Þotuþreyttir fá lausn sinna mála með reisn

Þegar ég las fréttina sá ég fyrir mér fulla flugvél af fólki á Viagra ... og skömmu síðar sá ég fyrir mér ástandið í hamstrabúrinu. Síðan fór ég að hugsa - hvernig í ósköpunum duttu Argentínarnir niður á þessa lausn á þotuþreytuvandanum. Eftilvill hefur prófessor úr Þjóðarháskólanum með riserfiðleika verið á leið með flugi til elskunnar sinnar og úðað í sig Viagra fyrir flug. Er ekki möguleiki á að Viagra geti virkað á fleiri vandamál.


mbl.is Viagra kann að nýtast gegn þotuþreytu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Ég er bara svo ''standandi'' hissa á því hvernig vísindamönnum kemur til hugar að gera allar þessar rannsóknir. Líklega eru einhverjar tilviljanir eins og þú nefnir þarna sem hafa eitthvað að segja. Annars finnst mér líklegra að hann hafi séð álitlega flugfreyju í fluginu og ákveðið að gera eitthvað í málinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.5.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Sem betur fer er margt skondið sem gerist í veröldinni, eitthvað sem maður getur brosað að. Nóg er af hinu.

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.5.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Ég veit um mann sem tekur malaríu lyf við útbrotum og konu sem er á sama lyfi við gigt.  það er margt skrítið í lyfjabókinni

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Það væri hægt að gera smá breytingu í Hávamálum

Ljúfur verður leiður, ef lengi situr, ef hann fær Viagra.

Jens Sigurjónsson, 22.5.2007 kl. 22:57

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Viagra var víst fundið upp sem lyf við einhverjum öðrum sjúkdómi og þegar átti að afturkalla það vegna lélegrar virkni á því sviði kom á óvart að menn neituðu að skila lyfinu. Þannig komst "reisulegri" virkni þess í ljós. Kannski Viagra verði innifalin í farseðli á lengri leiðum. Verður þá ekki hægt að kalla langflug langreisu?

Ævar Rafn Kjartansson, 22.5.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viagra var hannað sem blóðþrýstingslyf minnir mig og virkni þess "í neðra" uppgötvaðist af tilviljun. Kannski á Ralph Fiennes heiðurinn af þessari uppgötvun. Fór hann ekki hamförum á einhverju langfluginu með flugfreyju á salerninu? Rosa hress þegar hann sté frá borði

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er bara auglýsingabrella sem allir falla kylliflatir fyrir.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 07:56

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 15:41

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, bæði geta menn gengið í klúbb þann er við háloftin er kenndur - og mætt svo hressir á áfangastað. Klöppum fyrir læknavísindunum.

Ingvar Valgeirsson, 24.5.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband