13.9.2007 | 01:33
Dagbók Joakims von Uberfart
Kæra dagbók. Í dag ætla ég að taka í rassgatið á honum frænda mínum á Íslandi.
Kæri frændi. Þú eins og aðrir Íslendingar, gengur ekki alveg á öllum. Hvernig þið djöflist á okkur ríka fólkinu fyrir það eitt að græða krónu hér og krónu þar er alveg óskiljanlegt. Ég segi að þetta sé öfund og ekkert annað, þið eruð glóandi í framan af öfund yfir því hve vel okkur vegnar. Sjáðu mig til dæmis. Ég er svo ríkur að ég hef ekki hugmynd um það, kannski ekki alveg eins ríkur og Abromovís olíukrani og ekki alveg eins ríkur og Thors hvað hann nú heitir aftur og kannske ekki alveg eins og þarna Kaupþings maðurinn sem er að byggja vínkjallara uppí við Glanna. Ég heyrði að hann hafi byggt húsið útyfir fossinn þannig að hægt sé að drekka rauðvín og dorga fram af svölum í leiðinni. Það er þetta sem er að fara svon agalega oní ykkur, beinaber öfund, yfir því að einhverjir hafi efni á að byggja sér nokkur hundruð fermetra rauðvínsgeymslu, kaupa snekkju, flugvél og annað nauðsynlegt. En fyrir þín eyru aðeins, kaupþingarinn verslaði jörðina af mér, þú veist að ég á margar jarðir á Íslandi, rosalega margar jarðir. Nú vissir þú það ekki? jæja núna veistu það. Ég er búinn að kaupa yfir hundrað jarðir út um allt Ísland. Bráðum á ég allt landið og hvar ætlar þú þá að veiða andskotinn þinn. Já ég segi það bara aftur og stend við það. Hvernig í heitasta helvítinu væri umhorfs á Íslandi ef Dabbi Seðill Seðill oh vabb vabb vabb og Friedmankórinn hefu ekki náð að frelsa þjóðina undan sósíalistaofstækinu og þá hann Dóri, guð ég ætla að láta byggja styttu af Dóra fyrir utan svefnherbergisgluggan á Cayman, læt hann halda á þorski í annarri og Búnaðarblaðinu í hinni. Hugsaður þér ef þessir framsýnu menn hefðu ekki gert allt þetta fyrir okkur. Það er svo agaleg tilhugsun að ég þarf að gera stutta kúnstpásu - ok ra ra ra ra, hvar vorum við já já, sumir eru fátækir og verða það alltaf, aðrir eins og ég erum ríkir, ofsalega ríkir og þurfum stöðugt að vera á verði svo einhverjir illa hugsandi einstaklingar komi ekki og steli öllu frá okkur. Það hefur oft gerst í mannkynsögunni. Mannstu t.d. hann Maó, ljóta Maó, já eða helvtítis bolsana sem drápu keisarann sem var svo góður og ríkur að orð fór af. Ég veit að það eru nokkrir heima sem vilja taka þetta allta saman af okkur,skölóttir kommúnistar og fleiri hávaðaseggir. Það er þessvegna sem ég er ég ekkert að koma of mikið heim, nema þessar tvær vikur í lax, það er þessvegna sem ég hef flutt allan peninginn minn til Cayman.
Kæra dagbók, ég verð einhvernveginn að snúa honum frænda mínum til betri vegar, annars fer þetta að verða vandræðalegt fyrir ættina. Hvað get ég gert? ég er búinn að bjóða honum bréf fyrir lítið, góða stöðu í The Joakims , en helvítið býður mér á móti að ég afhenda honum öll auðævi mín, hann muni sjá um að koma þeim til eigenda sinna. Hvað fór eiginlega úrskeiðis með drenginn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:37 | Facebook
Athugasemdir
Kimi fer á kostum,ó já hann er góður.
Og eitt er víst að það eru margir hanns líkar,og eða vildu vera í hanns sporum (svei bara )
Rannveig H, 13.9.2007 kl. 09:18
Jæks! Stytta af Dóra við svefnherbergisgluggann!!! Skelfileg tilhugsun :)
Heiða B. Heiðars, 13.9.2007 kl. 09:44
Einfaldlega frábær lesning.
Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 01:59
Góðan dag skemmtilegi penni og frændi hans.
En er það ekki svona sem við Íslendingar viljum vera upp til hópa? Ameríkanseraðir olíufurstar. Og allir stóru kallarnir með fínu kabbojhattana eru vinir og konurnar þeirra eru líka vinkonur og hittast í klúbbum hér og þar um heiminn og við hin stöndum og fylgjumst með í lotningu (noht!)
Það er þróun sem ég kann persónulega ekki vel við en þetta virðist vera bráðsmitandi andskoti hvernig sem á það er litið.
Takk fyrir mig í dag.
Laulau (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:04
Ég veit að Jóakim er ekkert mikið fyrir að rökræða við þig um hlutina og sennilega lokar hann á veiðarnar hjá þér í framtíðinni ef þú ferð ekki að öðlast allavega snert af Friedmanískri hugsun. (Það er hugmynd að segja honum að þér finnist koma til greina að einkavæða heilbrigðiskerfið til að mýkja kallinn enda er það á góðri leið með að verða hf.). En ég vildi bara biðja þig um eitt. Viltu beita öllum tiltækum og ótiltækum ráðum til að hann láti ekki gera styttu af Dóra þó hún verði á Cayman. Mér verður óglatt við tilhugsunina um tilvist hennar. Raunar svo mikið að mér finnst það "ástættanlegur fórnarkostnaður" af þinni hálfu að þiggja starf hjá frændanum ef það verður til þess að stytta af guðföður stærsta glæps íslandssögunnar verði ekki reist.
Ævar Rafn Kjartansson, 15.9.2007 kl. 22:17
Heill og sæll Pálmi stórmeistari.
Ég var að velta því fyrir mér, tekur þú að þér að koma og spila í afmælum? Í mínu tilviki yrði þetta kannski 2-3 lög, félagi minn heldur mikið uppá þig og mér langaði að gera þetta fyrir hann, ef þú hefur tök á og þetta er í boði ;)
Sendu mér svar á dabbikrist@hotmail.com
bestu kveðjur
Davíð Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.