Nú er öndin önnur

Ágætu tilvonandi þegnar ... Það að ekki hefur heyrst í mér allan þenna tíma á sér skýringar, ekki beint eðlilegar, en skýringar engu að síður. Ég skil angist ykkar kæru landar þegar ekkert heyrist í foringjanum og tilvonandi landföður og bið ykkur öll innilega afsökunar á seinaganginum. Svona til að gera langa sögu stutta þá missti ég minnið, fékk skyndihæmer - eða eigum við frekar að segja að ég hafi misst öndina því ég man í smáatriðum allt sem fyrir mig hefur borið liðinn mánuð, ég vissi bara ekki hver ég var, hvaðan ég kom eða hverra manna ég væri. Ég var á leiðinni útá Bessastaði að tilkynna Ólafi um breytingar, ætlaði nú reyndar að bjóða honum væna flís af feitum, því maðurinn er markaðsmaður af guðs náð og svo er hún Dorrit svo flott og rík. Þegar ég beygði inná afleggjarann útá Bessastaði gerðist það. Eitthvað lenti á bílnum mínum og sprengdi hann í tætlur.... eða það fannst mér. Ég missti meðvitund og fann hvernig ég sveif á braut. Þegar ég rankaði við mér var hún Dorrit að strjúka mér um ennið með köldum klút og Óli beið á hliðarlínunni með fullt koníaksstaup. Þessar elskur eru einu manneskjurnar sem ég þekkti á ferðalagi sem tók við í kjölfar sprengingarinnar. Núna þegar ég hef endurheimt öndina, veit ég að maðurinn sem kom í hvítum sloppi að ná í mig,mældi hita og kíkti uppí mig var frændaandskotinn, dulbúinn sem læknir. Hann sagðist heita Sumarliði og bauðst til að vera mér til halds og trausts meðan ég næði mér. Sagði mér að Dorrit hefði hringt í sig. Mér leist ágætlega á drenginn og nú hófst endurhæfingin sem fólst í því að upplýsa mig um ævi mína fram til þessa og gefa mér allkonar bætiefni. Hann sagði mér að ég væri stórefnaður maður sem hefði ákveðið að skila mestu af auðnum til baka til þeirra sem mest þyrftu á því að halda.  Það virkaði vel á mig á þeirri stundu. Hann sagði mér að ég væri skírlífismaður sem hefði aldrei verið við kvenmann kenndur,alger bindindismaður á alla vímugjafa og æti lítið annað en grjón og drykki eingöngu vatn. Þetta virkaði líka vel á mig, þannig lagað. Hann sagði mér að nú færi í hönd mánuður gjafmildinnar. Sagði mér að ég hefði skýrt alla mánuði ársins með upplýstum orðum. Það lá ljóst fyrir; ég var góður maður, einskonar dýrlingur með mikla peninga aflögu sem ég eyddi í góðverk vítt og breytt um hinn hrjáða heim. Eftir að hafa farið nokkuð nákvæmlega í gegnum líf mitt lagði Sumarliði fyrir mig plan gjafmildimánaðarins. Fyrst lá leiðin í munkaklaustur í Tibet en þar átti ég pantaða viku í hugleiðslu hjá Sao Dong yfirmúnk. Sumaliði skildi mig eftir og flaug á þotunni með framlög til bágstaddra í Mongólíu á meðan ég hugleiddi með Sao. Nú veit ég að frændi fór að veiða Taimen og drekka kaplamjólk með Mongólum eftir að hafa eytt milljónum í skóla fyrir fátæka í Ulan Bator. Eftir vikuþögn í lótusstellingum lá leið okkar til Namibíu þar sem ég stofnaði nokkra skóla og opnaði dagheimili fyrir útigangsbörn. Að því búnu var haldið til Indlands þar sem ég lagði miklar fjárhæðir inná þróunarsjóð Himneska Hindúans við hátíðlega athöfn. Fékk rauðan púnkt á ennið og fílaferð inní frumskóginn í kaupbæti. Á meðan fór frændi á þotunni til Rússlands að sinna áfengissjúkum Rússum og koma upp meðferðastofnun í Murmansk fyrir alkóhólista. Núna veit ég að  hann fór  beint niður á skaga að veiða lax þegar búið var að vígja stofnunina. Shit shit - ég skil ekki hvað honum stóð til að misnota sér ástand mitt með þessu móti. Jæja - eftir Indland var ákveðið að fara til Kína til að mótmæla mannréttindabrotum. Þar lenti ég í mótmælastöðu fyrir framan ráðhúsið í Peking og endaði í Kínversku fangelsi. Nú veit ég að á meðan ég stóð með spjald sem á stóð Maó Mannæta og annað sem á stóð Kalli Kínverji kúkaði í sig fyrir framan ráðhúsið var frændi minn, sonur systur minnar, að horfa á alla leikina með íslenska handboltaliðinu. Ég veit það núna að á nákvæmlega sama tíma og ég var leiddur fyrir framan ofsalega reiðan Kínverskan dómara sem sagðist ætla að láta skjóta mig oft fyrir að svívirða Maó og eyðileggja fyrir sér útsendingu frá fimleikakeppni á rá, var frændi að horfa á Íslenska handboltaliðið mala Spánverja. Það var þá sem ég kom til baka, það var þá sem ég áttaði mig á því hver ég var og það var þá sem ég borgaði Kínverska dómaranum milljón dollara fyrir að láta mig lausan. Við enduðum saman að horfa á Kínverska liðið taka gull og fórum svo á fyllerí. En nú er ég hér... öndin önnur og reynslunni ríkar og hundruðum milljónum fátækari. Það eina sem ég er ekki alveg klár á - er Davíð ennþá forsætisráðherra eða er það Halldór eða ... Hari Krishna Hari Rama ha -

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flott

Anna Ragna Alexandersdóttir, 4.9.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.9.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Landi

Gott að þú sért heimtur úr álögum og kominn á frónið ,hefði verið slæmt að dvelja í þessu fangelsi

Landi, 9.9.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Dunni

Það ríkir sami fögnuður hér nú og hjá bóndanum í hinni guðs útvöldu þjóð sem fagnaði týnda suðinum sem ratiði heim bara til þess að vera slátrað  þegar týnda syninum var síðan fagnað. 

Dunni, 9.9.2008 kl. 20:31

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ha ha ha ha ha  góð og skemmtileg frásögn hjá þér...

Erna Friðriksdóttir, 10.9.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband