Ó borg mín borg

Hótel Hilton Reykjavík  28-6-2008

Ágætu tilvonandi þegnar. Nú er ráðlögðu bloggfríi lokið. Eftir Vestmannaeyjasjúderrallið sem fór langt með að ganga frá mér, dreif ég mig í land og hef verið á svítunni á Hilton að ná mér. Skrapp í dítox til Póllands og lét í leiðinni laga aðeins framhliðina. Nú er ég til í slaginn, alveg eins og nýr maður, búinn að ráða flugstjóra, tvo frekar en einn og farinn að taka til hendinni. Ó borg mín borg ra ra ra ra ra ra ra ra ..  Ég hef notað tímann til að íhuga næstu skref um leið og jafnframt verið með athyglina á þjóðmálunum. Ég þoli reyndar illa náttúugemlingana sem vilja stöðva allar framkvæmdir og fara að selja loft og gras enda fá þeir farmiða úr landi aðra leiðina þegar ég tek við. Ekki nema von að illa sé komið fyrir fósturjörðinni þegar gamlir úrsérgengnir hippar fá að vaða upp með allkonar bull um eyðingu náttúruverðmæta og svoleiðis. Ekkert skil ég í henni Björk sem er svo vel gefin og á svo ógurlega mikla peninga að láta svona. „Virkjum virkjum virkjum skerið“  verður eitt af slagorðum hins nýja ríkis Joakims von Islandus og ég get lofaði ykkur hippalingar það verður hamingja í hverjum firði. Fallegar verkssmiðjur munu rísa þar sem koma má því við, olíuskip munu sigla þöndum seglum um rennisléttann vorsjóinn allan ársins hring, færandi gull í rúmgóðar hirslur, gufustrókar munu standa uppúr óteljandi gufuaflsvirkjunum og sérstakt ráðuneyti sem snýr að hönnum slíkra mannvirkja verður stofnað, trúlega fæ ég Össur til að sinna því. Súpersamningur við Nató mun svo búa þannig í haginn fyrir okkur að tveir nýir Natóvellir verða byggðir, annar fyrir norðan hinn fyrir sunnan og margt annað áhugavert verður sett í gang sem býr til seðla. Ég flaug fyrir nokkrum dögum nokkra hringi í kringum eyjuna með fjárfesta frá Rússlandi og Nigeríu, lentum á Akureyri og fórum í Bláa lónið. Áður en þeir fóru heim lét ég þá setja þumalputtana á viljayfirlýsingar um í það minnsta 10 olíuhreinistöðvar vítt og breytt um landið, 2- 4 álver og í það minnsta eina stálverskssmiðu. Milljarða samningar þar á ferðinni og engin ástæða til að hafa áhyggjur af fiskimiðum eða andrúmslofti enda nægur sjór og himinninn heiður. blár og stór. Það má hvort eð er ekki veiða neitt í dag þannig að það er nú ekki mikill skaðinn þó nokkrir olíudropar fari endrum og sinnum í hafið. Ég hef fylgst með umræðunni um Evrópusambandsmálin og ég get upplýst það eins og skot. Þangað förum við aldrei, það er ekkert uppúr því að hafa annað en reglugerðavesen. Í framtíðarlandinu verður ekki mikið um slíkt. Einn maður ræður öllu, deilir og drottnar.  "divide et impera"  Hugsið ykkur kæru landar, breytingarnar sem framundan eru  - eftir nokkra mánuði loka ég Austuvelli og hið nýja Ísland lullar inní tímabil velsældar og framfara. Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er andskotans fiflið hann frændi minn sem hringir í mig daglega til að minna mig á ákveðin mál sem ég vil helst ekki að komi fram fyrr en eftir yfirtökuna. En nú þarf ég að skreppa til Zimbabwe að kaupa land og fá mér einn kaldann með Mugga vini mínum.

Jóakim von Islandus - faðir og einræðisherra framtíðarlandsins Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 17:37

2 identicon

Sæll Pálmi:)Skemmtileg síða og mig langar að leggja orð í púkkið.Ég er að austan eins og þú en hef búið fyrir norðan núna,sl.8 ár.Ég get varla lýst þeim breytingum sem hafa orðið fyrir austan frá því ég flutti.Atvinnutækifærin eru meiri og samgöngur betri.Ég er náttúrverndarsinni en ég studdi álversframkvæmdirnar á Reyðarfirði á sínum tíma vegna þess að ég vil láta nýta náttúröflin í þágu mannfólksins.Svo er alltaf spurning,hvenær er komið nóg?Álver eru ekki endilega lausnin við atvinnuleysi í landinu en það sem mér finnst skipta mestu er að það sé hægt að búa við viðunandi kost hér,og það bitnar oftar en ekki á náttúrunni,því miður.Ég hef heyrt fullt að heimskulegum hugmyndum hvernig á að draga fram lífið á landinu bláa,frá ráðamönnum og ég þoli ekki þegar þeir sömu segja ''það þarf að gera eitthvað''....en hvað???Það er hægt að tala endalaust um þetta,en í mínu hjarta er náttúran og landið mitt mjög mikilvægt en samlandar mínir eru það líka.Svo er verðbólgan og ruglið í efnhagskerfinu alveg kafli út af fyrir sig.....

Bestu kveðjur og það var skemmtileg tilviljun að ég rakst á þessa síðu.Takk innilega fyrir framlag þitt til tónlistarinnar.Það hefur gefið mér mikið:)

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa -

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill og það vantar alvöru einræðisherra á þetta land! 

..það þarf að dýfa allri Ríkistjórninni niður í wodkatunnu og halda þeim þar þangað til eitthvað vit kemst í hausinn á þeim !

Alveg merkilegt land þetta Ísland!

það kom "vinur" minn í heimsókn gjörsamlega á skallanum og lyktaði svo illa að ég hleypti honum ekki inn!

Samt náði hann að segja meira gáfulegt á þessum 15 mínutum sem það tók að losna við hann, enn öll Ríkistjórnin samanlögð á heilu ári!

Ég hefði líklegast hleypt honum inn ef hann gæti drullast í sturtu svona einu sinni í mánuði! Ég sagði honum að fara í sturtu og koma svo...

Núna er er ég með samviskubit því honum sárnaði þetta eitthvað. Bölvaður asni get ég stundum verið í samskiptum við besta fólkið á þessu landi...

Óskar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Fríða Eyland

Þú ert sá eini með vit í kollinum, áfram önd...

Fríða Eyland, 6.7.2008 kl. 10:52

6 Smámynd: Gulli litli

Þetta er athygliverð framtíðarsýn Jóakim....

Gulli litli, 6.7.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Upp upp mín önd og allt mitt geð ... takk fyrir að kjósa einræðið fram yfir þetta strigapokalýðræði sem hefur viðgengist hér. Ykkar verður minnst þegar ég útdeili smáræði til þeirra sem vita hvað ég er að tala um. Hinir fá að sópa gólf í einni af olíuhreinsistöðvum ríkisins. Ríki Jóakims von Islandus. 

bra

Pálmi Gunnarsson, 6.7.2008 kl. 15:47

8 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Fyrirgefið kæru bloggvinir. Eina ferðina enn hefur ófétið hann Jóakim náfrændi minn, svindlað sér inná bloggið mitt, hvernig í andskotanum sem hann nú fer að því. Ég fór í stutt frí og hélt að kallinn væri kominn í afeitrun og sálfræðimeðferð eftir síðustu svaðilfarir en aldeilis ekki. En látið ekki blekkjast af gylliboðum Jóakims .. þó hann sé skrýtinn þá er hann slunginn og þekkir velflestar hliðar mannlegs breyskleika.

Pálmi Gunnarsson, 6.7.2008 kl. 15:55

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Var úti á flugvelli í morgun. Jóakim var á leiðinn til Vopnafjarðar, að virkja Hofsá og Selá. Er viss um að Alcoa væri tilbúið að bora göng um Hellisheiði í staðinn. Þetta voru nú aldrei nema hortittir sem veiddust í þessum sprænum. Sérðu ekki fyrir þér allir að tala um nýja fallega álverið í Vopnafirði.

Sigurður Þorsteinsson, 6.7.2008 kl. 17:39

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe..vertu góður við náfrænda þinn Pálmi! ..leyfðu honum að ljúga og þykjast eins og hann vill...ég votta samúð mína til bæði sálfræðingsins og "afeitrunarsérfræðingsins" sem hann étur líklegast upp án þess að þeir fatti það..

..Jóakim er hvorki skrítinn eða slunginn! Bara einmana og óhamingjusamur banka- og stjórnarformaður til hægri og vinstri með hvítar ræmur neðan úr nefinu og fullur í einkaþotu! þekki fullt af svona Öndum..  hehe..

Óskar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 18:28

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:04

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Jú Sigurður ... ef Kimmi fengi að ráða myndi hann kaupa Leiðarhöfn og byggja álver þar ...  . Annars trúi ég að í Vopnfirðingum búi náttúrusál sem leyfir ekki álver. Varðandi Hofsá og Selá þá reikna ég ekki með að Kimmi fái að virkja. Hinsvegar steðjar önnur ógn að þessum dýrðarsprænum og það er hafbeitarsullið hinum megin við múlann. En það má nú helst ekki styggja Jökuldælinga. Óskar; trúlega er Öndin orðin aðeins of steikt til að það megi hjálpa henni, en ég held samt að það sé enginn vonlaus þannig að ég flýg austur og finn karlskrattann. Trúlega á barnum á Hótel Tanga að segja fræðgarsögur af sjáfum sér.

Pálmi Gunnarsson, 6.7.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

..já, þessar "Hvítu Endur" eru svolítið varhugaverðar þegar þær eru "vel steiktar"...enn það er satt, að það eru engin vonlaus tilfelli..

Óskar Arnórsson, 7.7.2008 kl. 00:43

14 Smámynd: Bergur Thorberg

Pabbi: Má ég eiga lækinn? Þá gæti ég búið til stíflu í kvosinni. Gerðu það....ha pabbi..........

Bergur Thorberg, 10.7.2008 kl. 23:40

15 Smámynd: Landi

Ég mæli með að kimmi frændi verði kominn á þing innan skamms tíma,við þurfum alveg pottþétt svona með góða hugsun

Landi, 11.7.2008 kl. 22:23

16 Smámynd: Landi

Sorry,,vantaði orðið mann til að ljúka setningunni.

Taka II,,,við þurfum alveg pottþétt svona mann með góða hugsun.

Landi, 11.7.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband