VÁÁÁÁÁÁ

Ég las í blaði allra landsmanna að Bubbi Mort stórveiðimaður og kollegi minn hafi veitt "30" punda lax í fyrstu veiðferðinni sinni í Laxá í Aðaldal.  Æðislegt - svoleiðis fiskar hafa ekki veiðst í tugi ára í Laxá og varla nema svona rétt sést,  þannig að VÁÁÁ. Ég hinsvegar er ennþá klórandi mér í hausnum yfir háttalagi stórlaxins sem samkvæmt talsmanni Bubba hafði farið niður fossinn á Núpafossbreiðu, fengið heimþrá og klöngrast aftur upp fossinn, dröslandi slýdræsu með sér. Hinsvegar eiga þeir það til að haga sér einkennilega stórlaxarnir sem við veiðimenn setjum í og missum, það þekki ég vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha

Takk fyrir skemmtilegt blogg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.8.2007 kl. 16:31

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

30 pundari er orðið heljar tröll. Meira gaman að eiga við smærri gerðina, tala nú ekki um sjóbirtinginn.

Þórbergur Torfason, 22.8.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

alltaf gaman að veiða í Laxánni, veiddi þarna sem strákur og unglingur eftir að veiðitímabilinu lauk síðsumars,  og einnig í við Knútsstaði og Tjörn.

Hallgrímur Óli Helgason, 22.8.2007 kl. 20:58

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er allt orðið svo stórt í sniðum hjá Bubbanum upp á síðkastið. Það kæmi ekki á óvart þó karlinn lýsti því yfir að hann ætli á næstunni að renna fyrir ekki minni fisk en Moby Dick. 

Jóhannes Ragnarsson, 22.8.2007 kl. 22:09

6 identicon

Bíddu, stóð ekki í fréttinni að hann hafði misst hann??

Eftir að veiða & Sleppa tók við sem nýjasta "trendið" í laxabransanum, eru mælingar á þessum fiskum ekki marktækar að mínu viti, 98cm lax getur verið allt frá 16-23p

Ekki satt pálmi??

Jói (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 07:13

7 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Jú mikil ósköp Jói - mælingar gefa sirka þyngd. Hinsvegar er ég svo vitlaus að gefa lítið fyrir það  hvort fiskur sem ég veiði er gramminu þyngir eða léttari. Ef ég þarf að lyfta einhverju þungu þá fer ég bara í ræktina .. hinsvegar er mér annt um að þessir stofnar séu í lagi - sem er langt í frá staðan í dag.

Pálmi Gunnarsson, 23.8.2007 kl. 11:29

8 identicon

Pálmi, þú verður að fá þér svona talsmann!

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:53

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband