjóðina við innrás Bandaríkjamanna í Írak og ganga þar með frá því sem flestir hugsandi Íslendingar telja heilagastan bókstaf stjórnarskráarinnar, þ. e. að fara aldrei með vopnum gegn öðru landi.
Einar Bragi nefnir að Saving Iceland hafi skemmt fyrir - skemmt fyrir hverju - hverjum. Ég hef trú á því að flestir þeir sem taka þátt í mótmælum geri það af einlægni og af hugsjón.
Pálmi Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 14:20
"flestir sem búa yfir almennri skynsemi,ef menn ætla að fara að prédika um mótmælasögu heimsins, flestir hugsandi Íslendingar"
DR. PALLI PÉ .. það lítur út fyrir að hann fari að rigna næsta föstudag, niður með nasirnar, annars gætir þú lent í andnauð.
Pálmi Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 19:41
það jafnast ekkert á við ekta íslenskt þras - engin leiðindi, hafðu það sem best
Pálmi Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 20:23
Það er um að gera að munnhöggvast (kannski of sterkt orð) í sambandi við svona mál. Það er það sem gefur lífinu gildi.
Eins og Pálmi segir; það jafnast ekkert á við ekta íslenskt þras.
Ólafur Björnsson, 16.7.2007 kl. 20:44
Það sem ég meina með að skemma fyrir er að það er fullt af fólki hér sem er á móti stóriðju og álverum, en þegar að það sér hvernig þetta fólk sem lætur mest á sér bera á vegum Saving Iceland hagar sér með því að brjóta lög og tefja fólk, þá verður það tvístiga og lætur lítið á sér bera.
Eins og ég hef oft sagt.. það á að mótmæla og segja sína skoðun en plís gerum það á siðmenntaðann hátt.
Það að míga á lögreglumenn úr krana í fyrra og ráðast inn á skrifstofur er ekki siðmenntað.
Einar Bragi Bragason., 17.7.2007 kl. 22:37
Mér skilst sem svo að það hafi ekki bara verið réttlætanlegt að löggan skildi stoppa samkunduna, heldur skylda hennar, þar sem ekki voru veitt tilskilin leyfi fyrir dæminu. Eins segja þeir að umferð hafi verið stöðvuð eða tafin.En ég sé enga sérstaka ástæðu til að halda að löggan hafi eitthvað á móti mótmælum almennt - ekki var mikið vesen þegar Ómar labbaði niður Laugaveginn í fyrra ásamt þúsundum annara, enda voru þau mótmæli vel skipulögð, öll leyfi fengin (skilst mér) og allt saman til fyrirmyndar í alla staði.
Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 17:23
Ágætu meðmótmælendur - trúlega hefur ganga Bjargiðíslandi flokksins verið ólögleg með öllu, ekki haft tilskilin leyfi, hagað sér eins og fífl og átt það fyllilega skilið að löggan tæki til hendinni. Stundum brýtur nauðsyn lög og þá er það oftar en ekki að viðkomandi eru teknir í bakaríið. Svo eru hinir sem kunna að beygja og teygja lagakrókinn í allar áttir sér í hag, það höfum við séð svart á hvítu í flestöllum málum sem varða verndun náttúru landsins. e
Einar Bragi; ég held að það sé dálítið oftúlkað hjá þér að Saving Iceland hópurinn fæli " fullt af fólki sem er á móti stóriðjum og álverum frá því að mótmæla" ég trúi því að það séu allt önnur öfl sem ráða þeim fælingarmætti.
Annars er ég á leið til Murmansk, ekki til að mótmæla. Munið félagar, að við höfum fengið landið lánað um stundarsakir frá afkomendum okkar og ber að fara vel með það.
Pálmi Gunnarsson, 19.7.2007 kl. 19:36
Eg gæti reyndar trúað að saxófónblásarinn hafi þarna eitthvað til síns máls - allavega sá ég ekki Vigdísi, Ómar né nokkurn annan náttúruunnanda eða álversandstæðing sem ég þekki á myndum frá mótmælunum.
Annars langar mig til Murmansk - má ég koma memm?
Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 19:59
Ég er að fara í vetvangsskoðun á Kólaskagann að heimsækja Peter Powers, skota sem hefur haldið utan um þrjár frábærar laxveiðiár og annast þær eins og sjáaldur augna sinna. Hlakka mikið til að setja í ofurlaxana sem eru um allar trissur hjá kalli, meðan íslenskar laxveiðiár eru í andaslitrunum vegna ofveiði og vanhæfi okkar að fara vel með það sem okkur er lánað.
Ég ætla að setja saman hóp næsta ár ... ef þú ert áhugamaður um fluguveiði þá kíktu á þetta ... www.kharlovka.com
Pálmi Gunnarsson, 19.7.2007 kl. 21:51
Er að byrja í Fjarðaránni
Einar Bragi Bragason., 19.7.2007 kl. 23:31
Er það ekki bara botnskoðun eins og hjá bátunum í slippnum ? rennur hún ?? Ég reyndar veiddi í Fjarðará þegar ég var á Seyðisfirði. Gerði reyndar margt annað á Seyðisfirði sem ég set í ævisöguna þegar ég nenni að skrifa hana.
Pálmi Gunnarsson, 19.7.2007 kl. 23:36
Fæ að fylgjast með þessari hópamyndun hjá þér, aldrei að vita nema ég fari að veiða í útlöndum einhvern daginn. Sko ef það eru vatnssalerni á svæðinu. Grænlenskar fötur eru ekki minn tebolli skiluru ;-)
Ég er nú oft sammála Einari Braga en skil ekkert í honum að fara ekki í Norðfjarðará frekar ;-) tíhíhí........
Lindan, 20.7.2007 kl. 15:51
Menn sem eyðileggja eigur annarra og valda umhverfisspjöllum til að mótmæla umhverfisspjöllm eru ekki í takti við sannfæringu sína.
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 16:32
Ester - trúðarnir eru að gera það sem við ættum að vera að gera ef einhverjar töggur væru í okkur. Í stað þess sitjum við í sjálfskipuðu dómarasæti og tætum trúðana í okkur. Trúðarnir eru til dæmis að mótmæla því að við leggjum lag okkar við fyrirtæki sem tengjast hernaði,mannréttindabrotum, svo ekki sé nú talað um umhverfisspjöllin sem eru sérgrein þessara fyrirtækja. Að þessi fyrirtæki eru starfrækt hér á okkar litla friðelskandi landi segir meira um andlegt ástand þjóðarinnar en nokkuð annað.
Pálmi Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 19:23
Það væri nú all svakalegt ef ÞÚ gætir ekki veitt í einhverri ánni vegna þess að 500 manns fengu vinnu! Eymingja kallinn!!!!!Þú efur allt þitt á þurru! en það hafa ekki allir!!!!
Guðjón magnússon (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.