9.11.2008 | 23:08
Nú anda suðrið og ra ra ra ra ra ra
Í 30 þúsund fetum í þotunni á leið til gamla landsins
Einhver stórkostlegasti stjórnmálamaður íslandssögunnar er Davíð Oddson. Ekki versnaði það þegar hann fékk bankastjórastólinn. Ég mun umsvifalaust rífa niður styttuna af Jóni Sig og smíða eina risastóra af Davíð í staðinn. Lögskipaðir verða Davíðs dagar og líka Dóra dagar. Gefin verða frí,haldnar ræður og lesið uppúr verkum þessara snillinga sem lögðu grunninn af því sem koma skal á næstu öldum. Hugsið ykkur þessa dásamlegu menn. Þeir hafa á örskömmum tíma sýnt einu stykki óstýrlátri þjóð hvernig á að stjórna. Já víst hefur þú verið óþekk mín kæra þjóð, það þurfti að rasskella ykkur aðeins. En nú þegar búið er að draga úr ykkur hrygglengjuna er ekkert annað eftir en að byggja ykkur upp aftur í anda hinnar einu sönnu einstefnu sem kennd er við Jóakim Frideman Hannes von Islandi. Í því framtíðarlandi þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru en því að greiða af lánunum ykkar og vera góð við hvort annað. Það er einfalt líf. Hin almáttugi og alltumvefjandi umhyggjufaðmur landföðurins Jóakims von Islandi, hins uppljómaða Andavisna sér um allt hitt. Ég veit að höggið var dálítið fast en það gleymist fljótt. Nú er bara að drífa sig í bankann og biðja um greiðslufresti eða skuldbreytingar til næstu 70 ára og ég get lofaði ykkur því að það mun allt verða samþykkt, reyndar þarf ég að láta hækka aðeins við ykkur vexti en þar eruð þið á heimavelli og hagvön. Svo er staðan þannig á alheimsmörkuðum núna að enginn gjaldeyrir verður til næstu áratugi þannig að nú er bara að ferðast innanlands. Ekkert utanlandsráf eða nám í öðrum löndum enda landið fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar ra ra ra, og skólar á öðru hverju götuhorni. Innflutningur verður lítill en mikið flutt úr landi af áli og slíku. Til að mæta ofboðslegri fjárþurf þjóðarinnar verður nokkrum álverum rutt upp. Þauverða rekin með fríu vinnuafli. Það verður nokkurskonar herkvaðning - 2-3 ár í álveri, til heilla fyrir land og þjóð, fjallkonan fríð og allt það. Eitt ætla ég svo að biðja ykkur um. Í guðanna bænum hættið nú að öfundast útí Hannes og strákana okkar. Þeir eru nú þegar komnir í fulla vinnu hjá mér á Cayman og fleiri stöðum, reynslunni ríkari eftir rússibanann. Hinir sem voru aðeins minna þekktir eru nú þegar farnir að stjórna nýju bönkunum mínum. Þeir ekkert annað en gott skilið Hannes, Bjarni hinir þarna Sigurðarnir, eins hart og þeir lögðu að sér við útrásina. Það má ekki gleyma því að þeir komu jú Íslandi á kortið. Mikið voðalega fann ég til með Fonsaranum um daginn ... hugsið ykkur að þurfa að láta heilt flugfélag falla svona og ég átti hreinlega erfitt með að halda aftur af mér. En það má alltaf finna annað flugfélag. Til að draga enn frekar úr áhyggjum ykkar þá hef ég nú þegar keypt allar skulbindingar landsins erlendis og allt komið í stakasta lag á þeim bæjum og Hannes snillingur er á leið heim til að taka við starfi sérstaks ráðgjafa hjá öndinni. Ísland er land þitt ra ra ra ra ra ra. Farið nú að láta ykkur hlakka til allra jólatónleikanna og hafið ekki áhyggjur af áfenginu, það verður lækkað aftur, ég sé um mitt fólk. Rúdólf með rauða nefið ra ra ra ra ra ra ra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
Treysti þér ekki. Er ekki öruggt að þessir Dabba og Dóra dagar verða þeir dagar sem við sauðsvartur verðum að vinna tvöfalt þeim til dýrðar?
Hvað með það þó þú hafir ekki getað keypt þér miða með Sterling hingað heim, kemur bara með Æslandexpress minn kæri.
Kveðja úr Tjöruborginni og ps hittumst á Horninu í eðal expresso við tækifæri
Sverrir Einarsson, 10.11.2008 kl. 02:45
Jújú. Rúdolf með rauða nefið og Hannes Hólmsteinn með brúna.
Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 02:05
Ég gerði rissu að svona styttu fyrir nokkrum árum. En þú verður að koamst í bókina mína til að sjá hana. Er ekki annars gaman að baða sig daglega í peningum, Jóakim minn?
Ólafur Þórðarson, 11.11.2008 kl. 02:51
Snilldar "skýrsla"...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.11.2008 kl. 07:35
Sæll.
Heldur þú að það sé séns á að þessi Gulu hinu meginn geti lofað þeim að gista síðustu árin. Það væri nóg einn strákofi 1.kílo hrísgrjón og eitt teppi. Smá,Smávegis af heroini til að framkalla rétt hitastig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 07:57
Það er náttúrúrlega skandall að það skuli ekki vera löngu búið að setja þessa styttu á legg og ég tala nú ekki um þessa Davíðs daga,þvílík snilld.
Ég kem ekki til með að hafa áhyggjur af þessum mönnum,ég veit að þú átt eftir að hugsa vel að framtíð þeirra með þessum nýju störfum sem þeir koma til með að sinna hjá þér.
Bara svona eitt atriði Jóakim Von Íslandi,vantar þér ekki rosalega mikið góðan einkadriver þarna niður á Cayman ??.Það væri nú ekki slappt að eiga reikning þarna æ þú veist á Cayman.
Þú lætur mig bara vita með Jobbið er að ekki,áttu ekki annars þotuna ennþá ??.Þú sendir hana bara eftir mér,það er bara svo miklu þægilegra að þurfa ekki að tékka töskurnar oft inn..
Vertu bara í bandi félagi,þangað til Bra bra ra ra..
Landi, 11.11.2008 kl. 09:44
Að eilífu, Davíð! Er Seðlabankinn verndaður vinnustaður?
Ævar Rafn Kjartansson, 11.11.2008 kl. 12:22
Knús kveðjur til ykkar norður elsku Öndin mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:33
Þetta er frábær færsla....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:55
Frábær færsla Pálmi! Eins og þín er von og vísa. Við lesningu hennar rann það upp fyrir mér hvað þjóðin í gegnum alla bömmera sem stjórnin hefur gert og fleiri álíka uppákomur, hvað hún er fljót að fyrirgefa (gleyma!). Það laust því að mér sú spurning, hvort það geti verið að þjóðin sé með meðfætt "alzheimer light" sem síðan færi versnandi með aldrinum! Hvað heldur þú ?
Sigurlaug B. Gröndal, 11.11.2008 kl. 20:39
Styttu af karlinum í hvert kjördæmi. Maður á ekki að þurfa ferðast landshorna á milli ef maður vill kasta eggjum til að finna reiði sinni útrás.
Víðir Benediktsson, 14.11.2008 kl. 22:00
þann 19. nóvember, 2008 - "Sláum skjaldborg utan um Alþingi".
Stjórnarandstaðan ætlar að standa með okkur í dag,
-hún mætir og ætlar í framhaldi af því að lýsa yfir vantrausti á Ríkisstjórn Íslands :O)
Nýir Tímar
www.nyirtimar.com
www.facebook.com/ákall til þjóðarinnar
www.facebook.com/skjaldborgarmótmælin
Sigurlaug (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.