24.2.2008 | 12:05
RARARA (fyrstu tónarnir í nýjum þjóðsöng)
Í þotunni á leið til Serbíu 22 febrúar 2008
Kæru þegnar - ég biðst innilega afsökunar á að loka svona bratt á ykkur í gær en ástæðan var brýn. Muhammi 1 þjónninn minn frá Súdan missti frænda úr augsýn eitt augnablik og þar með var fuglinn floginn. Nú er ég á leið til Serbíu í nýju Learjet 60 þotunni minni - ný vél, nýr flugstjóri, vonandi stendur hann sig aðeins betur en sá sem ég var með síðast. Trúlega ætlar frændi að hermdaverkast eitthvað í Serbíu vegna úrslitanna í Júróinu og ég geri allt sem ég get til að forða ættinni og heimsbyggðinni frá slíku. Hann var voðalegur fullur ef hann fékk einhverja flugu í hausinn en ég er með það á hreinu að hann er ekkert betri ódrukkinn ef sá gállinn er á honum. En varðandi Júróið þá veðjaði ég nú á tunnuhóið eftir að frændi datt út - var tilbúinn með undirritaðan samning og feitt seðlabúnt. Hinsvegar þekki ég aðeins til Friðriks Ómars og breyti bara hausnum á samningnum og hendi inn nokkrum Bahamasferðum. Það verður nú ekki amalegt fyrir sveitastrákinn að gera alheimstónlistarsamning við JOAKIM VON ISLANDUS 1. því eitt mitt fyrsta verk þegar ég tek við, verður nefnilega að einræðisvæða allt. Það verður ekkert helvítis vesen í gangi, eitt fyrirtæki í eigu aðaldúdans, púnktur. Ekki vanþörf á að einhver með bein í nefinu taki við mígleku bátskriflinu og hreinsi til í áhöfn. Og enginn er til þess betur fallinn en ykkar einlægur tilvonandi JOAKIM VON ISLANDUS 1. kominn af víkingum hertum í blóði og stáli. Ef við tökum nú stöðuna í nokkrum örstuttum skrefum þá er hún svona. Landið er á hausnum, andlega og fjárhagslega og allir sjá það nema landinn. Sjallarnir sem hafa nú fram til þessa séð um sína og passað að rétt sé gefið eru farnir að manga við félagshyggjuna með þeim voðalega hætti að nú er mokað út fjármunum til láglaunafólks sem gengur bara alls ekki ef skriflið á að haldast ofansjávar. Eins eru þeir farnir að gefa eftir í stóriðjumálum og það er auðvitað næstum því landráð. Þetta hefur að sjálfsögðu það í för með sér að minna verður til handa þeim sem eiga rétt á miklu og eins sé ég fyrir mér hvernig lýðurinn mun eflast og dafna og skelfilegur snjóboltinn byrjar að rúlla. Þetta mun ég að sjálfsöðu stöðva með einu pennastriki þegar ég tek við. Almennilega rekið fyrirtæki gengur ekki ef lýðurinn tekur völdin, svo mikið er víst. Ég mun sjá til þess að allir viti stöðu sína og ég mun sjá til þess að strákarnir í bönkunum sem nú eru að fá bágt fyrir að standa sig á erfiðum tímum, fái laun erfiðis síns. Er það nokkur hemja að það skuli vera svo hart að þeim vegið að laun dugnaðarforkanna séu lækkuð, dregið úr framkvæmdum og nauðsynlegum veisluhöldum til að halda ímynd og reisn. En það er til lausn og hún er fundinn.
ykkar einlægur
JOAKIM VON ISLANDUS 1. einræðisherra yfir Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir mig,vinur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:16
Þú ert alltaf flottur
Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 17:34
Takk fyrir þetta
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 18:04
Liðsmaður reiðubúinn þegar foringinn kallar.
sign
Bergur Thorberg, 24.2.2008 kl. 20:36
Ég hélt fyrst að ég væri að lesa gamla stefnuræðu frá Landspabba sjálfum - Dabba kóng - ertu nokkuð skyldur honum?
En svo náttúrulega áttaði ég mig á að þetta var ekki gamli harðstjórinn heldur bara ljúfu söngfugl. Takk fyrir mig.
Tiger, 25.2.2008 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.