Ra ra ra lífróið

Jóakim von Islandi bloggar frá  gúmmíbát einhversstaðar ...

Það á ekki af mér að ganga.. Múhammi gleymdi að setja bensín á vélina sem liggur nú á sjávarbotni. Það eina sem okkur tókst að taka með okkur í björgunarbátinn var tölvan mín sem ég sendi þetta síðasta ávarp mitt til ykkar kæru tilvonandi þegnar, mottan hans Muhamma og tvær Glenfiddich. Og ástandið í gúmmítuðrunni er ekki gott get ég sagt ykkur. Múhammi lemur hausnum viðstöðulaust í mottuna á milli þess sem hann ælir. Ef ég kemst frá þessu lifandi þá fer ég alvarlega að hugsa um snekkju með íslenskum skipstjóra, það verður að hafa það þó það taki aðeins lengri tíma að skutlast á milli, þetta er ekki ásættanlegur andskoti. En þar sem fyrir mér liggur hvíld í votri og kaldri gröf fer ég yfir líf mitt í snatri. Ég kemst að því að ég hef ekki verið góður strákur, ekki alltaf. Eiginlega aldrei. Trúlega var eitthvað smá í mig spunnið þegar ég var yngri en það er á tæru að aurarnir hans pabba gerðu mig að algerum óþverra.  Í áratug hef ég lítið annað gert en að sólunda peningum um leið og ég hef svínað á náunganum á allan máta, stundað innherjaviðskipti sem fengju Berings strákinn til að fölna af öfund, haldið framhjá konunum mínum sem eru ef ég man rétt sjö talsins, ekki sinnt krökkunum sem ég man ekki hvað eru mörg, svo ekki sé talað um hvernig ég hef drukkið eins og svín og reykt eins og strompur.  Guð hvað ég hef verið vondur. Ekki spurning í hvaða átt ég fer þegar ég sýp sjóinn. Vonandi er þetta samt allt lýgi með steikingu yfir hægum eldi. En andskotinn ég er ekki svona slæmur, ég hef nú stundum látið gott af mér leiða. Til dæmis eru 50000 kínverjar að snyrta fisk á mínum vegum í Xijangoong eða hvað það nú heitir og væru trúlega allir sem einn með grjónaskitu ef ég hefði ekki komið fagnandi frá landinu kalda með ýsu og þorsk til að snyrta og pakka fyrir heimsmarkað. Eða Indverjarnir sem sjá um að sauma fötin fyrir mig. Önnur 50000 stykki þar, allt volaðir aumingjar þar til ég kom til bjargar. Svo má ekki gleyma Malaví og Namibíudæminu sem frændadjöfullinn svindlaði inná mig. Sem var þegar upp var staðið ekki alslæmt því ég fæ alveg voðaleg mikið gúddvill útá hjartagæskuna og það hefur búði í haginn fyrir mig og ýtt undir viðskipti.  Ég er í raun alger gersemi þegar ég skoða það betur, alltaf að bjarga öllum með hjartað utanáliggjandi. Á þessum síðustu stundum lífs míns hlýjar hún mér öllum að innan ásamt Glenfiddanum, vitneskjan um óendanlega góðsemi mína.  Hey hey,  Muhammi sá svarti bedúínadjöfull hefur komist í hinn Glenfiddann og flaskan er tóm. Og ég sem hélt að þeir dræpust frekar en að fá sér dramm.  Nú situr hann í  lotusstellingum á mottunni og syngur hástöfum Allha ho Allha hey.  What the hell -  yfir kaldan ra ra ra -   ..   kæru vinir og samlandar. Nú þegar komið er að lokaandvörpunum hugsið þá hlýtt til mín um leið og þið kaupið hlutabréf í olíuhreinsistöðinni fyrir vestan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

HVAÐ!!!!
Er komin olíuhreinsistöð fyrir vestan???? 

PS
Frábær pistill eins og vant er. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góður eins og alltaf

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Dunni

Flottur pistill og bros-grátlegur

Dunni, 11.4.2008 kl. 07:49

4 Smámynd: Landi

Það er orðin spurning hvenær bókin kemur út Pálmi.

Gargandi snilld

Landi, 12.4.2008 kl. 08:32

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

..það vantar heimildarmynd um þig Pálmi! Svo er bara að klippa rugllífið út enda kemur það ekki að nokkru gagni fyrir neinn, og leggja áherslu á hjartagæskunna svo sannleikurinn þinn um þig sé alveg á tæru..

Óskar Arnórsson, 12.4.2008 kl. 13:41

6 Smámynd: Ómar Pétursson

Kvitt, flottur að vanda

Kveðja

Ómar Pétursson, 13.4.2008 kl. 00:03

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon iconsGóóóðððuuuurrr

Kjartan Pálmarsson, 14.4.2008 kl. 09:14

8 identicon

 Ég á ekkert einasta orð hvað þú getur verið fyndinn .

meira takk

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:52

9 Smámynd: Sigga Hjólína

Fliss...

Sigga Hjólína, 16.4.2008 kl. 21:17

10 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, ég þurfti sko aðeins að snúa við nokkrum hugsunum og meira að segja kollinum, áður en ég skildi þessa færslu til fulls.....

.... mjög góð færsla og vel skrifuð - ég er búin að skilja hana

Lilja G. Bolladóttir, 17.4.2008 kl. 05:50

11 Smámynd: Landrover

hahahahaha...hvernig ætli það sé að vera með grjónaskitu!...hahaha...eins og að poppa?... takk fyrir  sögunna:)

Landrover, 19.4.2008 kl. 09:56

12 identicon

Sæll, rakst bara á blogið þitt... lanagði bara að spyrja þig, ertu hættur að syngja ? við vorum bara að spá hvort að það væri hægt að fá þig til að syngja.

Gusta (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband