Vöntun á auknum hagvexti á Vestfjörðum

Það er nú meira stuðið á stjórnmálamönnum þessa dagana. Loforð um betri tíð og blóm í haga renna frá þeim eins og sprækur lækur að vori. Ég skil vel að stjórnarandstaðan lofi en á erfitt með að skilja loforðapakkann hjá stjórnarherrunum ef skoðað er hversu vel þeim hefur tekist til við stjórn skútunnar, að eigin sögn, undanfarin 12 ár. Miðað við það þarf svo sem litlu við að bæta velmegunina. Þó virðist eins og bráðvanti aukinn hagvöxt á Vestfjörðum ef mið er tekið af áhyggjufullum formanni Framsóknarflokksins.  En það er til lausn við hverjum vanda og í tilfelli Vestfirðinga felst hún í olíuhreinsunarstöð sem býr til 500 ný störf og er svona millimengandi.  En þar sem ég tel að olíuhreinsun á Vestfjörðum sé ekki málið þá legg ég til miklu betri hugmynd sem myndi búa til óhuggulega mikla peninga og allt að því óbærilegan aukinn hagvöxt. Og þar sem það var Jón sem sagði að það bráðvantaði aukinn hagvöxt á Vestfjörðum þá ætla ég að gefa honum hugmyndina. Hrindi hann henni í framkvæmd eða í það minnsta lofi hann að hrinda henni í framkvæmd,  mun lifna við í koti karls .  Gjörðu svo vel Jón og njóttu vel.  Hugmyndin:  Ríkistjórn Íslands með iðnaðarráðherra í broddi fylkingar býðst til að geyma allan kjarnorkuúrgang heimsins gegn gjaldi. Framkvæmdin: Borað yrði inní bergið á Vestfjörðum og búnar til hvelfingar sem geymdu úrganginn.  Loftmengun og sjónmengun heyrði sögunni til.  Líka blánkheit þ.e. þeir ríku myndu halda áfram að verða ríkir og þeir sem minna eiga myndu eignast aðeins meira. Jón, hættu nú þessu hagvaxtarvöntunarbulli sem enginn skilur, hringdu í Bush og Pútín og bjóddu þeim uppí dans. Þeir munu borga og brosa.


mbl.is Fullyrðingar um mengun frá olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum standast ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Segi það með þér! Maður skyldi halda að allt væri í hvínandi lagi miðað við sjálfshólið og ofhól stuðningsmannanna!  Nú er Greiningardeild Kaupþings búin að sýna fram á að kosningaáróður Jóns ráðherra er bull og vitleysa! Hagvöxturinn rýkur upp eftir að stóriðjuframkvæmdum lýkur! Það er sorglegt með Vestfirði og Norðurland, að þessir landshlutar fengu á sig afleiðingar þennslunnar; verðbólguna og hávextina. Þar hefur ríkt afturför og stöðnun í besta falli. En mér er spurn, hefur enginn efasemdir lengur um þennan endalausa hagvöxt, sem við virðumst alltaf þurfa? Fyrir nokkrum árum var sú umræða talsverð í Evrópu.

Auðun Gíslason, 18.4.2007 kl. 18:16

2 identicon

 Beittur! Góður! Ef þetta gengur eftir verður sem sagt vöntun á vöntun á auknum hagvexti á Vestfjörðum og jafnvel öllu landinu! Og þá væntanlega vöntun á hugmyndum að kosningaloforðum í  stefnuskrá Johnny boy fyrir næstu koningar. Hann hlýtur að ráða þig sem næsta kosningastjóra fyrir xB  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Pámi það þarf ekki að gefa Framsókn nein ráð,íhaldið sér um það.Auk þess er flokkurinn að lognast út af.

Kristján Pétursson, 18.4.2007 kl. 23:04

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

æ - ég gleymdi því

Pálmi Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"og enginn gæti svarað því hvað yrði um geislavirkan úrgang." Tilfellið er að það er óljóst. Frakkland fær sitt rafmagn mest frá kjarnorkuverum. Hvert fer eiginlega kjarnorkuúrgangurinn ? Lítill úrgangur frá kjarnasamrunaverum í framtíðinni ?

Pétur Þorleifsson , 19.4.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Plís, EKKI stinga upp á svona hugmyndum, Pálmi. Hugmyndir geta verið hættulegar. Fyrir ca 7-8 árum var ég að gantast á innherjum sálugu að nú ætti að fara að einkavæða Landsvirkjun. 

Það var fyrir ENRON.

Þótti fáránlegt þá að tala um einkavæðingu LV en svo eru einhverjir inn á milli sem...  Tjah hvað skal segja. Munum að erlendar lánastofnanir eru stórir og voldugir bakhjarlar. Eigendur þeirra hafa sínar kröfur á skulduga uppgjafa sæfara.

Ólafur Þórðarson, 20.4.2007 kl. 04:48

7 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Æ; ég tek þetta allt saman til baka. Kann grænlenska galdraþulu til að snúa ofan af hugmyndinni. Ennþá stendur eftir vöntun á hagvexti fyrir vestan.

Pálmi Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband