22.2.2008 | 23:58
RA RA - tilkynning frá JOAKIM VON ISLANDUS
Bahamas 21 febrúar 2008
Ágætu Íslendingar - ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem einræðisherra yfir Íslandi frá og með árinu 2009. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður og mun ég seinna gera nákvæma grein fyrir þeim. En fyrst vil ég bera ykkur kveðju frá frænda mínum sem er eigandi þessarar bloggsíðu. Eftir að hann ákvað að koma fram í Evróvísíónundankeppnunununum og syngja ómeikaður og allur úr stílnum fyllibyttulag þá var mér öllum lokið. Greinilegt að maðurinn gekk ekki alveg á öllum og nú ákvað ég að grípa inní - til þess að forða ættinni frá frekari hneisu, löngu tímabær aðgerð reyndar. Á leið útúr útvarpshúsinu eftir að hafa skítfallið fyrir Spock og hvað þau heita, rændu útsendarar mínir honum, svæfðu og flugu með hann út til mín. Síðan þá hefur hann verið í haldi hjá mér að sötra ávaxtadrykki því ekki fæst hann til að fá sér neitt hjartastyrkjandi lengur, eins og hann hefði nú gott af því held ég. Ég gerði honum strax ljóst að ég ætlaði að snúa honum til trúar með góðu eða illu. Þegar honum var ljós alvara málsins lét hann undan og nú eyðum við kvöldunum saman við lestur bóka eftir Friedman heitinn og dögunum niðri í banka að skoða eignasafnið. Ég get sagt ykkur kæru skábloggvinir að það er erfiðara en tárum taki að eiga við frænda og eftilvill er honum ekki viðbjargandi. Ég hef sýnt honum hvað bíður hans sjái hann að sér, en ég fer að efast um að nokkuð virki á drenginn. Síðast í morgun kom ég að honum við tölvuna (sem hann á ekki að hafa aðgang að) að skrifa skammarbréf til bæjaryfirvalda á Akureyri vegna þess að það á að byggja fullt af þessum fínu íbúðaturnum á nokkrum vel völdum stöðum. Í póstinum sem ég gerði upptækan og eyddi með sama, andskotaðist hann útí umferðahávaða, loftmengun og leyfði sér þá ósvífni að halda því fram að Akureyrarbær væri að verða eitt viðamesta skipulagsslys Íslandssögunnar. Hvaða vitleysa er þetta í manninum? Krissi Júll - fyrrverandi einræðisherra á Akureyri sem er víðsýnn maður, sá á sínum tíma að besta leiðin og sú ódýrasta fyrir pöpulinn á Akureyri til að sjá sig almennilega um í heiminum, væri að byggja uppí loftið. Þegar ég ók inní Akureyrarbæ um daginn, til að hitta menn út af álþynnuverkssmiðjubréfum, báru tilfinningarnar mig nær ofurliði. Byko í sínu himinbláa veldi, glæsilegar bensínstöðvar, nokkur bílaumboð og ég veit ekki hvað, stórglæsilegar iðnaðarbyggingar á báða bóga, merki um velmegun og feita sjóði, þvílík framsýni, þvílíkur stórhugur að byggja svona fallega á þessum annars agalegu skítaklöppum.
En núna kallar Muhammi 2. á mig og er æstur þannig að ég verð að þjóta. (Muhammi 2. er nýji þjónninn minn, Muhammi 1. er flugmaðurinn minn, þeir eru ekkert skyldir)
Bið að heilsa ykkur í bili tilvonandi þegnar hans hátignar
JOAKIM VON ISLANDUS I
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 23.2.2008 kl. 00:22 | Facebook
Athugasemdir
Ástarkveðjur og takk takk fyrir mig
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:06
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 12:27
Bið að heilsa honum frænda þínum, hann er alltaf flottur!
Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:19
Það er einræðisherra á Íslandi! Hann heitir Davíð! Blessaður vertu, komdu og hentu þessum kalli út! Mér líst vel á þig sem einræðisherra..
Óskar Arnórsson, 23.2.2008 kl. 19:07
Ég styð þig,hafðu það gott
Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 19:41
Dásamleg meinhæðni...:)
Birgitta Jónsdóttir, 23.2.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.