Færsluflokkur: Lífstíll
2.6.2007 | 01:51
Upp upp mín sál
Ég átti orðið erfitt með að sitja kyrr undir lok tónleikanna í kvöld, sem voru eins og dóttir mín myndi segja geðveikir, eða gett góðir Til að byrja með Tommi R með frábært stórband skipað toppmönnum ... æðileg grúppa og flottar tónsmíðar. Allt ætlaði af göflunum að ganga eftir hvert lag. Mér varð á að hugsa að trúlega væri ekki neitt auðhlaupaverk að taka við af þessu súperbandi en áhyggjur mínar hurfu við fyrsta tón hjá tríói Hilario Duran. Æ ég held ég láti bara vera að segja meira, það yrði of langt ... en mikið vildi ég að þið hefðuð verið með mér í kvöld og upplifað galdurinn. En bara næsta ár. Ég lofa ennþá meiri veisluhöldum, slæ ekki af, gef ekkert eftir og hætti ekki fyrr en þið leggið á hestana og ríðið norður. Þið getið sungið á leiðinni aldrei ætlaði ég norður
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.5.2007 | 23:45
Annað kvöld verður talið í AIM festival 2007
Það er skemmtileg helgi framundan hjá mér. Alþjóðlega tónlistarhátiðin á Akureyri, AIM festival 2007 www.aimfestival.is hefst annað kvöld. Það verður blúsað og rokkað á þremur stöðum í bænum og það er við hæfi að mörlandinn hefji leikinn. Ég fæ að vera með annað kvöld því Blús Kompaníið ásamt Hrund Ósk Árnadóttur kemur fram á 1929 ásamt Mó sem er Akureyrískt band sem leikur íslensk þjóðlög í rokkaðri útfærslu. Á föstudagskvöld verður annarsvegar mikil jazzveisla, kúbuskotin og aðalnúmerið er kúbanski píanóleikarinn Hilario Duran ásamt hljómsveit og Tómas R ásamt stórbandi hitar upp fyrir kappann. Á öðrum staði í bænum verður þýska útgáfan Morr music með sérstakt kvöld með innlendum og erlendum böndum, þar á meðal Benna Hemm Hemm sem nýlega gerði samning við útgáfuna. Laugardagskvöldið verður svo tileinkað Fernandez Fierro 12 manna stórkostlegu tangóbandi frá Argengtínu. Ég hef fylgst með þeim um nokkra ára skeið og þvílik hljómsveit. Svo lokum við hátíðinni á sunnudag með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en einleikari með henni verður harmonikkusnillingurinn Tatu Kantoma. Það spáir bongóblíðu um helgina á Norðurlandi þannig að það er upplagt að heimsækja okkur norður, hlusta á tónlist frá öllum heimshornum, grilla, fara í sund og fá sér Brynjuís.
síjú
22.4.2007 | 12:51
Ölæði, brjálæði
Mér er sagt að molikúl alkóhóls sé furðulegt útlits, á eftir að skoða mynd af því en kemur mér satt best að segja ekkert á óvart. Allavega verður einstaklingur sem hefur innbyrt vel af vímugjöfum furðulegur bæði í hegðun og hugsun. Ég hef þó nokkra reynslu af inntöku gleðigjafa af ýmsum sortum. Hló og skemmti mér í fyrstu en svo kárnaði gamanið, stjórnleysi drykkjusýkinnar tók yfir og ég var hættur að ráða ferðinni, sem ég trúlega réð aldrei. Áhrif alkóhóls og annarra vímugjafa á hausinn eru þessi: Eftir inntöku í miklu magni, geðfatlast einstaklingurinn um stund. Kemur það fram með ýmsum hætti sem ekki er ástæða til að tíunda. Ef einstaklingurinn er ofnæmur endar gamanið gjarnan með varanlegri geðfötlun eða dauða. Neysluhóparnir eru þeir ofnæmu og svo hófneytendur. Benda má á að áhrif áfengis og dóps á taugakerfið eru eins hjá báðum neysluhópunum.
Læt fylgja með kvæði eftir vin minn og samstarfsfélaga Magnús Eiríksson. Braginn er að finna á samnefndum diski sem við hljóðrituðum fyrir nokkrum áratugum.
Í ljúfum leik
Liggur einn og yfirgefinn
einhvers staðar útí horni
orðinn mjög af elli blakkur
áfengi og reyk
Var hann þó á lífsins morgni
oft í fylgd með góðum drengjum
glumdi rokk í silfurstrengjum
allt í ljúfum leik
Magnaður með rafmagnskrafti
menn gat látið halda kjafti
yfirgnæfði allt og alla
allt í ljúfum leik
Sé ég ennþá káta karla
koma heim og standa varla
en það er bara í minningunni
allt í ljúfum leik
Tóku tvísöng vældu hlógu
teygðu langt á typpi mjóu
drukku reyktu duttu dóu
allt í ljúfum leik
Ölæði þolanda og geranda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)