Stjórnvöld; skilið aftur því sem þið stáluð af þjóðinni

Mikið er ég ánægður að Agnes Bragadóttir skuli vera að fjalla um Hafró og sjávarútvegsstefnuna og bíð spenntur eftir umfjöllun hennar. Agnes hefur áður sýnt að hún kann til verka og ekki veitir af að einhver skoði Hafró, LÍÚ og þá sem halda hlífðarskildi yfir óréttlætinu. Nú hefur klíkan stigið enn eitt skrefið og fengið Hagfræðistofnun HÍ til að bakka Hafró þvæluna upp. Það hefur sú stofnun svo sem gert fyrr. Ef einhverjar andskotans töggur væri í stjórnmálamönnum þá væri fyrir löngu búin að uppræta óréttlætið sem felst í kvótakerfinu. Það ber að skila auðlindinni sem stolið var af þjóðinni aftur til eigenda sinna og biðja hana svo innilega afsökunar á glæpnum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Good point.  Agnes kann að stinga á kýlum.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Gott mál Pálmi. Þeir þreytast seint að reyna allar aðferðir við að verja þetta óþverrakerfi. Einkar athyglisvert hvernig hagfræðingur Líú reynir að svert þá sem gagnrýna kerfið. Ég set hlekk á það  Hér  hvernig reynt er að breiða yfir skítinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Pálmi það er ótrúlegt að lesa þessa þvælu úr Hagfræðistofnun HÍ.  Það er ekkert mál að spá áratugi fram í tímann um stofnstærð og afla miðað við hina og þessa aflaregluna.  Eina óvissan að sögn "sérfræðinganna" er hvað stofninn er stór í núinu.  Hvernig er hægt að spá langt inn í framtíðina ef menn eru óvissir um núið og fortíðina. 

Ég verð nú að segja að lokum að  pistill Einars K er brjóstumkennanlegur.  Hann er eitthvað að reyna að berja í brestina og finna eitthvað jákvætt við kvótakerfið.  Nú hafa skuldir margfaldast og tekjur dregist gríðarlega saman, fáir mennta sig í greininni og hann fer að mæra það að sjómenn skuli sækja á trillu 1.500 tonna árs afla.  Það er ljósasti punkturinn í þessu kerfi þar sem enginn nýliði kemst að og flottar byggðir hringinn í kringum landið eru að tæmast.

Sigurjón Þórðarson, 30.6.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Sammála þér Pálmi,það er sannarlega kominn tími til að þjóðin fái auðlindina aftur í sínar hendur.Vonandi skrifar Agnes Bragsdóttir um fiskveiðistjórnunina frá sjónarhól sjávarbyggða,braskið og lögbrotin,sem alls staðar verða á vegi manns.Hún er okkar besta rannsóknar blaðakona,ég treysti henni að vera sjálfstæð í sinni frásögn

Kristján Pétursson, 30.6.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Þú ert eitthvað svo argur þessa dagana. Samt gaman að lesa bloggið þitt. Eigðu góða helgi.

Sóley Valdimarsdóttir, 30.6.2007 kl. 22:15

6 identicon

Gott að heyra að það séu fleiri á þessu máli en við frjálslyndir - gott að einhverjir koma úr felum þegar neyðin steðjar að. Ég er alveg sammála Agnesi, en hvernig stendur á því að hún sagði ekkert fyrr en nú?...og hvers vegna segir þú ekkert fyrr en nú? Hjarta mitt fyllist fögnuði með að vita að það eru fleiri en við sem höfum áhyggjur af skelfilegum framseljanlegum kvóta og stofnun sem reiknar stórflóknin vísindi út frá litlum forsendum.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 23:56

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Af fenginni reynslu tek ég hæfilegt mark á "fréttaskýringum" á þeim bæ.

Agnes er sjálfsagt klár en hún hefur ákveðnar skoðanir sem hún hefur mikla  þörf fyrir að koma á framfæri og það yfirskyggir stundum staðreyndir í frásögn hennar.

Sigurður Þórðarson, 1.7.2007 kl. 02:09

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður. Sammála þér eins og alltaf.

Níels A. Ársælsson., 1.7.2007 kl. 17:17

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hagfræðistofnun til vorkunnarmá segja, að þeir voru með niðurstöður HAFRó til að vinna út frá og þar af leiðandi var ekki við því að búast að niðurstaðan yrði gæfuleg.  En hitt er svo annað mál að "menn" sem láta svona kjaftæði fara frá sér eru hreinlega ekki í sambandi við fólkið í landinu eða halda þessir "hálfvitar" að tekjur þjóðarinnar verði til í bönkunum?

Jóhann Elíasson, 3.7.2007 kl. 07:27

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, það verður gaman að sjá hvort einhver hafi þor til að stíga það skref. Það er skömm að því að sjá hvernig einstaka fjölskyldur og einstaklingar haf fitnað eins og púkinn á bitanum á kostnað okkar allra.

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.7.2007 kl. 12:47

11 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Á meðan að þeir eru kosnir áfram ,sem settu þetta kerfi á - þá mun þýfinu aldrei vera skilað .

Halldór Sigurðsson, 5.7.2007 kl. 00:47

12 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já sammála, frábært að fá ábyrgan fréttaflutning um ástandið sem hefur skapast vegna gjafakvótakerfisins.

Ester Sveinbjarnardóttir, 5.7.2007 kl. 08:18

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Pabbi er trillusjómaður sem seldi bátinn sinn 2 árum fyrir setningu kvótakerfisins á 8,5 milljónir. Þremur árum seinna var báturinn metinn á 53 milljónir útfrá afla pabba. Auðvitað fékk hann ekkert meira. Þess utan hefur hann komið í land með rúmt tonn, selt og skuldað tugi þúsunda eftir túrinn útaf kvótaverði versus verði á markaði. Svo er til fólk sem segir að þetta kerfi sé að virka!

Ævar Rafn Kjartansson, 6.7.2007 kl. 23:18

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þaðv ar svo sem ágætt hjá Agnesi að vekja athygli á þessu ....en hvernig hún lýsti sjávarþorpum á Austjörðum um daginn í mbl var til skammar..

Og já það þarf að fara herða að þessum höfundarréttamálum ......

Einar Bragi Bragason., 8.7.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband