Sérkennileg veiðiaðferð

Svona veiða menn í Brasilíu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einfalt mál

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

iss

Einar Bragi Bragason., 13.11.2007 kl. 23:04

3 identicon

Hvernig stendur á því að fiskurinn hoppar á ljósið? Ljósfiskar?.

Jensen (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vá! ... og algerlega vistvænt

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 02:03

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta eru klassa-veiðar! Vistvænar, spennandi og ótrúlega fyndnar.  Ég spyr eins og Jensen. Hvernig stendur á því að þeir hoppa upp í ljósið?

Sigurlaug B. Gröndal, 14.11.2007 kl. 10:37

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er vel þekkt veiðiaðferð við nokkrar laxveiðiár á Íslandi.

Og nú þegar stefnir í að laxveiðárnar okkar verði orðnar eign nokkurra útlendinga verður þetta eina leiðin til að ná sér í soðið.

Þá rölta menn í fögru hauströkkri með vasaljósin sín niður á skjólgóðan árbakka og húkka sér nokkra silfurgráa. 

Árni Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 12:03

7 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

Iss og pisss...Nota þessa aðferð alltaf þegar ég gleymi stönginni heima..þetta er magnað alveg hreint og kallast sko mokveiði.

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:44

8 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég hef verið að kanna af hverju fiskarnir verða svona apavitlausir og ein skýring sem barst mér,fannst mér afar líkleg. Þeir eru einfaldlega að deyja úr greddu greyin og það kemur svona skemmtilega út. Eitthvað kannast maður nú við áttleysið.

Pálmi Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 17:28

9 identicon

Haha... þetta er ekkert smá fyndið!! Fiskarnir bara veiða sig sjálfir greyin. En pabbi, farðu nú að koma suður... PLÍÍÍÍÍÍÍSSS.... það er allt tilbúið fyrir komu þína, búin að margdusta úr teppinu sem er utan um stólinn í stofunni heima... Meirað segja búin að þvo það... BARA FYRIR ÞIG... er líka búin að taka til dýnu og ALLLT... Annars er ég ekki að setja neina pressu á þig (hehe), ég bara sakna þín kall!!

Ragnheiður eldra afkvæmið (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:48

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Væri gaman að prófa þetta svona einu sinni, en ég er ekki viss um að þetta sé þinn stíll í veiðimenskunni.

Annars var ég að hlæja inn í mér af aumingja Pálma litla í litla veiðikofablogginu sínu, sem hefur yfirbragð hægðar og hógværðar öllu jöfnu þar til minn maður álpaðist óvart til að skrifa stutta umföllun um sjónvarpið sitt og þá vað eins og gáttir vítis opnuðust og eldur og brennisteinn ullu úr öllum glufum.

Mér kom í hug þarna þegar ég sá þessa færslu: Blessaður kallinn, nú hefur hann hent þessu inn í fáti af jútjúp til að stoppa helvíts flauminn.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 16:18

11 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

neihei félagi Jón Steinar .. ég ætlaði einungis að beina Vinum Guðs inná bíblíusögulegar brautir.  Þeir veiddu víst ágætlega kallarnir á gjöfulu vatni þarna um árið og ekki hefur væst um þá að  hafa stjórnanda himinvindanna með sér á sjó. Mér datt í hug að það hafi kannske verið einhvernveginn svona ástandið þegar Krissi sá útihátiðinni fyrir fisk og víni en trúlega aðeins yfirvegaðra. Þetta er auðvitað hreint og klárt fiskaofbeldi sem á sér stað í þessu myndbroti.

Pálmi Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 18:18

12 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta hefði nú aldeilis þótt kraftaverk af Kristi að veiða með þessari aðferð og enginn trúað því að fiskarnir hefðu bara stokkið um borð

En manni finnst þetta nú hálfgerð "svindl veiðimennska". Ekki stunda þeir þetta af alvöru þarna suðurfrá, er það?

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 18:27

13 Smámynd: Þórbergur Torfason

Pálmi, varstu með í þessu?

Hefurðu prófað að renna fyrir þann gula utan við Bótina?

Þórbergur Torfason, 16.11.2007 kl. 01:38

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ljós er annars notað víða við fiskveiðar og minnir mig að makríll og Túnfiskur sé tældur með ljósi.  "Ljós heimsins" hefur þó aldrei nýst mönnum við fiskveiðar að því að ég best veit.  Menn hafa vafalaust reynt en ég hugsa að tilviljanakenndur árangur hafi ekki sannað aðferð þá.  Geiri á Guggunni notaði hinsvegar drauma með góðum árangri.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband