Meðan mannkyn sveltur brennum við mat

Ég var að skoða lista yfir nokkrar léttar verðhækkanir sem orðið hafa á liðnu ári. Ekkert nýtt í stöðunni, því svona hefur þetta gengið lengi. Byrjar með loforði um stöðugleika ef vinnumaurarnir haldi aftur af launakröfum .. svo eru samningar undirritaðir og verðhækkanir laumast inn.  Nú biðja kúabændur um að fá að hækka mjólk, segjast fara á hausinn ef það nái ekki fram að ganga, trúlega gerist það,  þannig að það er um að gera að drífa í að hækka mjólkina. En hvað erum við að kvarta, við höfum í kjaftinn á okkur og Svínið býður betur í daglegum útvarps- og sjónvarpsauglýsingum.

Á hverjum degi fær tæplega milljarður þeirra sem búa í þróunarlöndunum ekki nægju sína af matvælum. Síðustu fréttir eru að matarverð um víða veröld sé á hraðri uppleið sem hefur þá trúlega verstu afleiðingarnar fyrir þá sem minnst hafa og lifa á hungurmörkum. Hvernig bregðast auðugustu ríki jarðar við þessu öllu. Jú með því að brenna mat. Nýjasta tískuorðið hjá þessum þjóðum sem hafa það á samviskunni að hafa mengað andrúmsloftið með þeim hætti að í óefni er komið, er „vistvænt - eldsneyti“  - eldsneyti búið til úr korni til dæmis. Vissulega minni mengun en hefur afleiðingar. Til dæmis fer óskaplegt land undir ræktun jurta sem notuð er í þessa lífrænu eldneytisframleiðslu. Athyglisvert er að kornið sem fer í framleiðslu á einum jeppatanki af ethanoli myndi nægja fyrir einn sársvangan maga í eitt ár.  Vissulega er eitt mikilvægasta verkefni heimbyggðarinnar að minnka mengun andrúmsloftsins en það má ekki vera á kostnað þeirra sem hafa ekki í sig eða á. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er róttæklingur, fátæklingur og hugsjónamaður. Væri ekki ráð að setja heimsmet í mannúðarmálum með því að veiða alla hvali og seli innann 200 mílna lögsögu og senda til sveltandi þjóða? það vill hvort eð er engin kaupa "vísindahvalkjötið" okkar. Allir myndu græða og við mest. 

Yrðum heimsfrægt land í sögu mannúðarmála..sakna samt JOAKIM VON 'ISLANDUS!

Held að hann sé eina von okkar Íslendinga mitt í öllu volæðinu..svo skilst mér að hann eigi einhverja aura til ahenda í garmana Í Ríkistjórninni sem halda ennþá að þeir stjórni einhverju á þessu landi...

Ég á góða konu sem lætur mig halda stundum að ég sé húsbóndinn, svo umhyggjusöm er hún nú við mig stundum... Takk fyrir góðan pistill eins og þér er einum lagið...alltaf gaman að skoða hlutina frá öðrum "vinklum"...

Óskar Arnórsson, 13.3.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mikið sammála þér pálmi !

Blessi þig í kvöldið

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Pálmi alltaf með höfuð á naglanum undir erminni.

Þetta gerir þú betur en margir, kjarninn & hismið eitthvert.

En, ég verð að kómíka þetta dáldið, vona að þú fyrirgefir mér það nú, að benda á að maður sem að mælir & mærir með að sleppt sé einu fínu fiskmeti af matvælum til frekari frístundaiðkana jeppamanna, haldi að heildarmyndin um hungraðan heim brenglist nú af framleiðslu lífræns eldsneytis.

Æji, ég veit nú ekki, enda þykist nú fátt vita.

Steingrímur Helgason, 13.3.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er verðugt umhugsunarefni fyrir okkur sem höfum nóg, verslun jókst í febrúar og allir blankir, en það verður alltaf erfiðara og erfiðara að sjá einhverja leið til að koma nógum mat til þeirra sem þurfa, jú við brennum mat bæði í formi eldsneytis eins og þú nefnir og svo bara umfram byrgðum og svo það sem kannski er ekki nógu gott fyrir okkur, ég veit ekki með t.d. kjötmjöl hvort hægt væri að gefa það til manneldis en aðalmálið er að ég held, fyrir utan viljann, flutningskosnaðurinn. Ég held að við eigum að leggja mun meira upp úr því að hjálpa til við menntun svo að þau geti svo sjálf fundið leið sér til bjargar.

Þetta er samt, árið 2008, skrítið vandamál en á meðan fátæktin er eins og hún er bara í BNA og hungrið þá verður þetta vandamál seinnt leyst og svo er maðurinn bara svo gráðugur og grimmur að hann getur að öllu jöfnu ekki lifað í sátt og samlindi á jörðinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.3.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Steingrímur, brenglunin er fyrst og fremst sú, í mínum augum með leyfi fossseta, að verð á korni og mjöli fer upp úr öllu valdi og svo það að á því landi sem þessi ræktun fer fram ætti að vera hægt að framleiða ætt korn fyrir sveltandi, en svona erum við bara.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.3.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Steingrímur - stofnar laxfiska eru á svo agalegri niðurleið í heiminum, þessvegna leyfi ég greyunum að fara og gera hitt ... af hinu er lítill sómi að búa til samviskusefandi ethanol fyrir okkur eyðsluseggina sem erum búnir að sóða svo í kringum okkur að varla verður úr bætt. Má ég þá frekar biðja um að kornsekkurinn verði sendur til Malaví. 

Högni - ég minnist þess með hryllingi þegar heilu fjöllunum af kjöti var hent á haugana hér heima. . . það var víst of dýrt að flytja þetta til þeirra sem þurftu á að halda.. en ég er sammála því að menntun er lykilþáttur fyrir framtíð jarðarbúa. Ég hef fylgst með starfi vinar míns Njarðar P. Njarðvík sem menntar unga munaðarleysingja og heldur utan um líf þeirra þar til þeir eru tilbúnir að fara útí lífið - það er gott mál .. hinsvegar er erftitt að kenna fólki sem er að deyja úr hungri hvernig það megi best bjarga sér.

Pálmi Gunnarsson, 13.3.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er rétt. Spurning hvort Sameinuðu þjóðirnar ofl. gætu fjármagnað kornræktun í Afganistan í stað hampframleiðslunnar og flutning til þeirra sem svelta. Ég er bara svo einfaldur að ég trúi því ennþá að við eigum að geta lifað sátt og sæl hér á jörð. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.3.2008 kl. 23:56

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Versta tilfelli samhjálpar er þegar hveitið og maturinn sem kemur úr samhjálpinni er orðinn ódýrari en framleiðslan á staðnum. þetta er það sem gerir bændur ósamkeppnishæfa.  En við megum ekki gleyma því að talibanar þrátt fyrir allt annað stoppuðu heroinframleiðlu í afanistan. Og að þeir voru styrktir af CIA þar tilað þeir neituðu bandaríkjamönnum um olíuleiðslu. Þá urðu talibanar hryðjuverkamenn.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.3.2008 kl. 00:09

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þessi athugasemd mín á ekki vel við færsluna þína en ég vildi bara benda þér á páskaeggin frá Mosfellsbakaríi úr dökka eðalsúkkulaðinu hans Hafliða. Og ekki skemmir fyrir gala-konfektið innan í herlegheitunum. http://www.mosfellsbakari.is/forsida.asp

Jóna Á. Gísladóttir, 14.3.2008 kl. 00:16

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

hvernig gat ég gleymt Mosfellsbakaríinu ... ég vinn stundum í hljóðveri sem er stutt frá - en takk fyrir að minna mig á. Nú panta ég mér egg frá Hafliða.

Pálmi Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 00:19

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, Hafliði hringdi einmitt í mig í dag, tvisvar ..

Skrítið, en samt satt..

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 01:10

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ævar, þarna er svo enn ein hliðin það er rétt ekki má gera þeim óleik með aðstoðinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.3.2008 kl. 08:36

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta með Yin og Yang er svo augljóst þegar það gildir Ríka og Fátæka...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 10:02

14 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Sameinuðu þjóðirnar og lyfjarisarnir eru með þetta allt á tæru.  Þeirra lausn er Codex Alimentarius...

Bon apetit! 

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.3.2008 kl. 12:58

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið er ég sammála þér.  Eiginlega það versta er að bílasölurnar henda frekar heilum bílum(sem kostuðu, vinnu, tár og svita og ekki gleyma öllum þeim efnum sem eru tekin frá jörðinni) til að tryggja að viðskiptavinir kaupi sér nú örugglega nýjustu sort.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:02

16 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er sorglegt að vita að meðan sumir deyja úr ofáti og velmegun þá eru hinir sem deyja úr hungri og næringarskorti...

Úr samhengi líka...hvaða páskaegg eruð þið að taka um?? Eitthvað brilliant..eitthvað ómótstæðilegt??

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:33

17 Smámynd: proletariat

Þó að það sé ömurlegt að vita að það sé nógur matur í heiminum en samt deyr fólk úr hungri.  Þá finnst mér skömminni skárra að þetta korn sé notað í eldsneti heldur en það sem gerðist áður.

Það eru ekki mörg ár síðan að það voru heilu sveitirnar í miðríkjum bandaríkjanna, þar sem korn var ræktað í stórum stíl mokað á það ómældu magni af tilbúnum áburði og öðrum óþverra sem rann svo niður til Mexico flóa sem partur af framburði Mississippi river. 

Þegar að uppskeru kom var þetta korn skorið, og því brennt á ríkisstyrkjum. 

Allt var þetta gert í nafni markaðar, samkeppni, lýðræðis og sjálfstæðis.

proletariat, 15.3.2008 kl. 00:11

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég held nú í grunninn litið hafi pistlahöfundur skrifað einn góðann pistil um þá sóun & það bruðl sem að er í gangi allt í kringum okkur, en við kjósum ekki að sjá, í okkar huggulegheitum.  Einhver tíu prósent regla um að tíu prósentin eigi nítíuprósentin af lífsgæðunum & nítíuprósentin súpi súrann staurinn þurran.

Steingrímur Helgason, 15.3.2008 kl. 00:29

19 Smámynd: proletariat

Og um það er eingin ágreiningur. 

Allavega ekki hjá tíu prósentunum

proletariat, 15.3.2008 kl. 00:47

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er ekki viss um að tíu prósentin séu vandamál mikklu heldur 20% af þeim níutíu sem þið nefnið því að þeir halda að þeir séu ríkir og lifa eftir launaseðli einhvers alltannars en sínum eiginn og þar byrjar skuldasöfnunin og þar er ástæðan fyrir vaxtaokrinu.

Þeir ríku (10%) stofna ekki til neysluskulda, þeir blönku (20%)geta það ekki, ríflega helmingur þeirra sem geta (40% af heildarfjöldanum) lifir eftir formúlunni,, að vera samanburðarhæfur á mannamótum,, og til þess að geta það og að geta sýnt sverasta vísareikninginn þurfa menn auðvitað að lifa eins og tíu prósentin. 

Jæja ég ætla að halda áfram að leyta að útihurð, haldið að kallskrattinn við hliðina sé ekki kominn með nýja útihurð og heldur að hún sé flottari en mín, sá skal sko fá að sjá Útihurð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.3.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband