3.4.2008 | 00:33
Að gefnu tilefni
Ég sá í frétt á Mbl að ÍAV eru búnir að gefast upp fyrir austan og eru á leið í bæinn. Uppsveiflan sem þeir ætluðu að mata krókinn á stenst ekki væntingar. Ekki ætla ég að staldra við það þó einhvert verktakafyrirtæki græði ekki nóg á stóriðjubrölti og virkjanaframkvæmdum á Austurlandi og reyndar ætla ég ekki að minnast neitt á það mál. Það er búið og gert, verður ekki tekið til baka, skaðinn skeður. Vonandi una Austfirðingar vel við sitt álver, mér dettur ekki í hug að óska þeim neins annars. Hinsvegar hrýs mér hugur við þeim áformum sem uppi eru um stjóriðjur á Suðurnesjum og Húsavík svo ekki sé nú talað um olíuhreinsunarstöð fyrir vestan. Vona ég heitt og innilega að stjórnvöld taki af skarið og stöðvi fyrirhugaðar framkvæmdir, helst um alla ókomna framtíð og beini kröftum sínum í aðrar áttir. Við þurfum síst af öllu á álbræðslum og olíuhreinsunarstöðvum að halda til að tryggja framtíð okkar og þeirra sem taka við af okkur. Hinsvegar hefur það verið þannig og minnir nokkuð á skipulagsmál sem eru í brennidepli um þessar mundir, að ef einhver er svo góðhjartaður að vilja framkvæma þá missa stjórvöld, hvort sem það eru bæjaryfirvöld sem ganga erinda verkataka, eða þeir sem fara með landsmálin og ganga erinda erlendra auðhringja, allt vit úr hausnum. Ég trúi því að framtíð okkar liggi í fallegu landi, hreinu vatni og lofti og manneskjulegu umhverfi. Græn framtíð er í mínum huga eina framtíðin sem hægt er að byggja mannsæmandi líf á. Græn framtíð mun búa okkur aðstæður þar sem áhersla er lögð á lífsgæði sem hvorki ryð né mölur fær grandað. Við Íslendingar gætum verið fyrirmynd þegar kemur að þessari grænu framtíð og haft nóg að bíta og brenna í leiðinni. Hinsvegar tel ég nokkuð ljóst að þannig verði það aldrei og af hverju er ég svona svartsýnn á framtíð okkar litla lands? Jú - við erum flest okkar of upptekin af engu og þar á sinnuleysið heima.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt 5.4.2008 kl. 12:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
100% sammála.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.4.2008 kl. 01:17
Kannski held ég að framtíð byggist á fortíð og hinni líðandi stund(stundum kölluð nútíð) ,sem líður hjá áður en við verðum varir. En svo tekur hann.... og framtíðin er ekki lengur inni í myndinni því það er núna...... sem við þurfum að taka á honum stóra okkar og land'onum. eða kannski tekst okkur aldrei (nema stundum), að landa honum. Í framtíðinni verðum við betri og í fortíðinni.... kannski ennþá betri...... og...... það tekur það enginn frá okkur, þó sumir fegnir vildu, þó við séum góðir núna. Svo við veitum sjálfum okkur syndaaflausn: Þetta? Það er ekki okkur að kenna að við erum góðir......akkúrat núna. Umfram allt: Halda áfram að vera góðir í víðfeðmri merkingu þess orðs eins og einhver sagði sem ég man öngvanveginn hver var: "Orð eru til alls fyrst". Samt vitum við að, af eigin reynslu, að hljóð(tónn) og mynd koma sjónarmun á undan orðum og ekki orð um það meir. Kært barn á sér mörg nöfn. Orð, tónn, mynd..... þríburar.... systkini sem una sátt við sitt og hopa hvergi.... enda ansi lík....a.m.k. inn við beinið góða.
Takk fyrir góð skrif og orð í tíma töluð
Kv. Thorberg
Bergur Thorberg, 3.4.2008 kl. 02:22
Kannski fjárhagsástandið í landinu sé lán í óláni. Það hlýtur að vera erfitt að fjármagna stórar framkvæmdir í bili, kannski biðin verði nógu löng til að ráðamenn átti sig á aðalatriðum lífsins ..... eða ég meina, það má alltaf vona, er það ekki???
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 10:57
Takk fyrir góðan pistil Pálmi. Þetta eru orð í tíma töluð. Bestu bjartsýniskveðjur,
Hlynur Hallsson, 3.4.2008 kl. 11:14
Stundum loka ég augunum og sé fyrir mér hvernig Ísland gæti litið út ... grænt, tært, þar sem byggi þjóð laus við ójöfnuð, spillingu og græðgisbúllið sem drepur sálir eða færir í það minnsta í bönd. Svo opna ég augun og sé einkaþotu fljúga í átt til sólar og fæ hláturskast yfir því hvað ég get verið vitlaus.
Pálmi Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 11:31
Það er ekki vitlaust maður sem hefur fallega drauma. Hann hefur hugsjón, og mættu vera mikið fleiri slíkir. Þessi græðgi sem gripið hefur fólk, eða er ekki málið að þetta er óhefta kynslóðin, fólk sem hefur alist upp við að eiga allt, mega allt og telja sig geta allt. Bera enga virðingu fyrir eignum annara, heilsu eða lífi. Ég var einmitt að hugsa þetta í dag, þegar ég ók stelpunum á leikskólann, og hugsaði um það sem þar fer fram. Þar er börnunum kennt að þau eru öll sem eitt, eitt fyrir öll og öll fyrir eitt. Ég veit ekki, en það er ef til vill von eftir allt saman, þegar þessi forvirraða kynslóð missir völdin og áhrifin. Það gæti tekið eitthvað fallegra og betra við, ég vona það alla vega.
Þangað til verðum við bara að reyna að streytast á móti og hafa vit fyrir mestu vitleysingunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 13:51
Athugasemd að gefnu tilefni:
Góð færsla sem er sammála.
Sigurður Þórðarson, 3.4.2008 kl. 21:05
Heimspekin og ljóðrænan svífur hér yfir vötnum.
Fréttin sem þú vitnar í Pálmi, var þó tilefnislaus enda sáu Aðalverktakar sig knúna til þess að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna fyrirsagnarinnar í Mbl.
Margir hafa verið hugsi hér eystra í nokkurn tíma yfir öllum byggingaframkvæmdunum og talið að of mikið væri byggt. En er það mælikvarði á það hvort álverið hafi átt rétt á sér eða ekki? Það, að einhverjir byggingaverktakar hafi farið fram úr sér?
Það vissu allir að á uppbyggingartímanum yrði hér allt á öðrum endanum, en það var ekki það sem fólkið beið eftir. Það beið eftir tækifæri til að stöðva fólksflóttan, en íbúum á Reyðarfirði hefur fjölgað um rúm 80% á tveimur árum, úr rúml. 600 manns í um 1100. Fólk vonasðist eftir tækifærum fyrir ungt fólk að snúa til heimabyggðar sinnar með menntun í farteskinu, tækifæri fyrir byggðarlagið að geta boðið upp á þá almennu þjónustu, sem nútímafólk í þéttbýli ætlast til að sé til staðar. Þá er ég að tala um sjálfsagða hluti eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, auk þjónustu á sviði verslunar o.þ.h.
Það hefur varla farið fram hjá neinum undanfarið að samdráttur hefur verið í þjóðfélaginu á undanförnum vikum, ekki síst í byggingariðnaði, m.a. vegna samdráttar á lánamarkaði. Því skildi það vera öðruvísi á Austurlandi en annarsstaðar?
HÉR má heyra hvað fólk á förnum vegi á Austurlandi segir um ástandið fyrir austan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2008 kl. 23:55
Knús knús og kveðjur elsku vinur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.4.2008 kl. 17:53
Ég ætla ekkert að rífast um þetta við þig.
Það er nefnilega engin ástæða til þess.
Góður, þarfur pistill.
Kveðja til Kimma.
Steingrímur Helgason, 5.4.2008 kl. 20:45
Sælt veri fólkið og takk fyrir innlitið.. ég hefði orðið sár og svekktur ef Gunnar bloggvinur minn og tilvonandi veiðifélagi hefði ekki bankað uppá. Hann finnur ljóðrænu og heimspeki svífa yfir vötnunum í færslunni hjá mér og komandi frá honum lít ég á það sem meðmæli. Auðvitað hörmuðu ÍAV fyrirsögnina hjá MBL... menn slá ekki á hendina sem fæðir og klæðir. Hinsvegar held ég að það sé nokkuð ljóst að loftið er að síga úr blöðrunni. Ég vil ítreka aftur og enn að ég vona að stjóriðjan fyrir austan og allt það sem henni fylgir verði mannlífinu til góðs enda snýst andstaða mín, gegn stóriðju og óafturkræfum náttúruspjöllum, ekki gegn FÓLKI. Nóg er komið í mínum huga af þessu risabrölti. Næstu skref ættu að vera nær jörðinni græn ekki grá.
Pálmi Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 18:57
Góðu pistill
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.4.2008 kl. 20:03
Já Pálmi! Takk fyrir góðan pistil. Þú ert snillingur og þeir hafa það ekkert alltaf best..
..sjá hluti sem öðrum er hulin ráðgáta..og allt eftir því..
Það væri spor í rétta átt að taka þá allra verstu úr umferð á Íslandi og jarða þá í einkaþotunum bara svona til að byrja með..eitthvað fýlukast í mér í dag..
Annars er ég almennt ekki eins geðveikur og ég vildi vera. Búin að reyna mörg trix, endar alltaf á því að maður verður bara enis aftur.
Bíð eftir næstu Andres Önd svo maður geti lesið etthvað af vitrænt, annað en dagblöð sem er troðið upp á mann...sry þetta með skapið akkúrat núna.
Hundleiðist.. Takk fyrir góðan pistitl..ogþað eru engar stafsetningarvillur hjá mér..bara minn perónulegi ritstíll sem ég held mikið upp á..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 21:06
Það væri afskaplega gott ef það myndi verða þannig í nánustu framtíð,ég sé það bara samt ekki gerast hér.Ég vona bara að árnar og vötnin okkar sleppi og við fáum að halda áfram að stunda veiðar´.
Landi, 7.4.2008 kl. 13:07
Ég deili þessari framtíðarsýn þinni en þegar umhverfisráðherra upplýsir svona átakanlegan vanmátt sinn gagnvart gróðrahyggjunni og „Fagra Ísland“ Samfylkingarinnar reynist vera skiptimynt fyrir völd er sennilega fokið í flest skjól. Auðhyggjan og græðgin virðast vera búin að smjúga inn í þjóðarsálina þannig að það verður ekki fyrr en afleiðingarnar koma í ljós sem fólk fer að fatta. Og þá verður það of seint.
Ævar Rafn Kjartansson, 7.4.2008 kl. 22:31
Vel mælt :-)
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 10.4.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.