24.1.2009 | 12:58
Jóakim settur af
Ágætu bloggvinir. Í tilefni þess að ég hef með góðu komið Kimma frænda á hæli fyrir auðmenn í afneitun og þar með fengið á ný aðgang að mínu eigin bloggi finnst mér viðeigandi að afrita afar athygliverða grein úr bandarísku viðskiptatímariti um nýja kynslóð viðskiptamanna.
Í leiðinni vil ég vekja athygli á www.nyttlydveldi.is Hvet ég alla að skoða síðuna og rita nafn sitt á undirskriftalistann ef hugurinn býður.
Það að kjósa aftur er skammgóður vermir ef ekki verður áður tekið til í garðinum og illgresið fjarlægt sem allt er að kæfa. Flokkarnir sem sitja í stjórnarandstöðu og telja sig þess umkomna að snúa öllu á betri veginn, fái þeir sæti við háborðið eru alveg jafn vindlausri og þeir sem sitja við stjórnvölin. Þingið er handónýtt og stjórn landsins í sárum. Ef takast á að uppræta spillinguna sem hefur gegnumsýrt íslenskt þjóðlíf allof lengi og sett landið á hausinn, gerist það ekki með því að sjóða sama grautinn eina ferðina enn. Það verður að endurreisa lýðræði á Íslandi.
NÝ KYNSLÓÐ viðskiptamanna; siðblindir (Psychopatar: kallað í réttarkerfinu geðvilla) spretta upp í viðskiptalífinu víða um heim ef marka má grein í viðskiptablaðinu "Fast Company". Greinin heitir "Is your Boss a Psychopath?" Þar er vitnað í 71 árs gamlan prófessor við UBC háskólann í Vancouver Kanada, Robert Hare. Hann er þekktur glæpasálfræðingur og hefur stundað rannsóknir á nýjum tegundum glæpa, viðskiptaglæpum. Hare hefur unnið náið með FBI og lýsir hann forstjórum á borð við Enron og World Com, hinum dæmdu, Bernard Ebbers og Andrew Fastow, sem siðblindum, kaldrifjuðum einstaklingum. "Þeim er sama um tilfinningar annarra. Í þessum mönnum finnst hvorki sektarkennd né eftirsjá. Þeir sjá ekki sársaukann sem að þeir hafa valdið öðru fólki og sjá ekki að þrátt fyrir að einstaklingar missi aleiguna hafi það haft eitthvað með siðleysi þeirra sjálfra að gera." Siðblindir raða svo öðrum "veikum" einstaklingum svo sem starfsmönnum, eiginkonum og kærustum í kringum sig. Alltaf er það fólk með lágt sjálfsmat. "Fólk á að haga sér vel og af virðingu gagnvart þeim. Leikarahæfileikar þeirra eru einstakir og þeir hrífa okkur með sér til þess eins að hafa okkur að leiksoppum," segir Hare, "þeir eru nefnilega svo "likable", Psycopatarnir! Þeir setja upp grímur og laða að sér fólk eins og í dáleiðslu. Þeir eru hjartalausir tækifærissinnar sem eins og listamenn laða fram myndir sem eiga sér enga stoð í raunveruleika heilbrigðs fólks. Þeim leiðast rútínur, þurfa stanslausa örvun og að eignast fleiri fyrirtæki, tæki og tól sem koma þeim hraðar en öllum öðrum á toppinn. Tilgangurinn er annar en okkur virðist í fyrstu nefnilega sá að ganga frá öðrum í leiknum, að sigra "leikinn". Siðleysinginn er nefnilega ekki í viðskiptum, hann er í leik. Mesta nautnin er að ná valdi á öðru fólki oft til þess eins að svívirða það síðar. Það er nautn að niðurlægja annað fólk, jafnvel þá sem að þeir þykjast elska. Þeir elska ekki en þrífast á illskunni og hatrinu í sér. Hare skilgreinir nýja kynslóð manna í viðskiptaumhverfi 21. aldarinnar. "Þeir eru snöggir, njóta almenningshylli en búa yfir eyðandi, rótlausum, samviskulausum, siðlausum eiginleikum sem koma þeim áfram í viðskiptum." Lygar, bakstungur, svik, undirförli, kvenfyrirlitning, sjálfhverfa og illska hafa engar merkingar í þeirra hugarheimi aðrar en þær að komast áfram á toppinn og eignast meira og ná lengra í viðskiptum. Þeir kaupa starfsmenn og konur og eru samkvæmt "Fast Company" áhrifamiklir í því... þeir ná gríðarlegum árangri í að sannfæra hinn auðmjúka lýð um að þeir séu snillingar, að þeim sé treystandi og að þeir vinni af góðmennsku en ekki græðgi."
Undirlægjurnar
Lögfræðingar, endurskoðendur, forstjórar sem og stjórnarformenn, stjórnir og fjölmiðlamenn leggjast undir siðblindingjana eins og auðmjúkir þjónar. Það reynir verulega á samfélags- og siðferðisþroska þeirra sem ákveða að vinna fyrir, búa með eða giftast slíkum mönnum. Martha Stout sálfræðingur hjá Harvard Medical School sem rannsakað hefur útmörk mannlegrar hegðunar segir að það sé frísku fólki ekki tamt að trúa að til séu menn svona langt frá því sem heilbrigður maður kallar að vera "góð manneskja". Að einhver geti villt svona á sér heimildir, verið svona "illræmdur" en samt verið opinberlega virtur er óhugsandi frísku fólki. Spennan og leikurinn hjá siðleysingjanum snýst um ánægjuna yfir því að særa og skemma fyrir öðrum. Hann notar fyrirtækið sem tæki til þess að mata sjúkdóminn en hefur sjaldnast hagsmuni fyrirtækisins sjálfs í huga. Það skiptir ekkert annað máli en "illmennið" í honum sjálfum sem öskrar á spennu og viðskiptasigra. "Láttu ekki hól og smjaður þeirra virka djúpt á þig. Þeir eru að leika á þig. Þegar þeir setja á þig titil (svo sem framkvæmdastjóri, vaktstjóri, grænmetisyfirmaður, sölustjóri, fjármálastjóri, símastjóri eða bílstjóri) láttu það ekki á þig fá það er engin innistæða önnur en sú að þú þrælir þér út fyrir þá áfram. Ef vald þeirra gengur út yfir það sem þér finnst heilbrigt, forðaðu þér. Taktu aldrei þátt í að mata sjálfhverfu og illsku siðleysingjans. Ef þú óttast manninn, ekki rugla því saman við virðingu. Komdu í veg fyrir persónulegt heilsufarstjón og forðaðu þér en mundu að hann (psychopatinn) mun aldrei þola að sjá að þér líði vel hafir þú sýnt þann styrk að yfirgefa hann eða fyrirtækið. Hann mun gera allt til þess að rústa mannorði þínu," segir Martha. Svona menn eru víða í viðskiptalífinu. Þú vinnur jafnvel fyrir þá eða ert svo óheppin að vera gift einum. Börn alkóhólista þurfa að vera sérstaklega á varðbergi því sjálfsmat þeirra er oft á tíðum brenglað. Dæmt fólk eða ólánsfólk leitar að upphefð hjá svona psychopötum vegna eigin vanmáttar. Psychopatar virka svo góðir og klárir og með því að drepa samkeppnina og stela og svíkja verða þeir oft efnamiklir. Sem dæmi um kalrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma sögunnar. Rockefeller opinberaði sjúklegt ástand sitt með orðunum: "God gave me my money."Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Athugasemdir
Þessi tegund sækóa hefur líka sótt í stjórnmál enda eitt þeirra helsta kikk að ráða yfir öðrum og ráðskast með þá. Þið kannist við þessar sjálfvirku lyga- blekkingamaskínur sem ljúga alveg blákalt fram í rauðan dauðann og sjá ekkert athugavert við það.
Baldur Fjölnisson, 24.1.2009 kl. 13:10
Ég er búin að skrá mig á Nýtt Lýðveldi kæri Jóakim :)
Heiða B. Heiðars, 24.1.2009 kl. 13:20
Velkominn aftur, Pálmi. Jamm, þessir sækópaþar eru út um allt. Því svínslegri og ógeðslegri sem þú ert, því lengra kemstu. Fólk með samvisku kemst kannski í stjórnir góðgerðasamtaka, þangað til sækóarnir bola því út og þau fara að rotna eins og hvert annað stórfyrirtæki.
Villi Asgeirsson, 24.1.2009 kl. 13:21
Óhugnaleg lesning í ljósi síðustu mánaða. Sérstaklega með tilliti til hversu marga þetta getur átt við. Og allir koma þeir til með að leika lausum hala.
Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 13:22
Við lestur þessa pistils var ekki laust við að maður sæi fyrir sér andlitsmyndir nokkurra áberandi einstaklinga í íslensku viðskiptalífi síðustu ára. Jafnvel brá fyrir myndum af vissum stjórnmálamönnum, aðallega þó samt einum.
Það er auðsætt að hópur psycopata hefur fengið að valsa um á Íslandi eftir eigin hentugleikum í nær tvo áratugi með afleiðingum sem nú blasa við.
Jóhannes Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 13:59
Geðlæknar og aðrir vandamálafræðingar ræða yfirleitt lítið þessa sækóa enda myndi öll slík umræða beina athyglinni strax að helstu keisum í valda- og fjármálaklíku landsins. Þau eru náttúrlega einkennalaus, hvað veruleikahönnun landsmanna snertir, þangað til farið er að ræða einkennin.
Baldur Fjölnisson, 24.1.2009 kl. 14:13
ERGO: Nýfrjálshyggjan er leiktæki psykopata!
Auðun Gíslason, 24.1.2009 kl. 15:41
Jæja þá er laxveiðibassaleikarinn loks kominn aftur eftir of langt frí, vertu velkominn aftur í bloggheima.
Sendi Kima árnaðar óskir um fullann bata.
Sverrir Einarsson, 24.1.2009 kl. 16:26
Ég er búin að skrá mig á Nýtt Lýðveldi elsku Jóakim minn :) knús kveðjur til vinar þíns
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2009 kl. 19:18
Athyglisverður pistill. Frjálshyggjan verður að taka meira tillit til þessara mannlegu bresta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 05:37
Góð grein.
Þetta er sama grein og ég er með á nýjustu færlunni minni.Þetta eru karakteranir sem sjórna Íslandi í dag.
Fólk á Íslandi, margir geðlæknar og sálfræðingar, kunna ekkert um þessa "dýrategund" sem lítur út alveg eins og virðulegar manneskjur.
Ég setti mínar eigin athugasemdir inn, það vantaði hvaða aðferðir þeira nota á Íslandi. Á þessa grein einhversstaðar á sænsku.
Auðjöfrakúlturinn á Íslandi er sprottin af þessu fólki, ásamt bragðbætt með kókaíni þegar það á við af ótrúlegasta fólki í valdastöðum.
Það eru sérstök fangelsi fyrir þessar týpur í USA. Fangaverðir ganga með spegilsólglegaugu svo þeir verði ekki fyrir dáleiðsluáhrifum þeirra.
Svo magnaðir geta þeir verið. Fólk þarf að læra einkenninn, og vera búin að því fyrir næstu kosningar svo þessir menn komist ekki í valdastöður. Þeir munu sækja mjög fast í þær.
Þetta eru varúlfar margir hverjir, og eru með grimmustu mönnum sem til eru.
Óskar Arnórsson, 25.1.2009 kl. 06:52
Eitt stig þessarrar geðvillu birtist í sérstakri tegund einhverfra skissófrena sem jafnframt eru fullkomnar lygamaskínur - og sækja því mjög í sölumennsku og stjórnmál þar sem þessi hæfileiki nýtist þeim oft afar vel eins og gefur að skilja. Bush, Blair, Dabbi og Dóri eru klassísk dæmi um menn sem hafa fengið að vaða áfram (við sitjum núna í brunarústunum eftir þessa menn) með jábræður sína og sálufélaga og ruslveitur og annan söfnuð sem hæpaði þá og bakkaði þá upp. Þótt sessir tilteknu sækóar séu núna komnir í förgunarúrræði eru krónprinsar þeirra og sálufélagar og samsækóar við völd og telja að sjálfsögðu sig vera færasta til að taka til eftir sig og fyrrum yfirsækóa. Geðsjúklingarnir sjálfir eru raunverulega við stjórn vitlausraspítalans.
Baldur Fjölnisson, 25.1.2009 kl. 12:31
Margir afkomendur Rockefellers gamla eru síst skárri, t.d er John D. Rockefeller með ógeðfeldari sækópötum sögunnar. Þessi sjúkleiki virðist líka loða við Rothschild slektið og siðblindann virðist þar ganga mann fram af manni.
Georg P Sveinbjörnsson, 26.1.2009 kl. 13:49
Sæll Pálmi. Ágætis blogg.
En ég held þetta sé ekkert nýtt með sækópata-viðskiptamenn. Bara vantar í stefnuskránna hjá Hannesi Hólmstein, sem hann þýddi úr Amerískum skruddum 1980 eða hvenær það var.Það er ekki endilega gott að allir læri að tala Ensku.
Foringinn Friedmann talaði ekkert um sækópatana, enda er hann slíkur sjálfur. Kúkalabbi sem með frekju og yfirgang að vopni gróf skynsamari umræðu. Hvað annað en kúkalabbi heldur því fram að fyrirtæki hafi engar samfélagslegar skyldur?
Ef menn skoða blaðagreinar í kringum aldamótin þarsíðustu (1900) þá koma í ljós umræður um sækóanna í viðskiptalífinu, jafnvel hef ég lesið úrdrætti úr blöðum 1875 ca. þar sem talað er um kúkalabba viðskiptajöfra sem eru að svindla stórt í glufum lagakerfisins.
En sækópatarnir eru ekki bara í viðskiptalífinu, heldur í mörgum greinum þjóðfélagsins. Meira að segja tónlistargeiranum. Það er vegna sækóanna sem yfirsýn og gagnrýni er nauðsyn. Þó flest okkar séum ágæt inn við beinið, þá yrðu samt mörg okkar ágætis fangaverðir í Auschwitz.
Ólafur Þórðarson, 26.1.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.