Jísús Kræst

Þessi úrslit eru eiginlega bara fyndin ...  nei eiginlega grátleg.  Vitavonlaus góðravinapólitíkus í fyrsta sæti, maðurinn með hattinn í öðru sæti, stekkur alskapaður út úr sjónvarpsstöð, góður drengur held ég en, boy ó boy,  3 sætið er fyrsta merkið um að eihver glóra sé í listanum og svo versnar það ískyggilega með arkitektinum. Ég gæti reynar unnt honum að skríða til metorða í Samfylkingunni ef hann lofaði að hanna aldrei framar eina einustu byggingu og hætta að skipta sér af skipulagsmálum, en þar sem slíkt er vonlaust þá segi ég lengi getur vont versnað. Hver andskotinn er eiginlega að okkur Íslendingum. Þurfum við eina kreppu í viðbót til að ná áttum.
mbl.is Kristján Möller efstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já við erum greinilega haldin sjálfspíningaráráttu.

hilmar jónsson, 7.3.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

er ekki kominn tími á að við endurheimtum völdin og fáum að halda okkar prófkjör í kosningaklefum og fáum kannski að hafa eitthvað að segja um að rjúfa þing þegar fólki finnst að fólkið sem þar starfar er gjörsamlega vanhæft...

það verða engar breytingar hjá fjórflokkunum það er alveg ljóst - lýtaaðgerðir eru yfirleitt þannig að maður sér í gegnum þær:)

Birgitta Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er ótrúlegt. Hvar er nýja Ísland? Nú er búið að dubba upp á nýtt K. Möller og Björgvin G. Svo náttúrulega þetta með arkitektinn. Jísús Kræst.

Víðir Benediktsson, 7.3.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Góð lýsing hjá þér vinurinn.

Anna Heiða Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Já það er spurning hvað maður gerir í kjörklefanum 25.apríl !

Guðrún Una Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 03:00

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hann Kristján hefur aldrei verið mikils metinn hjá mér en ánægjulegt er að sjá að þarna er kynjakvótinn réttur. Þakka þér svo fyrir bloggvináttuna Pálmi minn!

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 18:30

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Alveg sammála þér Pálmi, fyrstu 2 sætin fáránleg.

Listar Samfylkingarinnar norðaustur og norðvestur eru handónýtir.

Jens Sigurjónsson, 9.3.2009 kl. 16:37

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, Pámi minn, samfylkingin sem átti að vera vonarstjarna fólksins í landinu er gjörsamlega steikt!

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 17:02

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvernig er það með ykkur Akureyringa, hvað í ósköpunum ætlið þið að gera með síki í miðbænum? Er það ekki bara sýk-ing? Skil ekkert hvað þið eruð að pæla þarna. Maður keyri kringum landið. Eftir að ganga um öræfi og falleg fjöll kemst maður loksins á Hafnarstrætið í menningu, búðir, kaffihús, bjór, allt á einni alvöru borgargötu og svo eru einhverjir grallarar að heimta að RÍFA stórann hluta götunnar? Halló? Hvað er í drykkjarvatninu ykkar?

Elskulegar stubbaknúskveðjur frá Nýju Jórvík. 

Ólafur Þórðarson, 14.3.2009 kl. 02:10

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sæll veffari - síkið er brandari ... í takt við brandarann hjá Davíð O forðum þegar hann sá fyrir sér rómantíska kvöldsiglingu í geislum miðnætursólar á Kárahnjúkalóninu.  Skipulagsmál og Akureyri = megavesen

Pálmi Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 11:38

11 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Flokkseigendur og fjölmiðlarar hafa forgang. Það hefur ekkert breyst.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.3.2009 kl. 10:21

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur.....:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.3.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband