Færsluflokkur: Menntun og skóli

Ég og alþjóðlegi kvenréttindabaráttudagurinn -

Ég ólst upp með einstæðri móður. Trúlega hefur það umhverfi mótað mig nokkuð. Ég komst yfirleitt ekki upp með neitt múður þegar kom að jafnrétti á heimilinu, þurfti að taka til hendinni til jafns við múttu og ef ég var með kjaft þá hafði það afleiðingar. Vissulega iðaði ég eins og ormur á öngli í örvæntingafullri tilraun minni til að leika hið vafasama hlutverk dóminantsins, karlsins, aðalapans en hafði lítið uppúr krafsinu annað en leiðindi. Svo slapp ég úr prísundinni og fór að skoða heiminn, laus við stutt innihaldsrík jafnréttisræðuhöld múttu. Varð „frægur“ og naut þess að dreifa fermónum í allar áttir, ábyrgalaus eins og aðalapa er siður.  Þegar af mér bráði og ég náði að hugsa mig frá egósentrískum barnaskap aðalapans kom uppeldið til góða. Að þvo þvott og  taka til á heimilinu urðu að nokkru leyti hlutskipti mitt, búandi með þremur súperbeibum á leið upp metorðastigann.  Þegar ég hugsa útí það -  ekki slæmt hlutskipti. En hvað hefur þetta með alþjóðlegan kvenréttindabaráttudag að gera. Jú - ég trúi því að ein aðal ástæðan fyrir misrétti kynjanna andlegu, líkamlegu og félagslegu sem t.d. birtist í viðurstyggilegu ofbeldi gegn konum vítt og breytt um heiminn sé að hluta til af uppeldislegum toga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband