Til hamingju Ísland eða hvað!

Ég hef áður bent á fína hugmynd sem væri ein allherjar lausn fyrir þjóð á vonarvöl.  Hugmyndin krefðist lítillar orku, nema í  nokkrar tölvur og rússaperur, engin sjónmengun eða lítil og MASSAGRÓÐI. Svo mikill að allir gætur keypt sér villur á sólarströnd, snekkjur og einkaþotur. Ég skil ekki af hverju í andskotanum við erum að skíta niður þessum agalegu álverkssmiðum og eyðileggja fjöll og náttúruundur með vikjanagerð, þegar við getum með einu símtali til W. Runna og Pútíns gert samning um geymslu alls kjarnorkuúrgangs djúpt í harðklöppinni fyrir austan. Þá væri nú vit í að slá upp veislu.


mbl.is Álverið á Reyðarfirði opnað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil er neikvæðnin hjá þér Pálmi.

Skora á þig að mæta frekar á svæðið með næsta flugi austur og taka þátt í hátiðarhöldunum.

Það myndi létta lund þína og jafnvel breyta skoðun þinni.

Valgeir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Valgeir - lesir þú neikvæðni út úr orðum mínum þá held ég að þú þurfir að lesa aftur.  Ég hef komið austur og séð framkvæmdirnar sem átt hafa sér stað. Ég óska íbúum svæðisins að sjálfsögðu til hamingju með daginn og vona að álverið veiti hamingju og farsæld til íbúanna. Annað er varla ásættanlegt enda mikið undir lagt. Hinsvegar þarf ég ekki endilega að vera sammála þeim sem segja að álbræðsla hafi verið lokalausnin á byggðavanda svæðisins. Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er lundin létt eins og fjöður.

Pálmi Gunnarsson, 9.6.2007 kl. 16:43

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála hverju orði og því að það hafi ekkert með neikvæðni að gera! Eina sem er neikvætt er að fólk skuli ekki geta séð framhjá stóriðju til að halda uppi byggð á þessu landi

Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég las eitt sinn, líklega fyrir um fimmtán vetrum síðan, grein í erlendu blaði, hvar fjallað var um kjarnorkuúrgang. Þar var sagt að glóandi hraun væri lausnin, ef kjarnorkuúrgangi væri kastað ofan í virkt eldfjall hyrfi hann með öllu og hættan af honum væri ei meir. Sá eitt andartak fyrir mér Ísland sem eyðingarstöð kjarnorkuúrgangs, allir landsmenn gætu hætt að vinna allsnarlega og pantað sér Rolls - og nokkra ruslabíla til að flytja kjarnaúrganginn frá höfn til eldfjalls.

Þremur sekúndubrotum seinna áttaði ég mig á því að það væri ekki gáfulegt að taka sénsinn, best að sleppa þessu - allavega í bili. Held að álbræðsla sé skárri, þó ekki sé hún öllum að skapi.

Ingvar Valgeirsson, 9.6.2007 kl. 22:12

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ætli það nú ekki Ingvar - víst er ég á móti að geyma skít fyrir Runna og Púta - en maður lætur stundum svona. Ég fer ekki ofan af því að við gætum gert betur en að bræða ál og stál. 

Pálmi Gunnarsson, 9.6.2007 kl. 22:31

6 identicon

Bræða ál og stál, snæða kál og nál?

Mundi (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 00:05

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svaka húllumhæ í gangi þarna í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.6.2007 kl. 00:34

8 identicon

Austfirðingar reyndu árum saman að finna lausn á byggðavandanum og þetta var að lokum sú lausn sem var valin.  Ég spyr hvar voru allir snillingarnir með góðu hugmyndirnar þegar við þurftum á að halda??   Það var ekki fyrr en ráðist var í þessa risa framkvæmd sem fólk spratt upp um allt með hugmyndir um ferðaþjónustu og fleira.  Við höfum flutt ferðamenn til landsins í gegnum Seyðisfjörð árum saman en það var ekki nóg til að halda byggð í fjórðungnum.  Sem betur fer eru ekki allir sammála um allt og það gerir lífið svoooo skemmtilegt.   

Annars átti ég frábæran dag í gær í guðsgrænni náttúrunni, var í Hópinu að veiða í frábæru veðri.  Er sammála því að álið er ekki lausn allra okkar vandamála og við þurfum fleiri hugmyndir.  Álverið á Reyðarfirði og virkjun við Kárahnjúka er staðreynd sem ekki verður breytt en spurning hvort hægt sé að nota kraftana í að hjálpa vestfirðingum ÁÐUR en byrjað verður að reysa stóriðju þar.  Breytum ekki fortíðinni en getum smíðað betri framtíð.

Linda Björk (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:18

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Verst er fyrst verið er að þessu á annað borð að það er verið að selja orkuna undir kostnaðarverði.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.6.2007 kl. 22:37

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Pálmann ég í höndum hef

hugans tónar streyma

við lögin hans ég löngum tef

því ljúfan mann þau geyma. 

 (Úr Bloggvinakvæðabálki sem birtur er í heild sinni á síðu minni )

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2007 kl. 00:42

11 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

hæ hó ... Linda - ég er borinn og barnfæddur Vopnfirðingur og mér rennur þar af leiðandi blóð til skyldunnar þegar þrengir að fólkinu mínu. Stóriðjugulrótinni sem haldið var fyrir framan nefið á fólkinu alltof lengi gerði það að verkum að lítið sem ekkert var gert, nema bíða eftir Godot. Mér hefur oft verið hugsað til Íra þegar ég hugsa um þessa löngu bið eftir lausnaranum álklædda. Írar voru í þrengingum ekki ósvipað okkur, en leystu sín mál með mörgum snilldarlegum útspilum. Getuleysi stjórvalda til að finna einhverjar aðrar lausnir á hinum svokallaða byggðavanda en þær að byggja álbræðslur út um sérhvern tanga og fjörð boðar hreint ekki gott. En þetta er nú bara mitt álit.

takk fyrir braginn Rúna ..

Pálmi Gunnarsson, 11.6.2007 kl. 01:28

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Varðandi úrganginn þá tekur hann nú ekki mikið pláss. Er ekki bara að grafa nokkrar holur hjá sumarbústaðnum og hringja austur til Pútin?

Annars vil ég benda á þessa grein varðandi Pútin. Mín er ánægjan að fá að benda á aðra vinkla í þessari einhliða pressu okkar:

http://www.informationclearinghouse.info/article17856.htm

Skál. Má svo ekki bjóða einhverjum smá Stella Artois? Er hér með heilann kassa en nenni ekki að djúsa einn.

Ólafur Þórðarson, 11.6.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband