Rufus Wainwright með tónleika á Íslandi

Rufus Wainwright er án efa einn allra merkilegasti tónlistarmaður sem fram hefur komið á liðnum árum.  Magnaður söngvari, lagasmiður og útsetjari. Þó ungur sé liggja eftir hann ógrynni frábærra diska, eins hefur hann verið viðriðinn kvikmyndatónlist. Trúlega muna einhverjir eftir frábærum flutningi hans á Bítlalaginu Across the Universe í kvikmyndinni I´am Sam, eins lék hann og söng í kvikmynd Martin Scorsese The AVIATOR.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef aldrei heyrt um þennan mann áður fór því strax inn á youtube og hlustaði... hann er ok

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Túrilla

Hef heldur aldrei heyrt hans getið.
Ekki eigið þið slóð á eitthvert gott lag með honum?

PS. Sit hér í rólegheitum við tölvuna, vafra á netinu og hlusta á jólalög á meðan kallinn setur upp jólaljós. Nú ert þú að syngja lagið Faðir vor. Síðustu tvö lög voru Yfir fannhvíta jörð og Náin kynni. Yndisleg lög. Takk fyrir að vera til, vinurinn 

Túrilla, 2.12.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hæ Túrilla og takk fyrir hlý orð í norðangarranum ...  heimasíðan hans Rufusar er http://www.rufuswainwright.com/  -  Rufus kemur úr stórri tónlistarfjölskyldu,,, mamma hans er ein þekktast kántrísönggkona þeirra Kanadamanna og pabbinn þekktur söngvari og leikari. Systir Rufusar er stórskemmtilegur listamaður. Trúlega hefur kannast þú við kvikmyndina I am Sam en þar flytur Rufus Across the Universe með stíl. Hann hefur gert tónlist fyrir kvikmyndir og kemur reyndar fram  í kvikmyndinni Aviator ásamt systur sinni og föður. Einnig á hann stóran hlut í heimildamyndinn I´m your man um Leonard Cohen.

Pálmi Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 18:47

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Áhugaverðar upplýsingar um þennan mann... kærar þakkir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 19:12

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæll Pálmi. Jammmmmmmmmmm o já þessir tónleikar eru ekki að meika sjéns hjá mér        En aftur á móti ef að Pálmi Gunnarsson væri með tónleika mundi ég hugsa mig um......................bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 3.12.2007 kl. 16:09

6 identicon

Pálmi er miklu betri en Runólfur Rúfus !

Einar (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 08:05

7 identicon

Var að hlusta á spurningakeppni í gær og er illa svikinn. Flestar spurningarnar miðuðust við þekkingu Íslendinga á nýjustu fréttum ! Já, það er illa farið með kennara í nútímanum. Engum er treystandi. Er lífið bara þvaður og bull!

Bara spyr ?

Einar (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 08:16

8 identicon

Að vera Íslendingur...?  Á maður að hlæja eða gráta. Hvað er svona merkilegt við það ? Við segjumst vera æði fyrir alþjóðum og skömmumst okkar þess á milli.

Já, það er dapurlegt hlutskipti að vera altekinn af þrælslundinni...samt hress!..... .....Þýðir ekki annað.

Einar (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:47

9 identicon

Hvað er svona merkilegt við manninn ? Bara spyr ? Erum við að tala um innblástur ?

Einar (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:53

10 identicon

Rufus Wainwright = Runólfur Vésteinsson...samkvæmt orðsifjafræðinni.

Einar (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:55

11 identicon

Allar melódíur eru stolnar. .eitt leiðir af öðru....Gítarfrasi James Blunt minnir á : “All the young dudes”. Frægasta lag The Cardigans er eftir franskan impressionista, Andrew Loyd Webber stal, (ómeðvitað( meðvitað) fiðlukonsert, 2.kafla eftir Mendelson, (afsakið)...man ekki hvernig orðið er stafað. ; “Söngur Maríu Magdalenu”; “I don’t know how to love him” . Megas stal viðlaginu að “Fatlafól” frá Jonee Jonee. Allt er í heiminum hverfult...lífið er einn, stór brandari.

Einar (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:11

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Einar ...  takk fyrir innlitið  -  við fáum tónlist að láni og búum til tónverk  ... stundum meðvitað og þá heitir það stuldur, hina stundina ómeðvitað þá heitir það innblástur frá einhverjum ...

lífið er kvikmynd leikin af stjörnum -  myndin er ekki ætluð börnum

Pálmi Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 17:54

13 Smámynd: Heimir Tómasson

Bara kvitta fyrir komuna... en varðandi innblástur þá nýtum við meðvitað/ómeðvitað það sem okkur líkar. Af því leiðir að ef við semjum tónverk sem minnir á eitthvað annað þá er það væntanlega vegna þess að okkur hefur líkað eitthvað í því, viljum fá hugmyndina að láni og vinna frekar úr henni. Það þarf alls ekkert að hafa með stuld að gera.

Ef hinsvegar kaflar eða hlutar úr lagi eru eins nótu fyrir nótu og eitthvað annað lag, þá getur verið um dýpri rætur að ræða. Munurinn liggur samt oft í útsetningunni.

Heimir Tómasson, 11.12.2007 kl. 18:04

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

skoðaðu þetta USA í dag

Einar Bragi Bragason., 11.12.2007 kl. 23:55

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sýnist Einar hafa tapað á Pub-Quis á Grandrokk. Það skýrir existensialismann. Sennilega hefur hann klikkað á Rufus.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 22:25

16 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvenær kemur hann, Pálmi?

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 02:15

17 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

13 apríl í Háskólabíói ...  miðasala á midi.is

Pálmi Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 23:58

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk. Ég þangað, hef verið soldið skotin í honum síðan ég heyrði fyrst í honum. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:36

19 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

 

Ég les oft þitt blogg og mun sakna þín!

Ég kveð nú bloggheim í bili og sný aftur til Afríku.

Þar sem ég bý er útilokað að blogga en ég les bloggið þegar ég get. Jólagjöfin frá mér til þín er HÉR. 

(http://vilhelmina.blog.is/blog/vilhelmina/entry/391293/)

Gleðileg Jól!

Vilhelmina af Ugglas, 14.12.2007 kl. 18:35

20 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Takk fyrir kveðjuna Villa,fáðu góðan byr til Afríku og eigið þið gleðilega hátíð.

Pálmi Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband