FORINGJADÝRKUN

Ummæli Harðar Torfassonar sem féllu þegar forsætisráðherra Geir H Haarde tilkynnti um alvarleg veikindi sín ollu eðlilega fjaðrafoki . Umræðurnar vöktu mig til umhugsunar þá áráttu mannsins að finna sér foringja til að dýrka og fylgja í blindni. Þessi árátta hefur verið landlægur fjandi frá stofnun íslenska lýðveldisins. Hún er af hinu illa, frjór jarðvegur fyrir gjörspillta stjórnarhætti og mismunun. Mín skoðun er þessi. Á mestu umrótartímum sem íslenska lýðveldið hefur farið í gegnum höfum við sem þjóð ekkert að gera við foringjadýrkun af neinu tagi. Nóg er komið af slíku. Hörður á allar þakkir skyldar fyrir sitt framlag en mótmæli fólksins í landinu snúast ekki um persónu Harðar, eiga ekki að gera það og mega ekki gera það. Foringjadýrkun hefur haldið þessari þjóð í helgreipum um áratuga skeið og rústað því sem við höfum á tyllidögum montað okkur mest af, þingbundnu lýðræði. Nú sitja forystumenn sitjandi stjórnar í feni sem er skilgetið afkvæmi þeirrar áráttu þjóðarinnar að fylgja foringjum í blindni, meðan forystumenn gjörónýtrar stjórnarandstöðu bíða í barnslegri tilhlökkun eftir að komast til valda. Í mínum huga á íslenska þjóðin að gefa öllu þessu liði frí, langt frí - og taka svo til við endurritun nýrrar þjóðarsögu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála við þurfum ekki „sterka“ foringja heldur hópa velþenkjandi og hæfs fólks sem kemur sér saman um lausnir. Hörður hefði snemma í mótmælunum átt að deila fundarstjórahlutverkinu með einhverjum af þessu hæfa fólki sem er með honum í staðinn fyrir að verða andlit mótmælanna. jibbíí....... eða úps?

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Mannlegt eðli mun ekki breytast. Við þurfum alltaf einn til að upphefja og annann til að níða. Gott-vont hvítt-svart

hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur. Hehehehe

Bergur Thorberg, 26.1.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Kristján Logason

Eins og talað út úr mínu hjarta.

Kristján Logason, 26.1.2009 kl. 14:32

5 Smámynd: María Magnúsdóttir

Algjörlega sammála. Amen!

María Magnúsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Dunni

Og ekki bara að Steingrími hlakki óskaplega til. Hann er búinn að kaupasér nýtt kosningadress.  Mér fannst reyndar bindið ekki passa með. En.....

Það þætti fátækur sauðabóndi á Austurlandi sem ætti sauðahjörð með ámóta vitsmuni og finnast hjá sauðahjörðinni í steinhúsinu við Austurvöll 

Dunni, 26.1.2009 kl. 15:56

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Foringjahollusta getur að sjálfsögðu gengið út í öfgar, en afburðamenn eru ekki á hverju strái. Forysta þeirra hefur leitt mannkynið áfram til góðs, en stundum líka til ills.

Þegar margt hæfileikafólk er saman komið til ákvarðanatöku, þá getur verið erfitt að komast að niðurstöðu. Þá geta afburðamennirnir komið í góðar þarfir. En þeir eiga aldrei að vera stærri eða merkilegri en heildin og enginn er ómissandi. Þar liggur efinn. Stundum eru afburðamenn ofmetnir, stundum vanmetnir, kannski sjaldnast rétt metnir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: Landi

Þarna hittir þú naglann á hausinn,gæti ekki verið meira sammála...bra..

Landi, 26.1.2009 kl. 18:03

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Vel mælt og þessu megum við ekki gleyma.

Arinbjörn Kúld, 26.1.2009 kl. 18:18

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kveðjur....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:11

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Foringjahollusta er að sönnu hvimleið og um leið heimskandi, um það verður varla deilt, og oft sorglegt að sjá hvernig besta fólk getur blindast af slíkri vitleysu. Þó held ég að hafi keyrt um þverbak með tilkomu Davíðs Oddssonar til æðstu metorða stjórnmálanna. Svo einkennilegt sem það nú annars er, þá tók hver stjórnmálaforinginn á fætur öðrum upp einræðislega tilburði Davíðs og gerðu að sínum; kröfðust skilyrðislausrar hollustu flokksfélaga sinna og ýttu miskunarlaust öllum gagnrýnisröddum út í horn eða hreinlega út fyrir dyr. Í kjölfarið minnkaði allt sem hægt var að kalla lýðræði innan stjórnmálaflokkanna og er nú svo komið að innan þeirra ríkja foringjar með fámenna, harðsnúna elítu í kringum sig, hirð sem passar uppá völd foringjans, og sín eigin, yfir hjörðinni.

Jóhannes Ragnarsson, 26.1.2009 kl. 21:31

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Pálmi.

Ummæli Harðar Torfasonar voru mjög ósmekkleg og vanhugsuð. Hvort það sé nú pólitískur andstæðingur sem veikist eða samherji þá á hann skilið virðingu. Það var fyllilega eðlilegur hlutur að forsætisráðherra léti þjóðina vita af veikindum sínum.

Ég vil ekki kalla undirlægjuhátt við valdhafa leiðtogadýrkun, heldur foringja eða stjórnendadýrkun. Þessi tilhneiging kemur fram í fleiri þáttum, eins og þegar menn rugla saman stjórnmálum og trúmálum. Þetta kemur vel fram í bloggheimum. Hópur manna gengur fram og grýtir lögregluna. Þessi hópur fær stuðning frá fjölda bloggara, af því að það hentar einhverjum málstað. Fólk skipar sér í fylkingar í flokka og er sammála sínu fólki í öllum málum, alltaf. Sem er andlýðræðisleg hegðun og hjarðhugsun. Svo kemur einhver stjórnandi fram og ákveðinn fjöldi manna heldur hvorki vatni né vindi. Leiðtoginn er sá sem notar lýðræðið til þess að vinna með fólki og það fólk sem fer að dýrka hann, vinnur gegn lýðræðinu.

Sigurður Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 21:55

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Jóhannes, þó að Davíð hafi sennilega fullkomnað foringjadýrkunina held ég að þetta hafi einkennt íslensk stjórnmál alla tíð. Svona svipað ein og flokksblöðin í gamla daga þar sem allt var litað af skoðun „foringjans“. Og virðist vera komið aftur í íslenska fjölmiðla.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 21:56

14 identicon

Gaman að sjá að þú ert í fullu sprelli Pálmi!

Þetta eru leifar úr villidýrseðli okkar... sumir hengja sig á stjórnmálamenn, enn aðrir á rokkgoð blah.... og svo höfum við þá sem hengja sig á ímyndaða vini.
Ekkert virðist hagga við þessu fólki, sama hvað staðreyndir segja þá ver fólkið alpa male/female eða þann ímyndaða í geimnum
Trúarbrögð á menn eða guði sem kallað er svo er faktískt ekkert nema dýrslegt eðli..

Burt með alla þessa flokka... og alla þessa stjórnmálamenn, maður er með ógeð á þeim öllum... við þurfum alveg nýtt blóð, nýja hugsun

Mjá

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:38

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hjarðeðlið er eðlislæga innrætt í okkur mannzkepnur, einz & hin dýrin á jörðinni.  Fremstu & hraustustu dýrin sem að hlaupa hraðazt, fá ferzkustu & bestu bitana, meginfjöldinn fylgir á eftir & hirðir upp leifarnar, en sjúku & farlama dýrin falla á eftir niður sem bráð gamma & annara hrædýra.

Svo eru líka alltaf til þezzir ~zumir~ sem að bara 'teika' strætóinn.

Steingrímur Helgason, 26.1.2009 kl. 22:52

16 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heyr heyr

Heimir Eyvindarson, 26.1.2009 kl. 22:55

17 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sammála þér að flestu leyti, Pálmi, nú þegar stærsti stjórnmálaflokkur landsins er "fallinn á sverðið" fyrir  -greinilega ekki beint fyrrverandi- foringja sinn, amk enn andlegan leiðtoga.

Hins vegar finnst mér Hörður Torfason alls ekki hafa reynt með nokkrum hætti að setja sjálfan sig á foringjastall.   Það er einu sinni svo að jafnvel í grasrót kemur það sér vel að hafa góðum verkstjórum á að skipa.

Því hlutverki hefur Hörður Torfason sinnt með sóma og sann og á ekkert skilið nema heiður fyrir.

Hann er síðasti maður á Íslandi sem við eigum að hnýta í.

Stöndum vörð um Hörð !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 00:20

18 identicon

Ég get tekið undir með HHS.

 Ekki hef ég litið svo á að Hörður væri "foringi", en kannski fremstur meðal "jafningja".

Ef hann er upphafsmaður þessara mótmæla, þá finnst mér vera aðdáunarvert hvernig hann hefur tekið á þessum málum, en auðvitað má gagnrýna hann eins og aðra, þó svo ekki sé það nema vegna "tilfinningakulda" gagnvart (núverandi) fyrrverandi "foringjum. 

Það held ég að sé "nokkuð ljóst" að mótmælin eru á "góðri siglingu" með að hrekja frá völdum "flokksræðið á Íslandi" og allt það "lið" sem því fylgir.

Ég held að það hljóti að vera "öllum opið" að taka þátt þessum mótmælum, en sumir gera það sennilega "bara heima í stofu". Og þeir sem fagna kannski "manna mest" því sem mótmælin hafa komið í gegn ,hafa bara setið á rassinum "heima í stofu". ;-)

Ég tek undir það að "þjóðin eigi að gefa þessu liði langt frí", en þetta frí fær það "örugglega" og þá ekki síst "vegna mótmæla" Harðar og jafningja..........og auðvitað fögnum við líka sem ekki "höfðum tíma" til að mótmæla, en kannski "pínulítinn tíma" til að gagnrýna  ;-) hér á blogginu.

Vonandi fáum við "Nýttlýðræði" á Íslandi, þó fyrr hefði verið.   ......og hugsanlega verður talað um Hörð sem einn af upphafsmönnum þess, þegar sagan verður rituð  ;-)

..... en það verður ekkert ritað um þá sem "sátu bara á rassinum" heima.....ég er víst einn af þeim, ennþá.     

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 01:46

19 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sammála þér frændi.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.1.2009 kl. 02:52

20 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála. Það var draumur 68 kynslóðarinnar að vera foringjalaus, en svo fór fólk að dýrka Lennon, Maó (skil ekki af hverju), Che og fleiri. Við viljum alltaf líta upp til einhvers, vera eins og einhver superman sem við búum til í hausnum.

Villi Asgeirsson, 27.1.2009 kl. 08:03

21 Smámynd: Kristján Logason

Það er annarsvegar talað um frosvarsmenn flokkanna og hinsvegar um stjórnmála foringja.

Persónulega lýst mér betur á fosvarsmann. Hann er auðveldara að gagnrýna og menn líta hann ekki sömu augum og foringja.

Foringjum hættir manneskjan til að sverja hollustueið og þá er voðin vís. 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 10:57

22 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Eins og stendur skýrum stöfum í þessari litlu hugleiðingu minni um foringjadýrkun þá á Hörður allan heiður skilið fyrir að standa vaktina. Það að fylgja eftir sannfæringu sinni og halda úti adófi gegn óréttlæti og kúgun er þarft verk en missir að mínu áliti ofurlítið marks ef svo illa æxlast að persónur fari að yfirskyggja málstaðinn. Í gærkveldi átti ég gott samtal við vin minn sem hefur þrammað fyrir norðan og keyrt suður til að þramma nokkrar helgar. Hann hafði áhyggjur af framhaldinu ... stjórnin farin frá og hvað svo? Nýtt lýðræði segja margir - ný framtíð með jöfnuð og bræðralag að leiðarljósi. Er eitthvað nýtt í spilunum við það eitt að hræra í pottinum. Í mínum bransa er til fullt af ágætum frösum. Einn af þeim gæti hugsanlega átt við í lok dags þegar búið verður að færa uppá disk. „Ný föt - sama röddin“

Pálmi Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 11:19

23 Smámynd: Jens Guð

  Það er þekkt í sálfræðinni að eftir því sem fólk er óöruggara með sig þeim mun þéttar hallar það sér að "sterka" leiðtoganum.  Þessi staðreynd reyndist mörgum fasistanum vel á síðustu öld.    

Jens Guð, 27.1.2009 kl. 16:34

24 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Aðhald áfram !   Nú kunna Íslendingar að mótmæla og gleyma því vonandi ekki í bráð.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 21:00

25 Smámynd: hvutti

Fylgist með öllu langt að og ekki innsettur í allt, EN mér finnst þetta svosem mikið fjaðrafok yfir þessum orðum Harðar !

Það ER til önnur hlið á málinu sem að kannski segir að Geir hafi ekkert þurft að væla um þetta allt í einu. Er til sú hlið að er maður veikur fer maður í veikindafrí bara eins og þú og ég og gat alveg sagt sig frá störfum vegna veikinda. Skil ekki hvaða grenjur og gnístran tanna þegar um etv tvímælalega túlkun á til hvers maður á að nota ræðustóla til. Þetta fjallar ekkert um hvað er að Geir er það ?

Svo er það heldur ekki svo að maðurinn liggi á dánarbeðinu þegar. Skil ekki að manni takist að tvístra fókusnum á þennan hátt.

Aðhald 'Afram. Þetta er bara að byrja.

Ekkert vont tal um Hörð utav þessu heldu stuðning.

hvutti, 27.1.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband