19.4.2007 | 14:07
Stríð og friður
Ég er á móti stríði með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja. Allar götur síðan ég fæddist um miðja síðustu öld hafa stríð geisað einhvers staðar í heiminum. Ég hef notið þeirra froréttinda að lifa í landi þar sem menn eru ekki neyddir í her með lögum, til að læra hvernig á að drepa fólk. Ég hef þó ekki sloppið alveg því ákveðið var á átakatímum að Íslendingar þyrftu verndara með vopn. Nú eru þeir farnir með þotur og liðssafnað og farið hefur fé betra. Frá því stríðsmangarinn Bush yngri komst til valda og fór að tala um öxulveldi hins illa í öðru hverju orði hefur staðan í heimsmálum versnað svo um munar. Lygar, botnlaus spilling, peninga- og valdagræðgi hafa einkennt stjórnartíð hans og eftir liggja hundruðir þúsunda manna í valnum og sér ekki fyrir endann á hörmungunum. Við Íslendingar skráðum okkur í lið með stríðsherranum á sínum tíma sem er trúlega versti skammarblettur sem á þjóðina hefur fallið. Fyrir það þurfum við að kvitta með einhverjum hætti, gætum til að mynda byrjað með að bjóða einni og einni írakskri fjölskyldu með sár á sálinni skjól. Bush fer frá sem betur fer og ég vona svo sannarlega fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar og allrar heimsbyggðarinnar að við stjórnartaumum taki fólk með fulla vasa af mannúð og samkennd. Fólk sem hefur nægjanlega breitt bak til að þrífa til eftir sundurspillta stjórnartíð G. W. Bush og co.
Ef ég á leið um Langholtsveginn, stoppa ég gjarnan hjá gatnamótunum sem tilheyra Mótmælanda Íslands númer 1. Horfi á karlinn sem stendur vaktina og les spjaldið hans. Ég hef aldrei séð þar neitt skrifað sem ekki stenst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- olllifsinsgaedi
- mal214
- prakkarinn
- veffari
- jensgud
- sailor
- jonaa
- steinibriem
- birgitta
- hlynurh
- jakobsmagg
- lehamzdr
- larahanna
- latur
- rannug
- katrinsnaeholm
- dofri
- olinathorv
- omarragnarsson
- lara
- vglilja
- jonmagnusson
- heidathord
- stebbifr
- annapala
- einherji
- athena
- blues
- kokkurinn
- daglegurdenni
- sax
- obv
- esv
- ese
- fanney
- sms
- fiski
- gujo
- fjarki
- lygi
- sverrir
- heidah
- maggaelin
- gummisteingrims
- skrifa
- kari-hardarson
- eurovision
- heringi
- bbking
- jonasantonsson
- kiddip
- skotta1980
- fruheimsmeistari
- vefritid
- hux
- nonniblogg
- siggisig
- havagogn
- sveinni
- safi
- haukurn
- skessa
- sigfus
- gudrunmagnea
- truno
- ingibjorgelsa
- 730bolungarvik
- juljul
- robertb
- stefanst
- ingibjorgstefans
- dullur
- konukind
- ea
- marzibil
- vilborgv
- kolbrunb
- thoragud
- bidda
- estersv
- slubbert
- feron
- agustolafur
- don
- kjarvald
- hannesgi
- polli
- turilla
- coke
- binnag
- birnamjoll
- holi
- tommi
- jenni-1001
- joiragnars
- gudjonbergmann
- fridaeyland
- vitinn
- magnusthor
- astromix
- bitill
- ingvarvalgeirs
- zsigger
- svei
- kiddirokk
- killjoker
- vestfirdir
- bonham
- stjaniloga
- skarfur
- heiddal
- gudruntora
- zunzilla
- hognihilm64
- rattati
- solir
- hemba
- ulfarsson
- gudni-is
- ragjo
- ktomm
- arh
- thorgisla
- skinkuorgel
- sveinbjornp
- bene
- saragumm
- birkire
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- egill75
- hof
- ots
- hugdettan
- stefanjon
- handsprengja
- millarnir
- gislihjalmar
- perlaheim
- okurland
- jullibrjans
- hallarut
- madamhex
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- hjolaferd
- freyrarnason
- sirrycoach
- ringarinn
- manzana
- bergthora
- aevark
- larusg
- ellasprella
- lindabj
- thordistinna
- saxi
- eythora
- markusth
- mordingjautvarpid
- kaffi
- adam
- bjargandiislandi
- gtg
- alheimurinn
- molested
- bergdisr
- raggipalli
- lindalinnet
- bulgaria
- audurkg
- almaogfreyja
- einarlee
- ernafr
- arnaeinars
- fingurbjorg
- lady
- davidj
- hansenidk
- stormsker
- th
- steinnbach
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- molinn
- lostintime
- hlekkur
- siggiholmar
- madddy
- mogga
- schmidt
- ketilas08
- iador
- hugs
- huldumenn
- moppi
- fjola
- inaval
- lillo
- nimbus
- kjarrip
- madurdagsins
- kafteinninn
- steinar40
- omarpet
- proletariat
- asdisran
- bylgjahaf
- nanna
- liljabolla
- skordalsbrynja
- agbjarn
- sjos
- kristbjorg
- vga
- dunni
- nori
- siggagudna
- kolbrunerin
- vestskafttenor
- valzi
- gelgjan
- landi
- annaragna
- mariamagg
- vorveisla
- runarsdottir
- mynd
- gullilitli
- landrover
- reynzi
- heimskyr
- hnefill
- vest1
- storyteller
- hildurhelgas
- esb
- saltogpipar
- fsfi
- egillg
- hallidori
- ziggi
- vibba
- jea
- oddurhelgi
- rannveigh
- siggileelewis
- arikuld
- acefly
- gattin
- bestfyrir
- brandarar
- gustichef
- gudrununa
- topplistinn
- vardi
- drum
- snjolfur
- lax
- kreppukallinn
- iceland
- pjeturstefans
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
Gleðilegt sumar Pálmi.Ég er þér innilega sammála hvað Bush og co varðar.Og við eigum ekki að taka í mál að leyfa hans liði nein afnot af þeirra fv"Base"hér á landi til æfinga sem þeir ætla sér sennilega.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 17:00
"Við" leyfðum tveimur mönnum að skrá okkur í lið með stríðsrekstrinum. Og ef eitthvað er að marka kannanir þá ætlum við að leggja blessun yfir þá ákvörðun aftur núna 12.maí!
Helgi Hó veit sko hvað hann syngur!
Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:55
Á bakvið tjöldin eru stríðsbraskarar sem teygja anga sína svo langt að jafnvel á Íslandi eru vitfirringar að heimta AÐ FÁ her sem fyrst og það sem stærstan.
Hvaða hættu þessir menn sjá er erfitt að fá útskýrt, en allavega tel ég mig nógu gamlann til að finna peningalykt af þessu.
Ólafur Þórðarson, 19.4.2007 kl. 20:28
Við seldum hlutleysi okkar fyrir tvær þotur úr dótakassanum á Miðnesheiði og fengum þær svo ekki. Það er skelfilegt að stæsta veldi heims skuli byggja efnahag sinn og viðkomu á stríðsrekstri. Allar tækniframfarir samtímans hafa sprottið af stríðsrekstri og ég held svei mér að ég gæti neitað mér um þær í skiptum fyrir frið.
Yngasta þjóð veraldar keppist nú við að troða gildum sínum ofan í kokið á elstu menningarþjóð veraldar og sprengja sjálfa Babylon í tætlur undir því yfirskyni. Hrokinn er yfirgengilegur og börn og smælingjar svíða mest. Svo erum við í bandalagi með þessum sósíópötum, sem eru í heild með sama menntalitý og fjöldamorðinginn í virginíu. Þar birtist þjóðarsálin í smærra samhengi og allir eru skeknir.
Af hvverju er það mál ekki tekið upp í aðdraganda kosninga? Styðjum við áfram þennan fjanda? Eiga menn með blóð barna á höndum að fá endurkosningu?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 20:55
Ég er 100% sammála bæði hinni góðu hugvekju Pálma og þeim "kommentum" sem hafa verið setti inn.
Gallinn er sá að fólk almennt kýs í alþingiskosningum út frá því fyrir hvað flokkarnir standa í víðtæku samhengi. Kvótakóngar og kvótasinnar kjósa stjórnarflokkana burt séð frá viðhorfi til stríðsglæpa og undirlægjuhætti gagnvart Brúski. Það sama gera virkjana- og stóriðjusinnar. Sömuleiðis útsvarsfríir fjármagnstekjueigendur. Og svo framvegis.
Jens Guð, 19.4.2007 kl. 23:22
Ég er líka á móti stríði, á móti Bush, á móti stríðinu í írak en ég er ósammála þeim meintum smánarbletti sem Davíð og Halldór eiga að hafa komið á þjóðina. Í raun er lýsing Pálma á "veruleikanum" ekki mikils virði en getur verið ágætis skemmtun.
Stundum er lýst eftir vitnum í útvarpinu þegar árekstur tveggja bifreiða á sér stað, það er lítið tekið mark á "vitnum" sem krydda og færa í stílinn, þótt það geti verið skemmtilegt. Það er oft á tíðum hrútleiðinlegt að lesa nákvæmar "skýrslur" af veruleikanum, hvernig hlutirnir atvikuðust í raun og veru. Ég geri mér grein fyrir að það er að vísu útilokað að skrifa eina "tjónaskýrslu" um striðið í Írak, aðdraganda þess og framvindu sem allir gætu sætt sig við en þó er meintur "glæpur" Halldórs og Davíðs orðum aukinn, hann gæti í mesta lagi flokkast sem mistök en að tengja þá ákvörðun við hörmungar Írösku þjóðarinnar í dag er út í hött.
Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 00:45
Benedikt, ekki væri vitlaust að sjá s.s. einn pistil frá þér um það efnið. Og láttu mig vita ef þú gerir hann.
Kveðjur
Ólafur Þórðarson, 20.4.2007 kl. 01:39
BLÓÐ BUSI DAVI DÓRI
Pétur Þorleifsson , 20.4.2007 kl. 09:07
Benedikt finnst innlegg mitt ágætis skemmtun sem er nú kannske ekki endilega það sem ég lagði upp með í hugleiðingu minni, að skemmta fólki. Hinsvegar tel ég að Benedikt skuldi okkur eitt stykki hrútleiðinlega skýrslu um „veruleikann“ varðandi Íraksstríðið. Ég býð spenntur.
Pálmi Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 10:10
Þetta gátu ekki kallast mistök því ljóst var að engin lögmæt eða réttlætanleg ástæða var fyrir árásinni á þeim tímapunkti. Gegn þessu var sterk andstaða þingmanna og minnir mig yfir 80% þjóðarinnar...en samt skutu þeir þessu óræddu hjá og sýndu siðleysi gagnvart þingheimi og þjóð og frömdu alþjóðlegan glæp. Nú þegar slíkt er ljóst þá er líka spurningin enn brennandi. Ætla þeir að styðja þessa glæpamenn áfram hjá sjálfstæðinu? Hafa þeir kjark í að segja sig frá þessum hlægilega díl for good?
Ég vil ekki meira blóð á mínar hendur óumbeðið takk!
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 10:53
Varðandi pælingar Benedikts um hrútleiðinlegar nákvæmar skýrslur þá er vert að nefna í tengslum við Íraksstríðið og aðdraganda þess, skýrslu mannsins sem var sendur til Íraks á vegum UN. til að leita að gjöreyðingarvopnum. Það að Írakar ættu gereyðingarvopn voru jú EINA ástæða þess að Bush og hans meðreiðarsveinar ákváðu að ráðast inní Írak. Niðurstaða Hans Blix var „engin gereyðingarvopn í Írak“
Pálmi Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 11:20
Mér finnst pistillinn fínn og vel skrifaður. En skemmtanagildið nákvæmlega ekkert, enda um grafalvarlegt mál að ræða. Tek ekki heldur undir beiðnir um skýrslu-færslu Benedikts. Búin að lesa mér nóg til um þetta mál til að vita að það er ekkert betra orð yfir gjörðir Davíðs og Halldórs en smánarblettur
Heiða B. Heiðars, 20.4.2007 kl. 11:31
Það var kannski ekki rétt af mér að tala um "skemmtilega" pistil, það sem ég átti við að hann var vel skrifaður. Ég get tekið undir flest sem stóð í honum nema um þann meinta "smánarblett" sem Halldór og Davíð eiga að hafa komið á þjóðina.
Það var semsagt planið að koma fjöldamorðingja frá völdum sem hafði gerst sekur um þjóðarmorð á Kúrdum og menn héldu að hann ætti gereyðingarvopn í fórum sínum, hann var til alls vís. Maður sem m.a. lætur taka tengdasyni sína af lífi er gjörsmlega óútreiknanlegur. Halldór og Davíð tóku ákvörðun að fylgja bandarískum stjórnvöldum að málum; að losa heimin og Írösku þjóðina við þessa óværu, en hver átti von á þeim hörmungum sem á eftir fylgdu. Þróun stríðsins er harmleikur og að sjálfsögðu ber Bush og stjórn hans fulla ábyrgð. Halldór og Davíð höfðu engan aðgang að hernaðaráætlun hersins og geta ómögulega borið ábyrgð á öllu því klúðri og mistökum sem herinn gerðist sekur um. Ef innrásin hefði tekist, ef bandaríski herinn hefði verið starfi sínu vaxinn, ekki leyst upp íraska herinn, vingast við heimamenn og ekki sýnt hroka og yfirgang, ef reynt hefði verið að halda stjórnkerfinu gangandi en flokksbundir liðsmenn Bath flokksins voru reknir úr stjórnsýslunni og við tóku viðvaningar, þá hefði ætlunarverkið tekist að öllum líkindum, og þá væri sagan öðruvísi. Þá væri öðruvísi umhorfs í írak í dag, myndum við þá þakka Halldór og Davíð eitthvað sérstaklega fyrir að hafa komið einræðisherranum frá völdum? Nei, að sjálfsögðu ekki.
Það er sjálfsagt að styðja við bakið á írösku þjóðinni þegar stríðinu lýkur.
Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 11:38
Hann hafði ekki framið þjóðarmorð á Kúrdum. Eiturefnasprengja sprakk í þorpi, sem drap 300 saklausaborgara. Þetta skeði tíu árum áður en innrásin er gerð. Þessi umtalaða árás var óhapp í erjum Írana og Íraka og skeitið var Íranskt og eru allir pappírar til fyrir því. Þessu hamraði Saddam á en ekki var hlustað á hann. Hans Blix fékk ekki einusinni að klára skoðun sína á vopnamálum Íraka. Búið var að undirbúa þessa innrás í áravís og þeir gaátu ekki beðið. ´Ég veit ekki hvaðan þú hefur þinn fróðleik Benedikt, en ég legg til að þú notir netið og flettir upp heimildum um málið.
Ef það lá á að koma Saddam frá völdum, þá var það ekki á ábyrgð bandamanna að gera það. Þeir höfðu pínt þessa þjóð í meira en áratug með viðskiptabanni og gert þá algerlega hjálparvana. Það var meira lýðræði í Írak en í USA. Olía var markmiðið og ekkert annað. Rán á auðlindum þjóðar.
Hvers vegna 10 árum eftir meintann og upploginn glæp? Hvers vegna ekki í Darfúr í Sýrlandi? Líbíu? Sómalíu? Ef þeir eru svona fullir af réttlætisvitund?
Lestu vinur. Þetta er kaffipásufróðleikur, sem þú ferð með.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 12:06
"Ofsóknir Saddams á hendur Kúrdum hafa verið kallaðar þjóðarmorð. Talið er að á árunum 1987 og 1988 hafi hundrað þúsund Kúrdar verið drepnir eða horfið. Í herferðinni á hendur Kúrdum var notað eiturgas og samkvæmt tölum frá Human Rights Watch létust allt að 5.000 óbreyttir borgarar lífið í einni árás á bæinn Halabja og 10.000 særðust. Talið er að síðan 1991 hafi 94.000 einstaklingar verið flæmdir af heimilum sínum. Jarðir í eigu Kúrda hafa að því sagt er verið gerðar upptækar og fengnar í hendur íröskum aröbum. Kúrdum hefur verið meinað að kaupa eignir og þeir, sem eiga eignir og vilja selja þær, verða að finna arabískan kaupanda." http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=722578
Hvaðan hefur þú heimildir um þessa 300.
Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 13:31
"Halabja poison gas attack:The Halabja poison gas attack occured in the period 15 March–19 March 1988 during the Iran-Iraq War when chemical weapons were used by the Iraqi government forces and a number of civilians in the Iraqi Kurdish town of Halabja (population 80,000) were killed"
http://en.wikipedia.org/wiki/Human_rights_in_Saddam_Hussein's_Iraq
Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 13:37
Og hérna er meira lesefni handa þér Jón Steinar.
"Human Rights Watch has for more than 15 years documented the human rights crimes committed by Hussein’s former government, and has campaigned to bring the perpetrators to justice. These crimes include the killing of more than 100,000 Iraqi Kurds in Northern Iraq as part of the 1988 Anfal campaign. "
http://hrw.org/english/docs/2006/12/30/iraq14950.htm
Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 13:46
Fjórum mánuðum eftir árásina á Halabja tók Bechtel hið bandaríska þátt í að byggja risaefnaverksmiðju í Írak.
Pétur Þorleifsson , 20.4.2007 kl. 19:38
Sæll Pétur gaman að heyra í þér - Hussein var enginn skátadrengur svo mikið er víst. Ég hef lesið mér nokkuð vel til um valdatíð karlsins, tengsl hans við vestræn ríki sem voru með hreinum ágætum meðan allt lék í lyndi, og aðdraganda innrásarinnar í Írak. Það er alveg sama hvernig ég þvæli þessu fram og til baka, ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu. Innrásin var ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir Bush og félaga og nauðsynleg til að ná því sem eftir var að slægjast. Olían var eitt og svo má ekki gleyma ógnar fjármunum sem lágu í uppbyggingu landsins eftir innrás. Samningar þar að lútandi lágu fyrir löngu fyrir innrásina. Stríð eru afkvæmi andskotans og þau verða ekki til uppúr þurru. Oftast eru það lægstu hvatir mannskepunnar sem etja þjóðum saman og engum blöðum um að fletta að þannig var það þegar ráðist var inní Írak.
Blessaður Runólfur frá Snæfoksstöðum - segðu hvenær við eigum að skoða leyndan veiðistað og ég svíf suður yfir fjöllin léttur eins og fjöður.
Pálmi Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 22:24
Þær upplýsingar, sem þú bendir á Benedikt eru langt í frá hlutlausar. Ég tek líka undir það að Saddam var enginn skátadrengur enda voru hópar í landi hans, sem vildu kljúfa sig frá landinu og gengu erinfa tyrkja eins og Kúrdarnir. Meðferðin á þeim er hinsvegar ófyrirgefanleg, eins og meðferð breta á Írum t.d. sem vildu aðskilnað. Hér er þó engin heilög skylda bandamanna að grípa inn í fyrir hönd alþjóðasamfélagsins. Þetta var ekki grunnur árásanna enda gerðust þessir atburðir áratug áður en innrásin var gerð. Ég endurtek svo spurningu mína: Af hverju gera réttlætisþyrstir bandamenn ekki eitthvað í Darfur, Sómalíu, Lýbíu og á fleiri hrjáðum stöðum ofríkis, sem er verra og nærtækara en þú nefnir sem ástæðu.
Hvað hafa margir saklausir borgarar þurft að gjalda fyrir inngrip þetta í Írak. Og hvaðan koma þér svona rök að Bath flokknum sé um að kenna og lélegum stjórnmálamönnum í Írak? Og ef þetta og ef hitt þá...? Það ríkir borgarastyrjöld og upplausn í landinu og sér ekki fyrir endann á því, fólk flýr í milljónavís frá landinu og þjáist sem landlausir flóttamenn. Ertu að reyna að þvo hendur glæpamannanna, sem komu þessu af stað? Ólöglega og gegn vilja heimsins. Ertu á öndverðum meiði við meirihluta Bandaríkjamanna, sem þó eru ekki eins vel upplýstir? Sjá allir glæpinn nema þú kæri vin?
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 23:04
Benedikt, það er alrangt að tilgangurinn með innrás í Írak var EKKI að steypa Saddam. Enda voru og eru margir honum grimmari og verri harðstjórar við völd víðsvegar um heim. Alveg fram að innrás Íraks í Kúweit var Saddam dekstraður af BNA og studdur með ráðum og dáð. Vopnum hlaðið á hann hægri og vinstri, hernaðarráðgjöf, sinnepsgassprengjum, myndum frá njósnahnöttum o.s.frv.
Yfirlýstur tilgangur innrásarinnar var sá einn að finna og eyða meintu gereyðingavopnabúri Íraka. Það var sagt ógna allri heimsbyggðinni. Innan BNA var reyndar hamrað á að Al-Kaida gerði út frá Írak og eitthvað þess háttar bull.
Innrásin í Írak var stríðsglæpur gegn mannkyni. Það hefur leitt af sér dauða allt að milljón barna, kvenna, gamalmenna og annarra að uppistöðu til óbreyttra borgara. Særðir og örkumla eru nokkrar milljónir. Flóttamenn eru hátt í 3 milljónir. Þar af um hálf milljón í neyð. Og hvergi sér fyrir endan á hildarleiknum. Bláar hendur Dabba og Dóra eru blóðugar upp á axlir.
Það viðbjóðslegasta við þessar hörmungar sem leiddar hafa verið yfir Íraka er að aunverulegur tilgangur innrásarinnar var að koma höndum yfir olíuauðlindir Íraka.
Jens Guð, 20.4.2007 kl. 23:21
Hún var smá klúðursleg fyrsta setningin hjá mér. Það sló saman hjá mér tvíþættri hugsun. Rétt upphafssetning átti að vera:
Það er alrangt að tilgangurinn með innrás í Írak hafi verið að steypa Saddam.
Jens Guð, 20.4.2007 kl. 23:23
Svo vil ég minna á að Saddam var Frankenstein skrímsli Bush. Made in USA:
"The Bush administration [has] sent U.S. technology to the Iraqi military and to many Iraqi military factories, despite over-whelming evidence showing that Iraq intended to use the technology in its clandestine nuclear, chemical, biological, and long-range missile programs." No this quotation is not pulled from a conspiracy-minded website, but from the Congressional Record from July 27, 1992. They are the words of the late Congressman Henry Gonzalez of Texas.For months in the early 1990s Gonzalez released hundreds of documents that outlined how the highest levels of the U.S. government - including Presidents Ronald Reagan and George H.W. Bush and current Defense Secretary Donald Rumsfeld - had secretly and illegally helped arm Saddam Hussein. The scandal was known as Iraqgate.In 1991, Charles Schumer, then a New York Congressman, now the New York Senator, said Hussein was Bush's Frankenstein: "He had been created in the White House laboratory with a collection of government programs, banks, and private companies." At the time, future Vice President Al Gore said, "Bush is presiding over a cover up significantly worse than Watergate."But Iraqgate is now all but forgotten in the wake of the Clinton-era scandals of Whitewater and Monica. The definitive account of Iraqgate, Alan Friedman's Spider's Web: The Secret History of How the White House Illegally Armed Iraq, is long out of print. But the U.S. role in arming Iraq has recently resurfaced. In December, the White House boldly seized Iraq's 12,000-page weapons document in order to censor parts for the non-permanent Security Council states. Among the information deleted was a list of U.S. corporations, government agencies and laboratories that aided Iraq. The companies included Honeywell, Kodak, Bechtel, Dupont and Hewlett-Packard. Among the government agencies were the Departments of Defense, Energy, Commerce and Agriculture. And then there were government nuclear weapons laboratories Lawrence Livermore, Los Alamos and Sandia, which all offered training to Iraqi scientists. This information emerged only after a German news reporter obtained unedited portions of the Iraq documents. U.S.-Iraqi relations extend back to June 1982 when President Reagan issued a National Security Decision Directive in the midst of the Iraq-Iran war. According to an affidavit by former National Security Council official Howard Teicher, from 1982 on the White House "supported the Iraqi war effort by supplying the Iraqis with billions of dollars of credits, by providing U.S. military intelligence and advice to the Iraqis, and by closely monitoring third country arms sales to Iraq to make sure that Iraq had the military weaponry required." Defense Secretary Donald Rumsfeld twice, in 1983 and 1984, visited Baghdad to meet with Saddam Hussein. Teicher, who traveled to Baghdad with Rumsfeld, described the mission: "Here was the U.S. government coming hat-in-hands to Saddam Hussein and saying, 'We respect you, we respect you. How can we help you? Let us help you.' " Rumsfeld's trips came at a time when the U.S. knew Iraq had already begun gassing Iranians. In 1985, the U.S. Centers for Disease Control sent samples of an Israeli strain of West Nile virus to a microbiologist at Basra University in Iraq. The U.S. would also send over "various toxins and bacteria," including botulins and E. coli. In 1986, Taicher would later recall, "President Reagan sent a secret message to Saddam Hussein telling him that Iraq should step up its air war and bombing of Iran. This message was delivered by Vice President Bush who communicated it to Egyptian President Mubarak, who in turn passed the message to Saddam Hussein." And the U.S. continued throughout the 1980s in backing Hussein by providing military assistance and diplomatic cover for war crimes.In 1984, the State Department arranged for the sale of 45 Bell 214ST helicopters to Iraq. Four years later The Los Angeles Times reported that "American-built helicopters" were used to gas Kurdish civilians. In March 1988 up to 6,800 Kurds were gassed to death in Halabja by Hussein's troops. In response the U.S. State Department attempted, according to a recent report in The International Herald Tribune, to place blame for the gassing also on the Iranians despite no evidence of Iranian involvement. When the UN Security Council passed a resolution to censure the Halabja attack it called on "both sides to refrain from the future use of chemical weapons." In July 1990, days before Iraq invaded Kuwait, U.S. Ambassador April Glaspie met with Saddam Hussein and gave him what many believe to be a green light for invading Kuwait.Speaking for President Bush, Glaspie said, "we have no opinion on the Arab-Arab conflicts, like your border disagreement with Kuwait." Hussein invaded Kuwait beginning a war that has yet to end. Leading the fight then Secretary of Defense was Dick Cheney. While the Gulf War marked the end of U.S. support for Hussein, private U.S. corporations continued to quietly trade with Iraq through foreign subsidiaries. And among those who profited most was Cheney himself. In 1995, Cheney took over as CEO of Halliburton, a Dallas-based oil-field supply corporation. According to The Washington Post, two Halliburton foreign subsidiaries sold more than $73 million in oil production equipment and supplies to Iraq under Cheney's command. Cheney had helped Halliburton become the biggest U.S. oil contractor for Iraq.Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 23:38
Það máttu svo sannarlega ...
Pálmi Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 00:46
Ég renndi einmitt framhjá horninu hans Helga í gær, maðurinn stóð vaktina sína þar sem endranær.
Maður máske ekki alveg að skilja allt, & oft er hægt að hafa einhverjar aðrar skoðanir, en það er ekkert mál að bera virðíngu fyrir þrautsegjunni.
S
Steingrímur Helgason, 21.4.2007 kl. 01:13
Fyrst að minnst er á lagið "Garún" þá er gaman að það inniheldur dimma söngdödd okkar ágæta og sárt saknaða vinar, Péturs heitins Kristjánssonar. Á þeirri ágætu plötu, "Í gegnum tíðina", er jafnframt lag sem oft kemur upp í huga mér þegar stóriðja berst í tal, "Göngum yfir brúna".
Ekki aðeins á textinn ennþá meira erindi í dag en á sínum tíma heldur er Kinks-legur gítarleikur Magga, 3ja hljóma riffið, í því lagi klassískt flott. Lag sem hljómar betur og betur "í gegnum tíðina". Og söngstíll Pálma í laginu er aldeilis eðal.
Jens Guð, 21.4.2007 kl. 01:19
Manstu nokkuð eftir því þegar Sunna var og hét og þú og Villi heitinn komuð í bollukaffi til okkar, við keyptum bollurnar af Hressó og sátum svo í litla eldhúsinu upp á annari hæð, þá var gaman, nú er húsið brunnið og við orðin fullorðin, en lífið er samt ennþá bara gott.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 01:43
Sem nágranni Helga get ég tekið undir með þér. Hver skapaði annars sýkla?
Egill Harðar (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 02:15
Jón Steinar: Þessi langloka sem þú vitnar má finna á slóðinni:http://www.thirdworldtraveler.com/Iraq/Saddam_MadeInUSA.htmlÞetta er heimildalaus grein eftir einhvern Mike Burke. Þessi síða er ekki beint hliðholl bandarískum stjórnvöldum. Hins vegar eru samtökin Amnesti international og Human Rights Watch sem ég vitnaði til hér að ofan, á móti öllum manndrápum, þar á meðal að hengja Saddam, alveg marktæk og hlutlaus um efnavopnaárásina.Þú hefur ekki svarað hvernig þú færð það út að aðeins 300 hafi látist í efnavopnaárásinni. Þú spyrð hvers vegna ekki sé ráðist inn í Darfur, Sómalíu, Lýbíu. Því get ég vesæll bloggari ekki svarað en ef bandarísk stjórnvöld bæðu íslensk stjórnvöld að styðja slíka íhlutun stæðu þau frammi fyrir svipuðum valkosti og Davíð og Halldór sem yrði líka umdeildur. Þrætan snerist um “smánarblettinn”.
Þótt ég styðji ekki Bush eða hafi ekki verið hlynntur innrásinni í Írak þýðir það ekki að maður sé sammála hverju sem er sem sagt er um stríðið í Írak og aðdraganda þess en ég virði sjónarmið þeirra sem eru á móti öllum stuðningu við stríð og að við hefðum átt að vera hlutlaus en mér hefur oft fundist vanta ákveðið jafnvægi í umræðuna, Saddam var einn mesti fjöldamorðingi sögunnar, til alls vís eins og ótal dæmi sýndu, en meint geryðingarvopn fylltu mælinn.
Það er góð skoðun að vera móti Íraksstríðinu en það verður líka að gæta sanngirni. Það var að mörgu leiti skiljanlegt í ljósi aðstæðna hvers vegna var farið í þetta stríð en menn láta eins og það hafi bara snúist um olíu eða bara eitthvað nógu einfalt. Og ég er ekki alls ekki að verja bandaríks stjórnvöld, langt í frá.Og fólki til “gangs og gamans” langar mig að enda þessa langloku mína á nokkrum tilvísinum í Moggan sem ég drekk með morgunkaffinu.
Ég vona svo að allir verði góðir bloggvinir eftir þennan hanaslag.
Myrtu 5.000 manns í HalabjaAli Hassan al-Majid var náfrændi Saddams Husseins, hefur verið hægri hönd hans og stjórnað vörnum Suður-Íraks frá því að stríðið hófst. Hann hefur verið kallaður Efnavopna-Ali frá því að hann fyrirskipaði gasárás á Kúrda í bænum Halabja í Norður-Írak árið 1988. Talið er að um 5.000 óbreyttir borgarar, aðallega konur og börn, hafi látið lífið í árásinni. Ali stýrði hernámsliði Íraka í Kúveit 1990-1991 og var síðan varnarmálaráðherra í stjórn Saddams 1991-1995, auk þess sem hann var leiðtogi Baath-flokksins í Suður-Írak. Fjöldamargar sögur hafa verið sagðar af grimmd hans og aðgerðir hans til að bæla niður uppreisn shíta í Suður-Írak eftir Persaflóastríðið einkenndust af "aftökum, gerræðislegum handtökum, mannshvörfum, pyntingum og öðrum grimmdarverkum", að sögn mannréttindahreyfingarinnar Human Rights Watch.http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=724208
...íbúar Íraks hafa búið í stöðugum ótta við að vera dregnir út sem óvinir stjórnarinnar. Fólk er hvatt til þess að greina frá athöfnum fjölskyldu og nágranna. Öryggissveitir geta látið til skarar skríða hvenær sem er. Fólk er handtekið af geðþótta og morð eru daglegt brauð. Síðan um mitt ár 2000 hefur refsingin fyrir að breiða út róg eða tala illa um forsetann eða fjölskyldu hans verið að skera tunguna úr þeim, sem slíkt gerir. Hafa myndir af slíkum refsingum verið sýndar í íraska sjónvarpinu öðrum til varnaðar...Pyntingar hafa verið stundaðar kerfisbundið í Írak. Í skýrslu Amnesty International frá ágúst 2001 segir að pólitískir fangar séu pyntaðir kerfisbundið og umfang pyntinga og miskunnarlausar aðferðir beri því vitni að beiting þeirra hafi verið samþykkt í æðstu valdastöðum. Aðferðirnar eru margar. Þess eru dæmi að augu hafi verið potuð úr mönnum. Í einu tilfelli var kaupsýslumaður úr röðum Kúrda handtekinn í Bagdad og tekinn af lífi. Þegar fjölskyldan sótti líkið höfðu augun verið stungin úr því og pappír troðið í tómar augntóftirnar. Borað hefur verið í gegnum hendur pólitískra fanga með rafmagnsbor, fórnarlömb eru hengd upp í loft, raflost eru veitt, meðal annars á kynfæri, eyru, tungu og fingur, og einnig hafa fórnarlömb pyntingameistaranna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=722578 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru tilbúnir að heyja stríð í Írak upp á sitt eindæmi ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki nýja ályktun sem heimilaði valdbeitingu.http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=710993Benedikt Halldórsson, 21.4.2007 kl. 03:18
Sælt veri fólkið - ég hef haft bæði gagn og gaman af að heyra í ykkur öllum í þessum „hanaslag“ sem Benedikt nefnir umræðuna svo skemmtilega. Ég viðurkenni að mér brá ofurlítið við hressileg viðbrögð sem hugleiðing mín um Stríð og Frið fékk en þegar upp er staðið þá er ég glaður í sinni því umræða er af hinu góða og umræða um grundvallarmálefni er þar í efsta sæti í minni bók. Það hefur verið rætt um Davíð og Halldór sem stóru skúrkana í tengslum við Íraksstríðið og því hvernig við tókum þátt í því. Hvergi minntist ég á þá ágætu herramenn í pistli mínum og það er ástæða fyrir því. Vissulega fóru þeir offari þegar þeir skráðu frá okkur hlutleysið og höfðu, eins og marg oft hefur komið fram, ekkert umboð frá þjóðinni til að setja okkur á blað með „besta vini aðal“. En ég get ekki látið hjá líða að lýsa ábyrgð á eigin hendur. Hef ég staðið fyrir mómælum og krafist þess sem þjófélagsþegn að við færum af þessum fjandans lista. Nei og þar með er ég ekki stikkfrí. Satt best að segja skammast ég mín ofurlítið fyrir heigulsháttinn. En ég hef lært af þessu og ég mun beita mér af öllu afli, hvar sem ég get, með vonandi stærstum hluta þjóðarinnar, fyrir því að svona bull verði aldrei endurtekið.
Gleymum því aldrei við friðelskandi bloggarar að í stríði eru það oftast sakleysingjarnir sem þurfa að borga blóðtollinn og þeir eru sjaldnast spurðir ráða þegar fullorðnir menn fara á skytterí.
Göngum yfir brúna er fast lag á tónleikum okkar Mannakorna og stöðugt í þróun. Það eina sem ekki breytist í flutningi okkar er magnaður texti ME. Ég hendi útgáfu af laginu inná bloggsíðuna mína á næstu dögum. Kær kveðja til ykkar allra.
Pálmi Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 11:13
Góð grein hjá þér Pálmi orð í tíma töluð en hafa þó áður verið sögð.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.4.2007 kl. 16:08
Ég fór í mótmælagönguna stóru í New York 15 Feb 2003. Þar var saman kominn mestu mannfjöldi sem ég hef verið í. Fjölmiðlar vöruðu fólk við að fara, slíkur var heilaþvotturinn sem í gangi var.
Þá þegar lá fyrir að engin efnavopn voru í Írak. Nægir að nefna Hans Blix, já og Scott Ritter. Tveir menn sem sannarlega ættu að hafa vitað það. Aðrir sérfræðingar um þessi mál á sama máli.
Með yfirþyrmilegum nasistahroka var valtað yfir þá og þeir sem studdu hrokann eiga að gjalda fyrir sínar kjánalegu ákvarðanir. Kynning Powells fyrir S.Þ. er smánarblettur á sögu bandaríkjanna og minnir mig helst á rétarhöldin yfir Lubbe á 4. áratug. Þvæla og bull, yfirgangur og hroki. Verið að senda fólk í dauðann.
Ef Davíð og Halldór vissu ekki um yfirlýsingar Hans Blix og Scott Ritter þá spyr ég hvern fjandann þeir eru að gera að stjórna Íslandi. Greinilega ófærir um að afla sér beisikk upplýsinga. Þeir einu sem voru hissa á að ekki fundust efnavopn voru lygararnir og strengjadúkkur þeirra, sem vonuðust eftir brauðmolum eftir slátrunina. Jú líka Bandarískur almenningur sem hafði verið mataður stíft á lyginni, þ.á.m. nokkrir sem ég kalla í dag fyrrum vini.
Eitt er að vera kjáni en annað að taka þátt í lygi og fjöldamorðum, sem massíf dráp á Íröskum hermönnum í skjóli nætur og með fjarstýrðum sprengjum sannarlega var.
Þeir sem tóku þátt í þessu eiga að svara fyrir þessar sakir og koma fram hreint fyrir skjöldu og ekki nota afsakanir á borð við að þetta hafi verið einhver mistök. Ísland er hlutlaust land og á ekki að standa í stríðsbrölti því það er slæmt fyrir börnin okkar, og svo er nú líka slæmt fyrir stjórnarfarið að lygarar komist upp með lygarnar sínar.
Ólafur Þórðarson, 22.4.2007 kl. 01:30
Ekkert gerist af sjálfu sér. Einhverstaðar byrjar upphafið að endalokunum.
Björn Heiðdal, 23.4.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.