Swami Jóakim von Caymananda - uppskrift að velgengni.

Chayman 11 eitthvað 2000 og eitthvað

Nú er úti veður vont, verður allt að klessu, ra ra ra ... bara að grínast frændi.  Hér er sko ekkert skítaveður, það er svo mikil sól að sálin er komin með tan. Verst að ég hitti þig ekki síðast þegar ég kom heim til að kaupa í Green Giant Invest eða hvað þetta heitir þarna gufufélagið. Ég ætlaði nefnilega að bjóða þér að leggja í púkkið og lána þér fyrir því. Það er nú ekki eins og ég hugsi ekki hlýtt til þín kommúnistinn þitt. Veit að þú ert á hausnum og trúlega stutt í að þú verðir gerður upp. Annars er ég með plan sem ég ætla að leggja fyrir þig til að bjarga þér úr kommúnistaheiminum. Við setjum upp stórtónleika í Egilshöll með Fílharmoníunni í Sydney og fáum Einar B til að melda Kiri og Garðar með. Ég læt eitthvert risafyrirtæki sem ég á góðan hlut í, leggja til fjármagn, þú gerir disk, ég kaupi 6000 fyrirfram, stórfyrirtækið næstu 6000 og þannig færðu gull og svo platínu sem afhent verður með viðhöfn. Svo kaupi ég fyrstu tónleikana fyrir mig og fullt af stórefnafólki sem ég þekki, stórfyrirtækið kaupir tónleika númer tvö og svo koma þessir fáu sem ennþá fíla þig og kaupa nokkra miða, hina gef ég höltum og blindum.  Við látum gera vandaðan DVD pakka af tónleikunum og heimildamynd sem ég fæ að leika aðeins í.  Mér dettur í hug að við byrjum myndina með því að ég og þú förum saman í þotunni heim í heiðardalinn til að skoða ræturnar, heilsum uppá ættingjana,útdeilum gjöfum og afhjúpum styttu af frægasta syni svæðisins - mér. Svo fljúgum við til Cayman þar sem þú ert í fríi hjá frænda að leggja drög að heimsfrægðinni. Svona er planið algerlega pottþétt, allt spurning um settuppið asninn þinn. Annað sem er algerlega drepnauðsynlegt og það er útlitið á þér. Ég sá það í þættinum með leigubílalaginu hans ME. að þú þarft nauðsynlega að lita hárið, trúlega best að þú farir í ljóst og strípur og síðan í ræktina. Ég lána þér svo fyrir almennilegum bíl og leigi þér penthousið mitt í Reykjavík. Það er algerlega forsenda að þú flytjir frá Akureyri, alger forsenda. Þar varð ulllarsokkurinn fundinn upp og hann er ekkert á útleið. Það er líka spurning um hvort þú þarft ekki að yngja upp eins og sumir í þínum bransa hafa haft vit á að gera, það færi vel í S&H, þú fengir bullandi athygli útá það. Þegar við erum búnir að framkvæma þetta allt þá er búið að bjarga þér úr öreigaheiminum, repjút fjölskyldunnar er komið í viðundnadi lag. Þú veist ekki hvað ég hef þurt að líða fyrir bjánalegar spurningarnar sem dynja á mig í klúbbnum um öreigafrændann, sem geri lítið annað en rífa kjaft í nafni jafnaðar og bræðralags og taka þátt í Júróvísíon. Skoðaðu þetta af alvöru, ég er í gjafmildisástandi núna, mjúkur og meyr. ra ra ra

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Já Pálmi minn...
Það er gott að eiga góða að...

Stóðst þig vel um daginn í Laugardagslauginni

Freyr Hólm Ketilsson, 22.10.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Pálmi þú varst flottur í Laugardagslaginu endilega haltu áfram að syngja. Láttu þennan Jóakim frænda þinn ekki trufla þig, við bara vorkennum honum vinaleysið.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.10.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Og ef þig vanta aðstoðarleikara í vara aukahlutverki, þá getur þú prófað að spyrja mig

Já og ekki klikkaði kallinn ,,í Lagardagslögunum'' frekar enn fyrri daginn. Til hamingju með þetta ,,og ME líka'' og láttu ekkert stöðva þig. 

Kjartan Pálmarsson, 22.10.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Varaðu þig á honum Pálmi, hann er ekki gjafmildari enn það að hann talar um að leigja þér penthásinn og nær þannig til baka útlöggðu +, þú veist fyrir tónleikunum og strýpunum og því öllu - þeir gefa ekkert þessir og ef hann er frændi í móðurættina ætti nú ekki að koma honum á óvart einhver blankheitt frændfólks.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 20:18

5 identicon

Hehe - skemmtileg skot þarna.

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki búið að selja alla heimahagana þín Pálmi? ótrúlegt með þetta nýríka fólk það kaupir allt áður en maður veit af. Andsk.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 23:26

7 identicon

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er bara fullt vit í þessu hjá þér. 

spritti (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:07

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

 Það er alveg meiriháttar að lesa pistlana þína strákur og þú ert alveg dúndrandi góður penni og það væri ekki svo vitlaust Pálmi að þú myndir bara byrja á því að skrifa bók,ég held að það eigi bara vel við þig að skrifa og það er eins með allt sem þú tekur þér fyrir hendur þú gerir það með glans og það er alltaf gott að fá hrós því hún gefur okkur svo mikið eins og trú á okkur sjálf og veitir okkur styrk til að halda áfram og veitir okkur líka aukið sjálfstraust og hafið það sem allra best. Ástarkveðja og ég bið að heilsa vinur til ykkar allra.kv.linda og fjölsk.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.10.2007 kl. 22:42

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hva...? Brilliant bisnesshugmynd!! Hristu af þér slenið og framkvæmdu þetta Pálmi! Ekki vera að skrifa einhverja aulalega örsögu sem nokkrir brosa að en fáir hlægja.

Af stað með þig... svona huh

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2007 kl. 05:09

10 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Nú fær þessi  andskotans uppskrúfaða dollarabjálfi ekki meiri sjens  .. og svo það sé alveg á hreinu þá er hann ekkert skyldur mér.  En hann þarf nú greinilega ekki að örvænta greyið þó ég loki á hann ... ég sé að náinn ættingi hans er mættur til leiks til að bakka karlugluna upp í peningapervertiríinu og húmorsleysinu. Geturðu ekki fundið góða lóð fyrir Kimma frænda þinn við endann á álverinu Gunnar minn svo hann verði nú nógu nálægt peningalyktinni  .... þú getur svo smellt þér með hann á sunnudagsrúntinn uppað stíflu og dásamað sköpunarverkið.

Pálmi Gunnarsson, 24.10.2007 kl. 16:25

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:34

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson



Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2007 kl. 21:28

13 identicon

 Ég vil fá bók frá þér Pálmi.

Veit að það verður metsölubók

Skrýtið að útgefendur skuli ekki hafa náð þér !

Þú ert penni af Guðs-náð  !

Einar

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband