Nú reynir á -

Það er komin ný ríkisstjórn. Á endanum sigraði búsáhaldabúggíið og stjórn lagði niður störf. Breytinga var þörf svo mikið er víst. Stjórnin sem nú hefur ríkisforráð ætlar að taka til hendinni og vonandi þorir hún að standa við stóru orðin. Jóhanna er traust manneskja. Trúverðuleiki hennar sem stjórnmálamanns er hafinn yfir allan vafa en meira þarf til. Það er margt gott í hinum nýja sáttmála sem vinna á eftir fram að næstu kosningum en vel skráðir sáttmálar ríkistjórnaflokka með tilheyrandi loforðaglamri hafa sést áður þannig að spurt verður að leikslokum. Eitt vekur athygli mína. Það stendur ekki eitt einasta orð í sáttmálanum um kvótamálið margumtalaða, sem er fyrir löngu komið á tíma, enda um að ræða eitt mesta óréttlætismál sem yfir þjóðina hefur verið látið ganga fyrr eða síðar. Mál sem lagði grunninn að þeirri ógnarstöðu sem þjóðin glímir við þessa dagana og mun þurfa að glíma við næstu ár og áratugi. Það er full ástæða að nefna að núverandi sjávarútvegsráðherra var einn af þeim sem stóð að þjófnaðinum.  Eitt af brýnustu málum þessarar stjórnar og þeirrar sem taka mun við eftir næstu kosningar er að fá þjóðina með sér í erfitt endurreisnarstarf. Að endurheimta auðlindina og koma í verð með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi er forsenda þess að þjóðin færi þær fórnir sem nú liggur fyrir að þurfi að færa. Það sem hinsvegar dregur úr bjartsýni minni um að raunverulega verði tekið til hendinni er valdgráðugt flokkakerfi sem lætur valdið ekki af hendi mótþróalaust. Gott dæmi er flokkurinn sem næstum því hvarf en er nú risinn úr öskustónni og farinn að veifa halanum eina ferðina enn.

En nú reynir á


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá kvótasorg   

Fyrir nokkrum vikum hitti ég mann nokkurn sem ég þekki ágætlega.  Við tókum tal saman og auðvitað voru þjóðfélagsmálin það eina sem að komst.  Hann virkaði ákaflega dapur og þegar ég spurði um líðan hans, tjáði hann mér að hann væri ekki í góðum málum.  Nokkuð vel  fyrir kreppu hefði hann tekið uppá því að selja kvótann sem hann og faðir hans höfðu víst fengið á sínum tíma úthlutað.  Hann sagðist hafa verið latur við að standa í öllu "leigubraskinu" með tonnin, þó svo þau hefðu gefið ágætlega af sér.  Svo væri aldrei að vita hvað þessir "pólitíkusar" kæmu til með að gera, þjóðfélagsumræðan væri orðin þannig að þeir væru vísir til að taka kvótann af sér.  Hann ætlaði þó að hafa "sitt á hreinu" ef svo færi að stjórnvöld yfirtækju kvótann.  Hann fékk víst ágætis verð þegar hann seldi en ekki spurði ég hann um "heildarupphæð", nokkuð er víst að milljónatugir voru það.  Það hafði orðið að samkomulagi hjá þeim feðgum að hann tæki að sér að fjárfesta þessa peninga í arðvænlegum hlutabréfum og einhverju álíka.  Hann sagðist hafa rætt við trausta ráðgjafa sem ráðlagt höfðu honum að dreifa áhættunni og því hefði hann keypt hlutabréf í nokkrum öruggum fjármálafyrirtækjum og verðbréf.  Hann sagði að aldrei hefði sér getað dottið í hug að þessir andsk.... kæmu til með að yfirtaka alla banka landsins, fyrr hefði hann átt von á því að þeir yfirtækju kvótann.  Sem sagt allur hans "ágóði af kvótasölu" hvarf nánast á einni nóttu.  Ekki furða þó maðurinn sé bryðjandi róandi lyf og svefnlyf eins og hann talaði um.  Ég gerðist svo djarfur að benda honum á að kvótann hefði hann fengið fyrir ekki neitt á sínum tíma, en hann hefði þó haft þokkalegar leigutekjur af honum svo í raun hefði hann ekki tapað neinu.  Ekki var hann á sama máli og ég.  Við kvöddumst í góðu og ég flýtti mér á fund sem beið mín og hugsaði, mikið hefði hann haft gott af því að koma með mér..... eins og ástand hans var.

Ég hugsaði líka kvótinn er og verður um alla framtíð þjóðareign og ef einhver á að " braska " með hann þá er það öll þjóðin.  Ég treysti hins vegar lítið "flestum pólitíkusum" til að taka á þessum málum.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Nú reynir á.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.2.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það má kalla það öfund en ég vil fá að DSC02895

 leyfa mér að kalla það

 óréttlæti.  

Það var þegar ég var lítil stúlka að mamma vann  við fiskverkun og pabbi

var á sjónum þau unnu myrkranna á milli meðan við systurnar sáum

að mestu leyti um okkur sjálfar. Það var oft sárt að sjá þau þreytt

og búin á líkama  pabbi var nánast aldrei heima alltaf á sjónum

 og var hann farinn þegar við systurnar vöknuðum síðan fór líka

 mamma og við þurftum að koma okkur í skólann.

Pabbi veiktist þegar ég var innan við fermingu og lá mörg á sjúkrahúsi

og náði sér aldrei og lést ekki orðin fimmtugur.

Vinnuálagið var gífurlegt á mínum uppvaxtarárum og ekki hægt að

 segja að heimilislífið hafi verið mikið þegar vertíðir stóðu sem hæst,

 það er kannski sem ég á svo erfitt með að heyra um

þennan gjafakvóta. Hverjir eiga fiskinn. ´

Kunningjakona mín ein er gift einum slíkum manni 

 hún á helminginn á móti honum.

Það er ekki að sjá að þreytan skíni úr hennar augum

ekki líkt  foreldra minna enda hefur hún aldrei unnið

eða komið nálagt fiskvinnu þessi elska.

 En þá mættir spyrja mig hvað hún fer í

andlitsmeðferð handsnyrtingu hárgreiðslu og fatainnkaup.bröns

 sem er svo flott orð að vantar þann í minn orðarforða 

 þegar frúin er að fara út í heim í  alla þessa lúxus ferðir.

Já bíddu við er það ekki í góðu lagi hún sem á fiskinn í sjónum

hún á fiskin í sjónum og hennar maður Þau lögðu það á sig. 

Þetta er færsla sem ég skrifaði inn á bloggið mitt  fyrir nokkru og á vel við.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.2.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þennan góða pistil Pálmi. Þetta eru orð í tíma töluð.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.2.2009 kl. 23:43

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jóhanna ER EKKI HEILÖG! Þetta með "Heilög Jóhanna" er bara grín, þú veist það Pálmi... er það ekki?

Jóhann er mannleg eins og aðrir og er ekki hafin yfir aðra. Hún hlýtur að hafa sína breiskleika eins og aðrir. Hún hlýtur að hafa stundum rangt fyrir sér eins og aðrir. Og hún er tækifærissinni eins og aðrir..... í Samfylkingunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Jóhanna er ekki heilög og trúlega breysk eins og við öll. Hinsvegar held ég að hún gangi með sæmilega hreinan skjöld í þetta verk sem trúlega verður henni fullkomlega offviða miðað við þá stöðu sem nú blasir við. Nú berast fréttir af því að Jón Ásgeir og co hafi fengið smásposlu frá ríkinu, smá bónus fyrir vel unnin störf. Ég held að þar með hafi nú farið síðasta hálmstráið um að tekið verði af einhverju vit á stöðunni. Hafi einhverntímann verið ástæða til að berja í potta hlýtur það að vera núna.

Pálmi Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 14:02

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, vona bara að það skili raunverulegum árangri en ekki einhverjum táknrænum hreinsunum sem engu máli skipta, nema fullnægja populisma og haturshefnd vinstrimanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband