Bréf frá Jóakim frænda

Murmansk  12 ágúst 2007

Heyrðu kallinn minn,  hvar í andskotanum ertu.  Ég er búinn að bíða eftir þér í 4 tíma og það sem verra er það virðist enginn kannast við að þú sért að koma. Annars er ég að hugsa meðan ég sötra nokkra Kolova hvað lífið er yndislegt. Hér er ég staddur í fyrrverandi kommalandi, blárri en heiður himinninn að bíða eftir frænda frá Íslandi til að fara að veiða lax í kommunistaám. Annars ætla ég að skamma þig eins og hund þegar ég hitti þig. Hver gaf þér leyfi til að birta bréfið frá mér á vælublogginu. Annars er mér reyndar nokk sama  -  allt sem ég skrifa stend ég hundrað prósent við.  Annars sýnist mér menn nú aðallega vera að gefa skít í hvorn annan, naga skóinn af hvor öðrum, kalla náungann hálvita, aumingja og auðnuleysingja og ég veit ekki hvað. Hvar er bróðurkærleikurinn frændi sæll, sælla að gefa en þiggja og allt það.  Annars kemur þú mér stöðugt á óvart -  ég sem hélt að þú væri töffari frá helvíti, en svo ertu að hengja þig utaní öreigalýð sem tjaldar á fjöllum, syngur hari khrisna og reykir hass. Þú lést ekki svona þegar ég þekkti þig hérna í den. Alltaf til í tuskið, gast drukkið hvern sem var undir borðið, meðal annars mig, og for helvete, aldrei heyrði ég þig svo mikið sem tísta um einhverjar fjandans náttúrgersemar.  Annars er minnsta mál að koma þér á rétta braut. Þegar við erum búnir að veiða kommúnistalaxa og taka nokkur dansspor með kósökkunum, þá flýgur þú með mér í hitann og við fáum botn í vitleysuna. Nokkrir kaldir með regnhlíf og feitir Kúbanar munu fara langt með að lækna hausinn á þér.

Hvar heldur þú að ég hafi verið um daginn .. ha og hvern heldur þú að ég hafi hitt ? Það er von að þú setjir upp undirskálaaugu -  ég skrapp niður á Spanien til að ganga frá díl og ná mér í sól og endaði í partíi um borð í kósakkasnekkjunni hans Abrahamovís eða hvern andskotann sem hann heitir rússneski olíukraninn sem á Chelsea.  Það er sko maður að mínu skapi  -  hann er svo ríkur að hann lætur skoða í sér ristilinn vikulega með fjarstýrðum gullhúðuðum skanna.  Ég stoppaði stutt því ég þurfti að þvælast til Búlgaríu að kaupa fasteignir og símafélag, síðan lá leiðin til Rómar á fund í Vatikaninu. Já ég sagði Vatikaninu, ja eða bankanum sem þeir reka á Jesússtöðum. Finnst þér eitthvað skrýtið að þeir reki banka ha ?  Einhvernveginn verða mennirnir að hafa fyrir herlegheitunum.  Annars er hörku business að fjárfesta í Jesús skal ég segja þér - til að nefna lítið dæmi þá hef ég látið framleiða Heilagarmaríur í þúsundatali sem fella blóðtár og þær renna út eins og heitar lummur, framleiddar í Kína.  Þú varst kannske ekki búinn að frétta það en ég snerist til kaþólskrar trúar héran um árið - flott trú kaþólskan. Mikið um fyrirgefningu syndanna sem er hagstætt fyrir mig og ekki verra fullt af bissa. 

Júlla biður að heilsa, hún á afmæli í næsta mánuði. Hún veit það ekki en ég er búinn að ráða Elvis til að syngja Love me tender fyrir hana. Veislan verður á ströndinni og ég ætla að flytja Geirmund og Bo út til að spila á ballinu, Júlla er svo skotinn í þeim. Annars er hún í strekkingu núna þessi elska sem vonandi gengur í þetta sinn. Síðasta klikkaði aðeins því hún varð yfirgengilega asnaleg þegar hún brosti.  En þeir lofa að kippa því í lag. Reyndar á ég líka pantað fitusog þegar ég kem heim úr kommaánum.  

En nú bíð ég ekki lengur eftir þér ...

kimmi

Þetta  bréf beið mín þegar ég kom heim frá Rússlandi ... kallinn hefur greinilega fengið sér of mikið af einhverju því hann var að bíða eftir mér á flugstöðinni í Murmansk nokkrum dögum eftir að ég var kominn heim úr ferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Jesústaðir, tíhíhíhí

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.8.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Er hann ekki örugglega mjög fjarskyldur frændi?  Ég verð nú að viðurkenna að fyrsti kafli bréfsins var ansi góður.

Sóley Valdimarsdóttir, 16.8.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þetta byrjaði allt vel

Halldór Sigurðsson, 16.8.2007 kl. 22:25

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Innannýrað úr trjáfaðmaranum ?

S.

Steingrímur Helgason, 16.8.2007 kl. 23:52

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Minnir óneitanlega á "Kæri jóli," með Skrámi.

Hrannar Baldursson, 17.8.2007 kl. 08:28

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er algjör snilld!

Sigurlaug B. Gröndal, 17.8.2007 kl. 12:24

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Velkominn til baka. Ertu búinn að fara á Wembley að sjá prinsinn?

Kristján Kristjánsson, 17.8.2007 kl. 20:11

8 Smámynd: Jens Guð

  Þau eru ansi skemmtileg bréfin frá Jóakim.  Góður punktur þetta með maríustytturnar. 

Jens Guð, 17.8.2007 kl. 23:04

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fyrsta bréfið frá Jóakim var gargandi snilld... þetta er allt í lagi

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.8.2007 kl. 12:58

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir frábæra tónleika á Miklatúni í gærkvöld. Þið voruð toppurinn á hátíðinni.

Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 12:53

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Helvíti skorinorður náungi hann Jóakim frændi þinn og gleðilegt að hann skuli gefa sér tíma til að setjast niður til að skrifa meiningar sínar því þær eru svo skemmtilega afhjúpandi fyrir menn eins og hann. Ég held svei mér þá að guttarnir í SUS ættu að fá karlinn til að flytja erindi á þinginu sem þeir ætla að halda á Seyðisfirði í næsta mánuði.

Jóhannes Ragnarsson, 20.8.2007 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband