5.9.2007 | 13:03
Bréf frá Jóakim von Hommosappiens
Cannes France 2009
Kæri frændi. Oft hefur kjamminn hrapað í gólfið en aldrei meir en nú, ættarillgresið þitt. Ég meira að segja missti sniglana sem ég var að éta út um allt lyklaborð og sletti kampavíninu á nýja kjólinn hennar Dasy sem ég fékk lánaðan í smástund. Þú veist hvað ég á það til að vera þunglyndur yfir óréttlæti heimsins, sérstaklega þegar verið er að abbast útí okkur velefnafólkið, sem er æði oft. Á slíkum stundum lauma ég mér inná þessar bloggbullsíður í leit af einhverju uppbyggilegu fréttaefni, eins og samruna fyrirtækja eða vinalegum yfirtökum, eitthverju sem gæti lyft honum Kimma frænda uppfyrir viskíglasbarminn. En, neei, ekki aldeilist! Nú er þar allt útbíað í spurningum um hvort hommar og lessur megi giftast og hvort einhverjir Jésúskallar í kjól megi segja já og amen þannig að sé hægt að fara heim og hommast í Jesúnafni amen. Hver sjálfur andskotinn stýrir þessari vitleysu eiginlega? Alveg örugglega ekki Krissi kaldi frá Nánasareti. Hvaða heilvita manni dettur í hug að Krissi, sem gekk ef ég man rétt í kjól og fór í lagningu til Maju M, hefði farið að setja útá það þó menn hommuðust obbolítið? Allt gengur þetta nú útá það sama, að hafa það gott og gaman, saman og það boðaði Krissi staðfastlega út um alla Afríku. Reyndar djöflaðist Krissi kaldi á kaupsýslumönnum sem ég tel að hafi verið afar vafasamt framferði. Hugsaðu þér, ef hann hefði í stað þess að rífa endalausan kjaft við þá sem réðu og áttu pening, keypt sér rómversk hlutabréf og lagst í kaupsýslu. Þá væri staðan önnur og betri í dag. Í stað forljótra steinkirkja væru glansandi kauphallir fullar af hamingjusömu og trúræknu fólki sem kæmu þar á hverjum degi eða væru í það minnsta í tölvusambandi á hverjum degi. Vá - nú er ég djúpur frændi og verð að segja bless.
Hm; hvað gæti þetta annars heitið - Rómversk kaþólska fjármálakirkjan eða Evanelíska hlutabréfakirkjan eða, já vá, svo mætti syngja Seðil seðil sibb vabb vabb vabb við altarisgöngur ...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Mér dettur í hug Nasdaq Nasaret International og Dow Jones Dómkirkjan í Dubai. Og líka Computer Cathedral coporation. Bara hugmynd. Fékkstu svarið frá mér? Það er í ath.semdunum við Jóhannes tælir Júdas upp við barinn á blogginu mínu.
kv. Bergur Thorberg s. 692 4321
Bergur Thorberg, 5.9.2007 kl. 13:44
þad er aldeilis,takk fyrir skemmtilegan pistil,Pálmi,hann er gódur
Linda Linnet (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:46
sæll Bergur - ég fékk svarið og sendi þér meil við tækifæri ... fyrir hönd dauðadrukkins frænda míns sem er svo áttavilltur að hann er kominn til ársins 2009 sýnist mér, þakka ég fyrir kirkjunöfn ... eru myndverkin þín einhversstaðar sýnileg á netmiðlum ??
Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 15:31
Þú getur séð fullt af kaffiverkum á pappír á thorberg.is Þau eru samt frekar gömul. Svo eru sýnishorn á bloggsíðunni minni. Svo geturðu örugglega googlað mig fram einhversstaðar. En live held ég að þau séu best. Þetta eru verk af ýmsum stærðum en ég hef málað þau alveg upp í 2-3 metra.
Bergur Thorberg, 5.9.2007 kl. 15:48
Pálmi!! er ekki séns á að þú kynnir mig fyrir þessum frænda þínum ?
kv
Rannveig H, 5.9.2007 kl. 16:02
Takk Bergur - ég fer á netflakk ... og Rannveig ég skal kynna þig fyrir kallinum ekkert sjálfsagðara þ.e. ef ég næ einhverntímann tangarhaldi á honum. Hann ferðast þessi ósköp og enginn veit af hverju. Ég held að hann sé með heimaerbestfóbíu. En ef þú skryppir til Cayman eyja þá hugsa ég að þú finndir hann fljótt því voðalega held ég að hann stingi í stúf við aðra á eyjunni.
Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 18:20
Aha læt kynnin duga í gegnum þig,finnst þaug bráðskemmtileg kv
Rannveig H, 5.9.2007 kl. 20:08
Þetta er óborganlegur fýr þessi Kimmi. Ég er ekki að átta mig á hvort hann er fyrir alvöru eða alteregóið þitt. Ég grenjaði eins og stunginn grís úr hlátri. Megi hann tjá sig sem oftast.. Þetta með fóbíuna. Ég gerði einu sinni svona stofumynd í anda Heima er best en í staðinn stóð "heima er pest" og hnýpin fjölskylda sat í sófa með gasgrímur þar undir. Kannski er það svoleiðis.
Aðra mynd gerði ég af vinarlegu koti, en úr skýi ofanvið kom risastór fótur´´i sandala og yfir stóð... "Drottinn klessi heimilið."
Takk svo kæri vin fyrir notalegt innlit og hlýjar kveðjur á mínu bloggi. Þú er Gullpálmi. Þeir eiga ekki bara svoleiðis í Cannes, vittu til.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2007 kl. 00:11
hæ hó - takk fyrir heimsóknir fyrir mína hönd og minna ... Jón Steinar - hvar get ég séð þessar myndir - þarf ég að koma til Siglufjarðar. Ef svo er þá styttist í heimsókn
Pálmi Gunnarsson, 6.9.2007 kl. 09:46
Þakka skemmtilega lesningu.
Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 11:10
Kaldhæðnin skaut í mark!.. Blessunarlega góður pistill í annars þessum dýrindis blogga himni. Amen
Björg F (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:47
Ég er nú kominn í Tjöruborg aftur Pálmi. Allt svona dót, sem ég geri, hef ég gefið jafn óðum. Kikkið er að búa þetta til en ekki safna því eins og þú veist. Það er þ´aldrei að vita nema að ég endurgeri þetta bara og sendi þér við tækifæri.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2007 kl. 17:35
Mér langar ekki að hitta þennan Hommasappíens
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.9.2007 kl. 18:43
Jóakim er væntanlega búinn að gera þig arflausan en mér finnst nú gott af honum að hafa samband reglulega. Þó það sé bara til að skammast í þér og okkur hinum almúgaræflunum. Bandaríska kirkjan hefur eytt milljörðum í að þagga niður í fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis presta þar. Spurning hvort að hún ætti ekki að heita Child Abuse Investments Inc.? Annars hefur Kristur ekkert með kirkju að gera annað en að vera stolið vörumerki!
Ævar Rafn Kjartansson, 8.9.2007 kl. 12:20
Aldeilis frábært bréf sem þú hefur fengið þarna Takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.